Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hótelstjóri Framtíðarstarf Hótei í Reykjavík óskar að ráða hóteistjóra til starfa strax. Við leitum að að reyndum stjórnanda sem hefur góða framkomu, er heiðarlegur og traustur, býr yfir góðri tungumálakunnáttu og er tilbúinn að axla ábyrgð í starfi. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Hótelstjóri". Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl nk. Hagva ngur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusfa Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Hvamnistang a Fjjjl hreppur Laus störf Á Hvammstanga eru eftirtalin störf laus til umsóknar. Framkvæmdadeild Hvammstanga- hrepps Verkstjóri áhalda- húss Æskilegt er að viðkomandi hafi vélvirkja- menntun eða tilsvarandi menntun og starfs- reynslu, sé skipulagður, geti unnið sjálfstætt og hafi góða verkstjórnareiginleika. Umsókn- arfrestur er til 5. maí nk. Garðyrkjumaður í starfinu felst m.a. skipulag, umsjón og umhirða opinna svæða, stofnanalóða og skógræktarsvæða, svo og umsjón með vinnuskóla. Leitað er að starfsmanni með menntun frá skrúðgarðyrkjubraut Garðyrkju- skóla ríkisins, skógfræðingi eða tilsvarandi menntun og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 5. maí nk. Upplýsingar veita tæknifræðingur og sveitar- stjóri, sími 451 2353. Grunnskóli Hvammstanga Skólastjóri Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Grunnskólakennarar Almenn kennsla, danska, enska, mynd- mennt, heimilisfræði og kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Upplýsingar veita skólastjóri, sími 451 2417 og sveitarstjóri, sími 451 2353. Leikskólinn Ásgarður Leikskólakennarar eða starfsmenn með sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Upplýsingar veita leikskólastjóri, sími 451 2343 og sveitarstjóri, sími 451 2353. Umsóknir um ofangreind störf skal senda skrifstofu Hvammstangahrepps, Klappar- stíg 4, 530 Hvammstanga. Hvammstangi er vaxandi bær míðsvæðis milli Reykjavíkur og Akureyrar. Á síðasta ári var fjölgun íbúa 2,2%, mest þéttbýlis- staða á Norðurlandi vestra. Hvammstangi er ekki á jarð- skjálftahættusvæði og ekki á snjóflóðahættusvæði. Á Hvammstanga er mjög fjölbreytt þjónusta, atvinnulif og fé- lagslíf. Velkomin á Hvammstanga. Vanar saumakonur Vegna mikilla verkefna framundan vantar okkur vanar saumakonur til starfa. Komdu og spjallað við Kristínu eða Oddnýju yfir kaffibolla. Ármúla 5 v/Hallarmúla, Reykjavík, sími 568-7735. Snyrtivörur Heildsala með snyrtivörur óskar að ráða starfskraft til sölu- og kynningarstarfa. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur: •Vera jákvæðir, • vera á aldrinum 25-35 ára, • geta unnið undir álagi, • samvinnuþýðir, • eiga auðvelt með að ferðast, • geta unnið sjálfstætt, • hafa reynslu af sölumennsku, • hafa bifreið til umráða, • geta hafið störf nú þegar. Umsækjendur skili inn umsóknum á af- greiðslu MbÍ. merktar: „S - 4151“ fyrir 26. apríl. Bifvélavirki óskast Starfið felst aðallega í að meta ástand not- aðra bíla og viðgerðum á þeim. Umsóknir óskast sendar fyrir sumardaginn fyrsta, 25. apríl merktar: „Bifvélavirki": Ingvar Helgason hf., Sævarhöfða 2, Pósthólf 12260, 132 Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar Starfsfólk til aðhlynningar Hjúkrunarfræðingur óskast nú þegar í 100% starf á hjúkrunarvakt vistheimilis. Staða hjúkrunarfræðings 50% kvöldvaktir er laus nú þegar á hjúkrunardeild. Einnig vantar okkur hjúkrunarfræð- inga/hjúkrunarfræðinema til. ýmissa sumar- afleysinga bæði á hjúkrunardeildir og vist- heimilið. Ýmsar vaktir standa til boða m.a. 8-16, 16-22, 17-23 og 16-24. Starfsfólk til aðhlynningar óskast strax á 8-12 vaktir og á kvöldvaktir í sumar. Upplýsingar veita ída Atladóttir hjúkrunarfor- stjóri og Þórunn A. Sveinbjarnar hjúkrunar- framkvæmdastjóri í símum 553 5262 og 568 9500. --------------------- L ------------------------------------------------- LANDSBANKI ÍSLANDS Landsbanki íslands á 110 ára starfsafmæli á þessu ári. Hann hefur því gengiö í gegnum mörg stig tæknivæðingar. í seinni tíö hefur meginhluti tölvuvinnslu bankans fariö fram í Reiknistofu bankanna í ADABAS gagnagrunnum, ýmist i tengslum viö hugbúnaö frá RB eöa smíðuðum af tölvudeild Lands- bankans. Nú hefur verið tekin ákvöröun um uppbyggingu nýs afgreiðslu- og þjónustukerfis auk upplýsinga- og arösemiskerfis, þar sem gagnavinnsla fari að mestu leyti fram á gagnaþjónum Landsbankans. Þessi nýi hugbúnaður veröur hannaöur og settur upp í biölara/miölara umhverfi, auk þess sem allir afgreiðslustaðir bankans verða tengdir saman meö víðneti. Upplýsingavinnsla Landsbankans sér um hönnun, forritun, þróun og rekstur kerfanna. Deildin sem hefur veriö endurskipulögð býöur upp á spennandi og umfangsmikil verkefni fyrir drífandi ein- staklinga, sem eiga gott meö aö taka þátt í hópvinnu. Leitað er að starfsmönnum til starfa á eftirfarandi sviðum: HUGBÚNAÐARÞRÓUN Hlutbundin hönnun og forritun C++ SQL UPPSETNING OG REKSTUR Windows MicroSoft Advanced Server Netumsjónarkerfi MicroSoft Windows 3.x, Windows 95 og NT Workstation MicroSoft póstkerfi, ritvinnsla, töflureiknir og annar hugbúnaður frá sama framleiðanda Sérsmíðaður hugbúnaður Unix AIX stýrikerfi ORACLE rdbms Öryggismál Sérsmíðaður hugbúnaður Leitað er að fólki með haldbæra menntun og reynslu á viðkomandi sviðum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SÍB og bankanna. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Hrafnkelsson, forstöðumaður Upplýsingavinnslu í síma 560 5960. Umsóknir sendist Ara F. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Starfsmannasviðs, Landsbanka íslands, Laugavegi 7 fyrir 3. maí 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.