Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 Milljónir jarðsprenfflia ógna íbúum fyrrverandi lýðvelda Júgóslavíu, ekki síst bömum. Hundruð þeirra hafa misst útlimi eftir að hafa stigið á jarðsprengjur. Eitt þessara bama sleppti nýverið hækjunum og tók sín fyrstu skref á íslenskum gervifæti. Morgunblaðið/Kristján Friðriksson ÞEGAR Dennis bauðst að koma upp í salinn og fylgjast með gervifótasmiðinni grunaði hann ekki að skömmu síðar myndi hann taka sín fyrstu skref á nýjum fæti. Reyndar trúði hann vart því sem var að gerast, fyrr en hann var spurður um hvort hann ætti íþróttaskó á vinstri fótinn og hvor hann vildi þá ekki sækja skóinn. DENNIS var óstyrkur þegar hann sleppti hækjunum og tók fyrstu skrefin hjálpar- laust, en fljótlega var hann farinn að ganga um eins og ekkert væri að. sprengju sem eitt þeirra steig á. Þannig slasað- ist Dennis sjálfur í október síðastliðnum. Hann var að hjóla hjá akri í útjaðri þorpsins og ákvað að reiða hjólið sitt yfir stíg. Þar steig hann á jarðsprengju sem tætti hægri fótinn og olli miklum áverkum á þeim vinstri. Dennis slasað- ist alvarlega í sprengingunni og líklega varð það honum til lífs að kvikmyndahópur frá breskri sjónvarpsstöð var af tilviljun ekki langt undan. Bretarnir sáu blossann, brugðust skjótt við og komu drengnum undir læknishendur. Hann var síðan svo lánssamur að komast á þetta eina sjúkrahús í nágrannaríkinu Króatíu sem sinnir aflimuðum. Það kom þó ekki til af góðu. Aðgerð var gerð í Bosníu á stúfnum í kjölfar sprengingarinnar, en aðstæður voru bágbornar, alvarleg sýking komst í fótinn og þegar bosnískt hjúkrunarfólk bað sjúkrahúsið í Zagreb um að taka við drengnum var ástand hans lífshættulegt. Til Zagreb var hann fluttur í dái vegna sýkingarinnar, en þar var gerð önnur aðgerð á stúfnum sem heppnaðist vel og drengurinn er nú óðum að jafna sig. Dennis er reyndar ekki sá fyrsti í fjölskyld- unni sem slasast í stríðinu. Bræður hans hafa báðir barist með her Bosníumanna og annar þeirra var skotin í fót snemma í stríðinu. Faðir drengsins var einnig í Bosníuher til skamms FYRSTU SKREFIN Á NÝJUM FÆTI FÓRNARLÖMB stríðsins í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu eru mörg og þrátt fyrir að sáttaumleitanir og samningar hafi dregið að mestu úr stríðsátökum fer því íjarri að tala þeirra sem hafa særst eða látið lífið vegna striðsins sé hætt að hækka. Fórnarlömbum stríðsins fjölgar á degi hveijum og á eftir að gera um langan tíma, þar sem í jörðu leynast ennþá milljónir jarðsprengna. í Króatíu einni er áætlað að sex milljónir jarð- sprengna séu enn í jörðu, fyrst og fremst grafn- ar niður í sakleysislega akra eða vegkanta. Þessi staðreynd er ógnvekjandi, ekki síst fyrir það að stærstan hluta þeirra er engin leið að finna með málmleitaraðferðum, þar sem þær eru gerðar úr plastefnum. Eina leiðin til að koma f veg fyrir að slíkar sprengjur valdi mann- tjóni er að kveikja í jarðvegi á svæðum sem talið er að sprengjur sé að finna og vonast til að þær springa í eldinum. Þessari aðferð vilja menn þó helst ekki beita nema að vera þes% fullvissir að sprengjur séu á svæðinu, því eldur- inn skilur eftir