Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 20. APRlL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SALÓME GÍSLADÓTTIR + Salóme Gísla- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. apríl 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, útvegsbóndi í Vest- mannaeyjum, og Guðný Einarsdótt- ir, ættuð frá Arnar- hóli i Landeyjum. Systkini Salóme sem upp komust voru fjögur: Svava, f. 11.1. 1911, Óskar Magnús, f. 25.6.1915, d. 28.2.1991, Kristín Þyrí, f. 10.11.1925, d. 1.5.1992, og Einar Jóhannes, f. 31.1. 1923. Hinn 30. desember giftist Salóme Vigfúsi Jónssyni vél- smiðameistara, f. 11.4. 1913, d. 22. des. 1970. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Seljavöllum Austur-Eyjafjöllum og kona hans Sig- ríður Magnúsdótt- ir. Salóme og Vig- fús eignuðust einn son, Gísla, f. 16.5. 1951, maki Sigríð- ur Níelsdóttir og eiga þau þrjú börn. Auk þess ólu þau upp systurdóttur Vigfúsar, Huldu, f. 30.11. 1937, gift Agústi Hreggviðssyni og eiga þau sex börn. Salóme bjó i Vestmannaeyj- um fram að gosi 1973 en eftir það í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það mun hafa verið haustið 1954 sem faðir minn bað mig að drepa á dyr á Heiðarvegi 41 í Vestmannaeyj- um. Kona opnaði dyrnar og sagði “ með glettnisfullri rödd: „Ertu kom- inn, Mangi minn, með drenginn þinn?“ Þarna kynntist ég fyrst Salóme föðursystur minni eða Saió eins og hún var alltaf kölluð. Frá þessari stund urðum við vinir. Afrakstur sannrar vináttu svipar til uppskeru og sáningar. Fyrst er hinu ósýnilega fræi vináttunnar sáð. í fyllingu tímans birtist sprotinn sem síðan verður að tré með gildum stofni og greinum sem kvíslast til allra átta. -*►, Þannig þroskaðist vinátta okkar Saló. Vináttan leiddi af sé vináttu við eiginmann hennar heitinn, Vig- fús Jónsson og son þeirra Gísla og í fyllingu tímans fjölskyldu Gísla og minnar fjölskyldu. Ég man aldrei til þess að skuggi hafi nokkru sinni fallið á vináttu okkar. Saló var ákaflega lífsglöð mann- eskja. Hún var búin þeim einstæðu hæfileikum að geta sett sig í spor fólks á sekúndubroti og skipti ald- ursmunur engu máli. Hún var félagi okkar strákanna í þess orðs fyllstu merkingu. Það var alveg sama hvað við strákarnir brölluðum, hvort sem það _jú voru kofabyggingar æskuáranna, bakpokaflakk um náttúru íslands á unglingsárunum eða heitar umræður manndómsáranna um pólitík - alltaf skildi Saló væntingar okkar og þankagang. Þessir mannkostir gerðu það að verkum að hún átti auðvelt með að tala við okkur á því máli sem við skildum og beina atorku okkar inn Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 ( s. 5884460 ! Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 á skynsamlegar brautir - okkur til góðs. Saló sagði oft við mig að lífið hefði farið vel með hana og það er satt. Hún eignaðist mikinn ágætis- mann, Vigfús Jónsson frá Seljavöll- um undir Eyjafjöllum. Saman mynd- uðu þau Saló og Vigfús hlýlegt og fagurt heimili sem ég minnist ávallt með gleði, þangað var ég alltaf vel- kominn. Ævidagar Saló frænku minnar voru ekki allir dans á rósum. Hún fékk sinn skammt af sorg og mæðu eins og hver annar. í desember 1970 missti hún eiginmann sinn, Vigfús Jónsson. Þegar eldgosið braust út í Heimaey í janúar 1973, flutti Saló búferlum til Reykjavíkur ásamt öldr- uðum föður sínum, Gísla Jónssyni frá Arnarhóli, sem var í umsjón hennar. Síðustu æviárin bjó Saló í Skip- holti 50 og þangað lá leið mín þegar ég átti erindi til Reykjavíkur. Heim- ili hennar í Reykjavík einkenndu sama hlýjan og myndarskapurinn og voru til staðar í Vestmannaeyjum forðum. Ófáar átti ég þar gistinæturnar og samræðustundirnar voru margar - þá voru atburðir liðins tíma rifjað- ir upp. Þegar við snæddum saman inni í eldhúsinu hjá henni var alltaf farið með borðbæn og við þau tækifæri sagði hún oft: „Já, Skaparinn hefur gefið mér góða daga.