Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. APRÍL1996 stinga þig Grímur Jónsson járnsmiður er þrautreynd- ur stangaveiðimaður og snjall fluguhnýtari. I gegnum árin hefur hann ekki síst haft gaman af því að hnýta frumsamdar flugur og oftar en ekki sleppt troðnum slóðum. Guðmundur Guðjónsson fékk að kíkja í fluguboxin hjá Grími. AF FLUGUM Gríms er túpuflug- an Snælda trúlega sú sem mest og best hefur slegið í gegn. Er hún að sögn þeirra sem reynt hafa mögnuð fluga, en þrátt fyrir það hafa aðeins fáir þekkt til hennar og geymt hana í flugu- boxum sínum. Grímur féllst á að segja frá Snældu og nokkrum öðrum flugum, Grím og Marfló, sem sannað hafa ágæti sitt, og Durru, sem er þeg- ar til í mörgum litum, en á eftir að blotna í vatni. Stangaveiðivertíðin hófst 1. apríl síðastliðinn og þótt stutt hret hafí sett strik í reikninginn hafa aflabrögð verið góð miðað við oft áður. Stangaveiðimenn eru því komnir í startholurnar og í hópi þeirra er Grímur. Þegar ljósmyndarí Morgunblaðsins tók hús á honum hnýtti hann í snarhasti flugu og kenndi við ljósmyndarann. Var flugan nefnd Jón Svavarsson og eru vængur og skegg svört til marks um leðurfatnað ljósmyndarans. Stélið er rautt, eldrautt, og skírsko- tar til mikils hraða og yfírferðar Jóns! A Snældu shaltu.... Grímur segist hafa byrjað að hnýta Snældu fyrir um 15 árum og það hafi vakað fyrir sér að hnýta flugu sem væri „öðru vísi“. Snælda er túpufluga, oftast hnýtt á eirlegg og virkar því best sem vor- og haust- fluga, er vatn er mikið og jafnvel sko- lað og kalt. Þá nota menn mjög túpu- flugur á eirleggjum til að sökkva þeim betur fyrir fiskinn. Grímur lýsir Snældu þannig: „Hárin, sem eru lit- að „bucktail", eru hnýtt yfir búkinn þannig að hann er ber fyrir aftan miðju, en fremri hluti leggsins er vafinn mjög loðnu, svörtu ullarbandi og misþykkum silfur- vafningi eftir geð- þótta hnýtarans. Skeggið er hring- laga og er ýmist svart eða blátt. Með þessu móti eru búk- línurnar skýrari. Það eru hárin sem bjóða upp á fjölbreytilega útfærslu. Sjálfur er ég hrifnastur af svörtu og bláu saman, einnig svörtu, gulu og órans.“ Snælda er góð fluga, nokkrir vinir Gríms voru að veiða lax í klak í Langá á Mýrum síðastliðið haust og veiddu þeir á þriðja tug laxa á Snældu á sama tíma og aðrar flugur brugðust. „Við vorum einu sinni nokkrir félagar að veiða í Langa- dalsá við Djúp, vorum að loka ánni seint í séptember. Síðasta kvöldið var ég að monta mig af Snældunni og þá sagðist einn vinanna vera rneð miklu betri flugu í fórum sínum. Eg sagði bara , jæja, er það?“ og stakk svo upp á að við hefðum keppni með okkur næsta morgun. í býtið vorum við mættir við einn besta hylinn, Hesteyrarfljót, og ég sagði vini Morgunblaðið/Jón Svavarsson GRÍMUR hnýtir fluguna Jón Svavarsson, í höfuðið á ljós- myndara Morgunblaðsins. mínum að hann mætti byrja, ég myndi ekki byrja fyrr en hann væri kominn vel niður fyrir miðjan hyl. Þetta er langui' staður og veiðivon víða. Hann var því búinn að vera drjúgan tíma í ánni er ég byrjaði loksins. Og það var fiskur á í öðru eða þriðja kasti. Það reyndist vera 18 punda hængur og vinurinn var ekki enn búinn að setja í fisk er ég landaði laxinum tæpum hálftíma seinna,“ segir Grímur. En af hverju Snælda? Einn yeiðifélaga