sviðna jörð og eiturefni, sem koma í veg fyrir að jarðveginn megi nýta til fæðuöflunar fyrr en eftir alllangan tíma. í Króatíu eru um 6 þúsund hermenn sem hafa misst annan fótinn eða báða, flestir vegna jarðsprengna. Fjöldi almennra íbúa er síst- minni, þótt erfitt sé að nálgast áreiðanlegar tölur þar um. En af almennum borgurum sem misst hafa fætur vegna jarðsprengna eru böm fjölmennasti hópurinn. Börn sem í sakleysisleg- um leik hafa stigið á jarðsprengjur. Þannig var með Dennis, drenginn sem var á sjúkrahúsinu í Zagreb, þar sem Össur hf. kynnti króatískum yfírvöldum Icex-tæknina við gerð gervifóta. Dennis er 15 ára gamall Bosníudrengur, al- inn upp í litlu sveitaþorpi skammt frá Bihac. Hann sagði íslendingunum að á undanförnum árum hefði hann bæði séð á eftir vinum sínum og skólafélögum í gröfina. Hann á líka jafn- aldra og vini sem hafa misst útlimi vegna jarð- sprengna. Síðast þegar hann fékk fréttir að heiman, nokkrum dögum áður en íslendingam- ir hittu hann, höfðu fimm börn verið saman að leik í litla þorpinu og slasast vegna jarð- tíma, en starfar nú á verkstæði í sveitaþorpinu og móðir hans er húsmóðir. Eins og hjá þorra þjóðarinnar er fjárhagur fjölskyldunnar bágur eftir stríðið og því hefur Dennis hvorki farið heim í helgarleyfi af spítalanum né fengið heim- sóknir frá fjölskyldunni. Nú það styttist í að Dennis geti farið heim, stúfurinn er óðum að jafna sig og íslenski gervifóturinn, sem hann fékk svo óvænt á dögunum, skiptir þar miklu máli. Að sögn talsmanna Össurar hf. hefur fyrir- tækið þó ekki sleppt hendinni af þessum dreng sem vann hug og hjarta íslendinganna á sjúkra- húsinu í Zagreb. Þegar gervifóturinn var gerð- ur á hann þar var enn talsverð bólga í stúfnum og því mun harða hulsan, sem mótuð var eftir honum, ekki passa fullkomlega þegar bólgurnar eru horfnar. Því stendur til að senda stoðtækja- fræðing á nýjan leik til Zagreb til að móta nýja Icex-hulsu á stúfinn um leið og Dennis hefur jafnað sig að fullu eftir aðgerðina og bólgurnar eru horfnar. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 B 17 Brýn þörf á aðstöðvið aflimaða ÍSLENDINGARNIR í sundursprengdu þorpi rétt utan Zagreb. F.v. Eyþór Bender, markaðsstjóri Össurar, Sigmundur Artúrsson, kvikmyndatökumaður Saga film og Krislján Friðriksson, stjórn- andi myndarinnar. Á stéttinni við hlið þeirra má sjá hvar sprengj- an lenti sem gereyðilagði íbúðarhúsin fyrir aftan þá. EINS OG áður hefur komið fram í Morgunblaðinu barst stoðtækjafýrirtæk- inu Össuri hf. nýverið beiðni frá króatískum yfirvöldum um aðstoð við að útbúa gervifætur á króatíska hermenn sem misst hafa fætur í stríðsátökum undan- farinna ára. Króatísk stjórnvöld eru skuldbundin til að leysa úr málum sinna hermanna, en þar sem aðeins eitt sjúkrahús í landinu sinnir fólki sem misst hefur útlimi var leitað að einfaldari lausnum en hingað til hafa boðist. Slík lausn er einmitt að líta dagsins ljós eftir langa þró- unarvinnu hjá Össuri hf. Það er ný og byltingargerð aðferð við að útbúa harða hulsu fyrir fólk sem misst hefur fætur fyrir neðan hné, en slík hulsa tengir stúfinn við hinn eiginlega gervifót. Þessi aðferð eykur