Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 25 wp flkTVHNNl P RAFVIRKI ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI í Reykjavík óskar eftir að ráða rafvirkja í tæknideild fyrirtækisins. RAFVIRKINN mun annast uppsetningu á búnaði hjá viðskiptavinum fyrirtækisins ásamt því að sinna viðhaldsþjónustu. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með ofangreinda menntun. Áhersla er lögð á nákvæmni í vinnubrögðum, samviskusemi og lipurð í mannlegum samskiptum. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 29. apríl n.k. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kI.10-16, en viðtalstímar eru frá kI.10-13. ST RA Starfsráðningar ehf Mörkinni 3 ■ Í08 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Cudný Harðardóttir GRANDI HF Verkstjóri Norðurgarður Grandi hf. óskar eftir að ráða verkstjóra til þess að hafa umsjón með daglegri vinnslu frystihússins í Norðurgarði. Starfið felur í sér skipulag og umsjón með vinnslu frá móttöku til frystiklefa. Við leitum að duglegum verkstjóra með góða reynslu á sviði fiskvinnslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi rekstrarfræðilega menntun eða menntun á sviði fiskvinnslu. Öllum fyrirspurnum ber að beina til Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Verkstjóri 186“ fyrir 27. apríl nk. ■ ■ LAUS STORF ► Kerfisfræðingum I - Riturum e. hádegi I:'.. ► Verksmiðjufólki ► Rafeindarvirkjum ► Sölumönnum L ► Verkakonum ► Bifvélavirkjum ► Verslunarfólki 1 - Matráðskonum m VINSAMLEGAST SÆKIÐ UM Á EYÐUBLÖÐUM SEM LIGGJA FRAMMI Á ! ;krifstofu okkar sem fyrst ERUM ÞESSA DAGANA AÐ RÁÐA í FJÖLDA STARFA OG LEITUM AÐ HÆFU STARFSFÓLKI. hAbkóunn A AKUREYRI Á rannsóknastofu Háskólans á Ak- ureyri er laus staða til umsóknar. Starfið felur í sér umsjón með efnafræði- stofu, efnalager og rannsóknatækjum. Vænt- anlegur starfsmaður mun einnig aðstoða við efnafræðikennslu og við rannsóknavinnu. Meinatækni eða önnur sambærileg menntun æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður sjávarútvegsdeildar í símum 463 0953 og 463 0900. Umsóknir um stöðuna skulu hafa borist Há- skólanum á Akureyri fyrir 20. maí 1996. Háskólinn á Akureyri. Leikskólinn Kátakot á Kjalarnesi auglýsir eftir leikskólakennurum og ófag- lærðu starfsfólki. Umsóknarfrestur er til 6. maí nk. Kátakot er 10 ára gamall leikskóli sem hefur byggst upp í samræmi við eftirspurn eftir þjónustunni. Nú erum við að endurskipu- leggja starfsemina og þurfum hresst og skapandi fólk til að taka þátt í því. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri á staðnum og í síma 566-6039 virka daga kl. 9.00-12.00. Sveitarstjóri Kjalarneshrepps. Lausar eru til um- sóknar þrjár stöður forstöðumanna sviða á skrifstofu skólamála í Reykjavík - Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 8. mars 1995 munu grunnskólar heyra undir sveitarfélögin frá og með 1. ágúst 1996. í Reykjavík verður sett á stofn ný skrifstofa skólamála. Þar verður yfirstjórn menntamála á vegum Reykjavíkurborgar. Skrifstofan verð- ur til húsa í Miðbæjarskólanum og mun hún skiptast í þrjú svið: Þjónustusvið, þróunar- svið og rekstrarsvið. Auglýst eru til umsóknar störf forstöðu- manna þjónustusviðs, þróunarsviðs og rekstrarsviðs. Forstöðumaður þjónustusviðs Á þjónustusviði fer fram fagleg þjónusta við skólastjóra, kennara eða aðra starfsmenn skóla, nemendur og aðstandendur þeirra. Þessi þjónusta felur m.a. í sér kennsluráð- gjöf vegna bekkjarkennslu, sérkennslu, námsmats og námsefnis, sálfræðiþjónustu, leiðsögn um nýbreytnistarf og mat á skóla- starfi, umsjón með símenntun kennara í sam- vinnu við kennaramenntunarstofnanir og leiðsögn um foreldrasamstarf. Hlutverk yfirmanns þjónustusviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu þjónustusviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi þjónustusviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Kennaramenntun, æskilegt að viðkom- andi hafi viðbótarmenntun á einhverju sviði kennslumála, eða sálfræðimenntun. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum og góð yfirsýn yfir daglegt skólastarf. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn þjónustusviðs. Forstöðumaður þróunarsviðs Á þróunarsviði fer fram upplýsingaöflun um skólastarf í Reykjavík, regluleg útttekt á fram- kvæmd grunnskólalaga í borginni, kerfis- bundnar athuganir, áætlanagerð til skemmri og lengri tíma um starfsemi skóla og ráðgjöf á þessu sviði. Á þróunarsviði verður gagna- banki um skólastarf og upplýsingamiðlun. Verkefni yfirmanns þróunarsviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu þróunarsviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi þróunarsviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Hæfni og reynsla í að skipuleggja og vinna úr tölfræðilegum gögnum og reynsla af rannsóknavinnu. • Háskólamenntun á sviði uppeldis- og/eða félagsvísinda. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn þróunarsviðs. Forstöðumaður rekstrarsviðs Á rekstrarsviði fer fram gerð fjárhagsáætlana fyrir grunnskóla í Reykjavík og aðrar stofnan- ir sem heyra undir fræðslumiðstöð; fjármála- eftirlit, umsjón starfsmannamála skólanna, rekstur og eftirlit með skólabyggingum og búnaði (þ.m.t. tölvukostur skóla). Verkefni yfirmanns rekstarsviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu rekstrarsviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi rekstrarsviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Háskólapróf í hagfræði- eða viðskipta- fræði eða sambærileg menntun. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn rekstrarsviðs. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Æskilegt er að ofannefndir forstöðumenn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra menn- ingar-, uppeldis- og félagsmála á skrifstofu borgarstjóra. Borgarstjórinn íReykjavík, 11. apríl 1996. Rétt er aS vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgar- innar, stofnana hennar og fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.