Gríms, Bjarni Árnason, svaraði um hæl er Grímur talaði um að það vantaði nafn á fluguna: „Á Snældu skaltu stinga þig-“ Grímur; Durra ag Marflá Grímur tekur skýrt fram að hann hafi ekki sjálfur nefnt fluguna Grím Jónsson því nafni. Segist raunar ekki hafa reynt hana síðan veiði- félagi hans einn gaf henni nafnið. Hann kunni ekki við að kasta flugu sem heitir Grímur Jónsson. Flugan var vígð er 13 af 14 löxum sem náðust á einum degi fyrir nokkrum árum í Laxá á Ásum, tóku Grím Jónsson. í búk Gríms eru gular og svartar strútsfjaðrir, vængur er úr svörtum hrafni með smáreytum úr stokk- andarstegg ofan á haus sem er svartur. Skottið er svört hanastéls- fjöður og skeggið úr gullfashana. SNÆLDAN í ýnisum tilbrigðum. GRÍMUR Jónsson Nær það aftur fyrir öngulbug. Hárin sem gefa flugunni sterkan svip eru fengin úr löngum mál- ningarbursta, 3 svört og 3 ljós. Marflóin er hrein silungafluga og hnýtt fyrir sjóbleikjuna norður á Ströndum. Eins og nafnið gefur til kynna er um eftirlíkingu af marfló að ræða. Grímur kom einu sinni Morgunblaðið/Nærmynd auga á 24 sjóbleikjur i hyl fyrir neðan 'brú í Hvalsá á Ströndum. Hann var með þrjár flugur á taumnum, Marflóna, Peter Ross og Black Zulu. Bleikjurnar voru nýkomnar úr sjó og í sannkölluðu banastuði. 23 bleikjur tóku og náðust. 22 þeirra tóku Marflóna. í búkinn notar Grímur ljós- brúnt útsaumsgam sem dökknar þegar það blotnar. Yfir er vafinn gúmmiþráður sem gefur skelplötugljáa og mjór tvinni sýnir misfellur í „skelinni“. í fálmurunum er hanahálsfjöður. Loks er það Rauða Durra, sem Grímur segir nefnda í höfuðið á kín- verskri kvikmynd sem sýnd var hér á landi íyrir nokkrum árum. í myndinni var sýndur svo fallegur rauður akur að Grímur hnýtti umsvifalaust flugu sem byggði á umræddum akri. Fyrsta Durran var því rauð, en síðan eru liðin tvö ár og afbrigðin eru orðin þó nokkur. í búk er silfur- tinsel, helst „krumpað“ eða „hamrað“ eins og Grímur vill hafa það. Vængir eru tvískiptir og í þá notaðir hanahálsfjaðrir. Sama efni er ein- nig í skeggi og stéli. Ein útfærslan er með svörtum ullarbandsbúk. „Mér finnst Durran falleg fluga og veiðileg, en ég hef ekki reynt hana enn þá. Ætli ég láti ekki verða af því í sumar,“ sagði Grímur Jónsson að lokum. DURRAN í öllu sínu veldi. MARFLÓIN Hvað veldur náladofa? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spuming: Ég vakna iðulega síðla nætur með sáran verk í framhand- legg og dofa í hendi, jafnvel nála- dofa. Verð ég þá að nudda mig rækilega og hreyfa til að losna við sársaukann. Oftast velti ég mér síðan á hina hliðina og sofna - en vakna stundum aftur með sams konar óþægindi í hinum arminum. Hvað veldur þessu og hvað er til ráða? Svar: Oþægindin sem lýst er eru nánast dæmigerð fyrir þau einkenni sem koma við þrýsting á taugar (taug eða taugastofn er safn af mörgum taugaþráðum). Allir kannast við þau óþægindi sem verða ef maður rekur olnbog- ann í eitthvað og fær högg á „vit- lausa beinið“ sem er ekki bein heldur taug sem liggur niður í handlegg og hendi. Við slíkt högg er oft eins og rafstraum leiði niður í hendina og á eftir fylgir oft dofí ’eða náladofi. Við fáum einnig náladofa við þrýsting á taugar annarstaðar á handleggjum og fót- Náladofi um og ef við höfum verið lengi í óheppilegri stellingu getur einnig fylgt náladofanum máttleysi í vöðvum. 