Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 41 GUÐRIÐUR KRISTIN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Kristín Jónsdóttir fæddist á Herjólfs- stöðum í Álftaveri 1. mars 1914. Hún iést á dvalarheimili aldraðra i Vík 14. apríl sl. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Heiðimannsdótt- ir frá Eystra- Skaganesi í Mýrdal og Jón Hjartarson frá Herjólfsstöðum í Álftaveri. Systkini Guðríðar eru Svaf- mundur Siguijón, f. 19.6. 1909, d. 18.3. 1991, Hjörtur Elías, f. 1.1. 1912, d. 19.10. 1951, Guð- björg, f. 9.12. 1915, húsmóðir í Vík, Þorsteinn Kristinn, f. 5.2. 1919, d. 1.7. 1985. Eftirlifandi eiginmaður Guðríð- ar er Páll Jónsson ættaður frá Efri- Langey á Breiða- firði. Fyrstu bú- skaparár sín bjuggu þau í Reykjavík en fluttu til Víkur í Mýrdal árið 1967. Útför Guðríðar fer fram frá Víkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðríður Kristín Jónsdóttir flýtti sér hægar i lífinu en mörg okkar hinna og hafði fyrir vikið meira að gefa öðrum en venja er til. Um- hyggja fyrir öðrum einkenndi allt hennar lífshlaup, gestrisni hennar var ómæld og frá unga aldri var ekkert henni óviðkomandi þegar for- eldrar hennar og systkini voru ann- ars vegar. Hún annaðist heimilishald í föðurhúsum um langa hríð og þeg- ar fram liðu stundir bættust eigin- maður hennar, Páll Jónsson, systk- inabörn og fjölmargir aðrir vinir í hóp þeirra sem nutu ástúðar og ein- stakrar velvildar Guddu frænku. Guðríður móðursystir mín fæddist 1. mars 1914 og ólst upp við ástríki foreldra sinna og systkina á bænum Eystra-Skagnesi í Mýrdal. Eftir að hafa slitið þar bamsskónum tók hún við heimilishaldi á Nesi og bjó þar af annáluðum myndarskap með for- eldrum sínum og bræðrunum Þor- steini og Svavmundi, sem nú eru báðir látnir. Þegar brýnustu skyldu- störfum lauk á þeim vígstöðvum giftist Guðríður eftirlifandi eigin- manni sínum, Páli Jónssyni. Fyrstu búskaparárum sínum eyddu þau á Ægissíðu í Reykjavík en síðar flutt- ust þau til Víkur í Mýrdal þangað sem fjöldi fólks sótti þau heim alla tíð. Tæplega hefur nokkur maður náð þvi að heimsækja Guðríði án þess að þiggja veitingar, Kaffisopi var hið minnsta sem hún sætti sig við að fólk þægi hjá sér og drykkjarföng voru aldrei borin á borð án þess að meðlætið væri á annan tug tegunda. Ungviðið hafði því mætur á heim- sóknum til Guddu frænku og þótt henni yrði sjálfri ekki barna auðið hugsaði hún ætíð um okkur systk- inaböm sín eins og við værum henn- ar eigin. Ekki síður hefur hún látið sér annt um böm okkar systkinanna og fylgst með uppvexti þeirra, námi og starfi af miklum áhuga. Eg var eitt þeirra barna sem naut samvista við Guðríði frá fæðingu. Væntanlega er það dæmigert að það var einmitt Gudda frænka sem fór með mig, þá 10 ára gamla sveita- stúlkuna, í fyrstu höfuðborgarferð- ina. Sú ferð líður mér aldrei úr minni né heldur þegar við frænkurnar fór- um á á ógleymanlega 17. júní skemmtun í miðbænum. Á sama hátt var hún óþreytandi við að ann- ast og gleðja systkin mín og styðja þau til góðra verka eins og henni var frekast unnt. Guðríður var lágvaxin og fíngerð kona, snyrtileg með afbrigðum, stjómsöm og fremur alvörugefin. Hún heyrðist aldrei hallmæla nokkr- um manni og enda þótt gestimir körpuðu oft af ákefð