Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 20. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjávík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MANNDRAP I SKJÓLI HUGSJÓNA RÚMLEGA hundrað manns, flestir óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta, féllu er stórskotalið Israela gerði sprengjuárás á bækistöð friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Líbanon á fimmtudag. Nokkrum mínútum áður höfðu skærulið- ar Hizbollah skotið flugskeytum á ísrael í nokkur hundruð metra fjarlægð frá flóttamannabúðunum. Fyrr um daginn féllu níu Líbanir, þar af sex börn, er ísraelar gerðu loftárás á þús í bænum Nabatiyet af-Fawqa. ísráelar sögðu Hizbollah-skæru- liða, er skotið höfðu flugskeytum, hafa leitað skjóls í húsinu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir það dæmigerða bar- dagaaðferð skæruliða að skýla sér á bak við óbreytta borgara. Rifja má upp áþekk dæmi úr Persaflóastríðinu er óbreyttir borg- arar féllu er fjölþjóðaherinn gerði sprengjuárásir á meint hernað- armannvirki í Bagdad. Israelar vetja árásir sínar á Líbanon með því að þeir séu að svara árásum Hizbollah og tryggja öryggi íbúa í norðurhluta ísrael. Þeir mega hins vegar ekki grípa til sömu aðferða og samviskulausir heittrúarmenn. Framferði Hizbollah sýnir að liðs- menn hreyfingarinnar skeyta engu um hvort landsmenn þeirra falla í gagnárásum ísraela. Vopnlausar konur og börn eru talin fullgildir stríðsmenn í hinu heilaga stríði gegn Israelum. Vestræn riki hafa lengi stutt tilvistarbaráttu Ísraelsríkis gegn óvinveittum arabaþjóðum. Sá stuðningur getur hins vegar aldr- ei orðið óskilyrtur. Vinaþjóðir ísraels gera þá kröfu til ísraela að þeir sýni nágrannaþjóðum sínum þá virðingu er þeir fara sjálfir fram á. Það er erfitt að réttlæta árásir er verða hundruð- um óbreyttra borgara að bana og virðast fyrst og fremst þjóna pólitískum tilgangi. Israelar munu aldrei knésetja Hizbollah með sprengjuárásum. Það sem öðru fremur virðist vaka fyrir Shimon Peres, handhafa friðarverðlauna Nóbels, er að tryggja endurkjör sitt í þingkosn- ingum í næsta mánuði og þrýsta á Sýrlendinga vegna friðarvið- ræðna ríkjanna. Með árásunum er hann hins vegar einnig að leggja stein í götu frekari friðarviðræðna. Víg saklauss fólks, er leitað hefur skjóls í flóttamannabúðum á vegum SÞ, veikja ekki einungis siðferðilega stöðu Israela. Þau eru einnig til þess fallin að ala á því hatri og þeirri heift í garð ísraela sem hefur verið drif- kraftur öfgahreyfinganna er barist hafa hvað hatrammast gegn tilvist ísraels. Eftir því sem fleiri falla í valinn fjölgar jafnframt þeim sem reiðubúnir eru að helga líf sitt baráttunni gegn ríki gyðinga. Árásirnar veikja því ekki Hizbollah, Hamas og Jihad, heldur styrkja. Enginn málstaður réttlætir dráp á börnum og öðrum friðsöm- um borgurum. Það á ekki síður við um nágrannaþjóðir ísraela en annað fólk í heiminum. Auk þess eiga menn að gæta þess vandlega, þegar þeir eiga í höggi við grimma ofstækismenn, að taka ekki á sig þeirra eigin mynd og nota sömu aðferðir. Það er vísasti vegurinn til að glata sjálfsvirðingu sinni og samúð annarra. GJALDTAKA AF VIÐ- BÓTARKVÓTA Athyglisverðri hugmynd um upptöku veiðileyfagjalds var hreyft á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins í fyrradag. Hún felst í