Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 TB 11 DÆGURTÓNLIST SIGURSVEIT Mús- íktilrauna Tónabæjar var líklega metnaðar- fyllsta sveitin sem þar kom fram að þessu sinni og að sama skapi var tónlist sveitarinn- ar tormeltari en flest það sem þar var fram borið; þungkrydduð rokkblanda með snörpum techno-innskotum. Liðs- menn sveitarinnar eru og sjóaðir í tónlist þó ekki séu þeir beinlínis við aldur, en hafa starfað með ýsmum sveitum eða hver í sínu horni alllengi. Ctjörnukisi er ársgömul sveit, þó ekki hafi hún ^ alltaf heitið því nafni; hét áður Silverdrome og var iðin við tónleikahald. Liðsmenn sveitarinnar segj- ast hafa skipt um nafn meðal annars vegna þess að þeir vildu hafa það ís- lenskt, textum var snúið á íslensku og einn liðsmaður slóst í hópinn, Ric- hard, sem leikur á plötuspilara. Til- raunakvöldið sem Stjörnukisi komst í úrslit féll Richard ekki vel inn í eftir Árna tónlistna, enda segja liðsmenn Matthíasson að þeir hafi harla fáar æfing- ar tekið með honum. Úrsli- takvöldið var Stjörnukisi öllu þéttari og samæfðari og þeir félagar segja að þeir stefni enn lengra í þá átt að blanda saman nýróman- tísku rokk, hörðu rokki og techno og house, „draumurinn er að flétta þetta svo saman á tón- leikum að úr verði sam- fellt prógramm án þagna eða hlés“. „Við vorum búnir að pæla í því að breyta eitthvað til og Richard var að hita upp fyrir okkur. Smám saman kviknaði svo sú hug- mynd að hann gengi til liðs við okkur og síðan hefur þetta þróast. Við tókum enga ákvörðun um að breyta um stíl eða stefnu, það leiddi hvað af öðru og reyndar er þróunin ehn hröð og við vitum ekkert hvert stefnir.“ Lög Stjörnukisa eru sum hver gömlu Silverdrome- lög, allverulega breytt, en einnig hafa ný lög orðið og verða óðfluga til. Sveitin hefur reyndar tekið upp nokkuð af tónlist sem hugsuð er á stuttskífu, fimm lög alls, en það er mest eldra efni og stendur til að vinna upp á nýtt, meðal annars með íslenskum söng, áður en það er gefið út. „Þetta er miklu flottara á íslensku og það var ekki fyrr en við heyrðum þetta á íslensku að við sáum hvað það var hallærislegt að syngja á ensku,“ segja þeir og bæta við að ekki skipti máli þó lögin séu afurðir Silverdrome sem var, þau standi fyllilega fyrir sínu og gott að gera upp gamla tímann með því að gefa þau út. Framundan er spilirí hjá Stjömukisa, meðal annars í félagsmiðstöðvum sem þeir félagar hafa ekki heijað á áður. Þeir segja það skemmtilega til- breytingu eftir að hafa spilað „rúntinn“. „Það er líka gaman að vera spila fyrir krakka sem ekki hafa heyrt í okkur og aldrei séð okkur og eiga jafn- vel aldrei eftir að sjá okkur aftur.“ Stfömukisa- blanda RAPP SOUL ÞEGAR rappsveitin Fugees sendi frá sér sína fyrstu skífu fyrir tveimur árum fékk platan fyrirtaks dóma, en hvarf fljótt sjónum í Wu-Tang flóðinu. Tónlistin á plötunni þótti aukinheldur ekki í takt við það sem hæst bar og þó tveir þriðju sveitarinnar, Wyclef og Pras, hafi staðið sig vel í rappinu fór ekki á milli mála að þriðji liðsmaður sveitarinnar, söngkonan Lauryn, var efni í sóló- stjörnu. Fyfir stuttu sendi Fugees frá sér aðra skífu, all frábrugðna þeirri fyrri, en þó með sömu mannaskipan. Þeir Wyclef og Pras hafa mjakað sér aftar í tónlistinni og láta Lauryn eftir sviðs- ljósið. Mun meira ber því á henni samhliða því að rapp- ið er ekki eins hart og beiskjuskotið og útsetning- ar öllu mýkri. Vinsælasta breiðskífa landsins Fyrir vikið hefur sveitin burði til að höfða til fleiri en nokkru sinni, eins og sannast