Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN WnMAUGL YSINGAR Verkfræðingur eða tæknifræðingur óskast Sérmenntun í samgöngutækni eða reynsla í gatnahönnun, skipulags- og umferðarmálum æskileg. Góð tölvukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar gefa Valdís og Gunnar. Vinnustofan Þverá, sími 551 4060. FLUGLEIDIR Tölvunarfræðingar - kerfisfræðingar Flugleiðir óska eftir tölvunarfræðing- ur/kerfisfræðingum til starfa sem fyrst. Vegna aukinna verkefna leitar félagið eftir duglegum og metnaðarfullum starfsmönnum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. Til vélbúnaðar fyrirtækisins telst IBM stór- tölva, minni og stærri net tengd víða um heim. Helstu þróunarumhverfi eru Natur- al/Adabas, Oracle, Lotus Notes, Delphi, C++. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi: • Þekking/reynsla á gagnagrunnum. • Góð alhliða þekking á helstu PC kerfum s.s. Windows, Word, Excel. • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. • Góð enskukunnátta nauðsynleg. Skriflegar umsóknir óskast sendar til starfs- mannaþjónustu félagsins, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar en 30. apríl nk. Starfsmannaþjónusta Flugleiða. SÖLU-OG MARKADSFULLTRÚI TÖLVUPAPPÍR Framsækiö fyrirtæki sem er leiöandi á sviði prentiðnaðar óskar eftir að ráða sölumann meö reynslu til starfa í söludeild. Starfssvið • Sölustjórnun- og markaðssetning á sérprentuðum tölvupappír. • Tilboðsgerð og samningagerð. • Gerð útboðsgagna og verklýsinga. • Umsjón með lagerhaldi á tölvupappír. Hæfniskröfur Leitað er að sjálfstæðum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum sölumanni sem er vel kynntur og hefur náð árangri á markaðnum. Sérmenntun eða reynsla í prentiðnaði skilyrði. f boð er gott starf hjá traustu fyrirtæki. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs hf. á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar; “Sölumaður - prentvörur” fyrir 29. apríl n.k. RÁÐGARÐUR hf Siy^NUNAROGfŒKSIRARRÁÐGJŒ FURUQERÐI 5 108 REYKIAVÍK SÍMI 833-1800 netfartg: radgardur@itn.is ‘■WÉi / - Leikskóli St. Franciskussystra, Stykkishólmi Leikskólakennarar Aðstoðarleikskólastjóri óskast strax til starfa á leikskóla St. Franciskussystra. Við skólann starfa um 80 börn í blönduðum deildum og 12 fullorðnir auk skólastjóra. Húsnæði í boði. Umsóknarfrestur rennur út 3. maí 1996. Ef þið hafið áhuga á skemmtilegu en oft krefjandi starfi í fallegu umhverfi þá hafið samband við skólastjóra, systur Lovísu eða Róbert í símum 438 1028 eða 438 1128. Lausar stöður við framhaldsskóla Vestfjarða Við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði eru lausar eftirtaldar stöður: Heilar kennarastöð- ur í íslensku, þýsku, viðskiptagreinum, stærðfræði, eðlisfræði, vélstjórnargreinum og rafiðnaðargreinum. Hlutastöður í sér- kennslu og kennslu í skipstjórnarfræðum, hjúkrunarfræðum, veitingatækni og mat- reiðslu-framreiðslu. Staða húsmóðurog hús- bónda á heimavist, samtals heil staða á skólatíma. Við útstöð skólans á Patreksfirði eru lausar stöður stundakennara í íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði, efnafræði, vélritun og íþróttum. Stöðurnar eru lausar frá 1. ágúst nk. