Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLU og Adrian Brown þekkja margir íslendingar. Þau ætluðu að setjast að á Islandi að afloknu þriggja ára námi í hljóðfæra- smíði í London 1979-82, þar sem þau kynntust. Voru þar í námi hvort í sinni hljóðfæradeildinni en með sameigin- leg undirstöðufög í eðlisfræði, viðarfræði o.fl. Þau tóku því strikið beint til íslands, þar sem þau fengu leiguhúsnæði og byrj- uðu að vinna. Yfirdrifin verkefni biðu Erlu við viðgerð- ir á strokhljóðfærum, en skortur á þeim var aðalástæða þess að hún, sem var fiðlu- leikari, fór í þetta nám. Adrian lagði und- ir sig stofuna og vann sig fljótlega með nýsmíði á blokkflautum upp í langan pönt- unarlista erlendis. Erla tók til við viðgerð- ir á hljóðfærum í barnfóstruherberginu úti á gangi. Þau tvö ár sem þau bjuggu hér urðu þau alltaf að vinna í stofunni eða svefnherberginu. Þá misstu þau húsnæðið og vegna hús- næðiserfiðleika fóru þau utan til Suður- Frakklands, þar sem þeim bauðst hús skammt frá Nimes. Viðskiptavinur Adrians hafði milligöngu við frönsk hjón, sem þurftu að láta gæta húss síns og þau fengu það fyrir húsvörsluna. Eftir tvö ár þar suður frá fæddist Ingi Björn, eldra barnið þeirra, og þau ákváðu að gera aðra tilraun til að setjast að á íslandi. Hún stóð í þijú ár. Viðfangsefnin voru næg, en eftir að hafa flutt úr einu leiguhúsnæðinu í annað í þijú ár, var húsnæðisvandinn orðinn nokkuð mikið vandamál, eins og Erla orð- ar það. „A fimm árum vorum við búin að vera á Holtsgötunni, í Frakklandi, Hafnar- firðinum og Mosfellsbænum. Það var of mílcill flækingur. Ekki er hægt að reka viðskipti með því móti. Við skoðuðum hús allt frá Selfossi, upp í Hvalfjörð og suður í Voga, en fundum ekkert sem hentaði okkur og við réðum við. Svo við ákváðum að fara. Þá var líka komið annað barn, Anna Lóa, sem fæddist á íslandi í febrúar 1989. Og í maí fluttum við hingað," segir Erla. Sveitahús i frægu matarhéraói Bourgognehérað er fyrir margra hluta sakir einn eftirsóttasti staður í Frakk- iandi. Með hinni nýju hraðskreiðu TGV- lest suður frá París er maður eftir tveggja tíma ferð, kominn til bæjarins Macon, nokkru sunnan við Dijon, þar sem Erla er mætt. Húsið þeirra er í einu litlu þorp- anna, Bergesserin, skammt frá. Þegar þau Adrian ákváðu að flytja í seinna skiptið bentu franskir vinir þeirra í París þeim á að fara til Bourgogne. Þar væri svo ljúft og fallegt, sem er orð að sönnu. Þau sáu strax að þetta var mjög miðsvæðis fyrir þau. Ekki nema tveggja tíma akstur frá svissnesku landamærunum og stutt til Þýskalands og Belgíu, þar sem Adrian selur mikið. Raunar um alla Evrópu. Þau höfðu því samband við ýmsa fasteignasala, óku um héraðið og voru búin að skoða tug húsa, þegar þau fundu það rétta. Við komum að gamla bóndabænum þeirra, sem stendur uppi í hæð með víðu útsýni yfir ávalar hæðir, sem taka við hver af annarri með grænum ökrum, tijám og dalverpum á milli. Júrafjöllin sjást fjær og hvítur tindur Mont Blanc gægist þar upp yfir á góðum degi. Notalegt landslag, hvorki flatt né hrikalegt. Veðursæld er