Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 21 ATVINNIIAUGl YSINGAR Garðyrkjufræðingur óskar eftir vinnu í góðu starfsumhverfi. Mikil reynsla í öllum greinum garðyrkju. Vanur verkstjórn. Upplýsingar í síma 483 5038. Ritari Fasteignasala óskar eftir röskum og sjálfstæðum starfskrafti sem fyrst í u.þ.b. hálft starf. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17 miðvikudaginn 24. apríl, merktar: „F - 4302. Hárgreiðslustofa Fagmaður óskast á hárgreiðslustofu. Umsóknir berist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. maí, merktar: „Vesturbær - 4155“. Bifvélavirki eða maður vanur viðgerðum á stórum bílum og tækjum óskast. B.M. Vallá, steypustöð, sími5774500, Gylfi. Einstök manneskja óskast Við erum tvær systur, 7 mánaða, sem vant- ar góða gæslu virka daga e.h. heima hjá okkur. Mamma eða pabbi verða við símann í kvöld og næstu kvöld. Síminn er 553 2639. Kennarar - kennarar Kennara vantar að Höfðaskóla, Skagaströnd. Meðal kennslugreina er kennsla yngri barna og myndmennt. Allar nánari upplýsingar veita Ingibergur Guðmundsson, skólastjóri, í síma 452-2642 (vinna) og 452-2800 (heima) og Jón Ingvar Valdimarsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 452-2642 (vinna) og 452-2671 (heima). Baader-menn Baader-menn vantar í eftirtalin störf: - Á saltfisktogara í sumar. - Á frystitogara strax. Upplýsingar gefur Darri í síma 481-3400: Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum, sími 481 3400. Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki Læknir óskast til sumarafleysinga við Heilsu- gæslustöð og Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauð- árkróki, tímabil eftir samkomulagi. Mjög góð starfsaðstaða. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 455-4000. Sjúkrahúsið Hvammstanga Hjúkrunarfræðingar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga frá ca. 20. júlí-31. ágúst. Einnig vantar hjúkrunarfræðing frá 1.-20. september. Um er að ræða kvöld- og morg- unvaktir. Allar nánari upplýsingar hjá hjúkr- unarforstjóra, vs. 451 2329 oghs. 451 2920. „Au pair“ - Sviss Svissnesk fjölskylda, sem býr nálægt Genf með tvo unga stráka (4 og 1 árs), leitar að þroskaðri, barngóðri og sjálfstæðri „au pair" frá byrjun ágúst. Verður að vera reyklaus og hafa ökuskírt- eini. Talar frönsku, ensku og sænsku. Upplýsingar gefur Unnur í síma 553 9657. Sölumaður Ört vaxandi heildverslun í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann. Starfið er fólgið í sölu á hjúkrunarvörum og öðrum vörum tengdum heilbrigðisþjónustu. Viðkomandi verður að hafa reynslu í sölumennsku, vera kraftmikill og geta skipulagt söluherferðir. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl. merkt: „HSF-4250". Vélamenn Okkur vantar vana vélamenn á eftirfarandi tæki: beltagröfu, veghefil og jarðýtu. Einungis vanir menn koma til greina. Upplýsingar í símum 565 3140 og 852 1137 og á skrifstofunni. Klæðning hf, Vesturhrauni 5, Garðabæ. Viðgerðarmenn Óskum að ráða viðgerðarmenn vana viðgerð- um þungavinnuvéla. Upplýsingar í síma 562-2700 á skrifstofu- tíma. ÍSTAK Skúlatúni 4. Sölumaður Stálinnflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann til afleysinga í sumar. Þarf að hafa reynslu og þekkingu á þessu sviði. Gæti orð- ið framtíðarstarf fyrir hæfan mann. Vinnu- semi, reglusemi og stundvísi áskilin. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir er tilgreina aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „AG - 1008“ fyrir 26. apríl. Þroskaþjálfar Næsta skólaár vantar þroskaþjálfa við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit til starfa með fötluðum nemendum. Umsóknarfrestur til 30. apríl. Nánari upplýsingar veita Sigurður Aðalgeirs- son skólastjóri, vinnusími 463-1137 og heimasími 463-1230 og Anna Guðmunds- dóttir aðstoðarskólastjóri, vinnusími 463-1137 og heimasími 463-1127. Snyrtifræðingar förðunarfræðingar Heildverslun með snyrtivörur óskar eftir snyrti- eða förðunarfræðingi til sölu- og kynn- ingarstarfa á snyrti- og förðunarvörum. Um er að ræða hlutastarf og er vinnutími sam- komulag. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 26. apríl merktar: „SN - 55“. Áfangaheimili Áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa áfeng- is- og vímuefnameðferð óskar eftir starfs- manni sem hafið getur störf um miðjan maí. Um er að ræða hlutastarf. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB. Við leitum eftir konu sem náð hefur bata eftir 12 spora kerfinu. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. merkt- ar: „Áfangaheimili - 4251“ fyrir föstudaginn 26. apríl 1996. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafvirki Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa í mæladeild. Starfið felst í uppsetningu og niðurtekningu á raf- magnsmælum, álestri á aflmælum og ann- arri þjónustu við viðskiptavini Rafmagnsveit- unnar. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar um starfið gefa deildarstjóri mæladeildar og starfsmannastjóri. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Sölumaður Vegna aukinna verkefna vantar sölumann til starfa strax. Framtíðarstarf. Reynsla af sölu- mennsku er æskileg. Bíll er nauðsynlegur. Viðkomandi situr kynningarnámskeið í upp- hafi starfs. Góð laun í boði fyrir árangursrík- an sölumann. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf berist afgreiðslu Mbl. fyrir 25. apríl nk. merktar: „Sölumaður - 2001". Yfirvélstjóri og 1. stýrimaður Yfirvélstjóra og 1. stýrimann vantar strax á nóta- og togveiðiskipið ex Drangur SH-511. Skipið er nú í sfipp og endurbótum á Akra- nesi og verður tilbúið til síldveiða 10. maí nk. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Jökuls hf., Raufarhöfn, sími 465-1200, í farsíma 854-5756 og 852-1065 og um borð í skipinu hjá Haraldi Jónssyni og á kvöldin og um helgar heima í síma 465-1212. Rafeindavirki óskast Rás ehf., Þorlákshöfn, óskar eftir rafeinda- virkja til starfa sem allra fyrst. Starfið felur í sér viðgerðir á rafeindatækjum heimila, fisk- vinnsluhúsa og skipa. Nánari upplýsingar veittar í síma 892 4548. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf óskast sendar til Rásar fyrir 26. apríl merktar: Lyfjaverksmiðja Starfskraftar óskast til starfa við pökkun í verksmiðju okkar í Hafnarfirði og í Garðabæ. Vinnutími 8-16. Um framtíðarstarf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni. Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað. Rás ehf., Rafeindavirki, Selvogsbraut 4, 815 Þorlákshöfn. Delta hf., Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði, sími 555 3044.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.