og jafnvel heift í eldhúsinu hennar hélt hún sig fjarri hvers kyns flokkadráttum og slúðri og varaðist að fella þunga dóma yfir mönnum og málefnum. Fyrir vikið naut hún trausts og virðingar allra sem hana þekktu og verður hennar minnst sem mikillar mann- kostakonu. Elskuleg frænka mín Guðríður lést á dvalarheimili aldraðra í Vík þar sem þau Páll eyddu síðasta ár- inu sínu saman. Við minnumst henn- ar með söknuði og víst er að Víkur- ferðirnar verða hvorki hinar sömu fyrir okkur Eystein né bömin okkar eftir að Guddu frænku nýtur ekki lengur við. Við biðjum Guð að blessa minningu hennar og vottum eftirlif- andi eiginmanni og öðrum aðstand- endum samúð okkar. Kristín Rútsdóttir og fjölskylda. í dag fer fram frá Víkurkirkju útför móðursystur minnar Guðríðar Kristínar Jónsdóttur frá Skagnesi í Mýrdal. Lát hennar kom ekki á óvart, en óneitanlega setti mig hljóða. Með örfáum orðum langar okkur að minnast hennar Guddu, eins og hún var ætíð kölluð. Hún var smágerð og fínleg kona, hjartahlý og mátti aldrei aumt sjá. Hún var alltaf boðin óg búin að rétta fram hjálparhönd. Á Skagnesi ólst hún upp hjá for- eldrum sínum ásamt fjórum systk- inum, við ást og umhyggju. Á Nesi bjó hún þar til hún giftist. Nesheim- ilið bar þess merki að þar var stjóm- að af röggsemi og myndarskap. Gest- risni var í hávegum höfð. Oft var gestkvæmt á Nesi og þá einkum á sumrin auk þess sem þar voru oft nokkur böm í sveit á' sumrin og um tíma dvöldu þar böm veturlangt. Það segir sig sjálft að Gudda hafði nóg að starfa við heimilið og ef mik- ið lá við vann hún jafnt utan dyra sem innan. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem bam að dvelja á sumrin í sveit á Nesi. Vora þetta yndislegir tímar og góður lærdómur sem ég bý að enn þann dag í dag og tel ég mig mæla fyrir munn margra sem þar dvöldu. Það var sama hvaða verk Gudda tók sér fyrir hendur, allt var unnið af vandvirkni og kostgæfni. Dugn- aður var henni i blóð borinn. Sér- stöku ástfóstri tók hún við saumavél- ina. Ég minnist ætíð þeirra daga þegar von var á Guddu frænku til Víkur að sauma jólafötin á okkur systkinin, það vora dýrðardagar. Þegar Gudda var komin á fullorð- insár fór hún yfirleitt seinni hluta vetrar til Reykjavíkur til að vinna við saumaskap fram á vorið, en þá sneri hún aftur austur að Nesi til að sinna heimilinu. Ófáar flíkumar hefur hún saumað um ævina fyrir vini og vandamenn. I einni af þessum ferðum sínum kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Páli Jónssyni. Þá flutti Gudda til Reykjavíkur og þar hófu þau Páll búskap á Ægisíðunni. Þar bjuggu þau í nokkur ár og vann Gudda við saumaskap. Það var ekki laust við að okkur systranum fyndist eitthvað frá okkur tekið þegar Páll kom til sögunnar, en við jöfnuðum okkur fljótlega á því. Síðar fluttu þau til Víkur og settust þar að. Lengst af bjuggu þau í litla fallega húsinu við Árbaut 2 með yndislegum stóram garði í kring. Þær vora margar stundimar sem Gudda eyddi í garðin- um við að rækta og snyrta. Alltaf var yndislegt að heimsælg'a þau í litla húsið og minnast dætur mínar ætíð allra sortanna sem bomar voru á borð en einhvem tíma voru þær taldar á annan tug. Þegar heilsan fór að gefa sig tók Gudda því. með æðraleysi. Kom að því að Páll hætti