Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hizbollah-hreyfingin í Suður-Líbanon runnin undan rótum íranskra klerka LEIÐTOGAR og stuðningsmenn Hizbollah-hreyfingarinnar. Myndin var tekin á útifundi í suðurhverfum Beirút-borgar er þess var minnst að 1300 ára voru frá andláti Husseins, sonarsonar Múhameðs spámanns. Eyðing Israels- ríkis lieilagt lokamarkmíð Hizbollah er hreyfmg íslamskra bókstafstrúar- manna, sem aldrei munu viðurkenna tilverurétt ísraels skrifar Snorri G. Bergsson. ARATUGUM saman hefur geisað borgarastyijöld í Líbanon milli múslimskra og kristinna íbúa landsins. Árið 1970 blönduðu Pal- estínumenn sér í leikinn við hlið múslima og 1976 bættust Sýrlendingar í hópinn. Þjóðarbrot í Líbanon , einkum shítar, drús- ar, Palestínumenn og kristnir maronítar hafa síðan þá borist á banaspjót og notað allar fáanlegar gerðir vopna til að drepa hvern annan. Líbanon var lengi kallað „perla Mið- austurlanda" og ekki að ástæðulausu. Þar blómstruðu viðskipti menning og menntun umfram það sem gerðist í öðrum arabalönd- um, þótt ekki væri þar að finna dropa af olíu. Spenna í landinu kom einkum til vegna umsvifa liðsmanna Frelsishreyfingar Palest- ínu (PLO), sem nýttu sér sterka stöðu í suðurhluta landsins til að gera árásir á ísra- el, jafnframt því að etja öðrum þjóðarbrotum saman til að tryggja eigin völd í Líbanon. Á árunum 1970-1982 gerðu þeir hundruð árása á Israel sem drógu Israelsher inn í þessa endalausu baráttu um yfirráð í land- inu. ísraelar gerðu nokkrar minniháttar inn- rásir í Líbanon á áttunda áratugnum til að hrekja skæruliða PLO frá suðurhluta lands- ins en án árangurs. Alvarleg mistök Árið 1982 hófst síðan „Galíleu-aðgerðin“ með allsheijar innrás ísraela inn í Líbanon. Þótt ísraelski herinn hafi náð að gjörsigra sýrlenska herinn og palestínska skæruliða reyndist þessi herför stærstu mistök ísrael- skra ráðamanna. Þrátt fyrir að PLO hafi verið rutt úr vegi, komu aðrir skæruliðahóp- ar og sýnu erfiðari viðureignar, til sögunnar. Árið 1985 dró ísraelsher sig til baka frá Líbanon enda höfðu sjálfsmorðsárásir shíta þá hoggið stór skörð í raðir ísraelska hers- ins og erlendra friðargæsluliða. Þar fór fremstur í flokki nýlega stofnaður skæru- liðahópur, Hizbollah (eða Hizballah), sem starfaði með stuðningi íran, Líbýu og Sýr- lands. Hizbollah-hreyfingin er að mestu runnin undan rótum íranskra klerka sem sendu erindreka sína til Líbanons í því skyni að flytja út íslömsku byltinguna. Hizbollah var þó aðeins nýtt líf á gömlum belgjum þar sem líbanskir shítar höfðu í um tvo áratugi verið áhrifamiklir í stjórnmálalífi Líbanons. Árið 1959 hafði ungur klerkur, Sheik Musa al-Sadr, flúið til Líbanons undan ofríki ír- anska keisarans og hafist handa við að umbreyta friðsömum hálf-vestrænum shít- um landsins í pólitíska þrýstihópa. Árið 1967 stofnaði hann Æðstaráð shíta í Líban- on (SISM), sem þróaðist út í fyrstu stjórn- málahreyfíngu shíta, Harakat al-Mahrumin, sem árið 1974 myndaði hemaðarvæng sinn Afwaj al-Mugawama al-Lubnaniyya eða AMAL eins og hreyfmg þessi er yfirleitt kölluð. Árið 1978 þegar Sadr hvarf á dular- fullan hátt klofnaði AMAL í veraldlegan og hálf-sósíalískan arm undir forystu Nabib Beri og bókstafstrúarvænginn al-Amal al- Islami undir stjóm Hussein al-Musawi. Út úr þeim síðarnefnda spratt svo Hizbollah árið 1980. Kóraninn er stjórnarskrá Eins og gildir um aðra bókstarfstrúar- hópa innan íslams er hugmyndafræði Hiz- bollah mjög einföld:Stjórnarskrá okkar er Kóraninn. Þannig er t.d. félagslegum ákvæðum hinnar helgu bókar múslima fylgt eftir eins og um ríki væri að ræða. En ólíkt hefðbundnu ríkisvaldi innheimtir hreyfingin litla skatta en borgar frekar með sér því ekki skortir fjárstreymi frá íranska ríkis- kassanum til þessarar einu áhrifamiklu hreyfingar shíta múslima utan írans. Meginstefnu Hizbollah á hinu pólitíska sviði má draga saman í fjögur samverk- andi atriði: Hizbollah stefnir að því að umbreyta ríkj- andi félags- og stjórnmálaskipulagi í Líban- on. Áhrifum kristinna manna ber að eyða og koma á íslömsku ríki á í landinu þar sem íslömskum lögum (sharia) skal