Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 29 Bjarnargreiði í atvinnumálum Á DÖGUNUM lagði Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðu- flokksins, fram lagafrumvarp á Alþingi um lögbindingu 80 þúsund króna lágmarkslauna í landinu. Gísli vill greinilega koma þeim til hjálpar sem minnst hafa og því ber að fagna. Flest bendir þó til þess að fleiri myndu bíða skaða af slíku lagaákvæði en þeir sem það aðstoðaði. Lágmarkslaun auka atvinnuleysi 80 þúsund króna lágmarkslaun myndu tryggja að þeir sem hafa atvinnu færu aldrei neðar í laun- um. Þau störf sem greitt var innan við 80 þúsund fyrir mundu hins vegar mörg hver leggjast af og Orri Hauksson atvinnuleysi þannig aukast. Ástæðan er sú að verðmætin sem slík störf skapa eru oft innan við 80 þúsund króna laun og launa- tengdan kostnað. Gera má ráð fyrir að þeir sem þiggja lægri laun en 80 þúsund yrðu ósáttir við að störf þeirra yrðu lögð niður. Flest- um þykir betra að hafa starf, þótt lágt launað sé, heldur en að ganga atvinnulaus. Verst fyrir ungt fólk og lítt menntaða Lágmarkslaun koma því verst niður á þeim sem veikastir eru fyrir. Gera má ráð fyrir að ungt fólk með litla reynslu yrði illa úti vegna ákvæðisins, enda byijar slíkt fólk oft á lágum launum meðan starfsþjálfun og önnur að- lögun fer fram. Einstaklingar með litla menntun myndu einnig líða fyrir lágmarkslaun. Þeim sem ekki hafa hlotið mikla menntun standa yfirleitt færri atvinnutækifæri til boða en langskólagengnu fólki, lágmarkslaun myndu fækka tæki- færum þeirra enn meira. Reynslan frá Evrópu og Bandar íkj unum I Evrópusambandinu er at- vinnuleysi um 11% að meðaltali, en er yfir 20% hjá fólki innan 25 ára aldurs. Þessi vandi hefur vax- ið með miklum þuiiga undanfarin 15 ár. í Bandaríkjunum er einnig nokkuð um fólk án vinnu, um 5% íbúa. Það hlutfall hefur þó staðið Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! í stað síðustu 15 ár og að auki er óalgengt að fólk sé árum saman án atvinnu vestan hafs, eins og er títt í Evrópu. Þess ber að geta að lágmarkslaun tíðkast í Evrópu og eru sums staðar mjög há. Einn- ig eru ýmsar aðrar skorður settar á atvinnulíf í Evrópu, s.s. að erfitt er að segja upp fólki. Það ákvæði hefur fælt fyrirtæki frá því að ráða fólk af ótta við að sitja uppi með það út starfsævi þess. Eins hafa háir skattar verið þung byrði á atvinnulífinu. Afleið- ingarnar eru þær að fjöldi starfa í einkafyrirtækjum hefur staðið í Af þessu má því draga þá ályktun, segir Orri Hauksson, að lág- markslaun myndu valda mun meiri mannlegum harmleik í samfélaginu en þau kæmu í veg fyrir. stað í Evrópu síðustu tvo áratugi, en störfum hefur fjölgað í opin- bera geiranum. Þessu er öfugt farið í Bandaríkjunum. Þar hefur störfum fjölgað um 8,4 milljónir undanfarin 3 ár á meðan engin fjölgun hefur orðið í Evrópu. Umræðan í Evrópu er enda heldur sú að draga eigi úr skorðum á atvinnulífinu frekar en auka, lág- markslaun eru þar með talin. Aukin verðmætasköpun - aukin atvinna - hærri laun Löggjafarvaldið getur notað ákvæði um lágmarkslaun til að hækka lægstu laun í landinu, en leið fækk'ar það þeim sem þiggja laun. Það hlýtur að vera heppilegra að tryggja varanlega, raunverulega launahækkun og næga atvinnu. Það gerist ekki nema með því að auka verðmætasköpun í landinu - að tryggja atvinnulífínu fijálslegt lagaumhverfí til að fyrirtæki verði rekin á sem arðsamastan hátt. Með aukinni verðmætasköpun fjölgar atvinnutækifærum. Og með fjölgun starfa þrýstast laun upp, því um- sækjendur geta gert hærri launa- kröfur þegar minni samkeppni er um störfín. Af þessu má því draga þá ályktun að lágmarkslaun myndu valda mun meiri mannlegum harm- leik í samfélaginu en þau kæmu í veg fyrir. Höfundur á sæti ístjórn Heimdallar. VISSIR ÞU ÞETTA UM AGÆTI OG McDONALD'S Á ÍSLANDI? Starfsmenn Ágætis að Faxafeni 12 byrja daginn á því að saxa niður salat og lauk fyrir McDonald’s. Það er gert á hverjum degi, jafnvel líka á sunnudögum þegar þörf er á. Grænmetið er skorið i sérstökum vélum, því skurðurinn þarf alltaf að vera eins til að fullnægja kröfum McDonald’s. Svo er salatið sett í skilvindu og þvegið vandlega með tæru, íslensku vatni til að hreinsa það. Vatnið er allt sem þarf - engum aukaefnum er bætt út í til að lengja líftima salatsins - það er alltaf nýtt og ferskt. McDonald’s gerir ákveðnar kröfur um tegund, ferskleika, stœrð og jafnvel þroskastig grœnmetis á hamborgarana og notar alltaf íslenska tómata þegar þeir eru á boðstólum. Ágæti hf. tók upp GÁMES, alþjóðlegt gæðaeftirlitskerfi, á síð- asta ári. Matthías Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það hafi þegar skilað umtalsverðum árangri, bæði í eftirliti með framleiðslunni og stjórnun. „Vid vinnum grænmeti fyrir fjölmörg veitingahús og verslanir auk McDonald’s og hreinlæti og réttar umgengnisreglur skipta gifur- legu máli." Matthías: „Gœðaeftirlitsfólkið frá McDonald's heimsækir okkur reglu- lega til að fylgjast með framleiðsl- unni. Okkur fannst i fyrstu mjög óvenjulegt hve víðtækar kröfur þeirra voru en eftir á að hyggja eru þær mjög eðlilegar. Jafnvel límbandið sem lokar plastpokunum, sem salatinu er pakkað í, þarf að vera í ákveðnum sterkum lit til að aldrei sé hægt að ruglast á þvi og salatsstrimlunum. Það er verið að passa upp á það að neytandinn fái það sem hann á að fá en aldrei eitthvað annað með. Við höfum lært margt af þessu samstarfi og það hefur komið öllum okkar viðskiptavinum tilgóða." Sigrún Halla, 10 ára, teiknaði myndina ÁS&ía & LYST ÍÉS§ Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup LYST ehf., er leyfisha.fi McDotiald's á Islandi. Ef frekari upplýsinga er óskad, skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf. Pósthólf 52, 121 Reykjavík, eða: Ágæti hf, Faxafeni 12, 128 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.