Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 21 „KARTÖFLURÆKTENDUR þurfa að gæta sín á því hvað keypt er sem útsæði. Við erum með regl- ur hér þar sem segir að einungis megi taka til dreifíngar útsæði frá ræktendum sem eru með svoköll- uð útsæðisleyfí,“ segir Sigurgeir Olafsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. „Það sem liggur til grundvallar þessum útsæðisleyfum er að spoma við því að kartöflurnar séu með sjúkdóminn hringrot eða kartöfluhnúðorm. “ Sigurgeir segir að þeir sem selji útsæði eigi að tryggja að allt út- sæði sem þeir selji komi frá út- sæðisleyfíshöfum. „Það á að merkja allt útsæði með nafni framleiðanda þannig að neytendur geti alltaf séð frá hvaða ræktanda þeir eru að kaupa.“ Hvað snertir erlent útsæði seg- ir Sigurgeir að það komi til landsins með framleið- 'V / andanúmer og þar sem /iV, kartöflurnar komi oft stórum sekkjum sé þeim skipt niður og pokarnir eigi þá að vera merktir með afbrigðaheiti og nafni þess sem umpakkar. Kartöflurækt Skíptír máli að kaupa útsæði frá viður- kenndum ræktendum Ekki setja niður matarkartöflur „Ég vil eindreg- ið vara við því að kartöfluræktend- ur séu að taka einhveijar og ein- hveijar kartöflur og setja niður hjá sér. Þeir ættu alls ekki að taka matarkartöflur og setja niður vegna þess að hætta er á því að ýmsir sjúkdómar og skaðvaldar komi með þeim.“ Hann segir að í sumum garð- löndum sé allt morandi í kartöflu- hnúðormum og því borgi sig ein- göngu að nota viðurkennt útsæði. - Nú er um ýmsar tegundir að ræða af útsæði. í hveiju liggur munurinn? „Hann getur verið mikill og liggur í mismunandi útliti, bragð- gæðum og ýmsum öðrum eigin- leikum. Almennt eru afbrigði eins og Gullauga, Helga (rautt Gullauga) og rauðar íslenskar það sem gefur bestu mat- arkartöflurnar. % Rauðar íslenskar eru seinni til og verða því oft smáar fyrir bragðið en vöxtinn er hægt t að örva að ein- hveiju leyti með plast-, eða ’i'jj f»i ítjj.c - akrýldúk." flJPP erlendum Sumar tegundirnar gefa betri uppskeru en þær íslensku og kart- öflurnar verða oft til muna stærri líka. „Margir hafa notað Premi- ere- eða Bintje-afbrigðin til að fá með bökunarkartöflur. í köldu sumri er einnig oft hægt að fá Sigurgeir segir að urm- ull sé til að afbrigðum. Útsæðisleyfi til að hindra að kartöfl- urnar séu með hringrot eða kart- öfiuhnúðorm. betri uppskeru af Premiere en öðrum afbrigðum en þurrefn- ismagn og bragðgæði eru lakari.“ Spíra í fjórar til sex vikur - Hvað tekur svo við þegar búið er að kaupa útsæði? „Það þarf að setja kartöflurnar í kassa eða búa um þær þannig að birta komist að þeim. Síðan eru þær látnar standa til spírunar í góðri birtu í fjórar til sex vikur. Þetta fer eftir hitastigi líka og miðað er við fiórar til sex vikur í 15°C. - Hvað með spírun í sólskála? „Líklega er það nú í lagi, þó hætta sé á að það geti orðið of heitt þar. Kosturinn er að þar er birtan mikil. Það er að minnsta kosti ráðlegt að venja þær við kaldara hitastig í nokkra sólar- hringa áður en þær eru settar niður.“ Sigurgeir segir ástæð- una fyrir því að kartöflurnar séu látnar spíra í góðri birtu þá að spírurnar verði þá stuttar, grænar og kröftugar. „Ef þær spíra við lélega birtu verða spírurnar lang- ar, veikbyggðar og fölar og því meiri hætta á að þær skaddist þegar þær eru settar niður.“ Blandaður garðáburður og fosfat í nýja garða Ef fólk er með litla ^ garða við heima- hús og sér- stak- lega ef þeir eru nýir er ráðlegt að gefa aukaskammt af fosfóráburði (þrífosfati) sem stungið er þá saman við mold- ina,“ segir Bjarni Helgason hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. „Gallinn við búfjáráburð er að honum fylgir mikill arfí, en hann er hinsvegar mjóg góður fyrir sprettuna, ef hófs er gætt. Sé notað of mikið má búast við miklum yfírvexti en lítilli upp- skeru.“ Bjarni segist mæla með 1,2 og allt að 2 kg af blönduðum garð- áburði í 10 fermetra garð. „Ef moldin er þétt er gott að blanda hana með hrossataði því hann los- ar moldina en er hinsvegar nær- ingarsnauður. Næringarríkasti búfjáráburðurinn er líklega venju- legur kúamykja og kindatað. Hafí einhveijir aðgang að bæði kúa- mykju og hrossataði er það góð blanda." Moldarsýni úr garðinum Bjarni segir að kartöflugarðeig- endur verði að passa sig á kalki, skeljasandi og hænsnaskít. „Fólk hefur mikið notað þessi efni í garðana sína en það er mjög óráð- legt nema í sérstökum tilfellum og þá að undangenginni mælingu á sýrustigi. Ein tegund kartöflu- kláða fylgir sýrustigi og magnast upp í kalkríkri mold. Kláðinn hef- ur ekki áhrif á bragðgæðin en kartöflurnar verða ljótar útlits. Jarðvegurinn þarf að vera hæfilega súr og við getum í vafatilfellum að- stoðað fólk ef það kemur til okkar með moldarsýni úr garðinum hjá sér,“ segir hann. Þá segir Bjami að mjög óráðlegt sé að setja kartöflur niður í blauta og kalda jörð. „Það margborgar sig að bíða uns jörð hlýnar með að setja útsæðið niður vegna þess að kartöflurnar sem upp koma verða venjulega fallegri útlits.“ KAFFIBRENNSLA Akur- eyrar er að kynna sérstakt Rubin-sælkerakaffi en það er bæði Kenýa- og Eþíópíu-kaffi og verður það selt í 250 gramma pakkningum þegar það kemur í verslanir á næst- unni. Þá er Kaffibrennsla Akureyrar einnig að kynna kaffi i skanimtapakkningum fyrir hótel og mötuneyti. KJÖTUMBOÐIÐ og þeir slát- urleyfishafar sem að því standa hafa í samstarfi sett á markað nýtt merki; EKTA. Vöruflokk- amir undir þessu merki eru um 40 talsins, lqjöt, pasta, salöt og fleira. „Þessi lína okkar er eink- um ætluð ungu fólki sem hefur lítinn tima aflögu til matargerð- ar,“ segir Páll G. Arnar fram- leiðslustjóri Kjötumboðsins. Umræddar EKTA-vörur verða komnar í verslanir eftir helgi og innan skamms verður aukið við vöruval. Morgunblaðið/Sverrir I GÆR var búið að velja athyglisverðustu nýungina í fagkeppni kjötiðnaðarmanna sem nefnist „íslenskir kjötdagar". Það var Kristján Arnarson hjá KÞ á Húsavík sem hlaut verðlaunin fyr- ir smalahráskinku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.