Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 15 • Blásturssveitin ielkur stórt hlytverk í myndinni og tóniistln heldur uppi stanslausu fjörl í þrjá klukkutíma. SAMSTARFSMENN Emirs Kusturicas í Neðanjarðar eru sem fyrr flestir frá heimalandi hans, enda þótt myndin sé að mestu fjármögnuð með frönskum frönkum. Þrír máttastólpar við gerð myndarinnar hafa unnið með Kusturica í síðustu tveimur mynd- um, Tíma sígaunanna (1989) og Arisona- draumnum (1993). Milj- en ,Kreka“ Kljakovic hannar leikmyndina, sem er afar flókin og meistarastykki í sjálfu sér. Hann er nú orðinn eftirsóttur víða í Evr- ópu. Kvikmyndatöku- maður er sem fyrr Vilko Filac, en mest áhrif á myndina hefur þó óneit- anlega Goran Bregovic, höfundur tónlistar, sem er rauður þráður í gegnum alla myndina og leikur í raun eitt aðalhlutverkanna. Tónlistin er undir sterkum áhrifum sígauna, en höfundurinn segir sígaunatónlist hina einu sönnu þjóðlagatónlist Balkanskagans. Sjálfur hafði hann samt lítið fengist við þjóðlagatónlist áður en Kusturica fékk hann til að semja kvikmyndatónlist við Tíma sígaunanna árið 1989. Bregovic þessi er, einsog Kusturica sjálfur, frá Sarajevó og var einn helsti rokktónlistarmaður landsins á fyrri hluta ferils síns. Einsog fram kemur annars staðar á síðunni er Kusturica eitilharð- Goran Bregovic ur rokkari. Af þeim sökum hafði hann mikla trú á Bregovic, þótt sá síðarnefndi hefði ekki haft neina þekkingu á kvikmyndatónl- ist. Hann er til að mynda rétt nýbúinn að uppgötva tónlistina í Þriðja manninum! Bregovic stóðst prófið fullkomlega í Tíma sígaunanna og er tónlistin úr myndinni orðin nauðsynlegur hluti af safni þeirra sem hafa áhuga á kvikmyndatónlist. Sterkra áhrifa frá rokkinu mátti svo heyra í bland við þjóðlagatónlist í myndinni Arizona Dream, þarsem Iggy Pop söng undir föstum takti og lúðrablæstri Bregovic. Tónlistin í Neðanjarðar slær þó öll hans fyrri verk út og er fimmta hjólið undir öflugri neðanjarðarlest. ■■■■■■>■•............................................. en engu að síður verður útkoman oft einhver mínímalismi, og það þoli ég alls ekki. Ég reyni að ganga fram af mönnum, einsog Malcolm McLaren gerði á tónleikum Sex Pistols, þegar einn náungi öskraði „Hver drap Bamba?“ 15 milljón sinnum." Svo má sjá fingraför Fellinis í ýmsum atriðum hjá þér. „Já, já, allan tímann, og þarna er líka slatti af Marx-bræðrum og Lubitseh, sem gefur slav- neskt yfirbragð. Ég er hinn mikli þjófur kvik- myndanna og geng um kvikmyndasöguna ein- sog antíkverslun með það fyrir augum að skoða ___________ sem mest og kaupa það besta. Með þessu móti getur maður líka upplifað ýmislegt, sem ekki væri hægt í raunveruleikanum. Til dæmis myndi ég aldrei þora að festa rauðu rósina í rassskorunni á feitu hórunni, einsog Marko ger- ir í upphafi myndarinnar." Varla er það nú ástæðan fyrir því að þú vitnar í kvikmyndasög- una? „Mitt helsta tæki er kvik- myndasagan. Ég dái myndir frá fimmta og sjötta áratugnum og horfi á þær aftur og aftur með dóttur minni. John Ford, Raoul Walsh, Orson Welles, þetta eru allt snillingar, en þó hefur enginn haft jafn mikil áhrif á mig og Visconti, en myjidir hans minna helst á óperur, þótt þær hafi ekk- ert með söng a.