Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Engin furða Idagblaði var um daginn slegið upp frétt um íslenska telpu sem hefði skilið eftir tuðruna sína á glámbekk í flugstöð í París og lögregla var að fjarlægja hana, væntanlega til að sprengja hana. Það furðulega var furðutónninn í frásögninni. Nú á tímum hryðju- verka er reynt að bregðast ein- hvern veginn við, ekki síst á al- þjóðaflugvöllum. Og sífellt er verið að augiýsa og áminna fólk í flug- stöðvum um að skilja ekki við sig pakka eða töskur, því ef ekki sé eigandi „áhangandi" verði það umsviflaust eyðilagt. Fólk sem sér pakka á glámbekk er varað við að snerta hann og beðið um láta strax vita. Ég lenti sjálf í þessu á Aþenuflugvelli í haust, þegar ein- hver hafði gleymt tösku á af- greiðsluborði þar sem ég stóð, og umsvifalaust komu öryggisverðir og kunningi lenti í sama á New York-flugvelli. Þetta ættu farar- ófrávíkjaniegar regl- ur veita einmitt ör- yggi og forða manni frá að missa handfar- angrinn sinn. Þama framan við bankann sváfu í hlýjunni af göturist tveir útigangsmenn. Komu sér fyrir á kvöldin með teppin sín og flösk- una. Ekkert var amast við þeim, enda meinlausir. Eitt kvöldið sást annar þeirra bregða sér út á milli bílanna við gangstéttina og ganga öma sinna. Oj, sagði maður. En þeir hafa eflaust hugsað sem svo að ekki munaði mikið um svona lítilræði. Höfðu talsvert til síns máls. Kvölds og morgna streymdi fólk úr hverfinu með hundana sína þama um og skildi eftir sig hunda- skít án þess að hirða hann upp. Og þeir hafa vitað að á hverri nóttu eða morgni mundu hreinsun- arbílarnir fara þama um, spúla götu og gangstétt og ryksugubíl- arnir soga upp skítinn. Það er önnur breyting sem orðið hefur á Gárur eftir Elínu Pálmadóttur stjórar og ferðaskrifstofur auðvit- að að kynna vel fyrir íslensku ferðafólki, sem virðist líta á slíkar varnir fyrir það sem ágengni ef ekki móðgun. Ég er guðs lifandi fegin að allar varúðarráðstafanir era gerðar til að ég verði ekki sprengd í tætlur. Hryðjuverka- mönnunum er nokk sama þó ég sé íslendingur. í hefðbundinni öryggisyfir- heyrslu á flugvellinum í ísrael lenti ég í óvenju ítarlegri spurninga- hrinu, enda vissu þeir auðvitað að ég hafði farið inn í Suður-Líban- on, þar sem Hamas-samtökin skutu daginn þann niður tvo írska friðargæsluliða. Blessuð stúlkan endaði með að segja afsakandi að því miður væri hún skyldug til að gera þetta. Mitt viðbragð var: Blessuð góða, ég er fegin að þið ætlið ekki að hleypa sprengju inn í þessa flugvél sem ég ætla með. Og meinti það. Þá hló hún og slökkti á upptökutækinu. Þetta er ekki út í loftið. {Frakk- landi sér maður nú hve gífurlega hefur alls staðar verið hert á ör- yggisgæslu í Ijósi ástandsins í heiminum. Sama gildir um eig- endalausa pakka og pinkla á göt: um og í neðanjarðarbrautinni. í París hefur orðið að loka öllum raslafötum með lóðuðu jámloki, því þar var gjaman stungið sprengju. Niðri í húsinu þar sem ég bjó við Signu (í lánsvinnustofu sem stjómendur í íran eiga) er banki og rétt á móti almennings- símaklefi. Einn morgun sá ég lög- reglu drífa þar að. Bankamenn höfðu séð eigandalausa stresst- ösku við símaklefann. Þeir sóttu hana ekki heldur hringdu á lög- reglu til að fjarlægja hana. Guði sé lof, því þetta stóra hús, Cité Intemationai des Arts, hefði getað verið í hættu. Þetta eru sjálfsagð- ar öryggisráðstafanir og mikill misskilningur ef þær era ekki vel kynntar fyrir hinum ferðaglöðu íslendingum með þeirri afsökun að ekki eigi að hræða fólk. Svona Parísarborg á seinni áram. Hún er orðin svo hrein. Grænu hreins- unarbílamir frá borginni era alltaf á ferðinni að þrífa. Og flestar gömlu byggingarnar hafa verið þvegnar og hreinsaðar. Nú er ver- ið að