Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
I
I
I
)
)
)
í
i
I
J
i
J
1
í
I
I
I
í
t
4
____________________________________LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 35
AÐSENDAR GREINAR
Rannsóknír og
stjórn fiskveiða
í UMRÆÐUM á
Alþingi 15. apríl sl. um
þorskkvótann vakti ég
athygli á hættunni sem
fylgir nánum tengslum
á milli rannsókna og
pólitísks valds. Hér
skulu leidd frekari rök
að því að tímabært sé
að endurskoða ríkjandi
skipan rannsókna, ráð-
gjafar og ákvarðana
við stjórn fiskveiða.
Fyrirkomulag
rannsókna
Starfsemi Hafrann-
sóknastofnunar mark-
ast að mínu viti um of
af því að stofnunin lýtur yfirstjórn
sjávarútvegsráðuneytis og hags-
munaaðila í sjávarútvegi. Starfsfólk
hennar kemur gjarna fram sem ein
rödd með samræmda túlkun á
ástandi lífríkisins og ekki er tekið
faglega á efasemdum og gagnrýnis-
röddum úr hópi fræðimanna utan
stofnunarinnar. Oft er bent á að
óvissan í lífríkinu sé mun meiri en
ráðgjöf stofnunarinnar gerir ráð
fyrir og skekkjumörk t.d. við áætl-
anir stofnstærðar eru lítið rædd.
Sama má segja um vísindalegan
grundvöll aflareglu ríkisstjórnar-
innar. Rannsóknir á þessu sviði sem
öðrum verða best stundaðar þar
sem svigrúm gefst fyrir gagnrýnin
efnistök og frjáls og óheft skoðana-
skipti. Hér er ekki við starfsfólk
Hafrannsóknastofnunar að sakast;
stofnunin hefur á að skipa vel
menntuðu, hæfu og
samviskusömu starfs-
fólki sem nýtur virðing-
ar fyrir störf sín. Skipu-
laginu sem það býr við
er hins vegar að ýmsu
leyti ábótavant.
Skilvirk stefna í
fiskveiðimálum hlýtur
að sýna staðfestu og
ábyrgð, með sjálfbæra
þróun og langtíma
hagsmuni þjóðarinnar
í huga. En um leið
verður hún að geta
brugðist skjótt við mik-
ilvægum tíðindum um
lífríki hafsins, hvort
sem um langlífa eða
skammlífa stofna er að ræða. Þó
að Hafrannsóknastofnun hafi lagt
áherslu á aukin samskipti við sjó-
menn undanfarin ár, m.a. í formi
togara- og netaralls, heyrast enn
háværar raddir sjómanna um að
ekki sé nægilega hugað að reynslu
þeirra og þekkingu. Miklu máli
skiptir að haft sé náið samráð við
það fólk sem dregur aflann á land
vegna rannsókna, ráðgjafar og út-
færslu á fiskveiðistjórnuninni.
Fordæmið frá
Nýfundnalandi
í umræðum um stjórnun fisk-
veiða ber Nýfundnaland gjarnan á
góma - og ekki að ástæðulausu.
Helstu nytjastofnar hafa nánast
hrunið. Oft eru hins vegar dregnar
afar villandi, jafnvel alrangar,
ályktanir af fordæminu frá Ný-
Mikilvægt er, segir
Guðný Guðbjörns-
dóttir, að efla rann-
sóknir á lífríkinu við
strendur landsins.
fundnalandi. Ágúst Einarsson lét
þau orð falla í áðurnefndri umræðu
á Alþingi að hann væri „stundum
leiður á því að búa í landi með 260
þús. fiskifræðingum... Þorsk-
stofninum var útrýmt við
Nýfundnaland ... m.a. vegna þess
að ekki var farið að ráðlegging-
um“. Kristján Ragnarsson tók í
sama streng í umræðum í Ríkisút-
varpinu 16. apríl. Hér er hins vegar
um alvarlegan misskilning að ræða,
sem mikilvægt er að leiðrétta.