því, að fyrsta skrefið í þá átt verði gjaldtaka af þeim viðbótarkvóta, sem væntanlega verður úthlutað til kvótahafa í haust. Þetta fyrsta skref getur orðið áfangi á þeirri leið, að almennt veiðileyfagjald verði tekið upp í fyllingu tímans. Þann- ig mun eigandi auðlindarinnar, íslenzka þjóðin, fá beinan arð af henni. Hugmyndinni var varpað fram af Sveini Hannessyni, fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Tilefni þess, að hann tók málið upp á ráðstefnu um framtíð iðnaðarins er það, að veruleg tekjuaukning sjávarútvegsins í kjölfar kvótaaukningar muni hækka raungengi krónunnar, sem bitni á samkeppnisstöðu iðn- aðarins og ferðaþjónustunnar. Sveinn Hannesson sagði m.a.: „Það veldur áhyggjum, að eins og sakir standa er ekkert sem tryggir að stöðugleikinn haldist þegar næsta uppsveifla byrjar í sjávarútvegi. Verði ekkert að gert þá hækkar raungengi með gamla laginu með auknum afla og hærra verði á sjávarafurð- um. Það, sem áunnizt hefur í útflutningsiðnaði, samkeppnisiðn- aði og ferðaþjónustu, rennur þá fljótt út í sandinn." Áratuga reynzla okkar íslendinga af efnahagssveiflum vegna stöðu sjávarútvegsins er hörmuleg, gengisfellingar, efnahagsað- gerðir, verkföll og verðbólga. Þess vegna verður að leggja höfuð- áherzlu á að varðveita efnahagsstöðugleikann og koma í veg fyrir nýtt verðbólguskrið í kjölfar kvótaaukningar. Ríkisstjórn- inni er þetta Ijóst, því forsætisráðherra hefur sagt af tilefni kvótaaukningar, að „sígandi lukka er bezt“. Skýrsla fjármálaráðuneytisins um afskriftir skattaskulda Áætlað að 1,5% álagðra gjalda séu afskrifuð Fj ármálaráðuneytið hefur svarað fyrirspurn þingmanna stjórnarandstöðunnar um afskrif- aðar skattaskuldir hins opinbera. Þar kemur m.a. fram að á undanförnum 10 árum hafí þessar afskriftir numið um 30 milljörðum, að dráttarvöxtum meðtöldum. Þorsteinn Víglundsson leit í skýrslu ráðuneytisins. Innheimta oa afskriftir samtals,1985-1994 eftir skattaflokkum Kröfur Milijónir kr. Afskriftir Milljónir kr. Afskriftir Hlutfall Beinir skaflar einstaklinga 195.310 6.157 3,14% Beinir skattar lögaðila 50.427 4.855 9,63% Tryggingagjald og launask. 57.121 953 1,67% Skattar á vöru og þjónustu 305.787 6.699 2,19% Bifreiðagjald og þungask. 10.604 395 3,73% SAMTALS: 619.749 19.059 3,08%* * Líklegt er aö atskrittir raunhætra kratna, og þar meö tekjutap rikissjóös vegna vanskila, séu um 30-40% atskriftanna, eöa um 1-1,5% atkrötum en ekki um 3% eins ag ætla má at tötunni. Afskrifaðar I samkvæmt álagningu árið 1993 Innheimtuembætti kröfur vegna opinberra gjalda LÖ GAÐILA R EINSTAKLINGAR Afskrifuð álagning samtals árið 1993, milljónir króna Hlutfall afskr. af álagningu skv. áætl. al heildar- afskriltum Hlutfall afskr. af álagningu skv. framt. af heildar- alskriftum Afskrifuð álagning samtals árið 1993, milljónir króna Hlutfall afskr. af álagningu skv. áætl. af heildar- afskriftum Hlutfall afskr. af álagningu skv. framt. af heildar- afskriftum Gjaldh. 1 Reykjavik 168,590 91,65% 8,35% 23,530 89,95% 10,05% Sýslum. i Kópavogi 8,998 90,91% 9,09% 8,358 94,75% 5,25% Gjaldh. á Seltjamam. 