Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Höfurn fyrirliggjandi á lager allar stæi'öir af bremsuborðaefrii fyrir txjgspil. Vélazinkstengur, vélazinkplötur og ál-forskaut, margar stærðir. r i Grandagarði 13, Reykjavík. Símar 552 3300 & 552 9155, fax: 552 6061 Akureyrarbréf ÞAÐ er 10. apríl að morgni, er ég geng upp Bankastræti. Ætla að flytja fé milli banka. Aldrei geng ég svo fram hjá karlaklósetinu í Banka- stræti, að ekki komi upp í huga minn uppáhaldssaga föður míns frá menntasskólaárum hans, en þar stundaði hann nám árin 1906-1908. Jónas rola lögregluþjónn gengur í átt að gráum hesti, sem beitt var fyrir vagn norðan megin Banka- strætis. „Gráni minn, þú mátt bara ómögulega standa hérna.“ Húsbóndi Grána var víðs fjarri, svo þetta var þrautaráð Jónasar. En nú er öldin önnur. Nú stendur Hernámsrauður frá Höllustöðum fyrir framan karla- klósettið. Þetta er rauður glæsibíll, keyptur handa félagsmálaráðherr- anum. Knapinn stígur út úr jeppan- um, er að flýta sér á ríkisstjórnar- fund til þess að hlýða á verkalýðs- leiðtoga tilkynna ríkisstjórninni hvaða lagafrumvörp megi sam- þykkja og hver ekki. En nú er ei til setunnar boðið. Klukkan ellefu leggjum við hjónin af stað norður til Akureyrar í nýjum geimvagni (Space Wagon) frá Heklubræðrum, ‘ tvílitum, sem nefndur er Þingeyrar- skjóni. Við Tíðaskarð blasir við mold- vörpustarfsemin hjá Spöl hf. Stór- virkar vinnuvélar að grafa fyrir Hval- fjarðargöngunum. Fyrst Færeyingar gátu grafið göng fyrir tólf rollur, þá getum við Islendingar graflð göng fyrir þá, sem vilja stytta sér leið t.d. til Akureyrar, og ekki eru haldnir innilokunarkennd. Mér líður afar illa í göngum og vil leggja á mig langan krók til þess að vera laus við þau. „ II Það er ofsarok með hvirfilbyljum úti á firði. Þótt vegurinn sé í um 20 metra hæð, þá er ágjöf. Bíllinn úðast allur af sjávarseltu. Þetta hefí ég eigi reynt fyrr á þeim ca 500 ferðum mínum fyrir Hvalfjörð sl. 60 ár. En alltaf má sjá einhveija fegurð, þótt Kári setji á fullt, því sólin skín í gegn- um hvítfyssið á sjónum, þetta er eins konar sjávarregnbogi, gullfallegt. Þingeyrarskjóni er orðinn gegndrepa af sjávarlöðri, en ber sig vel. Það er lygnara frá Botnsskála að Stóra- Lambhaga, en við Hafnarfjallið setur Kári að vanda á fullt, nú þarf full- komna einbeitingu til þess að halda bílnum á veginum. Við tökum upp nesti okkar við benzínstöðina í Borg- arnesi og fáum okkur kaffi til þess að jafna okkur eftir átökin við Kára. Greið er leiðin norður yflr Holta- vörðuheiði, enginn hálkublettur á henni. í Staðarskála neytum við ágætrar ýsumáltíðar og höldum að henni lokinni í átt að Blönduósi. Við skoðum gamla bæjarhlutann vestan ár. Ný kirkja hefur verið reist austan ár, en gamla kirkjan bíður viðhalds. íslandsbanki gaf nýlega Héraðs- KYNORKULUNDUR í Kjarnaskógi. KONA greinarhöfundar, Halldóra Arnadóttir, við minnisvarða Stephans G. ÚR Kjarnaskógi. Fuglasöngurinn í Kjamaskógi, segir Leifur Sveinsson, verður einna eftir- minnilegastur. skjalasafni Húnvetninga minningarg- jöf um Pétur Sæmundsen banka- stjóra. Nú rifjast upp heimsókn okkar Péturs til Carls Sæmundsen föður- bróður hans í hótelherbergi hans á Sögu. Carl bauð upp á kaffí og cognac um nónbil. Þá sagði Carl frændi okkar frá ferðalagi á hestum frá Blönduósi til Akureyrar sumarið 1898. Fyrst var höfð viðdvöl að Silfrastöðum, húsfreyja spurði hvað væru margir í mat og sendi síðan niður í á að ná í silunginn. Þar var hann alltaf vís. Síðan héldu Carl og félagar hans áfram til Akureyrar, allt á 24 tímum, án gistingar. III Að vanda heimsækjum við Steph- an G. Stephansson við minnismerkið um hann hjá Víðimýrarseli, tökum upp kaffíbrúsa okkar og ljúkum við kaffíð. Það er ófrávíkjanleg regla hjá okkur að stoppa þarna á báðum leiðum. Mælifellshnjúkur heilsar okkur gylltur sólu, en þrenningin, Drangey, Málmey og Þórðarhöfði, nýtur ekki sólar þessa stundina. Nú eru sextíu ár síðan ég fór fyrst um Skagafjörð sumarið 1936. Sú bylt- ing, sem þar hefur orðið í húsakosti er ótrúleg. Brúin yfir Húseyjarkvísl austan