Morgunblaðið - 21.04.1996, Page 4

Morgunblaðið - 21.04.1996, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR þau rif u loftió i „f jósinu" til aó innrétta eldhús kemu i Ijós þessir fallegu bitar fró 17. öld. hlusta á þá. Þegar einhver kemur til að prófa, tek ég fram bókina mína „lista- menn“ og skrái hvað þeim finnst. Þannig fór ég heim til íslands með hljóðfæri um síðustu jól, fékk vini mína til að spila á þau og skrifaði niður. Síðan kem ég heim með listann minn og breyti. Það er allt annað að heyra aðra spila en sjálfan sig. Svo er auðvitað munur á kaupendum, til dæmis þeim sem spila sér til ánægju og þeim sem spila sér til lífsviðurværis. Þessi vinnubrögð hefi ég lært af Adrian. Hann hefur frá upphafi verið svo duglegur að fara í skólana og fá svör hjá nemendunum um hvað þeim finnst um hljóðfærin hans.“ Rannsóknir ó gömlum flautum Adrian er önnum kafinn í sinni vinnu- stofu þegar við lítum þar inn. Þarna eru flautur af öllum gerðum, stórar og smáar. Hjá honum er þó aldrei neinn lager því beðið er eftir hverju pöntuðu hljóðfæri og sem fyrr segir er biðtíminn nú um fimm ár. Ekki kveðst hann þó vera búinn að loka fyrir. Úr því fólk vilji panta með svo löngum biðtíma, þá hafi hann ekki á móti því. Hann kveðst þó ekki geta unnið hrað- ar. Ekki getur hann haft hjálparmenn. Það er ekki hægt með svona gæðagripi. Fólk pantar þá af því að það er hann sem smíð- ar en ekki einhver annar. Hann smíðar blokkflautur úr tré. Ekki þó fyrir skóiafólk heldur fagfólk í Evrópu- löndum og Ameríku. Hann kveðst líka eiga nokkra viðskiptavini í Japan, Brasilíu og víðar. „Flautufjölskyldan er lítil fjölskylda, en hún er mjög alþjóðleg,“ segir hann. Flauturnar hans skiptast í tvær gerðir. Annars vegar þessar venjulegu sólóflautur fyrir einstaklinga. Hins vegar þessi stóru sett frá endurreisnartímanum, sem allir þekkja frá 18. öld, eins og hann orðar það. „Gullöld blokkflautunnar var þó 16. öld- in. Þá var þessi tónlist kórtónlist og maður spilaði aldrei á eitt hljóðfæri heldur í kvart- ett, sextett o.s.frv. í langan tíma var helsta hugmyndin að smíða hljóðfæri til að líkja eftir röddinni. Nú hefur orðið nývakning á þessari tónlist með gömlu hljóðfærunum og þau eru að koma inn aftur.“ Þótt ekki safnist á lager er þó býsna marga gripi að sjá í vinnustofunni. Adrian kveðst vera að smíða tvö sett núna. Annað er fyrir tónlistarháskólann í Vínarborg í Austurríki, 12 flautur. Hitt er fyrir tríó í Zúrich í Sviss, 13 flautur. Þetta eru þessi stóru renesans-sett, þar sem smíðuð er og keypt heil samstæð fjölskylda hljóðfæra. Adrian segir mér að mikill hluti af sínu starfi sé rannsóknavinna og það geri það einmitt svo spennandi. „Ég hefi farið í fjöl- mörg söfn víðs vegar um Evrópu til að skoða flautur, taka mál og teikna upp. Líka að skoða gamlar myndir og lesa gaml- ar bækur til að skilja hvernig þessar flaut- ur voru notaðar og til hvers.“ Það sem sé svo skemmtilegt við þennan þátt flautu- verkefnisins sé að við þekkjum líklega ekki nema 30% af flutningshefðunum, hvernig var spilað og túlkað. „Núna er kannski ein hefð við lýði, sem allir þekkja og rjúka til að nota. En gömlu músíkinni er maður alltaf að breyta og reyna við hana upp á nýtt. Þegar ég var að byrja þá hafði fólk allt aðrar hugmynd- ir um tón og hljóm. Þetta hefur breyst af því að fólk eins og ég hefur leitað í söfn- in, lesið sér til og rætt við fólk. Fyrir mig er þetta ákaflega spennandi viðfangsefni. Um fiðlurnar og notkun þeirra er miklu meira vitað. Strax í upphafi voru skrifaðar bækur um hljóðfærin og hvemig átti að spila á þau. Hefðirnar eru þekktar. í fiðlum er talað um lit og fallegan við. Um flauturn- ar ekki neitt. Aðeins talað um hljóminn, ekkert annað.