2,410 99,99% 0,01% 0,003 0 100% Gjaldh. í Garðabæ 2,167 82,83% 17,17% 5,928 78,23% 21,77% Sýslum. í Hatnartirði 11,876 96,43% 3,57% 7,769 74,23% 25,77% Gjaldh. i Moslellsbæ 1,413 99,99% 0,01% 5,327 91,54% 8,46% Sýslum. í Keflavík 17,320 90,78% 9,22% 11,154 85,61% 14,39% Sýslum. á Akranesi 0,074 99,95% 0,05% 0,002 0 100% Sýslum. í Borgarnesi 0,066 99,47% 0,53% 0,516 89,77% 10,23% Sýslum. í Stykkishólmi 0,307 99,74% 0,26% 3,236 96,33% 3,67% Sýslum. í Búðardal 0,561 99,97% 0,03% 0,519 0 100% Sýslum. á ísalirði 3,118 64,35% 35,65% 3,747 55,03% 44,97% Sýslum. I Bolungarvík 0,526 100% 0 0,018 98,64% 1,36% Sýslum. á Patrekslirði 1,182 75,75% 24,25% 0,182 0 100% Sýslum. á Hólmavik 0,665 95,34% 4,66% 0,130 0 100% Sýslum. á Siglulirði 0,451 99,99% 0,01% 0,171 91,52% 8,48% Sýslum. á Sauðárkróki 0,049 98,95% 1,05% 0,286 99,22% 0,78% Sýslum. á Blönduósi 8,242 98,88% 1,12% 0,521 98,50% 1,50% Sýslum. áAkureyri 18,801 93,27% 6,73% 7,859 91,36% 8,64% Sýslum. á Húsavík 1,187 99,99% 0,01% 0,008 0 100% Sýslum. á Úlafsfirði 0,141 99,99% 0,01% 0,038 0 100% Sýslum. á Seyðislirði 2,362 99,99% 0,01% 0,354 52,99% 47,01% Sýslum. á Neskaupst. 1,771 99,81% 0,19% 0,208 75,52% 24,48% Sýslum. á Eskilirði 2,053 98,71% 1,29% 0,194 0 100% Sýslum. á Höln 1,004 76,03% 23,97% 2,082 98,36% 1,64% Sýslum. íVestm.eyjum 0,275 85,75% 14,25% 4,664 51,40% 48,60% Sýslum. á Sellossi 5,419 99,94% 0,06% 3,891 86,89% 13,11% Sýslum. í Vík 0,629 98,09% 1,91% 0,001 Ö 100% Sýslum. á Hvolsvelli 0,291 99.77% 0,23% 0,273 47,38% 52,62% SAMTALS: 261,951 92,21% 7,79% 90,970 83,55% 16,45% Morgunblaðið/Þorkell FEDERICO Mayor, framkvæmdastjóri UNESCO: Sameiginleg framtíð okkar er eina sameignin, sem mannkynið á ósnortna. Lýðræðisríkin verða stöðugt að bæta sig Federico Mayor, framkvæmdastjóri UNESCO, segir að lýðræðisríkin þurfi ekki síður að hafa sig við en þróunarríkin að viðhalda lýðræði ---------------------------->-------- og mannréttindum. I viðtali við Olaf Þ. Stephensen ræðir hann meðal annars um breytingamar á UNESCO, framtíð mannkyns, skjástýrt fólk og hvalveiðar íslendinga. RÍKISSJÓÐUR þurfti alls að afskrifa rúma 19 milljarða króna á árunum 1985- 1994, vegna skattaskulda sem var talið að ekki myndu nokkurn tíma innheimtast. Að auki þurfti rík- ið að afskrifa tæpa 12 milljarða króna vegna áfallinna dráttarvaxta á þessar skuldir. Afskrifaðar skattaskuldir áranna 1990-1994 nema aftur á móti 28 milljörðum króna, reiknaðar á verðlagi ársins 1994. Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaráðuneytisins, sem 9 þingmenn stjórnarandstöðunn- ar, þeirra á meðal forsvarsmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna, óskuðu eftir. í skýrslunni kemur ennfremur fram að þessar afskriftir svari til um 3% af álögðum gjöldum á þessu tíma- bili. Hins vegar megi ætla að raun- verulegt tekjutap ríkissjóðs sé ein- ungis um 30-40% þessarar fjárhæð- ar, eða sem nemur 1-1,5%. Þetta stafi af því að stærstur hluti þessara skattaskulda sé tilkominn vegna álagningar opinberra gjalda. Hins vegar bendi ýmislegt til þess að ein- ungis 20-40% áætlana séu raunhæfar og vegná veltu eða tekna sem bera hafí átt skatt. Munurinn þama á milli stafi m.a, af því að haldið sé áfram að áætla opinber gjöld á þrotabú þar til skipt- um þeirra sé iokið, þó svo að starf- semi liggi að hluta eða öliu leyti niðri. Því sé fyrirsjáanlegt að þar verði aldr- ei um neinar tekjur fyrir ríkissjóð að ræða. í meðfylgjandi töflum má sjá skipt- ingu afskriftanna á milli einstakra skatttegunda, sem og hvernig þær hafa skiptst á milli