Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 5 Sigurjón B. Sigurðsson, Sjón, rithöfundur og skáld, hefur lagt pennann frá sér um stund og vinnur nú við vefsíðugerð og marg- miðlun í útlöndum fyrir Björk Guðmundsdóttur. Hann sagði Arna Matthíassyni að slík iðja krefðist ekki síður hugmyndaauðgi en ritstörf og að hann vildi gjaman verða fyrsti íslenski rithöfund- urinn sem byggi til margmiðlunarskáldverk. LEIKJAFRJEÐIOG ekki ætlunin að hafa næsta hefti eins, hvert hefti á að vera einstakt.“ Sigurjón segir að til viðbótar við þessi eiginlegu störf hans reki ýmisleg önnur verkefni á fjörur hans. „Á síðasta ári sá ég um svokallað EPK, sem er glæsileg skammstöfun á yfirborðskenndu fyrirbæri, Electronic Press Kit. Það er einfaldlega myndbands- spóla sem ég leikstýrði og send er um heiminn til þeirra staða sem Björk getur ekki heimsótt sjálf til að gefa viðtöl. Það kemur því ýmislegt upp og oft er það svo að ef berast fyrirspurnir eða tilboð um að vinna efni sem er fyrir utan verksvið þeirra sem eru að vinna hjá Björk í plötuútgáfunni eða á um- boðsskrifstofunni, hef ég verið settur í að skoða það. Á síðasta ári hafa tii að mynda komið nokkur tilboð um þátttöku í margmiðlunargeisladiskum, en við tökum ekki þátt í néinu slíku; stefnum að þvi að gera sjálf disk alfarið um Björk. Ég verð yfir því verkefni, skrifa handrit og sé um það að öllu leyti, en vonandi hefst vinna við það á þessu ári, en diskurinn á að byggjast á hugmyndaheim Bjark- ar á tveimur síðustu plötum settum upp í mynd- rænni veröld og ævintýralegri upplifun.“ Hamingjuríkt stefnumót við tölvu Þó vinna við margmiðlun feli í sér höfundarstarf er það all frábrugðið hefðbundnum ritstörfum. Sigur- jón segist þó ékki gera mikinn greinarmun á milli, fyrir hálfu öðru ári hafi hann átt hamingjuríkt stefnumót við tölvu og að allt sem hann er að vinna á hana krefjist hugmyndastarfs, „það er ekki eins og ég hafi skipt um plánetu". Meðfram er hann líka að sanka að sér efnivið í næstu skáldsögu og hann segist gjaman vilja verða fyrsti íslenski rithöfundur- inn sem býr til margmiðlunarskáldverk. „Margmiðl- un lýtur allt öðrum lögmálum en bókin og býður upp á það sem menn hafa verið að reyna að nálgast í framúrstefnubókum alla öldina. Kannski kann ég svo vel við miðiiinn vegna þess að ég hef reynslu af framúrstefnuhugmyndum og hef skrifað tilrauna- texta sjálfur." í ritverkum Siguijóns má hvarvetna greina löng- un hans til að taka fram fyrir hendurnar á lesandan- um; að ná tökum á ímyndunarafli hans og stýra honum í áttir sem hann hefði ef til vill ekki valdið sjálfur. Því má jafnvel halda fram að súrrealisma- hneigð hans hafi byggst að nokkru á ákveðinni stefnu að því takmarki. „Með margmiðlun má stýra lesandanum og draga hann inn í verkið en um leið þó láta honum líða eins og hann ráði ferðinni og það þykir mér spennandi. Eins og flestir rithöfundar á Islandi hef ég þurft að vinna með skriftum. Yfirleitt hef ég tekið mér að minnsta kosti árs frí eftir að ég hef klárað eitt- hvert verk og unnið á meðan, og ég er í raun að því núna, en er að safna heimildum með annarri hendinni. Núna er skáldskapargyðjan farin að banka uppá, en hvort það verði á þeim nótum að ég fer að svelta hamingjusamlega upp á nýtt veit ég ekki, það verður bara að koma í ljós. Kannski verð ég orðinn frægur og ríkur og þarf aldrei að vinna meir og get krafist þess að vera í störfum sem krefj- ast ekki þess að ég sé í daglegum rekstri af því að það er víst svo leiðinlegt," segir Siguijón og hlær. Góður tími framundan fyrir bókina UNDANFARIÐ hefur Siguijón B. Sig- urðsson, Sjón, dvalist í Lundúnum með konu sinni, Ásgerði Júníusdóttur, sem lærir þar söng, en hann hefur starfað fyrir Björk Guðmundsdóttur, séð um tímarit sem kennt er við hana, en fyrsta tölublaðið kom út síðasta haust, og hirt um vefsíðu hennar. Siguijón segir að Björk hafi boðið sér vinnu um það leyti sem þau Ása héldu til Lundúna og það hafi óneitanlega komið sér vel, „því þá hafði ég annað að gera en hanga á pöbbunum", segir hann og kímir. Hann segir að helsta starfið sé að annast um vefsíður Bjarkar, WebSense, á slóðinni http://www.bjork.co.uk/bjork, „líma“ upp allar til- kynningar, upplýsingar um tónleika- hald, væntanlegar útgáfur og þvíum- líkt, aukinheldur sem sitthvað gam- alt sé sett inn til að gera síðurnar hnýsilegri. „Starfinu fylgir líka að fylgjast