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. maí til Framhalds- skóla Vestfjarða, pósthólf 97, 400 ísafjörður. Frekari vitneskju veitir undirritaður í síma 456 3599 eða 456 4540. Skólameistari. Staða verkefnis- stjóra CAFF Staða verkefnisstjóra (Programme coordin- ator) fyrir samstarfi átta þjóða (Bandaríkj- anna, Kanada, Rússlands og Norðurland- anna fimm) um vernd lífríkis á norðurslóðum (Conservation of Arctic Flora and Fauna, CAFF) er laus til umsóknar. Samstarf þetta er hluti víðtækara samstarfs um umhverfis- vernd á norðurslóðum (Arctic Environment Protection Strategy, AEPS). Skrifstofa sam- starfsins er staðsett á Akureyri. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: • Hafa stjórnunarreynslu og geta unnið sjálfstætt. • Hafa reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði vísinda. • Hafa almenna þekkingu á málefnum norð- urslóða, einkum umhverfismálum með sérstakri áherslu á gróður og dýralíf. • Hafa gott vald á ensku. Verkefnisstjóri verður í fyrstu ráðinn til eins árs og þarf að geta hafið störf sem fyrst. Staðan verður auglýst á ný á árinu 1997 í öllum aðildarlöndum samstarfsins. Frekari upplýsingar veita Þórður H. Ólafs- son, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, sími 560 9600, bréfsími 562 4566, eða Ævar Petersen, for- stöðumaður Reykjavíkurseturs Náttúru- fræðistofnunar íslands, Hlemmi 3, Reykjavík, sími 562 9822, bréfsími 562 0815. Umsóknir skulu berast umhverfisráðuneytinu fyrir 15. maí nk. Umsækjendur skulu greina frá menntun, reynslu og hæfni með skírskotun til áður- greindra skilyrða. KWTOURSTS Europelöx-freeShopping Europe TAX-FREE Shopping á íslandi hf. óskar að ráða starfs- kraft í almennt ritarastarf. Starfstími er á milli kl. 10 og 15 og er þess krafist að um- sækjendur hafi fullkomið vald á dönsku og ensku auk góðrar tölvukunnáttu. Framtíðar- starf í boði hjá ört vaxandi alþjóðlegu fyrir- tæki. Laun skv. samkomulagi. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til: Europe TAX-FREE shopping á íslandi hf., pósthólf, box 402, 222 Hafnarfjörður, eða hafið samband í síma 896 2196 milli kl. 8.30 og 12. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Deildarstjóri kjötdeildar Matvöruverslun á Suðurlandi leitar að starfs- manni til starfa sem umsjónarmaður í kjötaf- greiðsludeild. Starfið felst m.a. í: Stjórnun og þátttöku í framsetningu og sölu á kjöti og skyldum vörum úr afgreiðsluborðum ásamt ýmsum öðrum ótilgreindum verkefnum. Leitað er að kjötiðnaðarmanni - matreiðslu- manni eða manni vanan störfum við kjötiðn- að í verslunum. Viðkomandi þarf að vera snyrtilegur, geta unnið undir álagi, vera hug- myndaríkur og hafa ánægju af því að veita góða og fagmannlega þjónustu. í boði er gott starf hjá góðu fyrirtæki ásamt ágætum launum fyrir réttan aðila. Umsóknareyðublöð, ásamt frekari upplýsing- um um starf þetta veiti ég á venjulegum skrifstofutíma. Teitur Lárusson, Atvinnumiðlun og ráðgjöf - Starfsmannastjórnun Austurstræti 12-14(4. hæð), sími 562-4550, 101 Reykjavík. Viltu auka tekjur þínar um allt að 200 þúsund á mánuði? Ef svo er, þá getum við, vegna aukinna umsvifa, bætt við okkur duglegum og já- kvæðum sölumönnum sem hafa áhuga á að takast á við skemmtileg og spennandi verk- efni. Um er að ræða sölu á bókum sem hafa slegið öll met í sölu. Selt er gegnum síma og/eða í farandsölu. Hjá okkur starfar nú þegar hópur fólks við sölustörf á kvöldin og um helgar í mjög skemmtilegu starfsum- hverfi. Einnig er um dagsölu að ræða. Yngra fólk en 20 ára kemur ekki til greina. ★ Frábærir titlar. ★ Miklir tekjumöguleikar. ★ Góð vinnuaðstaða. Vinsamlega hafið samband við Guðmund Hauksson í síma 550 3189 milli kl. 14 og 17 mánudag og þriðjudag. 4» VAKA-HELCAFELL Síðumúla 6 - sími 550 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.