störfum og í samein- ingu hjálpuðust þau að við dagleg störf. Síðastliðið ár hafa þau búið á Dvalarheimilinu Hjallatúni i Vík og hreiðrað um sig í lítilli íbúð. Síðustu mánuðir höfðu verið henni frænku minni erfiðir vegna veikinda hennar. Mér fannst yndislegt að geta heim- sótt hana um stund síðastliðna páska stuttu áður en hún kvaddi þennan heim. Við mæðgumar minnumst frænku okkar með gleði og hugsum um allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman um ævina og viljum við þakka þær. Við biðjum Guð að gæta henn- ar og hún mun ávallt eiga stað í hjörtum okkar. Elsku Páll og aðrir ástvinir, miss- irinn er mikill og við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Heiðrún Rútsdóttir og dætur. Það er komið að því að kveðja hana Guðríði frænku mína. Raun- veraleikinn er svo sár, þótt við höf- um í nokkum tíma vitað hvert stefndi. Það sem er efst í huga mín- um á þessari stundu era allar þær ljúfu minningar sem ég á um hana Guddu. Á meðan ég bjó í Vík sem bam og svo seinna þegar ég var í styttri eða lengri heimsóknum var svo gott að geta skroppið til Guddu í heim- sókn. Ég átti yndislegar stundir með henni frænku minni. Hún átti svo fallegt heimili, fullt af skemmtileg- um og spennandi hlutum. Hún var svo mikið fyrir að hafa fínt hjá sér. Ég man varla eftir nokkram vasa eða krús sem hún hafði ekki fyllt af blómum eða öðra skrauti. Þolinmæði hennar gagnvart mér var alveg ótrúleg því uppátækin vora margvísleg. Uppáhalds leik- staðurinn var litla búrið á Árbraut- inni þar sem litskrúðugir köku- stampar og bakkar fylltu hillurnar. Fínu bridgespilin hans Palla urðu að dúkkulísum og úr þeim risu líka heilu borgimar á stofugólfinu. Oft þurfti líka að fara í gegnum fata- skápana og máta fínu fötin og litlu skóna sem næstum pössuðu. Það vora líka mörg ævintýrin sem urðu til í stóra fallega garðinum hennar Guddu. Ef ég lofaði að passa mig fékk ég stundum að sveifla mér á hliðinu eða skríða í gegnum sólina i. miðjunni, en ég varð þó alltaf að muna eftir að loka hliðinu. Stundum fékk ég að gista og þá sungum við saman „Ó jesú bróðir besti“ fyrir svefninn. Það fékk enginn að fara frá henni frænku minni nema pakksaddur, og þar var engin undankomuleið. Á svipstundu framreiddi hún ótal teg- undir af kökum og öðram krásum og meðan setið var og raðað í sig var hún stanslaust að bjóða meira 'og bæta á borðið. Iðulega fylgdi poki með sætindum þegar kvatt var og lagt af stað í langferðir. Minning- in um hana frænku mína er mér ákaflega dýrmæt og hún mun lifa með mér alla tíð. Eg bið Guð að gæta hennar og styrkja Palla í sorg- inni. Guðbjörg Rut. Elsku Gudda mín. Nú hefur það gerst sem ég hef alltaf óttast. Þú ert farin frá mér og við munum aldrei sjást aftur, a.m.k. ekki í þessu lífi. Hver veit hins vegar hvort við mununi samein- ast að nýju síðar meir? Ég kýs að trúa því. Ég kýs einnig að trúa því að þú sért ennþá hjá mér þó ég sjái þig ekki. Ég minnist þess oft á tíðum hve yndislegt það var að koma til þín og Palla. Þú varst alltaf svo snyrti- leg og hafðir auga fyrir fallegum hlutum og heimili þitt bar þess vott. Ég fékk að leika mér með hvað sem ég vildi og það þurfti enginn að svelta hjá þér. Þvert á móti! Þú hafð- ir alltaf áhyggjur af því að maður væri