Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 3 færi sem ég var byijuð á og sem ég varð bókstaflega að ljúka við.“ Hér má skjóta inn í hvernig ívar, sem var sonur Þórarins Guð- mundssonar fiðluleikara, kom með afdrifaríkum hætti inn í líf Erlu og beindi henni á þessa braut. Hún var þá búin að spila á fiðlu í mörg ár, hafði verið að læra í 14 ár. Þá vildi svo til að fiðlan hennar brotnaði og hún fór alveg eyðilögð með hana til ívars, sem var sá eini sem gerði við fiðl- ur þá. Hún segist alveg hafa heill- ast af andrúmsloftinu á verkstæð- inu og öllum verkfærunum. Ekk- ert löngu seinna ákvað hún að leggja viðgerðir fyrir sig og fór að leita að skóla, sem hún fann í London. Þá hét hann London College of Furniture, en hefur breytt um nafn síðan. Þar voru deildir fyrir hvert hljóðfæri með 16 nemendum í hverri. Hún ætl- aði einkum að læra viðgerðir, sem vantaði svo heima, en hafði ekki hug á nýsmíði fyrr en seinna. Eftir tveggja ára nám í fiðlusmíði bætti hún því við einu ári í við- gerðir á strengjahljóðfærum, sem svo sannarlega reyndist þörf fyrir þegar hún kom heim. Sem við stöndum þarna í bjartri vinnustofunni með þessari góðu viðarlykt og hljóðfærum um allt þá verður ofur skiljanlegt hvernig Erla heillaðist af vinnustofu ívars. „Nú finnst mér ég semsagt vera búin að vinna úr gömlu verk- efnunum og geti byijað á nýjum.“ Erla segir að þar sé óskalistinn langur en efst á honum að smíða kontrabassa, sem hún ætlar að gera í haust, eftir að hafa lakkað hljóðfærin sín i sumar. Svo heldur hún bara áfram á sömu braut, sem er miklu auðveldara af því að nú er hún búin að leggja grunn- inn, smíða verkfæri og mót og gera snið. Svo nefnir hún sérverk- efni sem gaman væri að leggjast í, eins og að smíða fyrir einstakl- inga og óvenjulegar stærðir af hljóðfærum, sem fólk á erfitt með að fá. Til dæmis eru konur farnar að spila svo mikið á selló og finnst sellóin oft of stór. „Ekki kannski að smíða beint eftir pöntunum. Ég hefi alltaf sagt að ég gæti ekki smíðað upp í pantanir, því sem fiðluleikari gæti ég sjálf aldrei farið og pant- að hljóðfæri sem ég yrði svo að taka. Ég yrði að prófa nokkur fyrst.“ Er i öfwndsveróri aóstöóu „Það er auðvitað alger lúxus að geta unnið svona. Að smíða fyrst og selja svo. Vera í rauninni að smíða bara fyrir sjálfan sig,“ bætir hún við. „Þetta getur varla nokkur fiðlusmiður leyft sér leng- ur, því allir þurfa að hafa laun og sjá fyrir sínum fjölskyldum. Af því Adrian hefur svona örugg- ar tekjur er ég í þeirri óvenjulegu aðstöðu að geta smíðað að mínum hætti, tekið í það allan þann tíma sem ég þarf og vil. Það er ein- mitt eitt það mikilvægasta fyrir mig að geta haft ótakmarkaðan tíma fyrir hvert hljóðfæri. Ég er alltaf að mæla alla skapaða hluti, en tíminn er nokkuð sem ég mæli ekki. Enda spyr enginn um tímann sem í það fór þegar hljóð- færi er búið.“ Erla segir að raunar sé hljóð- færi aldrei búið og megi alltaf lagfæra. „Gömlu hljóðfærin eru ekki heldur eins og þegar þau voru fyrst smíðuð. Það er því rauninni mjög öfundsvert að geta leyft sér þetta. Ég er ekkert bund- in af því að þurfa að geðjast ein- um eða neinum, get bara gert það sem mér finnst. Auðvitað er mjög mikilvægt að hlusta á aðra og það geri ég líka. Um leið og ég er búin að smíða hljóðfæri þá sýni ég það hljóðfæraleikurunum og Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn mánudaginn 6. maí 1996 kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Önnur mál. Félagsmenn sýni félagsskírteini við innganginn (gíróseðill 1995). Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Veldu það besta - veldu bíl frá Bílabúð Benna Fullbúinn bíll með öllu því besta sem Cherokee bíður uppá. Vagnhöföa 23 »112 Reykjavík • sími 587 0 587 - «». ' * ipsti V: v VltSV v v«3,3í;»..ví É i - Alþjóðlegur dagur bóka og höfundaréttar - UNESCO hefur ákveðið að gera 23. apríl að árlegum alþjóðadegi bóka og höfundarréttar, en þessi dagur er íslendingum minnisstæður sem fæðingardagur nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Laxness. Af þessu tilefni stendur Bókasamband íslands fyrir kynningu á íslenskum bókmenntum og bókagerð. Á dagskránni verður meðal annars: ThorVilhjálmsson flytur ávarp bókarinnar í fjölmiðlum. Rithöfundar lesa úr verkum sínum á Café Reykjavík og Sólon íslandus, kl. 21. Bókaútgefendur bjóða afslátt á íslenskum bókum út vikuna Bókbindarar sýna verk sín í Þjóðarbókhlöðunni. Prentsmiðjur auglýsa starfsemi sína. Samtök iðnaðarins afhenda bókaviðurkenningar. Vaka-Helgafeil afhendir barnabókaverðlaun. Bókasöfnin minna á dag bókarinnar með sérstökum hætti. Á Akureyri verða ýmsir rithöfundar kynntir í Deiglunni kl. 20.30. Bókasamband íslands bíður bókaunnendur vel að njóta. Bókasambandið hvetur foreldra, skóla og vinnustaði til að leggja sitt lóð á vogarskálina til að gera þennan fyrsta dag bókarinnar sem veglegastan. BÓKASAMBAND ÍSLANDS LESIÐ FYRIR LÍFIÐ! Stjórn Bókasambands íslands er skipuð fulltrúum frá samtökum og félögum sem hagsmuna eiga að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu. rðafélag íslands - Félag bókagerðarmanna - Félag íslenskra bókaútgefenda íslenskra bóka- og ritfangaverslana - Hagþenkir - Rithöfundasamband 1 1 ’ - Samtök gagnrýnenda - Samtök iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.