fylgt út í ystu æsar. Beijast skal með öllum vopnum gegn þjóðernishyggju, heimsvaldastefnu og vest- rænni menningu. Sameina skal alla múslima undir eina reglu með það að markmiði að breiða íslam út um allan heim og leggja Vesturlönd og önnur ríki undir íslamska stjórn. Eyða ber Ísraelsríki og frelsa skal Palest- ínu undan yfirráðum Gyðinga. Deilan stendur því ekki um yfirráð ísra- ela yfir „öryggissvæðinu" heldur tilveru gyðingaríkis á íslömsku landsvæði. „Litli og stóri Satan“ í skrifum leiðtoga og annarra hug- myndafræðinga Hizbollah kemur skýrt fram að Israel sé skilgetið afkvæmi vest- rænnar hugmyndafræði, einkum heims- valdastefnu. Því er Israel skilgreint sem höfuðóvinur, þar sem tilvera þess sé tákn- ræn fyrir yfirráð hins vestræna heims sem hafi stöðvað íslamska útþenslustefnu í að ná markmiðum sínum. Bandaríkin, sem kölluð eru „Hinn mikli Satan“ hafi því get- ið af sér „lítinn Satan“, ísrael, sem komist hafi yfir heilagt íslamskt landsvæði. Því er Israel Hizbshaytan (flokkur satans), öfugt við flokk Allah, Hizballah, sem breiða muni út eitur sitt til íslamskra landa verði gyðingum leyft að lifa í friði í Palest- ínu/ísrael. Af þessum og öðrum sökum hafnar Hiz- bollah öllum friðarsamningum við ísraela. Því er ástæðulaust að ætla að friðartilraun- ir Bandaríkjamanna og Frakka muni skila nokkrum varanlegum árangri. Nær er að ætla að barátta Hizbollah, Hamas og ísl- amska Jihad muni halda áfram eins lengi og tilvera Israels varir. Höfundur er sagnfræðingur og hefur starfað sem fréttaritari Morgunblaðsins í Jerúsalem. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Á ekki að veikja Mannréttinda- dómstólinn HALLDÓR Ágrímsson utanríkis- ráðherra segist ekki telja ástæðu til breytinga á Mannréttindadóm- ■stóli Evrópu og að ekki megi veikja dómstólinn. Brezka ríkisstjórnin, sem hefur á undanförnum misser- um tapað þremur málum fyrir dóm- stólnum, hefur lagt til að völd hans verði takmörk- uð. Malcolm Rif- kind, utanríkis- ráðherra Bret- lands, ritaði í síð- asta mánuði öll- um aðildarríkj- um Evrópuráðs- ins bréf, þar sem hann lagði annars vegar til að ríki, sem tilnefni nýjan dómara í dómstólinn, verði að hafa um það samráð við hin aðildarríkin, og hins vegar að dómstóllinn geri aðildarríki, sem er varnaraðili í dómsmáli, grein fyrir því hvaða þættir málsins honum þyki ámælis- verðastir, til þess að ríkið geti brugðizt við þessu í málflutningi sínum. Höfum sætt niðurstöðu dómstólsins „Við íslendingar höfum orðið að þola niðurstöðu þessa dómstóls og sætt því. Ég tel að Bretar verði að gera það líka,“ segir Halldór Ás- grímsson. „Ég sé ekki neina ástæðu til breytinga á Mannréttinda- dómstólnum og tel hættulegt að veikja hann.“ Mannréttindadómstóllinn hefur dæmt íslenzka ríkinu í óhag í einu máli sem sneri að tjáningarfrelsi og öðru, sem fjallaði um skylduaðild að stéttarfélagi. Þá var ráðizt í að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds hér á landi vegna málarekstrar fyrir Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstólnum. Reuter Sjávarútvegs- stefnu ESB mótmælt RÚMLEGA þúsund breskir sjó- menn komu saman í Lundúnum í gær til að mótmæla sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins (ESB). Þess var krafist að breska stjórnin hafnaði henni. Breskir sjómenn eru andvígir þeirri stefnu að skip annarra að- ildarríkja eigi jafnan rétt á veið- um í breskri landhelgi og saka Spánverja um rányrkju. í bæklingi er dreift var á fund- inum sagði m.a.: „Brussel segir að ekki megi auka heildarveiðar. Það getur einungis þýtt að bresk- ir sjómenn fái að veiða minna og að þeir verði reknir af miðum sínum til að rýma fyrir hinum ofbeldishneigðu spænsku skemmdarvörgum, sem eru hat- aðir um allan heim.“ Úrsögn er tálsýn í yfirlýsingu frá framkvæmda- sljórninni sagði að svarið væri öflugri sameiginleg sjávarútvegs- stefna en ekki úrsögn úr henni, sem væri hvort sem er tálsýn. Myndin var tekin þegar sjó- menn sigldu bátum upp Thames- ána til að taka þátt i mótmælun- um. Tower-brúnni var lyft upp til að bátarnir kæmust undir hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.