mikil og þar sem þau búa í 550 metra hæð losna þau við þokuna, sem stundum liggur yfir Sóndalnum. Alltaf er andvari. Nú um miðjan mars er 18 stiga hiti, en að jafnaði um 25 stig. Þægilegt fyrir kuldaskræfur, segir Eria. Það er komið vor og fuglasöngur. Svart- ur og hvítur skjór flýgur fyrir og minnir á þjófótta óperuskjóinn hans Rossinis. A leiðinni kom ég auga á tvo fálka sitja á staur. í skóginum segir Erla að séu dádýr og villisvín og þar er mikið úrval af svepp- um, sem heimamenn keppast á haustin við að nýta sér. Til að njóta náttúrunnar hafa þau gert sér stóran útipall úr stofunni, þar sem þau eru undir beru lofti frá því í mars og fram í október. Hún bætir því við að ósjaldan halli gestir sér á sólbekkjum úti á pailinum eftir góða máltíð og horfi upp í stjörnurnar. Góða máltíð? Auðvitað. Þetta er heims- þekkt matar- og vínhérað. Hér þekkjum við kannski best Dijonsinnepið og vinsæla drykkinn Kir, sem samnefndur borgar- stjóri markaðssetti með framleiðslu hér- aðsins, Aligoté-hvítvínunum og sólbeijalí- kjörnum þeirra Creme Cassis, en berin koma m.a. frá Macon. Bourgogne er eitt af þremur frægustu vínhéruðum Frakk- lands. Pouilly-Fuissé hvítvínið vinsæla er einmitt frá ekrunum utan við lestarstöðina í Macon. Charollais-nautakjötið fræga er líka af hvítu nautgripunum þarna og hand- an Macon eru Bresse-kjúklingarnir frægu með meyrasta fuglakjötinu. Að vísu eru það ekki villifuglar heldur ræktuð hænsni sem ganga laus og kroppa af jörðinni. Ekki má gleyma sér við matar- og vín- lýsingar. En við skreppum út í vínkjallar- ann, sem er eitt elsta útihúsið. Þar eiga þau nokkrar flöskur í geymslu, en lág- marksgeymsla eigin framleiðslu er fimm ár. „Okkar vín er þetta í Perrierflöskunum. Við erum ekki með nema um 100 vínviðar- plöntur, höfum rétt í 50 lítra af rauðvíni á ári. Fáum næga uppskeru annað hvert ár,“ segir Erla og bætir við að það sé tíma- frekt að rækta vínvið. Erla segir mér að allt í þessu héraði sé með „gastrónómískum“ formerkjum, enda héraðsbúar frægir fyrir matarmenningu. Við sáum að við gætum flutt strax inn. Og ég ákvað að meðan Anna Lóa væri lít- il mundi ég hætta hljóðfærasmíðinni og einbeita mér að því að taka húsið í gegn. Adrian þurfti auðvitað að sjá fyrir fjöl- skyldunni meðan við stóðum í þessu öllu. Við tókum niður loftið í eldhúsinu og fund- um þar undir þessa gömlu fallegu bita í elsta hlutanum af húsinu frá því á 17. öld. Við höfum brotið niður dálítið af veggjum og ekki er allt búið uppi.“ Þetta hús er líka orðið stórkostlegt hjá þeim. Smídar streng jahljóéfæri Vinnustofur beggja eru í útihúsum með sérinngangi. Við göngum út í vinnustofu Erlu, þar sem strengjahljóðfæri hanga uppi og önnur mislangt komin á borðum. „Núna er ég að smíða fiðlur, víólur og selló,“ útskýrir Erla. Ég er búin að smíða tvöfaldan strengjakvartett, þ.e. fjórar fiðl- ur, tvær víólur og tvö selló. Er með seinna sellóið núna. Allri smíði er að ljúka og svo lakka ég fimm hljóðfærin sem ólökkuð eru í sumar. Ég þarf á sólinni að halda til að i CLUNY eru leifar af lengstu klausturkirkju