Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAí -f YSINGAR Skattstjóri Staða skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lög- fræði, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu í endurskoðun. Æskilegt er að umsækjendur hafi jafnframt góða þekkingu á skattalögum og skattaframkvæmd. Staðan veitist frá 1. júlí 1996. Laun skattstjóra eru ákveðin af Kjaranefnd samkvæmt lögum nr. 120/1992, um kjara- dóm og kjaranefnd. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 21. maí 1996. Fjármálaráðuneytið, 18. apríl 1996. Frá Fjölbrautaskólanum viðÁrmúla Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: Kennsla í sálfræði og uppeldisfræði, heil staða. Afleysing til eins árs. Námsráðgjöf, hálf staða. Æskilegt er að viðkomandi geti einnig kennt sálfræði, en það er ekki skilyrði. Bókasafnsfræðingur, hálf staða. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 581-4022 eða í skólanum. Umsóknarfrestur er til 13. maí og skal skila umsóknum á skrifstofu skólans. Skólameistari. "VIÐ LEITUM AÐ ENDURSKOÐENDUM FRAMTÍÐARINNAR" KPMG Endurskoðun hf. hyggst á næstu mánuðum ráða nokkra einstaklinga til endurskoðunarstarfa. Við óskum eftir umsóknum frá nýlega útskrifuðum viðskipta- fræðingum af endurskoðunarsviði og þeim sem útskrifast 1996. Möguleiki er á hlutastarfi fyrir nemendur sem útskrifast vorið 1997. í BOÐI ER: • Starf sem felst aðallega í endurskoðun, reikningsskilum og skattskilum • Starf sem veitir rétttil að þreyta löggiIdingarpróf til endurskoðunarstarfa og möguleiki á framtíðarstarfi að því loknu • Þátttaka í verkefnum þar sem fagkunnáttu og frumkvæðis er krafist • Góð vinnuaðstaða í nútíma skrifstofuhúsnæði • Starfsvettvangur hjá einu stærsta endurskoðunarfyrirtækinu sem þjónar mörgum stórum og smáum fyrirtækjum • Möguleiki til fagmenntunar sem aðeins stendur starfsmönnum KPMG til boða • Góð staðsetning á höfuðborgarsvæðinu • Þátttaka í fjölbreyttu félagslífi starfsmanna KRÖFUR: • Próf í viðskiptafræði af endurskoðunarsviði • Dugnaður, reglusemi, frumkvæði og góðir samstarfshæfileikar UMSÓKNIR: Hafirðu áhuga fyrir þessum störfum með þeim kröfum og kostum sem hér er lýst, þá hvetjum við þig til að sækja um þau og þarf umsóknin að hafa borist okkur fyrir 1. maí 1996. í umsókninni þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun, námsárangur, fyrri störf og önnur atriði sem þú telur máli skipta. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um þessi störf veitir starfsmannastjóri í síma 533 5555 FYRIRTÆKIÐ: KPMG Endurskoðun hf. varð 20 ára á síðast liðnu ári. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns sem veita víðtæka þjónustu við atvinnulífið á eftirtöldum sviðum: • Endurskoðun • Reikningsskil • Skattskil og skattaleg ráðgjöf • Alhliða lögfræðiþjónusta • Fjármála- og rekstrarráðgjöf • Tölvu-og bókhaldsþjónusta Aðalskrifstofa KPMG Endurskoðunar hf. er í Reykjavík, en félagið hefur einnig skrifstofur í Hafnarfirði, Borgarnesi, á Sauðárkróki, Egilsstöðum og á Selfossi. Auk þessa eru mikil tengsl við alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið KPMG en innan þess starfa um 70 þúsund manns í um 1 30 þjóðlöndum. KPMGEndurskoðun hf. Löggiltir endurskoöendur Vegmúla 3 108 Reykjavík TÖLVUNARFRÆDINGUR KERFISFRÆÐINGUR Öflugt tryggingafélag óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræðing til starfa. Miklar og spennandi breytingar eru fyrirhugaðar á upplýsingakerfi fyrirtækisins. Starfssvið Fjölbreytt verkefni á sviði tölvudeildar sem að hluta til munu fara eftir bakgrunni og óskum viðkomandi. Á næstu misserum verður tekin í notkun RISC tölva, hlutbundnar aðferðir við hugbúnaðargerð og biðlara/miðlara hugbúnaðarlausnir. Óskað er eftir Tölvunarfræðingi eða Kerfisfræðingi helst á aldrinum 25-35 ára sem er bæði góður fagmaður og lipur í samstarfi. í boði er gott starfs- og þróunarumhverfi og góð kjör. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar; “Öflugt tryggingafélag” fyrir 27. apríl nk. RÁÐGARÐUR hf Sl}ÓRNUNAROGREKSIKARRÁÐG]ÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK SÍMI 533-1800 netfang: radgardur@'ttn.is EINKARITARI SJÁLFSTÆTT STARF FYRIRTÆKIÐ er eitt af öflugri inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins staðsett í Reykjavík. STARFIÐ felst í innlendum og erlendum bréfaskriftum ásamt almennri tölvuvinnslu, skjalavistun, undirbúningi funda auk annarra krefjandi verkefna. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með góða íslensku- og enskukunnáttu í töluðu og rituðu máli. Ahersla er lögð á sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, örugga og þægilega framkomu ásamt lipurð í mannlegum samskiptum og áreiðanleika í hvívetna. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 29. apríl n.k. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá 10-13. \ Starfsráðningar ehf Mörkinrti 3-108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Guðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.