Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Klipping í lausu lofti Syndney. Reuter. ÁSTRÖLSK fjallgöngukona á líf sitt að þakka farsíma, snöggum lögreglumönnum og skærum. Konan var á leið niður eftir að hafa klifið klett einn mikinn skammt frá Sidney þegar vind- hviða feykti löngu ljósu hári henn- ar til með þeim afleiðingum að það festist í klemmu, sem tilheyrði búnaði hennar. Konan hékk í rúm- lega 30 metra hæð á hárinu einu þegar félagi hennar einn kom að henni. Sá hafði farsíma tiltækan og hringdi hann í lögregluna í nágrenninu sem kom snimhendis og hafði skæri meðferðis. Lög- reglumaður seig því næst niður að konunni og losaði hana með því að sníða af henni hárið. „Mér er ókunnugt um hvort hárskeraskæri voru notuð og hvort klippingin var í samræmi við kröf- ur fagmanna en hún kom að ti- lætluðum notum,“ sagði talsmaður lögreglu. -----»■■♦4----- ' > Ióþekktu heimalandi „í HVAÐA landi býrðu?“ Þannig hljóðaði spuming sem nýverið var lögð fyrir hóp 12 ára skólabarna í Suður-Rússlandi og komu svörin nokkuð á óvart. Bömunum var raunar flestum kunnugt um að þau byggju í Rúss- landi. Þriðjungur þeirra taldi hins vegar að þau ættu annaðhvort heima í Sovétríkjunum eða að þau tilheyrðu Samveldi sjálfstæðra ríkja, bandalagi sem myndað var á rústum Sovét-veldisins eftir hran þess 1991. í frétt /tar-Tass-fréttastofunnar kemur fram að félagsfræðingar telji það mikið áhyggjuefni hversu áhugalaus rússnesk skólabörn eru um fóstuijörðina. Einungis helm- ingur þeirra sem tóku þátt gat nefnt litina í rússneska fánanum og fimmtungur taldi að rauði fáninn með hamrinum og sigðinni frá Sovét-tímanum væri enn fáni landsins. Þá kvaðst aðeins einn nemandi af hveijum hundrað telja að Rúss- land væri besta land í heimi hér. Norræna ráðherranefndin Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna norrænu ríkjanna. Skrifstofa nefnd- arinnar, sem staðsett er í Kaupmannahöfn, auglýsir nú eftirfarandi stöður lausar til umsóknar. Upplýsingadeildin - Yfirmaður upplýsingadeildar Yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar ber ábyrgð á kynningar- og upplýsingastarfi um norrænt samstar, jafnt innan vébanda starfseminnar sem út á við. Ellefu manns starfa í deildinni, en hluti hennar er sjálfstæð rekstrareining sem sér um útgáfustarfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsækjandi þarf að hafa haldmikla stjórnunarreynslu úr yfirmannsstöðu í íjölmiðlunarfyrirtæki. Góð þekking á starfsemi fjölmiðla og reynsla frá upplýsingastarfsemi hjá stóru fyrirtæki eða samtökum er einnig áskilin. Upplýsingastjóri sinnir ábyrgðarstarfi sem krefst frjórrar hugsunar og frumkvæðis. Auk viku- legra fréttabréfa lítur heimasíða ráðherranefndarinnar dagsins Ijós í apríl, en upplýsingastjóranum er ætlað að þróa enn frekar nýtingu upplýsingatækninnar. Mikil áhersla er lögð á upplýsingaþjónustu við fjölmiðla á Norðurlöndum og víðar. Umsækjandi þarf að vera vanur að koma fram og tala opinberlega. Þess vegna er góð tungumálakunnátta í ensku og helst þýsku og frönsku mikilvæg. Mikil ferðalög fylgja starfinu, einkum á Norðuriöndum. Yfirmaður upplýsingadeildarinnar situr í stjórn skrifstofunnar og lýtur stjórn framkvæmdastjórans. Ráðningartími hefst eftir samkomulagi. Skrifstofa framkvæmdastjóra - Deildarsérfræðíngur í samstarfi við kollega sína skipuleggur deildarsérfræðingur afgreiðslu erinda skrifstofunnar, innanhúss sem og gagnvart Norðurlandaráði. I starfinu felst undirbúningur funda norrænu samstarfsráðherranna og embættismannanéfndarinnar þeirra og að sjá síðan um að þeim sé fylgt eftir. Önnur verkefni fjalla um úttekt á og endurskipulagningu vinnu- aðferða á skrifstofunni. Starfið krefst æðri menntunar á þessu sviði og minnsta kosti fimm ára starfsreynslu úr svipuðu starfi, til dæmis hjá alþjóðasamtökum eða öðrum samtökum sem lúta pólitískri stýringu. Mikil áhersla er lögð á samstarfshæfileika og frjóa hugsun auk þess að umsækjandi hafi reynslu og skilning á stjórnsýslu og pólitísku starfi. Umsækjandi þarf að vera vanur notkun einkatölvu. Ráðningartími hefst eftir samkomulagi. Alþjóðasvið - Deildarsérfræðingur Deildarsérfræðingurinn hefur yfirumsjón með samstarfsverkefnum ráðherranefndarinnar á s.k. grannsvæðum, en það eru m.a. verkefni sem rniða að eflingu þekkingar í Eystrasaltsríkjunum og NV-Rúss- landi. Nánir samstarfsaðilar eru upplýsingaskrifstofur ráðherranefnd- arinnar í Vilinius, Riga, Tallinn og Pétursborg. Þá tekur deildarsér- fræðingurinn þátt í öðru alþjóðastarfi, skipuleggur námskeið og kemur á samböndum milli ráðherranefndarinnar, aðila á grann- svæðunum og evrópskra og alþjóðlegra samtaka. I starfinu felast ein- nig mörg úttektarverkefni. Auk tilhlýðilegrar háskólamenntunar er lögð áhersla á reynslu af sviði menntamála og verkefnastýringu. Krafist er góðrar enskukunnáttu og helst starfsreynslu úr alþjóðlegri stofnun eða samtökum. Þekking á Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi og kunnátta í þeim tungumálum sem þar eru töluð er æskileg. Ráðningartími hefst eftir samkomulagi. Upplýsingar um allar stöður: Ráðningin er tímabundin samkvæmt samningi til íjögurra ára Umsækjendur þurfa að hafa góða fræðilega menntun og margra ára starfsreynslu hjá hinu opinbera eða innan einkageirans. Skrifleg og munnleg færni í dönsku, norsku eða sænsku er forsenda fyrir ráðningu. Kunnátta í fleiri tungumálum telst til tekna. Krafist er færni í notkun einkatölvu. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar vill stuðla að jafnrétti kynjanna og hve- tur bæði karla og konur til að sækja um stöðurnar. Opinberir starfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum sem ráðningartímabilinu nemur. Nánari skriflegar upplýsingar um stöðurnar og umsóknareyðublöð er eingöngu hægt að panta skriflega í bréfsíma eða í pósti. Taka ber greinilega fram um hvaða stöðu er sótt. í gögnum okkar eru gefin upp nöfn á fólki sem getur sagt nánar frá hverju starfi fyrir sig. Umsóknarfrestur rennur út 10. maí 1996. Nordiska ministerrádet, Postboks 3035, DK-1021, Kobenhavn K, Danmörk. Bréfsími 00 45 33 96 02 02 eða 00 45 33 96 02 16. 29.06.96 Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 20.30. Fundarstaður Sunnusalur (áður Átthagasalur) Hótel Sögu. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 24. apríl nk. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórn Dagsbrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.