011 þessi óþægindi hverfa síðan á örfáum mínútum eftir að breytt hefur verið um stellingu og hægt er að flýta fyrir því með því að hreyfa og nudda viðkomandi útlim. Það sem gerist er að við þrýsting hætta taugamar að geta flutt taugaboð og sé um skyntaug- ar að ræða fær maður dofa eða náladofa en ef hreyfitaugar eiga í hlut verða viðkomandi vöðvar máttlausir. Flestir taugastofnar á útlimum eru blandaðir og inni- halda bæði skyntaugar og hreyfi- taugar. Það sem veldur bréfritara að öll- um líkindum vandræðum er að hann sefur í óheppilegum stell- ingum þannig að taugar á hand- leggjum lenda í klemmu. Bréfritari gæti prófað að sofa með kodda eða samanbrotið teppi undir handleg- gnum til að svefnstellingar og álag á líkamann breytist; einnig gæti hann leitað ráða hjá sjúkraþjálfa. Spurníng: Hver eru helstu ein- kenni þess að blöðruhálskirtill sé sjúkur? Svar: Ýmsir sjúkdómar geta hrjáð blöðruhálskirtilinn og þeir algeng- ustu eru góðkynja stækkun kirt- ilsins, sýking og krabbamein. Stækkun blöðruhálskirtils er al- gengur kvilli sem íylgir hækkandi aldri. Á aldrinum 50-60 ára eru um 80% karlmanna með merkjanlega stækkun en einungis lítið brot þeirra hefur af því óþægindi. Þau einkenni sem íylgja stækkun blöðruhálskirtils eru slöpp þvag- buna sem stundum lætur þar að auki bíða eftir sér, tíð þvaglát og þar með talin næturþvaglát. Sumir fá ákafa þvaglátsþörf, eru í spreng, en þegar til kastanna kemur er bunan slöpp og þvagmagnið lítið. Þessi einkenni stafa af því að Blöðruháls- kirtill blöðruhálskirtillinn umlykur þvag- rásina og veldur rennslishindrun ef hann stækkar. Þetta er hægt að laga með skurðaðgerð, sem nú til dags er oftast gerð í gegnum þvag- rásina. Nýlega kom á markað lyf sem veldur því að blöðruhálskirtill- inn minnkar og við það geta óþæg- indin minnkað eða horfið og hentar þessi lyfjameðferð vel í sumum tilvikum en ekki öllum. - Sýking í blöðruhálskirtli kemur fyrir á öll- um aldri og getur verið bráð eða langvinn, en sótthiti fylgir einungis þeirri bráðu. í báðum tilvikum eru helstu einkennin óþægindi við þvaglát og verkur. Verkur í blöðruhálskirtli er venjulega staðsettur í grindarbotni (milli pungs og endaþarms) og getur haft útgeislun til spjaldhryggs, nára eða niður í ganglimi. Sýking í blöðruhálskirtli er meðhöndluð með sýklalyfjum en misvel gengur að uppræta sýkinguna. - Krabba- mein í blöðruhálskirtli er eitt al- gengasta krabbamein í karlmönn- um. Þetta krabbamein vex oftast hægt og menn geta verið við góða heilsu árum og jafnvel áratugum saman eftir að sjúkdómurinn greinist. Þessi sjúkdómur er oft einkennalaus lengi framan af og fyrstu einkennin geta verið verkir frá hrygg vegna meinvarpa. Æxlið getur einnig þrengt að þvagrásinni og valdið svipuðum einkennum og góðkynja stækkun blöðruhálskirt- ils. Meðferð felst í því að fjarlægja blöðruhálskirtilinn og síðan er al- gengast að beitt sé hormóna- meðferð til að hægja á vexti mein- varpa. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn uin það sem þeini liggur á bjnrta, tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli kJukkan 10 og 17 f sfma 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fnx 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.