við Varmahlíð var þá með þverslám, þannig að rútan frá B.S.A. sem var með háfermi af töskum, rak háfermið upp undir þverslárnar, þannig að margar töskur þeyttust út í á. Það var dapurlegt að sjá far- þegana tína flíkur sínar upp úr ánni, en mestu var þó bjargað. Engin hálka er á Oxnadalsheiði. Aldrei fer ég svo um heiði þessa að ekki rifjist upp fyrir mér smásaga Þóris Bergssonar, „Slys í Giljareit- um“. Hún hafði mikil áhrif á ungl- inga er hún kom út árið 1939 (Sög- ur). Þorsteinn Jónsson, sem tók sér rithöfundarnafnið Þórir Bergsson, var sonur séra Jóns Magnússonar á Mælifelli, sem þar var prestur frá 1887-1900. Hann var bróðir Magn- úsar Jónssonar prófessors í guðfræði við Háskóla íslands, hins kunna stjórnmálamanns. Þórir var snilling- ur smásögunnr, en lét ekki eins vel skáldsöguformið. Það er skömm að því, hvernig húsin í Bakkaseii eru látin grotna niður. Þetta var þó í eina tíð gisti- ÞINGEYRARSKJÓNI og greinarhöfundur. Minnismerki Stepans G. í baksýn. hús og veitingar þar fram reiddar fyrir farþega í áætlunarbifreiðunum milli Akureyrar og Reykjavíkur. í vasabók, sem út var gefin á 5. ára- tug þessarar aldar, voru öll gistihús talin upp á Islandi, herbergjafjöldi tilgreindur, svo og rúmafjöldi. Þar stóð þetta um Bakkasel: „Herbergja- fjöldi 2, rúmafjöldi 3.“ Annaðhvort er að rífa Bakkaselshúsin eða gera þeim eitthvað til góða. En Davíð Stefánsson gerði þetta bæjarnafn ódauðlegt í kvæði sínu Vagnar, sem birtist í Nýrri Kvæðabók 1947: „Það er sitt hvað að kveðja í Kotum, eða komast í Bakkasel." Það er lítið í Öxnadalsá, Páll Ara- son í Bug í Hörgárdal, sá frægi Iífsk- únstner, segir að í sumar verði víða vatnsskortur, því það sé svo lítill snjór á hálendinu til að bráðna. IV Nú rennum við inn til Akureyrar, kl. er 17.30, ferðin tók hálfa sjöundu stund með stoppum. Hitinn er 11,5 stig. Aðalfundur Kaupangs við Mýr- argötu á að hefjast kl. 20.30, svo það er rétt tími til að baða sig og borða fyrir fund. Sex daga dvöl á Akureyri er að ljúka. Dásamlegt veður mestallan tímann. Sundlaugarferðir um há- degi, gönguferðir í Kjarnaskógi milli 17—18. Fuglasöngurinn í Kjarna- skógi verður einna eftirminnilegast- ur úr þessari ferð. Ein samfelld sin- fónía fuglanna. Rjúpu sáum við einn- ig í Kjarnaskógi, hún var makalaus. Reykjavík og Akureyri eru borgir stórheppnar með útivistarsvæði. Það má ekki á milli sjá, hvort svæðið er unaðslegra, Heiðmörk eða Kjarna- skógur. Fólkið þarf bara að nýta þessar perlur betur. VI Þorsteinn Þorsteinsson sundlaug- arvörður og Gísli Jónsson cand.mag. frá Hofi gefa út lítið fréttablað um veðurspár, sem þeir byggja á athugunum sínum um at- ferli fugla. í spánni frá 13. apríl sl. segir svo: Setjið ykkur í spámanns spor og spámennsku látið virta. Nú er lægð yfir Labrador, líklega fer að birta.“ (Dvergur) Undir vísunni stendur: „Þannig var spáð í gang lægða um miðja öldina, og þannig væri sennilega best að spá þessa vikuna, því að atferli fugla er nú mjög torskilið." Akureyri hafði það lengi vel fram yfir bæði Reykjavík og Mývatns- sveit, að bærinn er starralaus. Fyrir nokkrum árum fól ég Þorsteini að kenna hrafni einum góða hrafnasiði, en sá hefur ekki sýnt sig enn fyrir norðan. Hann heitir corvus corax Matthildicus upp á latínu. Félagi hans Skolli frá Selfossi vill einnig nefna sig upp á latínu, alopex lagop- us Matthildicus. Það vakti því mikla kátínu hjá okkur sundlaugargestum á Akureyri, þegar Rás 1 skýrði frá því í hádegisfréttum, að Selfoss- skolla þættu Bessastaðaberin súr. Fyrir þá, sem vilja hitta Skolla þá á hann sér greni rétt við túnfótinn hjá Arnarhóli, þar sem heitir „í Múrn- um“. VII Gamanmálum i sundlaug Akur- eyrar er lokið og nú skal halda heim suður heiðar. Eg hafði harmað það að vera á nýjum nagladekkjum í allri blíðunni, en efst á Holtavörðu- heiði er flughált og skafrenningur. Nagladekkin voru þá nauðsynleg eftir allt. Góðviðri var að öðru leyti alla leiðina, nema auðvitað rigndi í Reykajvík. Þangað komum við þriðjudaginn 16. apríl kl. 18.45. Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.