i kristni frá 11. eld, enda mikill ferðamannabær. i gam- alli klausturbyggingu veróur á listahátíó 1998 hl|óófKrasýning, enda góóur hópur hljóófærasmióa ■ héraóinu. ERLA og Adrian meó Lóu eg Inga Björn á pallinum vió húsió, þaóan sem vió blasa ávalar gróskumiklar hæóir. En Bourgegnehéraó er eitt frægasta vin- eg matarhéraó Frakklands. ÓTRÚLE6 GÆFA AÐ LENDA HÉR „Fólk hér er mjög veisluglatt. Við vorum ekki búin að vera í viku þegar allir ná- grannarnir voru búnir að koma. Og svo byrjuðu matarveislunar. Vinahópurinn okkar, hjóðfærasmiðirnir sem hafa sest hér að, er alltaf að bjóða í lúxusmat. Matar- menningin dregur líka ferðamenn að hér- aðinu, svo að við höfum verið að segja að tónlistarhátíðin fyrirhugaða í Cluny 1998 muni líklega enda eins og alltaf á síðustu blaðsíðunni hjá Ástríki' með svignandi veisluborði með krásum fyrir alla.“ Við komum inn í eldhúsið á þessum gamla bóndabæ með sverum viðarbitum í lofti og opið þaðan í stofu og út á pallinn, en stigi með fullum bókahillum meðfram upp á loftið. Ekki var þetta þó svona þeg- ar Erla og Adrian keyptu húsið. Þau hafa tekið til hendi. „Aðalástæða þess að við keyptum þetta hús er að það hentar okkur mjög vel. Og ekki síst hversu ódýrt það var. Hjónin sem hér voru á undan okkur voru að vísu ekki með mikið af skepnum, en foreldrar þeirra voru með kýr og geitur þar sem eldhúsið er nú og áfastri hlöðu lakkið þorni vel. Þá er ég búin með skammtinn sem ég setti mér þegar ég byijaði aftur á nýsmíðinni. Ég var byijuð að smíða heima, en tókst aldrei að ljúka því, enda var svo mikið að gera í viðgerðun- um. Og það gengur ekki ef maður þarf alltaf að vera að hlaupa frá svona verki.“ Átti skuld aó gjalda Á bak við smíði þessara hljóðfæra er skemmtileg saga. „Meðan við vorum heima í seinna sinnið fékk ég upphringingu frá tengdasyni ívars Þórarinssonar, sem gerði við fyrstu fiðluna mína. ívar var dáinn og hann bauð mér að taka verkfærin og við- inn sem hann hafði átt. En svo skemmti- lega vildi til áð ívar hafði haft verkstæði beint á móti okkur á Holtsgötunni, en var hættur og dó um jiað leyti sem við fluttum til Frakklands. I verkstæðinu hans var ofsalega mikið af góðum verkfærum og þarna eignaðist ég nú mikið af fallegum viði, sem varð til þess að mig langaði til að byija á nýsmíði aftur. Klæjaði í fing- uma að gera eitthvað úr þessum fallega viði. Þarna voru nokkur bök og dekk sem ívar var búinn að líma saman og byijaður að skera út og mér fannst alveg ómögu- legt að láta fara svo ég bætti á hliðum og hálsi og lauk við hljóðfærin. Mér fannst ég skulda honum það að ljúka þessu fyrir allan þennan frábæra við og verkfærin, sem tvöfölduðu verkfæraeign mína. Og nú er ég að ljúka skuldinni. Þessi fyrstu hljóð- færi sem hanga hér uppi eru semsé hljóð- INGI Björn sest vió pianóió um leió og hann kemur úr skólanum og jassar af hjartans list. þar sem stássstofan er. Svínastían er hér beint á móti. Fólkið bjó svo uppi á lofti, þar sem við höfum svefnherbergin, baðið og tölvuvædda skrifstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.