einstaklinga og lögaðila, þ.e. hlutafélaga og annarra fyrirtækja, í einstökum sveitarfélög- um. Um 83% afskrifaðra krafna á hendur einstaklinga koma til vegna áætlunar, og í tilfelli lögaðila er hlut- fallið enn hærra eða rúm 92%. Breyta þarf reikningsskilum ríkissjóðs í skýrslunni er þetta háa hlutfall áætlana í afskrifuðum skattaskuld- um gert að umræðuefni, m.a. í ljósi þess að það kunni að skekkja nokkuð niðurstöðu ríkisreiknings. Því sé spurning hvort ástæða sé til að tekju- færa þann hluta áætlana sem Ijóst þyki að grundvöllur sé ekki fyrir. Miðað við niðurstöður skýrslunnar geti það ofmetið tekjur og gjöld ríkis- sjóðs um 2-4%. Því sé rétt að athuga hvort ekki sé rétt að breyta núverandi fyrir- komulagi við tekjufærslu í ríkisreikn- ingi og færa einungis til tekna þann hluta áætlana sem nokkuð góð vissa sé fyrir að séu raunhæfar. Þá sé einn- ig þörf á því að endurskoða verklag skattstjóra við áætlanir, þannig að tryggt sé að við gerð þeirra sé gætt hófs án þess þó að það dragi úr virkni áætlana við að knýja fram skattskil. Takmörkun atvinnuleyfis vegna gjaldþrots eða vanskila athugandi Meðal þess sem óskað var svara við, var hvort ráðherra hyggðist beita sér fyrir hertum lögum, svo sem at- vinnuleyfissviptingu, til þess að koma í veg fyrir að lögaðilar sem sett hafa fyrirtæki í þrot vegna vanskila á sköttum, stofni til sams konar rekstr- ar undir nýju kenniheiti. í skýrslunni kemur fram að það sé ekki óþekkt fyrirbæri hér á landi að eigendur og forráðamenn hlutafé- laga láti taka félagið til gjaldþrota- skipta, eftir að hafa tæmt það af eignum, en stofna síðan nýtt hlutafé- lag til að halda áfram rekstri hins fyrra. Hins vegar snerti sá vandi mun fleiri aðila en ríkissjóð einungis, og því sé rétt að skoða þessi mál út frá víðara sjónarhorni en hagsmunum ríkissjóðs eins. Bent er á að í hlutafélagalögum sé að finna ákvæði þess efnis að hægt sé að gera framkvæmdastjóra og stjórnarmenn hlutafélaga ábyrga fyrir skuldum þess, ef sannað þyki að þeir beri sök á því hvernig komið sé og hafí vanrækt skyldur sínar, m.a. með því að óska ekki eftir gjald- þrotaskiptum þegar ljóst sé að skuld- ir félagsins séu umfram eignir þess. Þessi ákvæði laganna h'afí hins vegar verið nánast óvirk til þessa. í skýrslunni segir að til álita hafí komið við setningu hlutafélagalaga á sínum tíma að setja þar inn ákvæði þess efnis að stjórn og framkvæmda- stjóri fyrirtækis sem gert hafí verið gjaldþrota, megi ekki gegna sams konar hlutverki hjá öðru hlutafélagi í tiltekinn árafjölda á eftir. Slík ákvæði sé t.d. að finna í Noregi. Hins vegar hafí ekki orðið af slíkri lagasetningu hér, m.a. þar sem erfitt væri talið að framfylgja slíkum lög- um, hætta yrði á því að leppar yrðu fengnir til þess að standa formlega fyrir félögunum og ennfremur væri hætta á því að svört atvinnustarfsemi myndi aukast. Hins vegar séu engar fyrirætlanir uppi í ráðuneytinu um breytingar í þessum efnum hér á landi, en þó verði mögulegar leiðir í þessu máli athugaðar í tengslum við hugsanleg- ar breytingar á innheimtumálum hins opinbera. Meðal annars sé ástæða til að láta reyna frekar á ábyrgð stjórn- enda fyrirtækja í þessum efnum, auk þess sem ástæða sé til að styrkja skil á sköttum og draga úr hættu á misferli með einhvers konar tak- mörkunum á atvinnuumsvifum vegna