“ Síðustu tvö ár ævi sinnar varð Saló því sem næst blind. Þrátt fyrir þetta var sálarstyrkur hennar óbug- aður. Eitt sinn þegar við ræddum um þennan sjúkleika hennar sagði hún við mig: „Ég skal segja þér það, Gísli minn, að þetta skal aldrei buga mig!“ Þannig stendur Saló frænka mín mér fyrir hugskotssjónum, óbuguð og sterk á hvetju sem gekk. í Biblíunni standa þessi orð: „Minning hins réttláta verður blessðu". (Orðsk. 10:7) Þessi orð gaf faðir minn Saló syst- ur sinni á hennar mestu sorgar- stund, við missi eiginmannsins Vig- mmmmmpm * s I o I S i i 1 i I i Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fáftajeni 11, sími 568 9120 fúsar Jónssonar. Þá greyptust þessi orð af þvílíkum krafti inn í huga minn að þau hafa aldrei vikið þaðan síðan. í dag standa þessi orð enn óhögguð, nú sem yfirskrift yfir Salóme Gísladóttur, föðursystur mína og vinkonu, - við leiðarlok. Gísli Jóhannes Óskarsson. Salóme Gísladóttir frá Arnarhóli í Vestmannaeyjum átti afar bjartar og fagrar æskuminningar. Hún deildi þeim oft með okkur hinum yngri og við frásagnir hennar var ekki erfitt að sjá hana fyrir sér, fjör- lega stelpuhnátu með hnausþykkar síðar fléttur, ólgandi af kappi og dugnaði. Við fengum að kynnast heimilinu á Arnarhóli, þar sem for- eldrarnir Gísli Jónsson og Guðný Einarsdóttir unnu samhent að bú- skap sínum þar sem saman fór nýtni og góð umhirða á öllum hlutum. Á Arnarhóli var afar líflegt, oft fjöl- menni mikið, kostgangarar og ver- menn. Systkinin á heimilinu, Svava, Salóme, Óskar, Einar Jóhannes og Kristín Þyrí, voru þó allra líflegust. Umræður á heimilinu voru oft heitar og alltaf talað tæpitungulaust, hver sem í hlut átti. Eins og alsiða var í þá tíð fór Saló að vinna öll þau störf sem voru heimilinu til framdráttar strax og aldur leyfði. Þrátt fyrir mikið brauðstrit var unga fólkið samt við sig og gerði sér margt til skemmt- unar í Eyjum á þessum árum. Sund var þá stundað undir Löngulág og íþróttafélög voru stofnuð. Saló gekk til liðs við Tý og keppti í handbolta. Árið 1931 fluttist til Eyja ungur maður frá Seljavöllum undir Eyja- fjöllum. Hann var kominn til að vinna hjá vélsmíðafyrirtækinu Magna. Var þar á ferð Vigfús Jóns- son, hinn mætasti maður. Þau Salóme og Vigfús felldu hugi saman og gengu í hjónaband 30. des. 1939. Með harðfyigni og dugnaði bygg- uð þau sér myndarlegt heimili á Heiðarvegi 41 og með tímanum varð til fallegur blómagarður sem Saló var afar stolt af. Á þessum árum tóku þau hjónin í fóstur systurdóttur Vigfúsar, Huldu Samúelsdóttur, og var hún í þeirra skjóli þar til hún stofnaði sjálf heimi|i með eiginmanni sínum Ágústi Hreggviðssyni. Árið 1951 kom í heiminn einka- sonur Salóme og Vigfúsar, Gísli. Nú fóru í hönd hamingjuríkustu ár tengdamóður minnar, allt þar til 22. des. 1970 að sorgin kvaddi dyra þegar Vigfús lést langt um aldur fram. Glíman við sorgina var ströng og stóð eflaust