með því sem er að gerast á alnetinu, sjá hvað skrifað er um Björk í umræðuhópum og svara tölvupósti utan úr heimi, en það berst allmikið af honum. Fólk skrifar ýmist og þakkar fyrir síðuna eða segist elska Björk og svo eru alltaf einhveijir delikventar sem skrifa og segja henni að fara í söngtíma og að hún sé ómöguleg. Þeir fá alltaf mjög langt þakkarbréf, um það bil eitt mega- bæti af orðunum Thank You,“ segir Sigurjón og hlær. Að sögn Siguijóns er allnokkur umferð inn á vefsíður Bjarkar og eykst sífellt. Hann segir að auk þess sé þetta kjörin leið til að hafa beint samband Bókin er ekki í öndvegi lengur, en hún á eftir að halda velli. Tölvufróðir hafa gaman af þvi að hrella bók- hneigða með því að bókin sé á undanhaldi og eigi eftir að hverfa að mestu; börn í dag lesi helst ekki bækur, þau tileinki sér fróðleik og skemmtun með aðstoð tölvu og sjónvarps. Sigurjón, sem er hagvan- ur í herbúðum beggja, segist ekki á því að bækur og tímarit séu að missa gildi sitt. „Bókin er ekki í öndvegi lengur, en hún á eftir að halda velli. I raun held ég, og það er mjög gott fyrir bókina, að hlutverk hennar eigi eftir að breyt- ast og það er ekkert gefið að það verði það sama eftir fimmtíu ár. Þegar fram koma nýir miðlar verða gömlu miðlarnir að endurskoða sig, en það gerist ekki fyrr en nýi miðillinn er orðinn að einhveiju sjálfstæðu, hefur sannað gildi sitt sem ný upplýsing og ný upplifun. Þegar margmiðlunarfrásögn verður endurskilgreind og sjálfstæð þá staðfestist í raun gildi gömlu miðlanna því þá er ekki lengur á reiki hvað er bók, hvað er sjónvarp. Ég held að bókin sé ekki í neinum vanda. Sé litið til þess hvað kemur út af bókum miðað við tónlistar- útgáfu, kvikmyndagerð og útgáfu á upplýsingum í tölvutæku formi er bókin gríðarlega sterk og ef eitt- hvað er endurvakning í bókaútgáfu. Ég held að bókin eigi eftir að eiga góða tíma framundan, af þeim formum sem eru að keppa núna er hún elsta formið og mönnum sem eru að fást við bækur ætti bara að líða vel með það. Handbækur, fræðileg rit og annað kemur í tölvutæku formi, en hreinn litterat- úr verður í bókarformi áfram, en vonandi verður til ný tegund af tjáningu og frásögn, enda hafa menn verið að endurskoða frásagnartækni skáldsögunnar stanslaust á þessari öld einmitt vegna þess að fram hafa komið nýir miðlar, sem sýnir hve hún er dýna- mískt form. Éitt af því sem heillar mig við marg- miðlunina er að það eru ekki til nein skáldskapar- fræði. Einu skáldskaparfræðin sem til eru fyrir margmiðlunardiska eru leikjafræðin sem er ekki í fyrsta sinn sem ieikjafræðin og bókmenntirnar koma saman og súrrealisminn, sem ég byggi alltaf á er einhver leikglaðasta bókmenntahreyfíng sögunnar." Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir við aðdáendur Bjarkar og komi meira að segja stund- um að gagni. „Sem dæmi má nefna að þegar MTV verðlaunin voru í uppsiglingu var ég með beina teng- ingu frá heimasíðunni hennar í kosningasíðu MTV og það er mál manna að það hafi haft sitt að segja, því þetta var eina heimasíða tónlistarmanns sem notaði alnetið til þess að hvetja aðdáendur til að styðja sinn mann.“ Tilefnið Björk Siguijón segir að þetta stúss sé nánast fullt starf og nefnir sem dæmi verkefni sem hann vann að alþjóða alnæmisdaginn, en þá setti hann rauðan borða á síðuna hennar Bjarkar og sendi hann síðan á allar tónlistarsíður sem hann fann og jafnframt efnistengsi inn á heimasíðu alnæmissamtakanna. „Þetta tengist líka hinu starfinu sem er að sjá um upplýsingarit um Björk sem kom út í fyrsta sinn á síðasta ári, fyrsta heftið af tímariti sem á að koma reglulega út.“ Siguijón segir að líkt og með allt það annað sem Björk taki sér fyrir hendur sé verið að nota það tilefni að hún sé til en síðan sé reynt að forðast að tala um hana eins og unnt er, enda seg- ist hann telja að það sé einmitt það sem aðdáendur liennar vilji helst. „Ég var sjálfur til að mynda heift- arlegur David Bowie-aðdáandi og fannst mest til þess koma þegar hann gat um aðra í viðtölum sem ég fór svo á stúfana að leita uppi; Iggy Pop, Kraftw- erk, Burroughs eða Simple Minds. ÍÞannig eru og verða í ritinu viðtöl við fólk sem Björk hefur verið að vinna með, eða greinar um listamenn sem hafa haft áhrif á hana á hveijum tíma. Þó að fyrsta heftið hafi verið litprentað og í stóru broti þá er BÓKMENNTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.