Morgunblaðið - 21.04.1996, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINN MMAUGL YSINGAR
Hönnuður
Hönnunarstofa úti á landi óskar eftir grafísk-
um hönnuði, arkitekt eða landslagsarkitekt
sem unnið hefur á tölvu við hönnun. Þekking
á AutoCad, Corel Draw eða sambærilegum
teikniforritum æskileg en þó ekki nauðsyn-
leg. Mikil vinna framundan. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum
umsóknum svarað.
Þeir sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi inn
umsókn á afgreiðslu Mbl. fyrir 25. apríl 1996
merkt: „Hönnun 2000“.
Sölumaður
Spor hf. óskar að ráða sölumann. Fyrirtækið
er hljómplötuútgáfa sem selur bæði í heild-
sölu og smásölu.
Leitað er að starfsmanni með frumkvæði,
góða framkomu og mikinn metnað. Reynsla
og/eða þekking á þessu sviði er skilyrði.
Umsóknum með helstu upplýsingum um ald-
ur, menntun og fyrri störf skal skila til Spors
hf., Nýbýlavegi 4, Kópavogi fyrir 27. apríl
1996.
' Upplýsingar um starfið eru ekki veittar ísíma.
Ráðningarþjónustan
auglýsir eftir:
Tækniteiknara
- ritara
Fyrirtækið: Tæknideild Mosfellsbæjar.
Starfið: Tækniteiknun, ritvinnsla, skjala-
varsla og varsla teikninga ásamt aðstoð við
embætti byggingafulltrúa.
Kröfur: Framtíðarstarf fyrir framsækinn og
sjálfstæðan starfskraft sem hefur haldgóða
menntun og reynslu við störf tengd tækni-
teiknun. Um hálfs dags starf er að ræða.
Upplýsingar: Umsóknablöð og frekari upp-
lýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl.
RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN
Jón Baldvlnsson, Háaleitisbraut 58-60
Sími 588 3309. fax 588 3659
Sölumaður
BOSCH - TRIDON
Sölumaður óskast til að selja BOSCH - bíla-
hluti, BOSCH - rafmagnshandverkfæri og
TRIDON bílavarahluti. Um er að ræða sölu-
starf með heimsóknum og sölu af skrifstofu
til umboðsmanna, bifreiðaverkstæða og ann-
arra viðskiptamanna. Leitað er að duglegum,
sjálfstæðum og samviskusömum manni sem
skipuleggur starf sitt vel. Þarf að hafa innsýn
í ofangreinda vöruflokka.
BOSCH er stærsti sjálfstæði framleiðandi
bílavarahluta í heiminum. TRIDON er ein-
stakt dreifingarfyrirtæki sem býður vandaða
bílavarahluti í flestar gerðir bíla. Bræðurnir
Ormsson ehf. er öflugt fyrirtæki með fjöl-
breytta starfsemi og hefur m.a. selt BOSCH
bílahluti og AEG heimilistæki í áratugi.
Starfsmannafjöldi er 45.
Upplýsingar um starfið veitir Ásmundur
Guðnason deildarstjóri í síma 553 8820 á
mánudag og þriðjudag.
Skriflegum umsóknum skal skilað á eyðu-
blöðum sem fást í BOSCH versluninni, Lág-
múla 9 eða á símaskiptiborði í Lágmúla 8,
2. hæð.
Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807
BOSCH verslunin, aökeyrsla frá Háaleitisbraut
Lágmúla 8, Reykjavík.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270
Unglingadeild
Á vegum Unglingadeildar Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar eru starfrækt tvö til-
sjónarsambýli, þar sem tvö ungmenni búa
á hvorum stað, ásamt umsjónarmanni. Ung-
mennin eru á aldrinum 16-18 ára og stunda
vinnu eða skóla. Umsjónarmaður, sem einn-
ig býr á staðnum, ber ábyrgð á daglegu
starfi þess og er til stuðnings og eftirlits
þeim unglingum sem þar búa hverju sinni.
Unglingadeild sér umsjónarmanni fyrir reglu-
bundinni ráðgjöf og handleiðslu.