vanskila á sköttum. Fjármálaráðuneytið hafnar yfirleitt nauðasamningum í svari við þeirri spurningu hvort nauðasamningar hafí verið reyndir áður en skattaskuldir séu afskrifað- ar, kemur fram að sú sé sjaldnast raunin. Stefna ráðuneytisins sé sú að hafna nauðasamningum þegar leitað sé eftir þeim. Þessi afstaða byggi á því að heimildir til þess að afskrifa skattaskuldir séu mjög tak- markaðar, auk þess sem engar laga- heimildir séu fyrir þátttöku í slíkum samningum. í einstökum tilfellum hafí vægi krafna ríkissjóðs þó ekki dugað til að fella nauðasamningana og því hafí ríkissjóður verið skuld- bundinn af ákvæðum þeirra, líkt og aðrir kröfuhafar. Þá kemur ennfremur fram í skýrslu ráðuneytisins að um 90-95% afskrifaðra skattaskulda vegna at- vinnurekstrar komi í kjölfar gjald- þrotaskipta, enda sé sé árangurslaust fjárnám ekki talið nægjanleg for- senda afskrifta. í þeim tilfellum þeg- ar einstaklingar eigi í hlut, sé hins vegar heimild fyrir því að afskrifa skuldir að loknu árangurslausu fjárnámi, en hins vegar hafi þeirri Ieið ekki verið beitt mikið til þessa. Hins vegar hafi fjármálaráðherra lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingar á gildandi lögum um tekju- skatt og eignarskatt, sem heimili rík- issjóði að samþykkja nauðasamninga, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og megi þvi reikna með því að sú leið verði farin í auknum mæli í fram- tíðínni. Ýmsar þeirra skattaskulda sem nú eru til innheimtu féllu til áður en staðgreiðsla skatta var tekin upp, alls um 600 milljónir króna að frá- töldum dráttarvöxtum. Eru þær að mestu á hendur einstaklingum. í skýrslunni segir að til greina komi að bjóða þeim sem hér eigi í hlut að gera þessar skuldir upp með sérstök- um samningum. Meðal annars þurfi að huga sérstaklega að áföllnum dráttarvöxtum, sem um tíma hafi verið mun hærri að raungildi en nú sé. Stóraukin útgjöld ríkisins vegna búskipta í skýrslunni kemur fram að kostn- aður ríkisins vegna gjaldþrotaskipta hafi stóraukist á undanförnum árum, í kjölfar þess að skiptabeiðanda var gert skylt að reiða af hendi 150 þús- und króna tryggingu. Kostnaður vegna þessa árið 1992 hafi verið rúmar 5 milljónir króna, en tæpar 39 milljónir á síðasta ári, og stafi af því að innheimtumenn ríkissjóðs séu í langflestum tilfellum skiptabeiðendur. Hins vegar er skiptakostnaður greiddur af gjald- heimtum ekki talinn þar með og er í skýrslunni áætlað að heildar- kostnaður ríkisins vegna gjaldþrota- mála sé því nálægt 45 milljónum króna. Nokkrar leiðir eru ræddar til úr- bóta í þessu efni. Meðal annars er bent á að ef ofangreint frumvarp um heimild ríkissjóðs til að taka þátt í nauðasamningum nái í gegn muni gjaldþrotamálum fækka tals- vert í kjölfarið. Einnig sé nauðsyn- legt að finna aðrar leiðir til að sann- reyna eignaleysi en þær að krefjast gjaldþrotaskipta til þess að draga úr íjölda þeirra tilfella, þar sem sú leið sé farin. Einnig sé unnt að ná fram ein- hvetjum sparnaði með því að fela sýslumönnum í vissum tilfellum að fara með búskipti, í stað þess að skipa lögmenn sem bústjóra eins og nú er gert. Þetta eigi sérstaklega við í þeim tilfellum þar sem Ijóst sé að viðkomandi bú er eignalaus. Þá er í skýrslunni lagt til að inn- heimtukerfi hins opinbera verði tekið til endurskoðunar, með það að leiðar- ljósi að