Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 27 AÐSENPAR GREINAR Sanngjamara húsbréfakerfi HÚSBRÉFAKERFI Húsnæðis- stofnunar ríkisins hefur marga góða kosti. Það hefur stuðlað að því að fjöldi fólks hefur getað eign- ast sína fyrstu íbúð og öðlast um leið það sjálfstæði sem því fylgir. Hins vegar er einn sá galli á kerf- inu að fólk sem hefur lítil fjárráð á erfitt með að fá greiðslumat sem gerir því kleift að eignast íbúð. Arið 1989, þegar húsbréfakerfinu var komið á fót, mátti fólk nýta 20% af sínum heildartekjum til afborgana af lánum. Þetta hlutfall hefur, í nokkrum áföngum, minnk- að. Nú er svo komið að einungis 18% af heildartekjum fólks má nýta í afborganir af lánum. Ef við berum þetta saman við félagslega kerfíð er þessi tala um 60% hærri eða 30%. Leiga og kaup Ég þekki mörg dæmi þess að fólk sé að leigja íbúð fyrir mun hærri upphæð en sem næmi meðal- greiðslubyrði af nýrri íbúð. Tökum kjarni malsins! Það er borðleggjandi að einstæða móðirin í dæminu hér á undan væri mun betur sett með því að kaupa sér nýja íbúð en að leigja fyrir 45 þúsund krónur á mánuði. í hennar tilviki hefði þurft að meta dæmið út frá því að hún væri í raun að minnka greiðslubyrði sína og þar af leiðandi væri það fjár- hagslega hagkvæmt fýrir hana að hætta að leigja og kaupa þess í stað. Forréttindi eða mannréttindi? Húsbréfakerfið má ekki verða þannig að það verði forréttindi að eignast íbúð en ekki sjálfsögð Húsbréfakerfið má ekki verða þannig, segir Björn Víglundsson, að það verði forréttindi en ekki mannréttindi að eignast íbúð. mannréttindi eins og íslendingum hefur þótt hingað til. Fólk sem telur sig hafa góða vinnu með traustar tekjur og fulifært um að fjárfesta í íbúð finnst það fá kalda vatnsgusu framan í sig þegar það sér greiðslumatið sitt. Ekki nóg með að það sjái ekki fram á að hafa efni á eigin íbúð, heldur er það langt frá því markmiði og því vart um annað að ræða en að vera á leigumarkaðnum til frambúðar. Um leið og fólk byrjar að leigja minnkar geta þess verulega til þess að spara og þá strax minnka möguleikar þess á að geta ein- hvern tíma keypt eigin íbúð. Rýmra greiðslumat Það fer vitaskuld eftir ýmsu hvað fólk getur séð af miklum hluta tekna sinna í húsnæðiskostn- að, hvort sem það er í leiguhús- næði eða eigin íbúð. Einstæða móðirin í dæminu hér að framan hefur til dæmis sýnt að hún getur staðið undir því að veija 38% af mánaðartekjum sínum í húsaleigu. Eflaust er hún ekki ein um það að vera í þessari stöðu. Að mínu mati er nauðsynlegt að hækka leyfilegt hámark á greiðslubyrði úr 18% í 25 til 30% af heildartekj- um fólks. Það myndi gera mun fleirum kleift að kasta af sér leigu- fjötrunum og fjárfesta í eigin íbúð þar sem þeir geta greitt sjálfum sér mánaðarlega í stað þess að sjá á eftir sömu, eða hærri, upphæð í húsaleigu. Höfundur starfar hjá Ármanns- felli hf. Björn Víglundsson dæmi: Einstæð móðir greiðir 45 þúsund krónur í húsaleigu. Ef hún keypti sér nýja 3ja herbergja íbúð þyrfti hún að greiða um 36 þúsund krónur á mánuði, eða tæpum 10 þúsund krónum minna en hún greiðir nú í húsaleigu. Þessi kona hefur safnað sér nægilegu sparifé til að geta greitt 30% af íbúðar- verðinu, en hefur hins vegar ekki nema 120 þúsund krónur í mánað- artekjur sem þýðir að samkvæmt reglum Húsnæðisstofnunar ríkis- ins getur hún staðið undir greiðslu- byrði upp á 21.500 krónur. Hún á sem sagt ekki að geta borgað 36 þúsund krónur á mánuði í hús- næðiskostnað, þótt hún nái því ein- hvern veginn að skrapa saman 45 þúsund krónur fyrir húsaleigunni um hver mánaðamót. Of mikil varkárni? Auðvitað er alveg ljóst að Hús- næðisstofnun ríkisins er með regl- um sínum að tryggja að fólk sníði sér stakk eftir vexti og komi sér ekki í stórfelld greiðsluvandræði. Húsnæðisstofnun hefur brennt sig á því og þurft að veita greiðslu- erfiðleikalán til einstaklinga sem ekki hafa reiknað dæmið til enda, Þess ber hins vegar að gæta að Húsnæðisstofnun leggur minnst allra lánastofnana inn á afskrifta- reikning. Húsnæðisstofnun þarf að sjálfsögðu að vernda sína fjárfest- ingu en útlánastarfssemi fylgir áhætta og hjá því verður ekki kom- ist. Hægt væri að setja reglur sem tryggja það að Húsnæðisstofnun tapaði engum útlánum, en þær reglur myndu um leið hafa það í för með sér að engin ný lán yrðu veitt. Kahrs Parqucl&Inspiration ISAGA hf -er styrktaraðili að tónleikum Martin Bagge. DAGSKRA 20. APRIL I KRINGLUNNI KYNNING OG SALA Á SÆNSKUM VÖRUM 13.00-16.00 Lögreglan íReykjavík og LÚLLl LÖGGUBANGSI fræöa börnin um umferðarreglurnar og verða með lögreglubíl og mótorhjól ó svæðinu. 13.00 LÍNA LANGSOKKUR lætur sjó sig. Barnadagskró sem Elísabet Brekkan sér um 13.30 KAFFIHÚSID í KRINGLUNNI. Bellmansöngvarinn MARTIN BAGGE og ENSEMBLE GINESTRA. 14.00 TÍSKUSÝNING. 14.30 Kynnist SAMALANDI með LAILU SPIK. IKEA - HOLTAGÖRÐUM 14.30 LÍNA LANGSOKKUR kemur í heimsókn í Boltaland. PRIPPS SINDRA AliSTALHF TISKUSYNING í KRINGLUNNI Polarn&Pyret ( . . borás NORRÆNA HUSIÐ 16.00 Rithöfundurinn JAN GUILLOU flytur fyrirlestur: „Spionramen som politik och samhöllshistoria. 17.00 Sýning á kvikmynd JAN GUILLOUS: VENDETTA. Skandia SAMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.