Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MTÆkWÞAUGL YSINGAR Hús með tveim íbúðum Óska eftir einbýlishúsi, raðhúsi eða góðri hæð á Reykjavíkursvæðinu, helst með tveim íbúðum. Upplýsingar í síma 562-1441. íbúð Óskum að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð fyrir 2 erlenda starfsmenn okkar. Ákjósanleg staðsetning hverfi 108, 110 eða 112. Uppiýsingar í síma 562-2700 á skrifstofu- tíma. ✓ ISTAK Skúlatúni 4. Selás - tvöfaldur bílskúr Til sölu tvöfaldur bílskúr 50 fm í Selási. Bílskúrnum má skipta í tvennt; í tvær 25 fm sjálfstæðar einingar. Hitaveita, rafmagn, ný- lega byggður. Góður frágangur. Áhugasamir, vinsamlegast hafið samband við Þórð í síma 567 3859 eða sendið skrif- lega fyrirspurn á afgreiðslu Mbl. merktar: „Selás - 555“. Dugleg og lagin Lítið, vinsælt og skemmtilegt sölu- og þjón- ustufyrirtæki í örum vexti í höfuðborginni er til sölu. Aðal annatíminn framundan. Tilvalið tækifær.i fyrir duglega konu, sem vill koma út á vinnumarkaðinn og skapa sér eig- in vinnutíma og afkomu. Upplýsingar leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyr- ir 27. apríl, merkt: „Fyrirtæki - 4247“. Til sölu Til sölu eru 2/9 hlutar eyðijarðarinnar Breiða- vík, Borgarfirði eystra, Norður-Múlasýslu. Upplýsingar gefur undirritaður skiptastjóri þb. Guðmundar Sveinssonar, Bakka, Borgar- firði eystra. Kristján Ólafsson, hrl., Lögfræðiþjónustunni hf., Engjateigi 9, Reykjavík, sími 568-9940. Til sölu innflutningsfyrirtæki Hef verið beðinn um að selja innflutningsfyr- irtæki með sérhæfða vöru. Stærð þess hent- ar vel einstaklingi/fjölskyldu, eða sem viðbót við stærra fyrirtæki sem auka vill umsvifin. Upplýsingar gefur undirritaður aðeins á skrif- stofunni. Kristján Ólafsson, hrl., Lögfræðiþjónustunni hf., Engjateigi 9, Reykjavík. Til sölu stóðhestur Til sölu er stóðhesturinn Þinur upprunninn frá Laugarvatni, 5 vetra, dökkjarpur að lit. Hesturinn er í eigu þb. Guðmundar Sveins- sonar, Bakka, Borgarfirði eystra. Hann er nú í þjálfun í Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti. Tilboð berist undirrituðum, sem jafnframt svarar fyrirspurnum. Kristján Ólafsson, hrl., Lögfræðiþjónustunni hf., Engjateigi 9, Reykjavík, sími 568-9940. Góð efnalaug til sölu Höfum verið beðnir að selja eina af eldri starfandi efnalaugum landsins í þjónustu, með tvær afgreiðslur á höfuðborgarsvæðinu. Frábært tækifæri fyrir samhentar eina til tvær fjölskyldur. Vel staðsett fyrirtæki í góðu leiguhúsnæði. Nýlegar innréttingar og tæki. Um er að ræða eitt af betri fyrirtækjum á sínu sviði. Upplýsingar eingöngu á skrifstofu Hraunhamars, fasteignasölu, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, ekki í síma. ATVINNUHÚSNÆÐI 250-300m2 atvinnuhúsnæði óskast til leigu á Rvíkursvæðinu fyrir bifreiðarétting- ar og sprautun. Upplýsingar í símum 568 1981, 557 3510, 561 5002. Vaxandi verslun hér í borg óskar eftir 50-100 fm húsnæði til leigu á Skólavörðustíg eða nágrenni. Allt kemur til greina. Fullum trúnaði heitið. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 29. apríl merktar: „FÁG - 554". Akranes! Til leigu mjög gott verslunarhúsnæði á jarð- hæð við Kirkjubraut, ca 100 fm. Staðsett í hjarta bæjarins. Tilvalið fyrir verslunar- eða þjónustustarfsemi. Nánari upplýsingar á fasteignasölunni. Fasteignasalan HÁKOT, Kirkjubraut 28, sími 431-4045. Norræna ráðherranefndin auglýsir starf framkvæmdastj óra Norræna verkefnaútflutningssjóðsins lausa til umsóknar Framkvæmdastjóri stjórnar daglegu starfi skrifstofunnar, þróar starfsemina og undibýr ákvarðanir sjóðsstjórnar. Umsækjandi þarf að hafa haldgóða reynslu úr viðskiptalífinu og þá sérstaklega alþjóðavið- skiptum, nýsköpun í viðskiptum, verkefnamati og verkefnaútflutningi. Þá þarf umsækjandi að hafa reynslu af stjórnunarstörfum í einkafyrirtæki og þekkingu á alþjóðlegum fjárfestingum og fjármálastofnunum. Starfið krefst skipulagshæfileika og hæfni til að vega og meta nýjar aðferðir og leiðir í við_skiptum. Góð kunnátta í Norðurlandamálum og ensku er áskilin. Þá telst reynsla frá Austur-Evrópuríkjum, opinbera geiranum og þekking á norrænu viðskiptalífi til tekna. Ráðningartíminn er íjögur ár en sækja má um framlengingu í fjögur ár til viðbótar. Sjóðurinn býður upp á góð launakjör og veitir aðstoð við húsnæðisleit. Töluverð ferðalög fylgja starfinu. Skrifleg umsókn þarf að berast í síðasta lagi 10. maí 1996 til: Nordiska Projektexportfonden, nopef, Mikaelsgatan 13 A6, Postbox 241, Fin-00171 Helsingfors. Fyrirspurnum svara: formaður sjóðsstjórnar, Matti Vuoria í síma 00 358 0 1603503, varaformaður stjórnar Bengt Johansen í síma 00 47 22 243 600, eða núverandi framkvæmdastjóri Þorsteinn Ólafsson, nopef í síma 00 358 0 630 366, eða Thorvald Wettestad skrifstofustjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni í síma 00 45 33 960 235. Norrœni verkefnaútflutningssjóðurinn, nopef er ein af fjórum norrœnum fjárhagsstofnunum sem aðsetur hafa í Helsingfors. Norræna ráðherranefndin fármagnar starfsemi nopef Helsta verkefni sjóðsins er að veita norr- œnum fyrirtœkjum styrki til frumathugunar og annars undirbinings áóur en ákvörðun er tekin um ný verkefni og viðskipti og norrœnan verkefnaútfutning á markaói annars staðar en í ESB- og EES-ríkjum. FULL BÚÐ AF NÝJUM GLÆSILEGUM IIÚSGÖGNUM SA ST ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.