ná þar fram hagræðingu með fækkun innheimtuembætta. Færri og stærri umdæmi, ásamt því að einung- is einn innheimtuaðili væri á hveiju svæði, hefði talsvert hagræði í för með sér. EDERICO Mayor, aðalfram- kvæmdastjóri Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), heimsótti Island í síðustu viku. May- or er doktor í lyfjafræði og hefur starfað sem prófessor, háskólarektor, þingmaður og menntamálaráðherra á Spáni, en hann er fæddur í Katalón- íu. Mayor kom hingað til lands til að kynna alþjóðasáttmálann um verndun menningar- og náttúru- minja, auk þess sem hann hélt fyrir- lestur við Háskóla íslands um hlut- verk háskóla í nútímasamfélagi. Morgunblaðið ræddi við fram- kvæmdastjórann um þessi efni, starf- semi UNESCO og fleira. Mayor er fyrst spurður hvert hann telji vera hlutverk Menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. „Árið 1945 skilgreindu stofnendur UNESCO hlutverk stofnunarinnar þannig að hún ætti að styrkja undir- stöður friðarins. Hún átti að vera stofnun menntamanna í kerfi Sam- einuðu þjóðanna. Höfuðmarkmið stofnunarinnar er skýrt; fyrir tilstuðl- an menntunar, vísinda og menningar eigum við að miðla og styrkja við- horf umburðarlyndis, samræðna og friðsemdar. Nú, meira en hálfri öld síðar, er meiri þörf en nokkru sinni fyrr á að koma þessum boðskap á framfæri. Birtingarmyndir stríðsrekstrar eru rangsnúnari en nokkurn tímann áður. Ég sagði frá því í fyrirlestri mínum í Háskólanum að ég hefði séð hinar hræðilegu afleiðingar stríðs á ferðum mínum um þróunarlöndin. Eftir að hafa heimsótt Rúanda og Búrúndí verð ég að grátbæna fólk um allan heim að stöðva ofbeldið og hjálpa okkur að hrinda ætlunarverki UNESCO í framkvæmd. Það þarf umbreytingu frá röksemdum valdsins til valds röksemdanna, og úr stríðs- menningu yfir í friðarmenningu." Mikilvægar umbætur innan UNESCO Á síðasta áratug, í framkvæmda- stjóratíð hins umdeilda Senegala Amadou-Mahtar M’Bows, var UNESCO harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum ýmissa vestrænna ríkja fyrir spillingu, bruðl og óráðsíu emb- ættismanna stofnunarinnar og sum ríki sögðust ekki vilja ijármagna stofnun, sem notaði peningana í and- vestrænan áróður. Bandaríkin sögðu sig úr UNESCO 1984 og árið eftir sigldu Bretland og Singapúr í kjölfar- ið. Með þessum ríkjum hvarf u.þ.b. þriðjungur af ijárveitingum stofnun- arinnar. Mayor tók við embætti árið 1987 og mál flestra, sem til þekkja, er að honum hafi tekizt að efla stofn- unina í áliti, þótt hann sé einnig gagnrýndur fyrir óstjórn í peninga- málum hennar. En telur hann að nógu vel hafi tekizt til og að stofnun- in njóti trausts á nýjan leik? „Það verður að hafa í huga að aðeins þijú ríki gengu út, en 160 urðu eftir. Við megum ekki taka þetta of alvarlega. Ég held að það sé ljóst að Reagan-stjómin var ekki aðeins að gagnrýna UNESCO, heldur Sam- einuðu þjóðirnar sem heild. Banda- ríkjamenn héldu að vegna þess að UNESCO væri stofnun mennta- manna, væri hún um leið veikust fýr- ir. Þeir höfðu rangt fyrir sér, því að UNESCO er ekki sjóður eða tæknileg stofnun; hún er stofnun, sem byggir á ákveðnu siðferði. Það er ekki hægt að drepa hugmynd eða draum. Niðurstaðan er mjög skýr. UNESCO hefur framkvæmt mikil- vægar umbætur. Við höfum fækkað starfsfólki okkar um 30% og höfum nú yfir meira fé að ráða en nokkurn