stórlega möguleika stoðtækjafræðinga á að aðstoða fólk í ólíkum og erfiðum aðstæðum. í stað þess að þurfa allt að 8 klukkustundir, sem dreifast á nokkra daga, til að sérsmíða harða hulsu býður nýja aðferðin upp á að hulsan sé „klæðskerasniðin“ fyrir viðkomandi notanda á innan við klukkustund og tilbúin til notkunar skömmu síðar. Þar að auki kallar nýja aðferðin ekki á að hönnunin þurfi að gerast á stoðtækjaverkstæði og það sem ekki síst skiptir máli — rafmagn þarf ekki að vera til staðar. Vatn er það eina sem til þarf, utan sérs- taks koltrefjaefnis og tilheyrandi áhalda. Því er ekki að undra þótt yfirvöld á hernaðarsvæðum, hjálp- arstofnanir og fleiri eygi með þess- ari aðferð möguleika á að aðstoða miklu fleira fólk sem misst hefur fætur en ella og það með talsvert minni fyrirhöfn en tíðkast hefur. Icex, eins og þessi nýja aðferð nefnist, er nú tilbúin eftir áralangt þróunarferli og kemur á alþjóðlegan markað með vorinu. Vegna þeirrar markaðssetningar var leitað til Saga film hf. um gerð kynningar- og kennslumyndar og hófst sú vinna í byijun ársins. Þegar beiðnin svo barst frá Króatíu um kynningu á Icex var afráðið að taka notkun þess á jarðsprengjussvæðum inn í myndina. Því fóru Sigmundur Art- húrsson, kvikmyndatökumaður, og Kristján Friðriksson, stjórnandi myndarinnar, með í ferðina, ásamt Eyþóri Bender, markaðsstjóra Öss- urar, og Toby Carlsson, stoðtækja- fræðingi og yfirmanni Össurar í Bretlandi. Lítið var vitað um aðstæður á svæðinu annað en að kynningin á Icex skyldi fara fram á sjúkrahúsi í Zagreb, þessu eina í Króatíu sem sinnir aflimuðum fórnarlömbum stríðsins, aðallega hermönnum Kró- ata og bandamanna þeirra í Bosníu. Til Zagreb var farið með talsvert magn af áhöldum og efnum sem þarf til að smíða Icex-hulsur á fuil- orðna karlmenn, sem og gerviökkla og annað sem þarf til að fullbúa gervifót. Kynningin fór fram laugardaginn 30. mars, að loknum blaðamanna- fundi á sjúkrahúsinu þar sem hem- aðaryfirvöld skýrðu fjölmiðlum frá áformum um að leysa skjótt úr málum aflimaðra hermanna. Sjúkrahúsið var ekki fullskipað sjúklingum, þar sem reynt er að senda sem flesta heim í helgarleyfi frá föstudegi til mánudags. Kynn- ingin sjálf fór fram í sal sjúkrahúss- ins og voru smíðaðir gervifætur á sjö hermenn sem höfðu dvalist á sjúkrahúsinu, sem er nær eingöngu fyrir fullorðna sjúklinga. Það kom því Kristjáni Friðrikssyni nokkuð á óvart, þegar hann laumaði sér út úr kynningarsalnum til að skoða sig um á sjúkrahúsinu, að hitta fyrir ungan einfættan dreng innan um allt fullorðna fólkið. Drengurinn sat inni á sjúkrastofu á spjalli við góðan vin sinn, her- mann á fimmtugsaldri sem misst hefur báða fætur. Drengurinn hafði mikinn áhuga á íslendingunum og því sem hann vissi að væri að ger- ast í sal sjúkrahússins. Hann brást því glaður við þegar Kristján bauð þeim félögunum að koma með sér aftur í salinn og fylgjast með gervi- fótasmíðinni. Þar fylgdist drengur- inn með af áhuga þegar hermenn- irnir slepptu hækjum eða stigu úr hjólastólum og gengu á nýju gervi- fótunum, án þess að gruna að skömmu síðar myndi hann líka taka sín fyrstu skref eftir sprenginguna hjálparlaust. Því