Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Silfurpen-
ingur fannst
við uppgröft
á Bessa-
stöðum
SILFURPENINGUR fannst við
fomleifauppgröft á Bessastöðum
í fyrradag. Sigurður Bergsteins-
son fomleifafræðingur, sem
stjómar uppgreftrinum á Bessa-
stöðum, segir að fyrstu rannsókn-
ir bendi til að um sé að ræða pen-
ing frá 11. eða 12. öld.
Peningurinn fannst í miðalda-
rústum í jarðlögum sem talin eru
allnokkru yngri en peningurinn.
Sigurður segir nokkuð ljóst að eig-
andi peningsins hafi týnt honum.
Hann segist a.m.k. ekki telja mikl-
ar líkur á að fundurinn sé vísbend-
ing um að silfursjóð sé að finna í
þessum róstum á Bessastöðum.
í tveimur hlutum
Peningurinn hefur verið klippt-
ur í tvennt eins og algengt var á
miðöldum. Á þeim tíma réðst verð-
mæti silfurs af þyngd þess og
þess vegna voru silfurpeningar
gjaman klipptir í sundur þegar
menn voru „að gefa til baka“ í
viðskiptum.
Fyrirhugað er að grafa upp á
Bessastöðum í sumar og er upp-
gröfturinn hluti af víðtækum rann-
sóknum á fomleifum á staðnum
sem staðið hafa yfír í nokkur ár.
Morgunblaðið/Kristinn
Rósir í blómvendi
MÖRG handtök eru í gróður-
húsunum. Geir Guðmundsson
var að klippa rósir þegar blaða-
menn komu við í garðyrkjustöð
Sveins Sælands á Espiflöt í
Biskupstungum. Geir sagði að
rósimar fæm í blómvendi fyr-
ir markað í Reykjavík.
Biskup dregur til baka kröfu um opinbera
rannsókn o g ríkissaksóknari vísar málinu frá
Ekki tilefni til
málshöfðunar
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið
að höfða ekki mál á hendur fjórum
konum sem Ólafur Skúlason, biskup
íslands kærði til embættisins. Hann
segir í bréfi til kvennanna að rann-
sóknargögn málsins veiti ekki efni
til frekari aðgerða af hálfu ákæru-
valdsins. Biskup óskaði eftir því bréf-
lega sl. mánudag að ríkissaksóknari
aðhefðist ekki frekar í málinu.
Biskup óskaði eftir því 12. mars
sl. að embætti ríkissaksóknara hæfi
opinbera rannsókn og málshöfðun
vegna rangs sakaburðar og æru-
meiðandi aðdróttana. Saksóknari fól
Rannsóknarlögreglu ríkisins að rann-
saka málið og kallaði hún til fjöl-
mörg vitni. Rannsóknarlögreglustjóri
skilaði ríkissaksóknara skýrslu um
málið 18. apríl.
Biskup dró kæruna til baka
Síðastliðinn mánudag sendi biskup
Íslands ríkissaksóknara bréf, en þar
segir að hann hafi ákveðið að draga
til baka kröfu um opinbera rann-
sókn. Jafnframt óskar hann eftir að
ekki verði aðhafst frekar af hálfu
ákæruvaidsins í máli þessu eða gagn-
vart þeim einstaklingum sem við
sögu koma í kærubréfinu. Sam-
kvæmt 242. grein hegningarlaga er
kæra þess, sem telur að á sér sé
brotið, skilyrði fyrir málssókn þegar
ákæruatriðin lúta að meiðyrðakafla
hegningarlaga.
Niðurstaða ríkissaksóknara er að
rannsóknargögn málsins þyki ekki
veita efni til frekari aðgerða af hálfu
ákæruvalds sbr. 112. grein laga um
meðferð opinberra mála. I greininni
segir að þegar ákærandi hafi fengið
gögn máls í hendur og gengið úr
skugga um að rannsókn sé lokið at-
hugi hann hvort sækja skuli mann
til saka eða ekki. Ef hann telji það
sem fram er komið ekki nægilegt eða
líklegt til sakfellis láti hann við svo
búið standa, en ella leggi hann málið
fyrir dóm.