enn yfir 23. janúar 1973 þegar Saló er í óða önn að búa sig undir að halda upp á 90 ára afmæli föður síns sem þá bjó hjá henni. Afmælisgjöfin var nöturleg og þau hrekjast bæði upp á fasta- landið þá örlagaríku gosnótt. Hefst þá nýr kafli í lífi Salóme sem hún lifði að mestu leyti í félagi við okkur Gísla og barnabörnin. Fyrir okkur var það hið mesta happ að fá að vera samvistum við hana. Hún var alla tíð óþvinguð í fram- komu og kom eins fram við alla, háa sem lága og allir fóru heldur hress- ari af hennar fundi. Mér fannst hún líka alltaf vera svo góður uppalandi, hún dró aldrei kjark úr fólki og var alltaf hvetjandi og uppbyggjandi. Ég verð henni tengdamóður minni alltaf þakklát fyrir hjálpina við upp- eldið á börnunum mínum og ég ætla rétt að vona að henni hafí tekist að ala mig svolítið upp líka. Sigríður Níelsdóttir. Minningin um Saló frænku er góð. Hún var vönduð bæði til orðs og æðis. Mér finnst eitt atvik lýsa henni vel. Salóme giftist Vigfúsi og eignuðust þau einkason. Meðgangan var erfíð og óttaðist læknirinn um líf hennar. Læknirinn sagði henni frá áhyggjum sínum og taldi ráðlegt að eyða fóstrinu. Þá sagði Salóme: „Eitt skal yfir okkur bæði ganga" og átti við sjálfa sig og ófædda barn- ið. Hún lagði allt í sölurnar og eftir erfiða meðgöngu fæddist þeim hjón- um yndislegur sonur, sem heitir Gísli. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn K. Oskarsson. KRISTJÁN ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSON + Kristján Þórð- ar Kristjánsson var fæddur í Bol- ungarvík 4. nóv- ember 1908. Hann lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar Krislj- áns voru Guðrún Ingibjörg Ólafs- dóttir, fædd í Fremri-Arnardal 10. júlí 1875, dáin 4. október 1963, og Kristján Erlends- son, fæddur í Vigur 9. febrúar 1884, dáinn 27. júní 1937. Krist- ján Erlendsson var lengi for- maður i Bolungarvík. Foreldr- ar. hans voru Erlendur Þórar- inn Sumarliðason og Valgerð- ur Friðriksdóttir. Erlendur var sonur Sumarliða Sumarliða- sonar, gullsmiðs í Æðey og Mörtu Ragnheiðar Kristjáns- dóttur úr Vigur. Foreldrar Guðrúnar Ingi- bjargar voru Guðný Pálsdóttir og Ólaf- ur Ólafsson í Arn- ardal. Hálfbróðir Kristjáns er Stefán Ágúst Kristjánsson, fæddur 6. mars 1921. Hann er bú- settur í Ameríku, kvæntur banda- rískri konu, af ít- ölskum ættum og eiga þau þijú upp- komin börn. Fóstur- systir Krisljáns og Stefáns var Sumarlína Laufey Elíasdóttir, látin fyrir nokkr- um árum. Kristján var heit- bundinn Sigríði Kristínu Páls- dóttur frá Skálavík í nokkur ár og átti með henni dreng, Sumarliða Þráin. Hann var fæddur 1936 og lést 1966. Út- för Kristjáns verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Vinur minn Kristján Þ., eins og hann var gjarnan kallaður, er lát- inn. Kristján ólst upp í Bolungar- vík og Skálavík ytri. Meðan hann var í Skálavík var hann smali hjá foreldrum sínum auk þess sem hann var látinn hjálpa til við önn- ur sveitastörf eins og börn og unglingar þess tíma gerðu. Krist- ján gekk í barnaskóla Bolungar- víkur veturinn fyrir fermingu. Einnig var hann í unglingaskólan- um þar einn vetur og fékk hann þar bókaverðlaun fyrir best gerða stílinn um íslenskar bókmenntir. Kristján fluttist ásamt foreldrum sínum frá Skálavík til Bolungar- víkur árið 1925. Eftir að faðir hans lést árið 1937 hélt Kristján heimili í Bolungarvík með móður sinni meðan henni entist