í athyglisverðri bók, Fishing for
Truth, sem gefin er út af Memorial
Háskóla á Nýfundnalandi (1994),
rekur Finlayson sögu fiskveiða við
Nýfundnaland. Hann bendir á að í
svonefndri Kirby-skýrslu frá 1982
hafi því verið haldið fram, á grund-
velli ráðlegginga kanadískra fiski-
fræðinga, að þorskstofninn væri
sterkur og óhætt væri að auka veið-
ar (s.7). Sóknin var aukin og afli
jókst fram undir 1985, en um leið
kom fram vaxandi gagnrýni í hópi
strandveiðimanna vegna minnkandi
veiða á grunnslóð. Onnur skýrsla,
Alverson-skýrslan, var þá samin og
hún ítrekaði (1987) að þorskstofn-
Guðný
Guðbjörnsdóttir
inn væri vaxandi og óhætt væri að
auka sóknina (s.9). Loks (1989)
urðu ráðamenn að játa að þorsk-
stofninn væri hruninn og hann hefði
verið stórkostlega ofmetinn. í The
Sunday Express var komist svo að
orði 25. febr. 1990 að „ráðherrar
hefðu að ráði... vísindamanna
veitt... heimild til að auka jafnt
og þétt þorskaflann við strendur
Nýfundnalands þar til... stjórn-
völd í Ottawa áttuðu sig að lokum
á því að kreppa var skollin á“.
Menn greinir á um hvað valdið hafi
hruni þorskstofnsins við Nýfundna-
land. Hitt sýnist ljóst að ráðlegging-
um fiskifræðinga um aukna sókn
var fylgt í trássi við viðvaranir sjó-
manna. Þó að aðstæður séu um
margt öðruvísi hér (Hafrannsókna-
stofnun þykir frekar varkár en hitt),
er ljóst að stjórnunarlega er sam-
band hafrannsókna og sjávarút-
vegsráðuneytis Kanada (DFO) með
sama hætti og hér tíðkast.
Kvótinn, vísindin
og ráðgjöfin
Afstaða stórútgerðinnar í umræð-
unni um þorskkvótann að und-
anfömu kann m.a. að helgast af því
að aukning aflaheimilda að svo
stöddu hefði í för með sér verðlækk-
un á aflakvótum. Hitt skiptir einnig
máli, að opinber stuðningur útgerð-
armanna við fískveiðiráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar hefur verið
nauðsynlegur til að festa kvótakerf-
ið í sessi sem „vísindalegt" stjóm-
kerfí - og um leið til að tryggja þá
eignatilfærslu sem það felur í sér.
Átök við fískifræðinga gætu kostað
útgerðina andvirði kvótans - sem
vel á minnst er í eigu þjóðarinnar -
og það em ekki lítil verðmæti.
Það er fróðlegt að skoða yfirlýs-
ingu sjávarútvegsráðherra (DV,
14.4.) um að vísindin skuli ráða því
hvort þorskkvótinn verði aukinn og
ummæli forstjóra Hafrannsókna-
stofnunar (Tíminn, 16.4.) þar sem
hann sver af sér allan pólitískan
þrýsting, í ljósi ummæla Finlayson
um vandann í samskiptum ríkis-
valds og rannsóknastofnana sem
nátengdar eru hinu pólitíska valdi:
„Fiskveiðistjórnunin öðlast viður-
kenningu með því að vera nátengd
visindunum, en vísindin eru ekki
trúverðug nema þau séu aðskilin
frá valdinu" (151). Þótt fullkomin
aðgreining stjórnmála og rann-
sókna sé óraunsætt markmið, eru
margskonar leiðir færar til að koma
i veg fyrir þær hættur sem fylgja.
of nánum tengslum. Ein er sú sem
gert var ráð fyrir í þingsályktunar-
tillögu Kvennalistans árið 1988, en
þar var lagt til að starfsemi Haf-
rannsóknastofnunar yrði sett undir
ráðuneyti umhverfismála. Önnur
leið væri að gera stofnunina að
sjálfstæðri rannsóknastofnun á
vegum Háskóla íslands.
Óháð staðsetningu Hafrann-
sóknastofnunar í stjórnkerfinu er
nauðsynlegt að breyta ráðgjafar-
ferlinu að loknum rannsóknum
þannig að mun fleiri aðilar komi
að. Einnig má spyija hvort eðlilegt
sé að færa einum ráðherra fram-
kvæmdavaldsins það vald sem hann
hefur til að ákveða heildaraflamark
ár hvert; ráðherrann er ekki kjörinn
af þjóðinni, en hann hefur fjöregg
hennar alfarið í höndum sér.
Mikilvægt er að efla rannsóknir
á lífríkinu við strendur landsins, en
um leið ber að leita að nýjum sam-
starfsformum sem í senn nýti betur
þá rannsóknarkrafta sem fyrir eru
og bjóði upp á opinská skoðana-
skipti sem stuðli að sveigjanlegri -
ráðgjöf og ábyrgri fiskveiðistjórn-
un. Á þetta hefur Kvennalistinn
löngum lagt áherslu með hugmynd-
um sínum um vísindalega ráðgjöf,
samstarfsnefndir og valddreifíngu
í sjávarútvegi.