svangur. Þetta vita allir sem þekktu þig. Ég hef heyrt því fleygt að það hafi nú verið ættgengt. Hvað sem því líður þá leikur enginn vafi á því að þú ert ein sú örlátasta og góðhjartasta manneskja sem uppi hefur verið. Þú varst alltaf öll af vilja gerð að gleðja aðra, sjá um þá og hjálpa. Þú talaðir aldrei illa um fólk né dæmdir það óréttilega. Hjá þér fengu allir tækifæri. Heimili þitt var stundum eins og nokkurs konar vin í eyðimörkinni. Ég gat alltaf leitað til þín ef þess þurfti. Annars vantaði mig aldrei ástæðu til að koma til þín. Það var alltaf jafnindælt því þú varst þar. Þig prýddu allir þeir kostir sem prýtt gátu nokkra manneskju. Þú varst þolinmóð, hógvær (stundum einum of), barngóð, dugleg, gefandi, ástrík, og alltaf tilbúinn að fóma þér. Eini gallinn var kannski sá að þú kunni ekki að segja nei, en hvort það var galli eður ei er umdeilanlegt. í þess- ari stóra, grimmu veröld þarf maður alltaf að vera á varðbergi en þú varst alltaf jafnsaklaus og sást aldr- ei neitt illt í neinum. Þú gerðir þessa veröld hlýja og notalega með ást þinni og umhyggju. Þegar ég var lítil stúlka að leika mér í garðinum hjá þér í undirkjól, smjattandi á sælgæti, þá gerði ég mér ekki í hugarlund hvemig sam- band okkar ætti eftir að breytast. Ég var alltaf hrædd um að missa þig því ég var skynsöm og vissi að þú værir miklu eldri en ég og ættir því samkvæmt lögmáli náttúrannar að fara fyrr, ef ekkert kæmi upp á. En ég er þakklát fyrir hveija stund sem ég átti með þér. Veikindi þín urðu meiri og sýni- legri og allt i einu varð ég fullorðna manneskjan sem þurfti að axla ábyrgð. Þú hafðir alltaf hugsað um mig en nú snerist það við. Ég var ekki barn lengur og ég kom auga á vandamálin sem einfeldni bamæsk- unnar höfðu falið fyrir mér. Nú var ég orðin nógu gömul til að skilja hinn hluta tilfinningalífs þíns. Það var skrítið að fullorðnast svona allt í einu og að þurfa ða horfast í augu við blákaldan vera- leikann. Ég var að missa þig, elsku Guddu mína, sem hafði alltaf verið hjá mér frá því ég mundi eftir mér. Reydnar hafði mér alltaf fundist ég þurfa að passa þig og vemda fyrir öllu illu en núna reyndi raunveralega á. Hægt og sígandi vann meinið á þér. Það var svo sárt að horfa á þig veslast upp. Að sjá einhvem sem maður elskar af öllu hjarta, hrörna og breytast og geta ekkert gert er eitt það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum. Tengsl okkar urðu samt alltaf meiri og ég kynntist þín- um dýpstu tilfínningum. Þegar þú grést fyrst í návist minni og ég huggaði þig, þá fann ég hvað hlut- irnir höfðu breyst. Ég fékk tíma til að átta mig á því að dauðinn nálgaðist, þannig að það var ekki óvænt að missa þig. í rauninni varstu að mestu dáin áður en að líkaminn sagði upp störfum. Sál þín var þreytt og lúin og þráði hvíld og hana fékk hún. Nú veit ég að þér líður vel. þú varst svo yndis- leg mannvera að annað getur ekki verið. Ég var svo heppin að þú varst hluti af lífi mínu og þú munt alltaf vera það. Ég hef alltaf notið góð- mennsku þinnar óspart, hvemig sem á það er litið, og því gleymi ég aldr- ei. Þó þú værir frænka mín þá varstu i rauninni líka mín þriðja amma og gott betur en það. Þú áttir alltaf hluta í mér og gerir það ennþá. Ég veit að nú blómstrar þú fegurri