tímann áður, vegna þess að mörg ríki hafa trú á stofnuninni. Við höfum þannig bætt upp með aukafjárveit- ingum það, sem tapaðist við brott- hvarf Bandaríkjanna og Bretlands. Hins vegar hef ég þær góðu frétt- ir að færa að Clinton-stjórnin hefur breytt algerlega um stefnu. Ríkisend- urskoðun Bandaríkjaþings hefur komizt að þeirri niðurstöðu að UNESCO sé ekki aðeins vel stjórnað heldur að við vitum hvert við stefn- um. Sumar stofnanir hafa allt til alls, en vita ekki hver stefnan á að vera. Clinton forseti skrifaði mér í nóv- ember síðastliðnum í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar, og sagði að við gegndum mikilvægu hlutverki í friðar- og öryggismálum heimsins og að stjórn hans hefði ofarlega á stefnuskrá sinni að ganga í UNESCO á nýjan leik. í Bretlandi hafa verið samþykktar þingsályktanir um að ríkisstjórnin ætti að stefna að aðild að UNESCO á ný, en forsætisráðherrann hefur ekki látið sína skoðun jafnskýrt í ljós og forseti Bandaríkjanna." Fólk verður skjástýrt Margir hafa þá mynd af störfum UNESCO að stofnunin starfi aðal- lega að málefnum þriðja heimsins, til dæmis í baráttunni gegn fátækt, ólæsi og mannréttindabrotum. Hvað getur stofnunin gert fyrir þróað lýð- ræðisríki á borð við ísland? „í fyrsta lagi er það ekki bara í þróunarríkjunum, sem er ólæsi eða vandamál varðandi mannréttindi. í öllum löndum, jafnvel þeim valda- mestu í heiminum, er fólk sem er fáfrótt, hefur gleymt mörgu því, sem það hefur lært, og les aldrei neitt. Margir eru aðgerðalausir við skjáina, sjónvarpsskjáinn, leikjaskjáinn og tölvuskjáinn. Þetta fólk verður skjá- stýrt; það hefur engan tíma til að þróa eigin persónuleika og vilja og missir tökin á lífi sínu. Það er af þessum sökum, sem þau grundvallargildi lýðræðisins, sem UNESCO hefur verið treyst til að breiða út, eiga við í öllum ríkjum. Jafnvel rótgrónustu lýðræðisríkin verða dag hvern að leitast við að bæta sig og gera að raunveruleika það markmið UNESCO að andleg og siðferðileg samstaða ríki með mannkyninu. í þessum heimi, þar sem allt er í ójafnvægi, þar sem 20% mannkyns ráða 80% auðlindanna, getum við ekki sagt að markmið UNESCO eigi aðeins við um þróunarlöndin; þau eiga við um öll ríki. Grundvallaratriði Iýðræðisins, eins og þau eru skráð í stofnsáttmála UNESCO, eru réttlæti - ekki aðeins í okkar landi, heldur um allan heim, frelsi, jafnrétti og samstaða. Ég tel að þetta eigi að gilda í öllum ríkjum. Sum ríki, sem virða mannréttindi á yfirborðinu, umbera þvott á illa fengnu fé. Ríki, sem gagnrýna t.d. meðferð á konum i þriðja heiminum, líða um leið að kynlífsferðamennska sé auglýst. Það þarf að minna öll ríki heims á að vernd mannréttinda er ekki á ábyrgð UNESCO eða ann- arra stofnana, heldur á ábyrgð allra ríkja, sem tilheyra Sameinuðu þjóð- unum. Við verðum að breyta heimin- um með daglegri hegðun okkar.