Leitað er að traustum umsjónarmönnum til
að starfa á þessum sambýlum.
Umsækjendur þurfa að hafa reynslu og þekk-
ingu af unglingamálum og vera eldri en 24
ára. Umsjónarmenn geta stundað nám með
þessu starfi eða hlutavinnu.
Umsóknarfresetur er til 6. maí 1996. Um-
sækjendur þurfa að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir berist til Unglingadeildar, Skógar-
hlíð 6. Nánari upplýsingar veita Anna jó-
hannsdóttir, forstöðumaður og Ragnheiður
Sigurjónsdóttir, deildarstjóri í síma
562 5500.
Yfirmaður fjöl-
skyldudeildar
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar aug-
lýsir lausa stöðu yfirmanns fjölskyldudeildar
frá 1. júní 1996 til 1. ágúst 1998.
Yfirmaður fjölskyldudeildar stjórnar faglegu
starfi stofnunarinnar í málefnum barna og
fjölskyldna ásamt einstaklinga innan 67 ára
aldurs. Hann heyrir beint undir félagsmála-
stjóra og er staðgengill hans í málefnum fjöl-
skyldudeildar m.a. hvað varðar stefnumótun
og áætlanagerð.
Krafa er gerð um próf í félagsráðgjöf ásamt
framhaldsmenntun á háskólastigi í stjórnun
og/eða á sviði félagsþjónustu. Ætlast er til
að væntanlegur starfsmaður hafi a.m.k. 5
ára starfsreynslu, haldgóða reynslu af stjórn-
un og gott vald á mannlegum samskiptum.
Upplýsingar um stöðuna veitir Lára Björns-
dóttir, félagsmálastjóri í síma 588 8500.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu félags-
málastjóra, Síðumúla 39, fyrir 5. maí nk.
Skattstofa Vestur-
landsumdæmis
Laust er til umsóknar deildarstjórastarf á
skattstofu Vesturlandsumdæmis. Starfið
felst í álagningu, eftirliti og annarri fram-
kvæmd við virðisaukaskatt. Æskilegt er að
umsækjendur hafi lögfræði- eða viðskipta-
fræðimenntun (deildarlögfræðingur/-við-
skiptafræðingur) eða að minnast kosti
reynslu og kunnáttu á sviði skatta fram-
kvæmda og að vera færir um að tjá sig skýrt
og skipulega í rituðu máli.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf þurfa að hafa borist skattstjóra 6. maí
nk.
Skattstjórirm í Vesturlandsumdæmi,
Stillholti 16-18,
300Akranesi.
Múrari
Vita- og hafnamálastofnun óskar eftir að
ráða múrara til starfa.
Starfssvið:
1. Vinna við utanhússviðgerðir á vitum og
öðrum fasteignum stofnunarinnar.
2. Stjórnun vinnuflokka.
3. Úttektir og skýrslugerð vegna viðhalds.
Við ieitum að múrara sem er vanur að starfa
sjálfstætt og getur skipulagt og stjórnað
störfum annarra. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar:
„Múrari 211“ fyrir 27. apríl nk.
Hlutastörf
Vegna nýrra verkefna vantar okkar nú þegar
fólk til ræstingarstarfa í eftirtalin hverfi:
Miðbæ, Vesturbæ, Holt, Voga/Sund og
Skeifuna. Vinnutími er frá kl. 17.00, 2,5-4,0
tímar á dag.
Einnig vantar fólk til starfa í Kópvogi vinnu-
tími frá kl. 17.00-21.00, 3 tímar á dag og í
Hafnarfjörð. Vinnutími frá kl. 7.30, 4 tímar
á dag.
Ef þú ert 20 ára eða eldri, vandvirk(ur) og
samviskusöm(samur) þá höfum við starf fyr-
ir þig. Ofangreind störf eru til lengri tíma en
ekki sumarstörf.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23,
milli kl. 9 og 11 mánudaga-fimmtudaga.
rm
SECURITAS
milljar6ar kr. i stri6srekst