Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 13 EINU Neðanjarðar er án efa einhver merkilegasta kvikmynd síðustu ára. Þetta þriggja stunda stórvirki var gert á meðan átök stóðu sem hæst í gömlu Júgóslavíu og hlaut gullpálmann í Cannes á sama tíma og Serbar tóku hundruð friðargæsluliða í gíslinu. Þorfinnur * Omarsson hitti leikstjórann, Júgóslavann eða Bosníumanninn Emir Kusturica, þegar þessi erfiða mynd var í vinnslu, og fylgdist með því þegar hann tók á móti gullpálmanum í Cannes í fyrra. DEYJA FYRIR," ► „EKKERT LAIMD OG EIMGIIM ÞJÓÐ ER ÞESS VIRÐI FYRIR RÖSKUM áratug var Emir Kusturica gull- (Jrengur í Cannes. Hann var varla orðinn þrítugur er hann hlaut gullpálmann fyrir kvikmyndina Pabbi er í viðskipta- ferð árið 1985 og hafði fjórum árum áður hlotið gullljónið í Fen- eyjum fyrir fyrstu mynd sína, Manstu eftir Dolly Bell? Nú hefur hann unnið gullpálmann tvívegis, en í millitíðinni var hann valinn besti leikstjórinn í Cannes árið 1989 fyrir Tíma sígaunanna og silfurbjörninn í Berlín fyrir Ari- sónadrauminn árið 1993. Maður- inn þekkir semsagt ekki annað en velgengni á kvikmyndasviðinu. Við fyrstu sýn virðist þessi fertugi kvikmyndasnillingur blanda af blóðheitum Balkanbúa og subbu- legum rokkara. Töffari, fúlskeggj- aður og flókinhærður, klæddur í snjáðan leðuijakka, minnir hann á bóhem úr mynd eftir Jarmusch eða Kaurismáki. Lýsingin kemur kannski ekki á óvart, þarsem mað- urinn er aðdáandi rokktónlistar og dreymir um að syngja með Sex Pistols og gera kvikmynd um Lou Reed. Emir Kusturica er fæddur og uppalinn í Sarajevó og fetaði snemma í fótspor föður síns, sem var kvikmyndagerðarmaður á blómaskeiði Títóismans, en lét lífið eftir að stríðið braust út fyrir nokkrum árum. Enda þótt Kusturica sé múslimi frá Sarajevó hefur hann einkum verið gagn- rýndur fyrir að draga taum serb- nesku stjórnarinnar í Belgrað. Hann vísar slíkum ásökunum á bug, en fer ekki leynt með að hann er andvígur því að skipta gömlu Júgóslavíu upp í fleiri ríki. Hann lítur á sig sem Júgóslava, en seg- ist ekki hafa neina tilfinningu fyr- ir hugtakinu Bosníumaður. Kommúnismi og Títóismi Það er langt síðan - ef nokkurn tíma - gullpálminn í Cannes hefur verið jafn pólitískur og í fyrra. Á sama tíma og Kusturica tók við verðlaununum úr höndum Sharon Stone voru hundruð friðargæslul- iða í gíslingu Serba, griðasvæði virt að vettugi, hundruð þúsunda óbreyttra borgara á vergangi í Bosníu, og einsog komið hefur fram að undanfömu voru þúsundir múslima myrtir og færðir í fjölda- grafír. Neðanjarðar er óður til Júgó- slavíu, nostalgía um landið sem eitt sinn var til og er nú ekki leng- ur til. Myndin deilir með tragikó- mískum hætti á stríð síðustu ára, - stríð sem hefur orðið mörgum ástvinum leikstjórans að bana. Með fáránleikann að vopni gagn- rýnir Emir Kusturica hvers kyns stríðsrekstur, kommúnisminn fær sinn skammt og Títóisminn verður hjákátlegur í meðförum hans. Þetta er kryddað með stanslausri tónlist snillingsins Gorans Bregovic og farsakenndum uppá- komum, þannig að myndin verður samfelld veisla, ekki síður en stríðspólitísk. Saga myndarinnar er bæði frumleg og bráðfyndin, en umfram allt áhrifamikil: Árið 1941 her- nema Þjóðveijar Júgóslavíu. Tveir vinir í Belgrað eru ástfangnir af sömu konunni, en þegar stríðinu lýkur spinnur annar þeirra blekk- ingarvef til þess að ná ástum kon- unnar. í tvo áratugi telur hann vini sínum og aðstandendum hans, sem hafa falið sig undan Þjóðveij- um í neðanjarðarbyrgi, trú um að enn sé barist á götum Belgrað. í þeirra augum lýkur stríðinu aldrei, en örlög fólksins ráðast síðan í stríðinu á okkar dögum. Saga þessa fólks er kannski ekki alltaf raunsæ, en persónur myndarinnar eru umfram allt táknrænar fyrir þjóð, sem býr við alræðisvald kom- múnismans í hálfa öld. Fólkið lifir hamingjusömu lífi í neðanjarðar- byrgi og telur sér trú um að allt sé í stakasta lagi - á sama hátt og júgóslavneska þjóðin taldi sig ham- ingjusama á tímum Títós og sá ekki í gegnum pótemkintjöldin sem héldu þjóðinni í raun neðanjarðar. Það er sláandi í upphafi myndar- innar að fylgjast með því hvernig Þjóðveijar hernámu Júgóslavíu. Kusturica notast við gamlar frétta- myndir, sem sýna hvar nasistum var fagnað á götum Ljubljana í Slóveníu og Zagreb í Króatíu, en mjög harðar loftárásir þurftu til að hertaka Belgrað í Serbíu. • “Ég fæddist Júgóslavi og verft alltaf Júgóslavi. Ég veit ekkl hvað það táknar að vera Bosníumaður," segir Emlr Kusturica.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.