Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 7 landi, sem komu fram í kringum 1920. Mjólkurflöskurnar voru þá bornar heim til fólks og skildar eft- ir á tröppunum, ef enginn var heima. Smáfuglinn „Blue Tit“ lærði að kroppa gat á állokið og drekka mjólkina. Kvartanir bárust fljótt en ekkert var gert í málinu annað en skrifa þær niður. Þetta var einkum á árunum 1930 til 1947. Það var þekkt, að þessi smáfugl fór aldrei nema nokkra kílómetra frá hreiðri sínu og var allt árið á sömu slóðum. En þegar kvartanirnar eru kort- lagðar eftir tímabilum, sést hvernig þekkingin á því að kroppa gatið berst út með stigvaxandi hraða frá Englandi og síðan til írlands. Þegar fullnaðarathuganir lágu fyrir voru fuglategundirnar ellefu, sem áttu hér hlut að máli. Alls var tæknin „uppgötvuð" 89 sinnum einstakl- ingsbundið á Englandi en breiddist síðan út frá hverju svæði fyrir sig. Þessi siður smáfuglanna breidd- ist einnig út meðal smáfugla í Dan- mörku, Svíþjóð og Hollandi. Mjólk- urflöskur hurfu þó í stríðinu í Hol- landi en komu aftur í gagnið árið 1947. Fuglarnir, sem lærðu þetta fyrir stríð þar, voru allir dauðir þá, en meiri fylgni er þó einmitt í mjólk- urflöskuárásum í Hollandi eftir stríð en fyrir. Þá eru til dæmi um uppfinning- ar, sem berast til einkaleyfisskrif- stofa víða um heiminn, jafnvel á sama degi eða klukkutíma, og eru ekki aðeins um sömu tæknina held- ur er hluturinn alveg eins. í ein- staka tilfelli eru teikningarnar síð- an líka alveg eins og öll smáatriði, jafnvel eins og staðsetning á teikni- blöðunum! Þetta eru ef til vill ótrú- legar sögur, en þannig er lífið. Hið ótrúlegasta er oftast einmitt sann- leikurinn. Eitt dæmi er þannig stað- fest frá Danmörku þar sem munaði þrem klukkutímum að einkaleyfi þar var hafnað, þar sem annað al- veg eins hafði verið lagt inn í Hol- landi sem nam því fyrr! Það mætti ef til vill bæta örlitlu við kenningu Sheldrakes og segja að við sköpum það sem við erum i dag með endurómun gamalla ávana okkar í gegnum M-svið. Er það þá skýringin á syndum feðr- anna? streymt út úr hylkinu til frumanna í heilaberkinum. Til samanburðar voru aðrar sex jafngamlar rottur hafðar með og allar rotturnar tólf geymdar í myrkri í 25 daga. í lok þessa tíma gerðu vísinda- mennirnir umfangsmiklar athug- anir á sjóngetu rottanna. í ljós kom að þær rottur sem höfðu feng- ið auka inngjöf af NGF höfðu sjón sem var jafn góð og hjá rottum sem höfðu alist upp undir venju- legum kringumstæðum. Rotturnar sem fengu ekkert auka NGF sáu hinsvegar engu betur en nýfæddar rottur. NGF er ekki nýtt efni. Vísinda- mönnum hefur lengi verið ljóst að efnið hefur áhrif á lifun nokkurra fruma í heilaberkinum. í því til- felli er hins vegar um að ræða bein áhrif á frumurnar sjálfar frekar en á tengslin á milli þeirra. Enn er margt óljóst um það hvern- ig NGF hefur áhrif á frumutengsl- in. Vísindamennirnir hafa til dæm- is leitað eftir NGF efnanemum á yfirborði fruma í heilaberkinum, en án árangurs. Þeir fundu hins- vegar efnanema fyrir skylt efni sem nefnist NT-4. Því er enn óljóst hvernig NGF tekst að örva frum- urnar og tengslin á milli þeirra þó trúlegt sé að skýringin tengist skyldleikanum á milli NGF og NT-4 efnanna. MANNLIFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDI/ Hverjar eru orsakir hinnar miklu aukningar húbkrahbameina? Húðkrabbamein AUKNING á tíðni húðkrabbameins er svo mikil á undanförnum áratugum að henni hefur verið líkt við faraldur. Á Bretlandseyjum hefur tíðni húð- krabbameins meira en þrefaldast á sl. 15 árum og í Bandaríkjunum gera menn ráð fyrir að annar hver einstaklingur fái húðkrabbamein fyrir 85 ára aldur. Það sem virðist skipta mestu máli er sólböð og ljósaböð fyrir tvítugsaldur, er setja af stað frumubreytingar sem síðan koma fram sem húðkrabbamein 30-60 árum síðar. Hér skiptir miklu að lífskjör fólks á Vesturlöndum hafa breyst mjög á síðustu 50 árum en það hefur aukið frístundir og möguleika á sól- og ljósaböðum. Einnig skiptir máli að klæða- burður fólks hefur breyst á þann veg að sólarljósið nær til stærri hluta líkamans en áður þekktist. Einnig koma við sögu erfðir og eflaust fleiri þættir sem við skiljum ekki ennþá. - Í Ástralíu ertíðni húðkrabbameins einna hæst í heiminum og þar er farið að gera ráðstafanir til að minnka hættuna á þessum sjúkdómi; eitt af því sem gert er víða er að banna skólabörnum að leika sér í sólinni nema vera með síðar ermar og sólhatt. HÚÐKRABBAMEIN er af fjór- um aðaltegundum, algengast er grunnfrumukrabbamein