þótt hann tilheyrði ekki hópi hermanna og yfirvöld væru á engan hátt skyldug til að verða honum úti um stoðtæki, þá var ekkert sem bannaði íslendingum að gefa hon- um nýjan fót. Til þess þurfti aðeins leyfi frá læknum sjúkrahússins og þegar það hafði fengist var hafist handa við að smíða á hann gervifót með Icex-aðferðinni. Þegar íslend- ingarnir yfirgáfu spítalann í lok dagsins gekk drengurinn óstuddur um sal sjúkrahússins — að vísu á fullorðinsökkla, en ökkli í réttri stærð kom til hans nú í vikunni. Morgunblaðið/Kristján Friðriksson VIÐ FYRSTU sýn virðist sem húsin séu sundurskotin, en þegar nánar er aðgætt kemur í ljós að götin eru eftir sprengjubrot. Það eru líka sprengjur og sprengjubrot sem ógna lífi og limum íbúanna, jarðsprengjur eru í milljónatali grafnar í jörðu og ógerningur að finna nema lítinn hluta þeirra með sprengjuleitartækni. Hulín vopn sem eng-um eira Áætlað er að rúmlega 2.000 manns deyi eða verði örkumla á mánuði hverjum vegna allt að 110 milljónavirkrajarðsprengna í heiminum. Fast er nú lagt að ráðamönnum í ríkjum heims að samþykkja bann við notkun slíkra vopna, sem hefur verið lýst sem „glæp gegn mannkyninu“. JARÐSPRENGJUR hafa verið nefndar „sígild vopn fátæka mannsins“ og verða sífellt ódýr- ari í framleiðslu. Ódýrustu sprengjurnar kosta aðeins jafnvirði 200 króna og kostnaðurinn af lagningu þeirra er lítill. Það er því engin furða að þessi skaðlegu vopn skuli vera jafn algeng og raun ber vitni. Áætlað er að 110 milljónir virkra sprengna liggi í jörðu í alls 64 löndum í heiminum. Meira en helmingur þeirra er í Miðausturlöndum, Norður-Afríku og Mið-Asíu, t.a.m. milljónir í Egyptalandi, íran og Áfganistan. Um 23 milljónir jarðsprengna eru í Austur-Asíu, þar af allt að tíu milljónir í Kambódíu einni. Afleiðingar þessarar miklu útbreiðslu eru skelfilegar. Rúmlega 25.000 manns deyja eða særast alvarlega af völdum jarðsprengna í heiminum á ári hveiju. Jarðsprengjur gera ekki greinarmun á her- mönnum og óbreyttum borgurum. Þær geta legið í jörðu áratugum eftir að stríðsátökum lýkur og eira engum. Þúsundir manna hafa til að mynda dáið eða misst útlimi í Afganistan, sem er best lýst sem risa- stóru sprengjubelti eftir 16 ára stríð. I Kabúl einni misstu 80 útlimi í febrúar og sumir eru svo heppnir að fá gervifætur, aðrir verða rúmfastir eða í hjólastólum til æviloka. í Angóia eru enn 15 milljónir jarðsprengna, eða að minnsta kosti ein á hvern lands- mann, eftir tveggja áratuga borgara- styijöld. 150-200 óbreyttir borgarar deyja eða særast vegna jarðsprengna á viku hverri í landinu. Alls hafa um 70.000 manns misst útlimi. Frjósöm svæði í órækt í löndum eins og Kambódíu, Angóla, Mozambique og Afganistan þurfa bænd- ur oft að hætta lífinu til að sjá fjölskyld- um sínum farborða. „Menn geta ekki ræktað landið, snúið til heimabæja sinna, eða safnað eldi- viði,“ segir Chris Moon, 33 ára Breti, sem missti fót og handlegg við hreinsun sprengjubelta í Mozambique. Hann segir að notkun jarðsprengna sé best lýst sem „glæp gegn mannkyninu“. 