heilsa til þess. Kristján hafði nokkra leigj- endur, sem önnuðust fyrir hann húshald. Má þar nefna Jóhönnu Pétursdóttur, Gunnar Halldórsson og Hjálmfríði Bergsveinsdóttur og fjölskyldur þeirra. Allt þetta fólk reyndist Kristjáni og móður hans ákaflega vel. Stefán hálfbróðir Kristjáns ólst upp hjá Guðrúnu stjúpu sinni og föður. Stefán fór til Ameríku í byijun síðari heimsstyijaldarinnar. Hann hefur nokkrum sinnum kom- ið í heimsókn til Bolungarvíkur ásamt konu sinni og í eitt skiptið voru böm þeirra með í för. Stefán og kona hans komu síðast fyrir tveim árum. Stefán á ekki heiman- gengt nú þar sem kona hans er veik. Kristján byijaði til sjós árið 1926 og var þá á bátum frá Bol- ungarvík og Isafirði þar til hann fór í Sjómannaskólann á Isafirði 1943-44 og lauk þaðan skip- stjórnarprófi. Er Kristján hafði aflað sér skipstjórnarréttinda 1944 fór hann suður á land og var þar á ýmsum bátum sem stýri- maður því hann vildi afla sér þekk- ingar og reynslu í meðferð á fiski ar af stærðinni 50-100 tonn sem veiddu með þessu veiðarfæri part úr árinu. Eftir nokkura ára burt- veru frá Bolungarvík kom Kristján aftur til starfa á báta héðan og var hann á þeim fram til ársins 1952. Eftir heimkomuna starfaði Kristján ýmist sem skipstjóri eða stýrimaður. Kristján fylgdist vel með öllu sjávarlífi og má nefna að Bjarni Sæmundsson fískifræðingúr sendi honum þakkarbréf fyrir ýmislegt sem Kristján sendi honum. Eftir að Kristján hætti á sjónum starf- aði hann sem fiskmatsmaður við skreið og saltfisk. Hann gat ekki alveg sagt skilið við sjóinn en fékk sér trillu og gat því skroppið á handfæri er tími og aðstæður leyfðu. Það mun hafa verið fyrir u.þ.b. tuttugu árum að Kristján fluttist til Álftafjarðar og nam land á Langeyri, þar sem hann byggði sér hús. Fólkið í Súðavík tók Kristjáni sérlega vel og eignaðist hann þar marga vini. Frændfólk Kristjáns, sem þá bjó í Álftafirði, Rósa Friðriksdóttir og hennar fjöl- skylda, lét sér mjög annt um hann. Einnig má nefna Guðmund Matt- híasson og konu hans Fríðu Ólafs- dóttur og dætur þeirra. Meðan Kristján átti heima á Langeyri starfaði hann í Frosta hf. og kunni hann ávallt vel við sig þar. Um tíma var nokkuð um erlent vinnu- afl í Frosta og bjó það fólk í bragga inni á Langeyri. Góð vinátta tókst ávallt með Kristjáni og þessu fólki. Kristjáni leið mjög vel í húsinu sínu á Langeyri. Þar var hann útaf fyrir sig og gat fylgst með fuglalífinu auk þess sem hann gat gróðursett tré og blóm. Kristján tók ekki mikinn þátt í félagslífi en fylgdist þó með ýms- um félagssamtökum og studdi þau eftir bestu getu. Kristján var einn af þremur mönnum sem stofnuðu Sjómannadag í Bolungarvík árið 1939. Kristján fékk heiðursmerki Sjómannadagsins 1989. Fyrir nokkrum árum gaf Kristján Ung- mennafélagi Bolungarvíkur pen- inga sem runnu til gróðursetning- ar tijáa. Það var um 1950 sem Kristján stóð fyrir sjóvinnunám- skeiðum hér í þorpinu. Þessi nám- skeið voru mjög vel sótt, bæði af eldri og yngri sjómönnum. Ég hef þekkt Kristján allt frá þvi ég var drengur og um tíma áttum við samleið í vinnu. Það var ávallt gott að leita til Kristjáns með ýmsar spurningar. Kristján var vel lesinn og stálminnugur og hélt hann því til hinstu stundar. Blessuð sé minning hans. Geir Guðmundsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@ce'ntrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.