ð gera. Rétt áður en ég kom til Cannes horfði ég aftur á Rocco .og bræður hans og gat ekki sofið í tvo sólarhringa á eftir. Ef einhver kvikmyndaleik- stjóri stendur jafnfætis Dostojevskíj, þá er það Visconti." Það kom mörgum á óvart að 4.000 lík, en daginn eftir voru allir bún- ir að gleyma þeim. leikarar myndarinnar skyldu ekki hljóta verðlaun á hátíðinni í Can- nes, þarsem áköf keyrsla og sterk persónusköpun er helsti styrkur myndarinnar. Hvar fannstu þessa leikara? „Miki Manojlovic (Marko) og Miijana Jokovic (Natalia) eru kunnir sviðsleikarar, en Lazar Ristovski (Blacky) hefur allt annan bakgrunn. Hann er Svartfellingur og er alveg jafn geggjaður í raun- veruleikanum og í per- sóna hans í myndinni. Lazar var á útopnu allan tökutímann og slasaði sig 25 sinnum, en hafa verður í huga að Svart- fellingar eru ekki einsog fólk er flest. Þjóðveijar náðu aldrei tökum á Svartfjalla- landi í stríðinu og þeim hefði aldr- ei tekist það. Ef þú segir 15 leigu- bílstjórum í Svartfjallalandi að fara og ráðast inní Slóveníu, er alveg víst að þeir fara einsog skot og mæður þeirra segja við þá: „Láttu þér ekki detta til hugar að koma hingað aftur fyrr.en ykkur hefur tekist að hertaka Slóveníu!" Blóð Svartfellinga er greinilega öðruvísi en okkar hinna.“ Lokaatriði myndarinnar kemur nokkuð á óvart. Ertu að kveðja Júgoslavíu fyrir fullt og allt? „Nei, ég er sannfærður um að sagan er ekki öll sögð enn. Það vo'ru aðeins fáeinir einstaklingar sem hófu þetta stríð með það fyrir augum að endurheimta lönd og endurvekja þjóðernishyggju. Vissulega loga ákveðin svæði af illdeilum, en sjálfur hef ég aðeins eitt markmið, sem er að sleppa lif- andi. Ekkert land og engin þjóð er svo merkileg að geta krafist þess að maður láti lífið fyrir föður- landið.“ 1. Flokkur Dagar: 31. maí ■ 6. júní Aidur: 9 -11 ára (85-87) Lengd: 6 dagar Verð: kr. 12.900 5. Flokkur Dagar: 1. júlí -10. júlí Aldur: 12 - 13 ára (83-84) Lengd: 9 dagar Verð: kr. 18.900 9. Unglingaflokkur Dagar: 6. ág. -14. ág. Aldur: 14 - 17 ára (79-82) Lengd: 8 dagar Verð: kr. 16.900 Unglingaflokkur er bæði fyrir pilta og stúlkur 13. mmmmmmm Karlaflokkur Dagar: 5. sept. - 8. sept. Aldur: 17 - 99 ára Lengd: 3 dagar Verð: kr. 7.000 2. Flokkur Dagar: 6. júní -13. júní Aldur: 9 -10 ára (86-87) Lengd: 7 dagar Verð: kr. 14.900 6. Flokkur Dagar: 10. júli -18. júlí Aldur: 10 - 12 ára (84-86) Lengd: 8 dagar Verð: kr. 16.900 10. Flokkur Dagar: 14. ág. - 22. ág. Aldur: 10 -13 ára (83-86) Lengd: 8 dagar Verð: kr. 16.900 3. Flokkur Dagar: 13. júní - 20. júní Aldur: 10 -12 ára (84-86) Lengd: 7 dagar Verð: kr. 14.900 7. Flokkur Dagar: 18. júlí - 25. júlí Aldur: 10 - 11 ára (85-86) Lengd: 7 dagar Verð: kr. 14.900 11. Iþróttaflokkur Dagar: 22. ág. - 30. ág. Aldur: 9 - 12 ára (84-87) Lengd: 8 dagar Verð: kr. 16.900 4. Flokkur Dagar: 20. júní - 28. júní Aldur: 11 -13 ára (83-85) Lengd: 8 dagar Verð: kr. 16.900 8. Ævintýraflokkur Dagar: 25. júlí -1. ág. Aldur: 12 - 14 ára (82-84) Lengd: 7 dagar Verð: kr. 14.900 12. Feðgahelgi Dagar: 30. ág. -1. sept. Aldur: 7-99 ára Lengd: 2 dagar Verð: kr. 4.100 Rútur: Rútugjald bætjst við dvalargjaldið. Fjöldi: í hvern flolðr komast rnest 95 drengir. Skránina: Skránino hefst 22. abríl kl. 8:00 í húsi KFUM og KFUK víð Hoitaveg. TeKið er.við skráningum í símum 588-8899 og 588-1999. EinniQ í bréfsíma 588-8840. Skráningargjald er 3000 kr. og er óafturkræft en dregst frá dvalargjaldi, Veittur er 10% afsláttur fyrir systkini sem fara (súmarbúðir KFUM og KFUK. Skráning hefst í aðrar sumarbúðir KFUM og KFUK 24. apríl. ~ oMV o + m Ri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.