“ Adrian kveðst aldrei hafa ætlað að hafa atvinnu af að smíða flautur, enda var hann miklu lagnari við smíði í málm en tré. Áður en hann fór í skólann í London spil- aði hann á gítar og harmónikku. Hann ætlaði helst að snúa sér að óbóinu og byij- aði á blokkflautunni eins og flestir aðrir. En hann bara festist þar. Hún heillaði hann. Þegar hann kom til íslands fór hann í flaututíma hjá Camillu Söderberg. Þrettón flautu sett í vikunni eftir heimsókn blaðamanns var von á hljóðfæraleikurunum frá Sviss til að sækja flauturnar sínar þrettán. Þeir voru búnir að koma tvisvar sinnum meðan á smíðinni stóð og prófa. Þeir hafa yfirleitt eitthvert val. Adrian reynir að hafa fleiri flautur til að velja á milli og er duglegur við að hlusta. Þegar um svona stórt flautu- Óf RÚLEG GÆFA A0 LENDA HÉR sett og dýrt er að ræða, um tvær milljónir króna, verður hljóðfæraleikarinn að vera ánægður. í vikunni þar á eftir var voíl á hljóðfæraleikara, sem ætlaði að koma fljúgandi til að sækja eitt sett. Og í þriðju vikunni höfðu boðað komu sína frá Hann- over í Þýskalandi þrír menn. „Þetta virðist mjög í alfaraleið og hingað koma margir. Stundum langt að,“ segir Erla. Hennar eigin viðskiptavinir búa í nálægari borgum í Frakklandi og þá ekk- ert stórmál fyrir þá að koma. Það finnst þeim mesti munurinn við að búa þarna. Þau þurfa ekki að fara svo mikið sjálf leng- ur. Meðan Adrian var á Islandi fór hann utan þrisvar á ári með flautur á sýningar og slíkt og var í burtu 3 mánuði af árinu. Nú fara þau mest sér til ánægju. Ætluðu að fara á ráðstefnu um þessi mál til Amer- íku í maí, og móðir Adrians þá að koma frá Englandi og vera hjá börnunum. Það skipti miklu máli þegar þau völdu þennan samastað að stutt er í pósthús og svo fara öll samskipti út um heim nú fram gegnum tölvur og fax. Góéur hópur hlióófeerasmióa Annað skiptir máli og léttir lífið. Þarna í nánd hefur verið að setja sig niður hópur hljóðfærasmiða. Þar á meðal maður, Pasc- al Cranga, sem er sérhæfður í að selja við í hljóðfæri út um heim og sér nágrönnum sínum fyrir viði. Hann er því aðdráttarafl fyrir hljóðfærasmiði. Sjálfur smíðar hann líka lírukassa. Á litlu svæði í nágrenninu er einn píanósmiður, annar smíðar gömlu píanóin, fortepíanó, Adrian smíðar flautur, Erla strokhljóðfæri. Þetta er mjög góður kjarni, sem hefur orðið til þess að tveir ERLA hefur lokió skuldinni, sem henni fannst hún eiga ivari Þór- arinssyni aó gjalda, eg hljóó- fœrin hanga fullbúin uppi i vinnustof u hennar. aðrir eru að kaupa sér og gera upp hús í nánd, sembalsmiður og harmonikkusmiður. Hópurinn stækkar því ört. Adrian og Erla segja að mjög góður andi ríki í hópnum. Þau skreppi hvert til annars til að fá lánuð verkfæri og slíkt. Og þau umgangist mik- ið. „Við erum veisluglöð eins og allir hér í héraði og hvert tækifæri er notað til að slá upp veislu með góðum mat og víni.“ Ég hafði séð kynningarbækling um þessa hljóðfærasmiði, sem menningarmála- ráðuneyti Frakka hafði látið gera. Ráðu- neytið stóð þá fyrir „opnu húsi“ út um allt Frakkland og þarna var aðaláherslan lögð á hljóðfærasmíði. Stöðugur straumur fólks var í vinnustofurnar þessa helgi sem kynningin stóð. Komu um 300 manns á dag. Listahótíó i Cluny Þessi hópur er að byija að búa sig und- ir fyrirhugaða listahátíð í Cluny sumarið 1998 og standa þá að hljóðfærasýningu. Cluny, sem er í 10 km fjarlægð, er einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum Frakka. Fólk kemur til að skoða þessa gömlu borg og klausturrústirnar. Cluny- hreyfingin var umbótasinnuð klaustur- regla, sem kom fram eftir stofnun Bene- diktsklausturs árið 910 í þessum bæ. Mik- il áhersla var lögð á aga og