Heilbrigðiseftirlit Evrópusambandsins með fiski
Mínnst sex landamærastöðvar
fltorípitiMf&ifr
FASTEIGNABLAÐ Morgun-
blaðsins, Heimili - Fasteignir,
kemur ekki út í dag. Næsta
fasteignablað kemur út mið-
vikudaginn 29. maí og fram-
vegis í sumar kemur það út á
þriðjudögum.
LANDAMÆRASTÖÐVAR, þar sem
framkvæmd verður heilbrigðisskoð-
un á fiski, sem kemur frá ríkjum
utan Evrópska efnahagssvæðisins,
verða að minnsta kosti sex þegar
ísland hefur tekið upp reglur Evrópu-
sambandsins um heilbrigðiseftirlit
með sjávarafurðum á landamærum.
ESB hefur ekki viljað fallast á til-
lögur íslands um að heilbrigðiseftir-
lit í fiskvinnsluhúsum verði látið gilda
sem landamæraeftirlit, en þannig
hefði mátt hafa færri landamæra-
stöðvar.
Samningaviðræður milli ESB og
EFTA-ríkjanna íslands og Noregs um
þetta efni eru nú á lokastigi. I gær
hófst í Brussel fundur tækninefndar,
sem hefur það hlutverk að ganga frá
texta samkomulags um að taka regl-
ur ESB upp í EES-samninginn. Að
sögn Gylfa Gauts Péturssonar, deild-
arstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu,
sem er fulltrúi íslands á fundinum,
tókst nefndinni í gær að vinna upp
seinkun, sem hafði orðið á tímaáætlun
samningaviðræðnanna.
Gylfí Gautur segist gera ráð fyrir
að nefndin vísi þeim málum, sem út
af standa, til I. undimefndar EES-
samningsins til endanlegrar úrlausn-
ar síðar í vikunni. Þetta eru einkum
atriði, sem snerta ákvarðanatöku og
túlkun á ákvæðum EES-samningsins
þar um.
Með því að taka upp reglur ESB
losna islenzkir útflytjendur við eftir-
lit á landamærum ESB-ríkja, sem
talið er að hefði kostað sjávarútveg-
inn um 700 milljónir á ári.
Umdæmi
Meðaltal samræmdra einkunna
eftir fræðsluumdæmum 1996
Stærðfræði íslenska Danska Enska
Meðal- Meðal- Meðal- Meðal-
Fjöldi tal Fjöldi tal Fjöldi tal Fjöldi tal
Reykjavík 1.438 5,9 1.418 6,1 1.366 6,6 1.425 7,4
Reykjanes 1.149 5,5 1.139 5,8 1.106 6,3 1.143 7,0
Vesturland 280 5,2 278 5,6 276 6,1 276 6,6
Vestfirðir 148 4,5 146 4,9 146 5,4 148 6,2
Norðuri. vestra 183 5,1 186 5,4 178 5,9 189 6,5
Norðurl. eystra 484 5,1 476 5,8 473 5,9 477 6,7
Austurland 206 5,2 207 6,1 209 6,6 207 7,0
Suðuriand 387 5,2 389 5,5 379 5,7 383 6,4
Landið allt 4.275 5,5 4.239 5,8 4.133 6,3 4.248 7,0
Fjöldi og hlutfall nemenda sem fá 1-10 í fjórum samræmdum námsgreinum á landinu öllu I
Sam- Stærðfræði íslenska Danska Enska
einkunn Fjöldi Hlutfall Safntíðni Fjöldi Hlutfall Safntíðni Fjöldi Hlutfall Safntíðni Fjöldi Hlutfall Safntíðni
1 223 5,2% 5,2% 32 0,8% 0,8% 6 0,1% 0,1% 14 0,3% 0,3%
2 370 8,7% 13,9% 121 2,9% 3,6% 133 3,2% 3,4% 81 1,9% 2,2%
3 450 10,5% 24,4% 279 6,6% 10,2% 351 8,5% 11,9% 156 3,7% 5,9%
4 471 11,0% 35,4% 546 12,9% 23,1% 477 11,5% 23,4% 236 5,6% 11,5%
5 562 13,1% 48,6% 783 18,5% 41,5% 531 12,8% 36,2% 409 9,6% 21,1%
6 587 13,7% 62,3% 843 19,9% 61,4% 628 15,2% 51,4% 580 13,7% 34,7%