40.000 Kambódíumenn hafa misst útlimi af völdum jarðsprengna. Skiltum með myndum af hauskúpum og kros- sleggjum hefur verið komið fyrir við vegi í vesturhluta landsins til að vara fólk við jarðsprengjum. Þorpsbúar neyð- ast þó til að fara inn á hættusvæðið til að safna eldiviði og bambusstönglum og veiða dýr og fiska sér til matar. „Ég er dauðhræddur við jarðsprengj- urnar," segir einn þorpsbúanna og ná- granni konu, sem missti mann sinn ný- lega þegar hann var að safna stráum til mottugerðar og steig á sprengju. „En ef við söfnum ekki stráum og bambus- stönglum lifum við ekki af.“ Hættan af jarðsprengjum veldur því að víðfeðm og fijósöm svæði í mörgum stríðshrjáðum löndum í þriðja heiminum eru ekki ræktuð og eykur þannig þörf- ina á aðstoð annarra ríkja. Kambódíu- menn þurfa til að mynda að flytja inn 200.000 tonn af hrísgijónum af þessum sökum og geta það ekki nema með hjálp Vesturlanda. Verða sprengjurnar bannaðar? Tveggja vikna ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um jarðsprengjur hefst í Genf á morgun, mánudag, og markmið henn- ar er að endurskoða samning frá 1980, sem takmarkar notkun þessara vopna. Að minnsta kosti 24 þjóðir hafa hvatt til þess að samið verði um algjört bann við notkun jarðsprengna, annarra en þeirra sem ætlað er að granda skriðdrek- um og öðrum farartækjum. Þjóðveijar eru á meðal þessara þjóða og tilkynntu á dögunum að þeir myndu hætta notkun jarðsprengna, sem ætlaðar eru hermönn- um, og eyðileggja þær í áföngum í von um að fleiri ríki færu að dæmi þeirra. „Með þessari ákvörðun sendum við skýr skilaboð til Genfar: banna verður þessi hryllilegu vopn,“ sagði Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands. Rússar og Kínveijar eru tregir til að fallast á slíkt bann en stuðningurinn við það fer sívaxandi í Banda- ríkjunum. Hundruð hjálparstofnana og samtaka kristinna manna og fyrrverandi hermanna í Bandaríkjunum hafa á und- anförnum fjórum árum barist fyrir slíku banni. Þessi samtök fen’gu nýlega áhrifamikla stuðningsmenn því tólf fyrr- verandi hershöfðingjar snerust á sveif með þeim í baráttunni. Þeirra á meðal eru Norman Schwarzkopf, sem stjórnaði herförinni gegn írökum, David Jones, fyrrverandi forseti bandaríska herráðs- ins, og John Galvin, fyrrverandi yfirmað- ur hersveita NATO. Bandaríski herinn hefur hingað til verið andvígur banni við jarðsprengjum, einkum á þeirri forsendu að slík vopn geti vérið nauðsynleg til að halda mann- falli hersins í Iágmarki. Þessi afstaða virðist vera að breytast. Hermt er að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi þegar fallist á þær röksemdir að jarðsprengjur valdi nútímaríkjum meiri skaða en ávinningi. Rándýr hreinsun Þótt samþykkt verði bann við þessum skaðlegu vopnum er ólíklegt að hægt verði að útrýma þeim á næstu áratug- um. Þótt ein sprengja kosti aðeins 200 krónur getur kostnaðurinn af því að losna við hana numið allt að 60.000 krónum. Hreinsun allra sprengjubelt- anna í heiminum myndi kosta meira en 2.000 milljarða króna miðað við fjölda vopnanna nú og kostnaðurinn á eftir að aukast. Tvær milljónir jarðsprengna voru lagðar árið 1994, 20 sinnum fleiri en þær sem voru aftengdar eða sprengd- ar. NORMAN Schwarzkopf (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.