sjálfstæði kirkj- unnar. Hér var Þorlákur helgi undir áhrif- um Clunyhreyfingarinnar í kröfugerð sinni um kirkjueignir. Reglunni hnignaði mjög á seinni öldum og Clunyklaustrið var lagt niður á 18. öld. En í Cluny eru leifar klaust- urkirkjunnar, sem reist var 1088-1130 og var lengsta kirkja í kristni, 187 m á lengd. Hún var rifin eftir 1790, en eftir stendur syðsti hluti þverskipsins og tveir turnarnir. Má mjög vel sjá marka fyrir kirkjunni og í bænum er mikið af gömlum rómverskum byggingum. Þarna í Cluny er háskóli og þar er ætlunin að sýningin á hljóðfærunum verði í gamla klaustrinu, sem nú er notað undir háskólann. Á listahátíðina koma hljóðfæraleikarar, fyrirlesarar og efnt verður til námskeiða bæði í tónlist og í sambandi við hljóðfærasmíðar. Öfundsvert lif Nú eru krakkarnir komnir heim úr skól- anum um fjögurleytið og Ingi Björn, sem er 10 ára gamall, spilar fyrir gestinn dil- landi jass á píanóið. Hann hafði lent hjá ströngum og leiðinlegum píanókennara í tónlistarskólanum í Cluny, svo hann fékk að skipta yfir til jasspíanókennara og tók þá aldeilis við sér. Það er yndislegt að heyra hann jassa. Anna Lóa, sem er sjö ára, er í dans- skóla. Hún er í skólanum þarna í Bergess- erin, en Ingi Björn í nágrannaþorpinu Mazille. Þarna eru þrjú þorp saman um samhangandi skólakerfi, þannig að leik- skólinn er í einu þorpi, fyrsti og annar bekkur í öðru og fjórði og fimmti bekkur í þriðja þorpinu. Skólabíll sækir börnin og ekur þeim á milli og mat er hægt að fá í skólanum. Eftir þetta nám fara öll börnin til Cluny og annar skólabíll flytur þau þangað. Þar geta þau verið alveg áfram í menntaskóla og háskóla. Cluny er minnsti háskólabær í Frakklandi, sem gerir þennan fornfræga bæ að líflegum nútímabæ. Þar er líka tónlistarskóli. „Svo við höfum allt til alls hérna til frambúðar,“ segir Erla. Allt skólakerfið, allt frá þriggja ára aldri, er skipulagt samfellt í Frakklandi. Og þannig er því komið fyrir í þessu samfé- lagi bæja og þorpa. Á þessu heimili er hægt að halda uppi samræðum á tveimur til þremur tungumál- um og vefst ekkert fyrir krökkunum. Þau svara á því máli sem þau eru ávörpuð. Erla og Adrian tala eðlilega saman ensku. Börnin tala frönsku í skólanum. Adrian talar við þau ensku og Erla íslensku. Þau fara að jafnaði heim til íslands einu sinni á ári og enn er í deiglunni hvort leyfa eigi Inga Birni að fara einum í sumar heim til afa og ömmu, Jónasar Eysteinssonar kenn- ara og Guðrúnar Vilborgar Guðmundsdótt- ur. Hvort sem af verður er von á þeim til Frakklands seinna í sumar. Það hjálpar auðvitað að halda öllum tungumálunum í notkun að Adrian bjó á íslandi og íslensk- an hans helst við þar eð hann heyrir hana talaða allan daginn. Fjölskyldan unir sér ákaflega vel í Bo- urgogne. „Liggur við að maður skammist sín fyrir hvað maður hefur það óskaplega gott,“ segir Erla. Annars voru þau alveg tilbúin að setjast að á íslandi og hefðu alveg eins getað unað sér og stundað sín störf þaðan. „Það er auðvitað ekki hægt að segja annað en að þetta er miklu þægilegra líf,“ bætir hún við. „Fjarlægðirnar eru minni og peningarnir endast lengur. Við höfum aildrei þurft að hafa áhyggjur af peningum síðan við fluttum hingað. Að vísu er jörðin mjög gjöful, svo við höfum mikið af græn- meti, beijum og ávöxtum í garðinum. Maðurinn sem var hér á undan hafði verið í garðinum allan daginn og við höfum not- ið góðs af því fyrstu árin. Þetta er spurn- ing um hve mikla vinnu maður vill leggja í það. Nú látum við okkur nægja að tína af tijánum þá ávexti sem til falla,“ segir Erla. Þetta er í raun öfundsvert líf. Við vorum alveg ótrúlega heppin að lenda hér!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.