taka í gegn Notre Dame- dómkirkjuna, svo að tvær kopar- grænar styttur blöstu við manni í fljóðlýsingunni. Hryðjuverkin og ofbeldið era nú hvarvetna alvöramál, teygja sig jafnvel hingað. Hryðjuverk Hizbullanna í ísrael sem andsvar við jákvæðum friðaramræðum og viðbrögð ísraelsmanna hefðu svo- sem ekki átt að koma á óvart. í haust var ég í Líbanon þar sem eldflaugum rignir nú og einmitt við Baalbeck í Bekadalnum. Las þar á borðum sem Hizbullarnir strengdu yfir veginn heitingar um að útrýma ísrael. Og rökin þeirra, sem ég myndaði: „The message of hisbullah to the world. Islam is the resolution of all problems“ og: „Islam is the religion of humanity and justice. And egalit- arianisme - Hisbullah." Þetta er þeirra heilaga og opinbera trú, sem ekki er farið í grafgötur með. Ofbeldi er líka barn okkar heims. Eldsneyti að hryllilegum atburðum er æ betur að koma í ljós, svo sem í Ameríku. Um miðj- an mars gerðist það sama í Frakk- landi. Ungmenni, 16 og 17 ára, úr hefðbundnum skólum og um- hverfi, skipulögðu morð á jafn- aldra sínum og drápu hann. Ekki svosem af neinu. Af hveiju hann? Af því við þekktum engan annan sem við gátum drepið, sagði stelp- an loks. Hún hafði heillast af mynd Olivers Stones, „Fæddir morðingjar" og var alltaf að sýna hana vinum sínum af myndbandi. Ungmennin þurftu svo Iíka að upplifa það að drepa einhvern. Við hryllinginn og fordæmingu almennings í Frakklandi kippti framleiðandinn myndinni úr öllum kvikmyndahúsum í París. VERALDARVAFSTUR/v/Vo//; lœrdómurinn í loftinu fremur en í öskunum f Sheldmke og M-sriðin DREIFING á skráðum mjólkurflösku- opnunum á Englandi af smáfuglum að því ári, sem merkt er. (Fisher and Hinde 1949.) FYRIR nokkru kom fram ný kenning um náttúrulega þróun, sem er mjög langt frá því, sem við lærðum í gamla skólanum okkar. Það er breski líffræðingurinn Ru- pert Sheldrake, sem setur hana fram undir nafn- inu: Kenning um formræna orsök (the Hypothesis of Formative Caus- ation). Hún býður okkur uppá óefnis- eftir Einar lega skýringu á Þorstein erfðafræði, þróun tegundanna og minnis bæði innan ólífrænna og líf- rænna kerfa. Innihaldið felst í því að morfólóg- ísk eða burðarfræðileg svið (M-svið) séu sá áhrifavaldur, sem leiði til formrænna erfða og þar með þróun- ar tegundanna. Innan lifandi vera opni þetta svið og þýði erfðaefnis- upplýsingarnar innan DNA sam- eindanna um leið og hver frama er mynduð. Hún gætir þess að hver dýrategund sé rétt gerð. í ólífrænu efni eins og í kristöllum brúi M-svið- in bilið milli skammtasviðsins og svo atóma og sameinda efnisins. En ekki nóg með það: Á alheims- vísu gæti það myndað undirstöðu- tíðnina undir upplýsingasamfellu tíma og rýmis! Mannkyn ættu þar með ávallt að vera svipuð útlits, hvar sem er í alheimi. Eftir þessu að dæma breytast lifandi verur því ekki eftir stöðnuð- um lögmálum heldur „man“ M-svið- ið hvaðeina, sem viðkomandi dýra- tegund gerir, ekki síst ef það er endurtekið nógu oft. Það hefur þar með áhrif á viðkomandi dýrateg- und. Gíraffinn er einmitt það dæmi, sem gæti verið sönnun þess, en um hann vora reyndar bæði Darwin og Lamarck sammála. Það er að segja, að ávanar hefðu áhrif á alla þróun. Hins vegar skýrðu þeir ekki hvernig það gerðist. Sheldrake byijaði ekki með þetta heldur tók upp þessa gömlu kenningu og dustaði af henni rykið. Það var William McDougall, þáverandi prófessor við Harvardháskóla, sem kom fram með hana fyrstur á þriðja áratugnum. Henni var þá hafnað vegna þess hve óefniskennd hún var, sem er yfírleitt bannorð í vísindum! Þessi M-svið má skýra þannig að þau séu eins konar teikning eða hönn- unar-forrit efnislegra viðmiðana, lærdómsviðm- iðana og vanabindandi viðmiðana. En þau ná einnig milli