“ Verndun framtíðarinnar Mayor kynnti í heimsókn sinni til íslands sáttmála UNESCO um vernd- un menningar- og náttúruminja heims. Hvernig telur framkvæmda- stjórinn að íslendingar geti bezt varð- veitt og nýtt hinn einstaka menning- ararf sinn? Telur hann að það gerist' með einangrun frá umheiminum eða í alþjóðlegu samstarfí? „Mín reynsla af íslendingum er að þeir séu í stöðugu samstarfi við hin Norðurlöndin og að á vettvangi UNESCO leggi þeir fram heildstæðar og framsýnar tillögur. Þið hneigist ekki til einangrunar, heldur eruð opin, einkum gagnvart Norðurlönd- unum, en einnig gagnvart öðrum ríkj- um og þannig getið þið betur deilt skoðunum ykkar, heimssýn og lífs- stíl með öðrum. ísland hefur undirrit- að sáttmálann um varðveizlu nát.U úru- og menningarverðmæta og nú er komið að ykkur að ákveða hvaða minjar eigi að setja á heimslistann. Ég hef séð hin aðdáunarverðu fornu handrit og þið eigið ríkulegan arf, þar sem fornsögurnar eru. Öll lönd verða að geta varðveitt fortíð sína, en um leið horft til fram- tíðar. Ég hef skrifað bók, sem er kölluð Minning framtíðarinnar (e. Memory of the Future) um þetta efni. Eg vil ekki að UNESCO sé stofnun, sem einbeitir sér aðeins að varðveizlu fortíðarinnar. Ég tel að það, sem skiptir raunverulegu máli, sé að vernda framtíðina. Ef við skrif- um upp í skyndi eignir mannkynsins, áttum við okkur fljótlega á að það' er aðeins ein sameign, sem við eigum ósnortna. Það er hin sameiginlega framtíð okkar. Við verðum að reyna að dvelja stöðugt við hugsanir okkar um fram- tíðina. Þetta er eitthvert mikilvæg- asta viðhorfið, sem við getum tileink- að okkur nú í lok þessarar aldar. Við höfum unnið marga sigra í tækni og vísindum; fjarskiptum, bólusetn- ingum o.s.frv., en okkur hefur ekki gengið mjög vel með mannlega þátt- inn. Við höfum borizt á banaspjótuin og sá sterkasti hefur ráðið. Nú er kominn tími til að breyta þessu. Stjórnmál eru yfirleitt afl hversdags- ins. Þau endurspegla það, sem fólki þykir mikilvægt frá degi til dags. En stjórnmálamenn eiga þess sjaldan kost að horfa lengra fram í tímann. Þess vegna er þeim aðgerðum, sem nauðsynlegt er að grípa til, t.d. í umhverfis- og félagsmálum ekki hrint í framkvæmd. Af þessum sökum tel ég afar mikil- vægt að háskólar beiti sér fyrir rót- tækum breytingum; að þeir verði varðturnar menntamanna, sem geta gefið ákvarðanatakendum ráð, sem þeir sem sitja í ríkisstjórnum fá ekki í dag.“ Vísindi ráði nýtingu hvala, ekki tilfinningar Meðan á heimsókn hans á íslandi stóð, hitti Mayor meðal annarra Þor- stein Pálsson sjávarútvegsráðherra að máli og ræddu þeir meðal annars um hvalveiðar. Hver er skoðun May- ors á því viðkvæma deilumáli? „Afstaða okkar til hvalanna, rétt eins og allra annarra viðkvæmra teg- unda, til dæmis krókódílanna í Amaz- on og fílanna í Afríku, er einfaldlega sú að nýting þessara tegunda eigi að byggjast á vandlegri vísindalegri athugun, en ekki á tilfínningum. Flest þessara dýra eru hluti af vist- kerfinu og við megum ekki raska hinni eðlilegu hringrás þess. Tökum dæmi af fílunum í Afríku. Nú eru of margir fílar í sumum lönd- um og þeir eyðileggja býli og akra. Þegar allt kemur til ails er aðeins ein dýrategund, sem þarf að vernda hvað sem það kostar og það er maðurinn. Állar hinar eru í öðru sæti. Stundum eru teknar ákvarð- anir í Moskvu, París, London eða New York, til dæmis um að vernda einhveija baneitraða slöngutegund. Það er auðvelt að ákveða slíkt ef maður býr ekki í sama landi og slangan_ Það sama á við um hvali og allai aðrar skepnur. Við viljum auðvitað ekki að þeim sé útrýmt, en við viljum ekki heldur að aðrar mikilvægar auð- lindir hafsins rýrni, sérstaklega þeg- ar þessar auðlindir eru notaðar ti að fæða heimsbyggðina."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.