á því að líklega er Fugees skífan The Score vinsælasta breiðskífa lands- ins um þessar mundir, ekki síst fyrir Robertu Flack- slagarann gamla, Killing me Softly, sem glymur á ölum rásum allan dag- inn. Á plötunni eru og JASS- SKOTIÐ GÓÐGÆTI ÞEIR félagar í Beastie Boys láta ekki deigan síga; eftir feril sem hófst í villimannslegu rapprokki, fór þaðan í fyrstu tripphoppskífu sögunnar og síðan í kraftmikið rapp, kom frá sveitinni safn leikinna laga sem flokkast undir acid jazz af bestu gerð. Sú heitir The In Sound from Way Out og safnar sama ýmislegu góðgæti frá ferli sveitarinnar. Síðasta breiðskífa Beastie Boys þótti mikið meist- araverk og tryggði sess sveitarinnar í fremstu röð rapp- verja. í kjölfarið hafa þeir Beastie- félagar verið iðnir við tónleikahald og ýmislegar uppá- komur og því líklegt að sú skífa sem hér er gerð að umtals- efni, liðlega fjörutiu mínútna safn, sé til þess ætluð að halda aðdáendum við efnið fram að næstu breiðskífu. Lögin á skífunni eru ýmiss- ar ættar, sum af Check Your Head, önnur af III Communic- ation, • leiknar útgáfur og all breyttar á köflum, og enn önnur b-hliðalög af ýmsum smáskífum, létt hallærislegir Hanimondhljómar, jassgítarfrasar, fönkbassi, kærulesyis- legt slagverk og vælandi fiðlufrasar. Sumt hentaði vel sem undirleikur við bíómyndir, til að mynda blaxploitation- mynd, jafnvel jasskotna film noir, eða jafnvel billega glæpa- mynd. Vísast er platan gefin út til gamans, enda skemmt- ir hver sér vel sem heyrir. Sýrðir Beastie Boys. I^ósm/Björg Svemsdóttír Bubbi í ferða- log BUBBI Morthens er lagstur í árlegt ferða- lag sitt um landið og heldur á þriðja tug tónleika í fyrsta áfanga víða um land. Áfanginn hófst á föstudag og stendur fram í maí. Fyrstu tónleikar Bubba í ferðinni voru í Búðardal á föstudag og í gær hélt hann tvenna tón- leika á Sauðárkróki. Á morgun leikur hann síðan í Bfldudal, en annars verður ferð- inni heitið svo: 23. leikur Bubbi á Þing- eyri, á Flateyri tví- vegis 24., í Súðavík 25., tvívegis á ísafirði 26. og aftur 27., 28. á Suðureyri, 29. í Hólmavík, 30. á Hvammstanga, 1. maí á Borðeyri, 2. á Blönduósi, tvívegis á Ólafsfirði 3., 4. á Siglufirði og 5. á Ak- ureyri. Vinsæl Fugees. fleiri lög sem vænleg eru til vinsælda, þar á meðal göm- ul Bob Marley stemma, auð- melt samsuða rapps og soul- tónlistar, og víða er brodd- ur. Önnur bylgjulengd Fugees-liðar eru á ann- arri bylgjulengd en bófa- rappararnir, eða eins og þeir sögðu í viðtali við Morg- unblaðið fyrir margt löngu er lausina ekki að finna í dópi og ofbeldi heldur innra með hveijum og einum: „Við erum öll að flýja frá einhveiju; flest frá ein: hveiju innra með okkur.“ í því segjast þau ekki síst sækja innblástur til upp- runans, en þau eru öll flótta- menn frá Haiti, eins og nafnið vísar reyndar til. „Við þekkjum vel hvernig er að vera litinn hornauga, ekki bara af bleiknefjum, heldur einnig af öðrum af sama kynstofni; að vera tvö- faldur flóttamaður." Smashing Pumpkins á netinu BANDARÍSKA rokk- sveitin Smashing Pumpkins fylgir eftir tvöfaldri afbragðsskífu sinni með tónleikahaldi í Evrópu í sumar. Þar á dagskrá eru meðal ann- inu og þá aðeins til þeirra leikana. Að auki eru í sem vinna miða í sér- boði miðar á tónleika stakri samkeppni sem Pumpkins í Bandaríkjun- haldin verður á netinu, um í sumar. ars tónleikar í Dyflinni 11. maí næstkomandi sem sendir verðir út á alnet- miðinn gefur líka kost á að ræða við liðsmenn sveitarinnar fyrir tón-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.