tímasviða. Þar með ættum við að búa til raunveruleika okkar með því að „senda út“ og taka við upplýsingum frá M- sviðinu. Eða með öðram orðum: Við mótum með hjálp þess hugsanir og hugmyndir annarra kynslóða! Meðal annars eiga þessi M-svið að geta fært þekkingu milli huga manna og einnig dýra af sömu teg- und. Þegar dýr eða manneskja lær- ir á umhverfi sitt eða nýtt tæki, til dæmis í íþróttum, safnast sú vitn- eskja um leið í M-sviðið og berst þannig til annarra íþróttamanna. Þar á eftir eiga aðrir einstaklingar, ekki bara menn, sömu tegundar mun auðveldara með að læra það sama. Nýjar íþróttagreinar, sem þarf mikla lagni við, eins og til dæmis bylgjureið eða seglbretta- sigling, sem hafa einnig verið nefndar til sögunnar og allt bendir til þess, að hér sé sama fyrirbærið á ferðinni. Um þetta liggja fyrir fjölmargar athuganir. En þó era þær vísinda- legustu bundnar við ranrisóknir á dýrum. Til dæmis má nefna, hvern- ig mýs á einum stað í heiminum unnu vissa forvinnu í að aðlagast erfiðri tækni við að ná i fæðu í atferlisfræðilegri tilraun. Sama teg- und músa annars staðar löngu seinna kunni við byijun næstu til- raunar nákvæmlega jafnmikið og þær fyrstu enduðu með að kunna! Frægt er einnig dæmið með ál- lokin á mjólkurflöskunum í Bret- VISINDI /Hvemig tengjast heilafrumur? Þróun taugatengsla ÞAÐ hefur lengi verið ágrein- ingsefni á meðal vísinda- manna hvort greind og aðrir skyn- tengdir hæfileikar manna og dýra séu arfgengir eða áunnir. í dag hallast flestir að því að í raun byggist greind á hvorutveggja, góðri efnislegri uppistöðu sem byggist á erfðum, og umhverfi, sem stuðlar að þróun mögulegra hæfi- leika. Nýtt framlag til þessarar umræðu kom frá ítölskum vísinda- mönnum sem sýndu fram á að ákveðnar tegundir eggjahvítuefna, svo kölluð NGF efni, geta sam- stillt þróun tengsla á milli tauga- fruma, án þess að þær verði fyrir þeirri skynörvun sem þær seinna eru sérstaklega hæfar til að greina og vinna úr. Á undanförnum árum hefur sú hugmynd verið áhrifamikil á með- al vísindamanna að styrkleiki tengsla á milli taugafruma í heila- berkinum þróist helst við síendur- tekna örvun tengslanna. Á sjötta áratugnum setti bandaríski sál- fræðingurinn Hebb fram þá hug- mynd að þegar tvær tengdar frum- ur örvast fyrir tilstuðlan sama áreitis þá styrkjast tengslin á milli þeirra. Það mynstur tengsla sem myndast á milli tauga- frumanna er því háð þeim skynhrifum sem leiddu til myndunar þeirra. Á nýlegri ráðstefnu í Bandaríkjunum lýstu ítölsku vísindamenn- irnir tilraunum sem sýna fram á að NGF efnið getur stýrt þróun tengsla á milli skyn- fruma á sjónarsvæði heilabarkarins, án stuðnings ytri skyn- hrifa. Tengsl fruma á þessu svæði þróast venjulega fyrir tilst- uðlan sjónhrifa sem frumurnar verða fyrir. Til þess að sýna fram á að það hversu sterk áhrif NGF efnið hefur á þróun frumutengsl- anna gerðu vísinda- mennirnir athuganir á rottum sem eyddu fyrstu ævidögunum í al- gjöru myrkri. Vitað er að undir slíkum kringumstæðum þróast tengslin á milli skynfrumanna venjulega ekki. Rotta sem eytt hefur allri ævinni í myrkri hefur því mjög vanþróað sjónskyn. Þessi staðreynd hefur venjulega verið notuð til að skýra hlutverk sjón- reitis í þróun eðlilegrar sjónar. Vísindamennirnir fundu að ef rottunum var gefinn sterkur skammtur af NGF þá þróuðust tengslin á milli skynfrumanna jafnvel þó þær yrðu ekki fyrir neinu sjónreiti. Litlum plasthylkj- um, sem innihéldu frumur sem framleiddu NGF var komið fyrir í heila sex rotta sem voru einungis 13 daga gamlar. Veggir hylkisins voru þannig að næring gat streymt inn í hylkið til frumanna og eins gat NGF efnið sem þær framleiddu eftir Sverri Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.