en nokkra sinni fyrr, blómstrar eins og þú vildir að allir og allt í kringum þig gerðu. Það breytir því ekki að Sérfræðingar í blóiiiiiHkiæyliii.u'iiin uð <"»ll liekil'ieri Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 ji blómaverkstæði HNNA ég sakna þín óskaplega en mér líður betur að vita að nú líður þér vel og að nú uppskerð þú allt það sem þú sáðir. Engin orð fá lýst þér nógu vel en ég vona að þetta teljist góð til- raun. Ég veit að þú værir ánægð. Þú myndir öragglega segja að ég hefði ekki átt að hafa fyrir þessu og hrósa mér svo. Þú varst alltaf dugleg að hvetja mig og hrósa mér. Takk. Takk fyrir allt sem þú hefur gefíð mér. Þín, Hrefna Sigurjónsdóttir. Þegar ég kom fyrst til Víkur í Mýrdal fyrir 11 árum með mannin- um mínum og ungri dóttur, kynnti hann mig fyrir Guddu og Palla, sem vora mjög gott vinafólk foreldra hans. Ég hafði heyrt mikið talað um gestrisni þeirra en öðra eins hafði ég aldrei kynnst. Þó á okkur Guddu væri nærri 50 ára aldursmunur þá náðum við strax vel saman og urðum góðar vinkon- ur. Ég man að þessi tvö sumur sem við Birgir dvöldum í Vík þá fór ég mjög oft til Guddu og Palla, en allt- af tóku þau jafn vel á móti okkur, það var svo notalegt að koma að Ásgarði og spjalla við þau og finna notalegheitin sem við mæðgurnar fundum svo vel fyrir. Við Gudda gátum talað um heima og geima og höfðum báðar gaman af alskyns handavinnu og föndri. Eins og Gudda var gestrisin þá mátti aldrei hafa neitt fyrir þeim þegar þau komu í heimsókn til okk- ar, það var alveg sama hversu lítið það var alltaf fannst Guddu alltof mikið fyrir sér haft. Þegar maður minnist Guddu er Palli alltaf í sömu setningunni svo samrýnd voru þau hjónin og sam- taka i því að vera gestrisin og höfð- ingleg. Gudda og Palli eignuðust ekki börn en Palli átti böm frá fyrra hjónabandi. Gudda var engu að síður mörgum börnum mikil amma og langamma, hún rabbaði við þau, tindi úr skápunum sínum ýmislegt spennandi dót sem þau léku sér að, hún pijónaði sokka og vettlinga handa þeim og átti alltaf eitthvað gott í litla munna. Ég veit að mín böm era ekki þau einu sem fannst hún eins og langamma þeirra. Ég man að þegar eldri sonur okkar fæddist þá fundum við hversu vænt þeim þótti um að hann væri skírður í höfuðið á afa sínum sem þau bæði mátu mjög mikils. Gudda var lítil kona og pen. Allt- af látlaus og lét ekki mikið yfir sér. En hún hafði að geyma höfðingskap og ósérhlífni sem maður sér mjög sjaldan. Hún var mjög smekkleg, hafði auga fyrir litum og hafði búið þeim Palla mjög fallegt heimili. Að leiðarlokum þá er það oft það dags daglega sem við minnumst og gerir fólkið að því sem það var okk- ur, það er fljótlegra að telja upp stórafrek, en notalegheitin sem við skynjum, góðvildin og umhyggjan hún situr eftir í hjörtum okkar og henni gleymum við aldrei. Ég kveð Guddu með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldunni allri. Elsu Palli, við Birgir og bömin sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um guð að styrkja þig i sorg þinni. Linda Hannesdóttir. BLÓMABÚÐ MICHELSEN j H ÓI AGAIUJI S. 557 3460. j AÐEINS ÞAÐ BESTA ! í GLEÐl OG SORG. 3i ÁRA STARFSRIYNSLA í IJTFARAR- SKRHYTIMGUM. MICHELSEN HÓLAGARÐI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.