Höfundur situr á Alþingi fyrir
Kvennalistann, er áheyrnaraðili
að sjávarútvegsnefnd og situr í ^
úthafsveiðinefnd.
Líkamsþjálfun er eins og góð fjárfesting: Þú eyðir
orku og færð að launum enn meiri orku, segir
sjúkraþjálfarinn, Guðlaug Sveinbjamardóttir,
úr faghópi sjúkraþjálfara um endurhæfíngu
sjúklinga með heila- ogtaugasjúkdóma.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir. . .
Parkin-
sonsveiki
og líkams-
þjálfan
PARKINSONSVEIKI er einn þeirra
langvinnu sjúkdóma sem við tengjum
ellinni. Eftir 65 ára aldur fær einn
af hverjum 100 mönnum sjúkdóminn
og með hækkandi aldri eyksttíðnin. Það
kemur þó fyrir að ungt fólk fær veikina.
Þau einkenni sem flestir kannast við og
tengja Parkinsonsjúkdómnum eru skjálfti í
höndum, en hann er aðeins eitt margra ein-
kenna og ekki það sem veldur mestum
óþægindum.
Algengt er að þeir sem hafa Parkinsons
sjúkdóm nefni að fyrstu einkennin hafí ver-
ið skjálfti í hendi, stirðleiki í öxl eða að
styrkur raddarinnar hafi dvínað. Það er þó
sennilega stífleiki í vöðvum ásamt því að
hreyfíngar verða hægar sem veldur mestri
hömlun. Stundum festast sjúklingarnir um
stund í ákveðinni stöðu. Það veldur oft jafn-
vægistruflun, þannig að þessu fólki er hætt
við byltum. Það einkennir Parkinsonssjúkl-
inga, að þeir eiga oft mun auðveldara með
að ganga þar sem óslétt er utanhúss eða
upp tröppur en á sléttu gólfi. Þróun sjúk-
dómsins tekur oftast langan tíma og þau
lyf sem eru tiltæk hjálpa til við að halda
einkennunum í skefjum. Við langvarandi
notkun Parkinsonslyfja geta þó komið fram
ýmis óæskileg einkenni eins og miklar
ósjálfráðar hreyfíngar sem geta valdið
sjúklingum erfiðleikum í daglegu lífi. Þess
vegna er mjög mikilvægt að fylgst sé vel
með að lyfjagjöf sé hæfileg.
Því meira sem maður reynir, þeim
mun meira getur maður gert
Einkenni veikinnar koma fram í versn-
andi hreyfifærni og við athafnir sem við
framkvæmum venjulega án þess að hugsa
um þær, eins og að ganga, snúa sér í rúmi,
klæða sig, þvo sér og matast verða með
tímanum oft fyrirhafnarmiklar athafnir og
ganga hægt fyrir sig. Því er mikil hætta á
að virkni þeirra sem fá sjúkdóminn minnki
og það stuðlar að því að hreyfifærni hrakar
hraðar en ella. Samúðarfullir ættingjar og
vinir eru einnig oft fljótir að koma til aðstoð-
ar svo Parkinsonsjúklingurinn þurfi sem
minnst að hafa fyrir lífinu, en um leið er
stuðlað að því að auka fötlun og hjálpar-
leysi. Það er ákaflega mikilvægt að gæta
þess að vera virkur og halda áfram að gera
hlutina þótt þeir taki lengri tíma og kosti
meiri fyrirhöfn en fyrr.
Vöðvastífleikinn veldur því oft að líkams-
staðan verður hokin og hreyfíferlar tak-
markaðir. Hætta er á því að hryggurinn
stífni og axlir og ýmis önnur liðamót stirðni.
Það er mikilvægara fyrir Parkinsonsjúkl-
inga en flesta aðra að hreyfa sig mikið og
afla sér góðrar þekkingar á hvað þeir þurfa
að gera til að viðhalda hreyfígetu sinni.
Oft má sjá ótrúlega góðan árangur af góð-
um og markvissum æfíngum hjá Parkin-
sonssjúklingum. Það er aldrei of seint að
byija að hreyfa sig. Parkinsonsveiki veldur
fólki oft erfiðri fötlun. Margir eiga þó langa,
starfsama og gefandi ævi eftir að sjúkdóm-
urinn hefur verið greindur. Með því að vera
virkur í daglegu lífi, hreyfa sig eins og tök
eru á og stunda markvissa þjálfun, sem
vinnur gegn þeirri hreyfískerðingu sem er
oftast fylgifiskur veikinnar, geta sjúklingar
aukið lífsgæði sín og verið sjálfbjarga leng-
ur en ella.
Höfundur er sjúkraþjálfari þjá Styrktarfé-
higi lamaðra og fatlaðra.