en síð- an koma flöguþekjukrabbamein, sortuæxli og Kaposi-sarkmein. Mikilvægt er að sem flestir hafi hugmynd um hvernig þessi æxli líta út til að fólk geti leitað til læknis í tæka tíð. Grunnfrumu- krabbamein (ba- sal cell carcinoma) geta verið af nokkrum undir- flokkum og sama lýsingin á ekki við þá alla, þau eru oftast fáeinir mm að stærð þegar eftir þeim er tekið. Þau geta verið flöt, rauð, hrukkótt, hreistrug og með örs- máum sárum eða þau geta byijað sem lítil kúla eða bóla sem ekki hverfur og stundum blæðir úr eða eftir Mognús Jóhonnsson þau geta verið flöt og hvít eða gul vegna bandvefsmyndunar. Grunnfrumu- krabbamein geta líka verið einhvers konar blanda af þessu en þau hafa alltaf tilhneigingu til að mynda sár sem blæðir úr og þau geta minnkað og stækkað svo aftur. Þessi krabba- mein dreifa sér yfirleitt ekki með meinvörpum en þau eru hættuleg ef þau ná að vaxa inn í undirliggj- andi vefi eins og t.d. hauskúpu. Meðferð er fólgin í því að fjar- Iægja æxlið og nánasta umhverfi þess en þessi krabbamein hafa vissa tilhneigingu til að taka sig upp aftur á sama stað. Flöguþekjukrabbamein (squam- ous cell carcinoma) er næst algeng- asta tegund húðkrabbameina. Tæplega 1% af þeim sem fá sjúk- dóminn deyja af hans völdum og þó svo að þessi tala kunni að virð- ast lág, kemur á móti að fjöldi þeirra sem fá þessa krabbameins- tegund er mikill. Þetta krabbamein lýsir sér oftast sem þykkni eða útvöxtur (æxli), stærðin getur ver- ið frá örfáum mm upp í nokkra cm, æxlið getur valdið roða og ertingu og það er oft hreistrað og viðkvæmt og við hnjask getur auð- veldlega blætt úr því. Meira en helmingur þessara æxla eru á höfði eða hálsi en hin eru dreifð um önnur líkamssvæði sem eru útsett fyrir sólarljósi. Þessi æxli geta dreift sér um líkamann en ef þau eru fjarlægð með skurðaðgerð ásamt nærliggjandi veíjum fá 90% sjúklinganna varanlegan bata eftir fyrstu aðgerð. Sortuæxli (melanoma) eru sjald- gæfari en jafnframt mun hættu- legri en þær tegundir húðkrabba- meins sem lýst hefur verið. Tíðni sortuæxla vex einna hraðast allra krabbameina á Vesturlöndum og þessi tegund húðkrabbameins er orðin verulegt heilbrigðisvanda- mál. Talið er að rekja megi flest sortuæxli til útfjólublás ljóss frá sólinni eða ljósalömpum en einnig virðist vera nokkuð sterkur erfða- þáttur til staðar. Sortuæxli eru sjaldgæf undir 14 ára aldri en verða síðan sífellt algengari með hækkandi aldri. Um helmingur sortuæxla myndast úr fæðingar- bletti eða freknu en hinir koma þar sem ekkert slíkt var fyrir. Mörg sortuæxli greinast meðan þau eru mjög lítil, oft minni en 1 mm, og eru þá batahorfur góðar. Nokkur atriði einkenna útlit þess- ara æxla, þau sem skipta mestu máli er stækkandi blettur með óreglulega lögun og tenntar brún- ir, margvíslegir litir (brúnt, svart, blátt og bleikt) sem taka breyting- um, smávegis roði og hrúðurmynd- un með blæðingum af og til. Sortu- æxli eru ekki upphleypt í byijun en verða það stundum þegar þau stækka. Þessi lýsing getur hjálpað við greiningu á flestum sortuæxl- um en ekki má gleyma því að sum sortuæxli passa ekki allskostar við lýsinguna. Mestu máli skiptir að greina þessi æxli nógu snemma og íjarlægja þau ásamt svæðinu umhverfis. Þegar þessi æxli ná að dreifa sér finnast fyrst meinvörp í nálægum eitlum og þess vegna eru slíkir eitlar fjarlægðir ef þeir eru stækkaðir. Kaposi-sarkmein er sjaldgæf tegund húðkrabbameins sem hefur fengið aukið vægi á síðari árum vegna þess að það er stundum fylgikvilli alnæmis. Y06A STU Dh Jóga gegn kvíða \ 2.-28. maí, þri. &fim. kl. 20.00-22.15 (7 stypti). Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga i gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lifsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennari. Jóga á meðgöngu Jóga fyrir konur á meðgöngu 23. apríl, þri. & fim. kl. 18.30-19.45 (8 skipti). Grunnnámskeið ijóga 30. apríl, þri. - fim. kl. 20.00—21.30 (8 skipti). Leiðb.: Anna Dóra Hermannsdóttir. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 51 I 3100. ^ MALVERKA- UPPBOÐ Á HÓTEL SÖGU ÍKVÖLDKL. 20.30. VERKIN SÝND ÍDAG12-18. ANTIKVERSL UNIN OPIN Á SAMA TÍMA. BORG vió INGÓLFSTORG SÍMI552 4211 imdrÉdldmnýsendiiigk 79Q,~ Stí. 34-38 Ltör.svart/hvítt PcfSUílŒ 1 490 - Herrdboxerk 290,- jjmjoggj[iggdIIdrk 1.890,- f Full búó afnýjum og spennandi vörunt < frábæru verði i Sendum ípóstkröfu. Glæsibæ, simi 588 5575. Opiðkl. 11-18 virkadaga. Opið kl. 11—14 laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.