7 584 13,7% 76,0% 832 19,6% 81,1% 618 15,0% 66,4% 801 18,9% 53,6%
8 563 13,2% 89,1% 597 14,1% 95,1% 736 17,8% 84,2% 917 21,6% 75,2%
9 399 9,3% 98,5% 202 4,8% 99,9% 540 13,1% 97,3% 941 22,2% 97,3%
10 66 1,5% 100,0% 4 0,1% 100,0% 113 2,7% 100,0% 113 2,7% 100,0%
Bestur árangur í Reykjavík á samræmdu prófunum en lægstu einkunnir á Yestfjörðum
Stúlkumar
standa sig betur
í öllum greinum
MEÐALEINKUNN nemenda á
Meðalárangur pilta og stúlkna
eftir fræðsluumdæmum 1996
Umdæmi Stærðfræði Islenska Danska Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur Enska Drengir Stúlkur
Reykjavík 5,6 6,1 5,6 6,6 6,0 7,1 7,3 7,4
Reykjanes 5,2 5,7 5,4 6,2 5,8 6,7 7,1 6,9
Vesturland 4,8 5,4 4,9 6,1 5,3 6,6 6,3 6,7
Vestfirðir 4,3 4,6 4,3 5,4 4,8 5,8 6,0 6,4
Norðurl. vestra 5,4 4,6 5,2 5,5 5,6 6,1 6,5 6,3
Norðurl. eystra 5,0 5,1 5,3 6,3 5,3 6,4 6,6 6,8
Austurland 4,8 5,6 5,5 6,7 5,9 7,3 6,7 7,1
Suðurland 4,8 5,5 4,9 6,1 5,0 6,3 6,3 6,5
Landið allt 5,2 5,6 5,3 6,3 5,7 6,7 6,9 7,0
samræmdu prófunum í vor á land-
inu öllu var hæst í ensku eða 7 og
lægst í stærðfræði eða 5,5. Meðal-
einkunin var 5,8 í íslensku og 6,3
í dönsku. Bestur árangur í öllum
námsgreinunum náðist í Reykjavík,
en lægst er meðaleinkunnin á Vest-
fjörðum og munar ríflega einum
heilum á meðaleinkunnum í þessum
landshlutum í öllum námsgreinun-
um.
Þá vekur athygli að stúlkur
standa sig betur en piltar í öllum
námsgreinunum fjórum þegar
árangur á samræmdu prófunum er
greindur eftir kyni. Mestu munar í
íslensku og dönsku eða einum heil-
um að meðaltali á hópunum, en
minnstur er munurinn á kunnáttu
í ensku, þar sem meðaleinkunn
stúlknanna er 7 og meðaleinkunn
piltanna svipuð eða 6,9.
Fram kemur að rúmlega þriðj-
ungur nemenda fékk einkunnina 4
eða lægra á stærðfræðiprófinu í vor
og tæplega fjórðungur var með 4
eða lægra í íslensku og dönsku.
Hins vegar eru einungis ríflega 10%
með 4 eða lægra í einkunn á ensku-
prófinu. Ef árangurinn er greindur
eftir kynjum kemur til dæmis fram
að ríflega 14% stúlkna eru með 4
eða lægra í íslensku en rúmlega
31% drengja. Þetta endurspeglast
þegar litið er til þeirra sem eru
hæstir á íslenskuprófinu, því tæp-
lega 12% pilta er með einkunnina
8 eða hærri, en rúmlega 26%
stúlkna.
Einar Guðmundsson, deildar-
stjóri hjá Rannsóknastofnun upp-
eldis- og menntamála, segir að at-
hyglisverðast við samræmdu prófin
að þessu sinni sé hversu mikill
munur er á frammistöðu stúlkna
og pilta. Nokkur kynjamunur hafí
verið til staðar allt frá árinu 1993,
en aldrei eins áberandi og nú og
ástæða sé til að leita skýringa á
þessum mun.
Stærfræðikunnáttu ábótavant
Einar tók fram að greinilegt
væri að stærðfræðikunnáttu nem-
enda væri ábótavant og einkum
væri grunnþekkingin ekki nægileg-
Of margir nemendur ættu í vand-
ræðum með deilingu almennra
brota, margföldun og einfaldan pró-
sentureikning. Einnig væri ritun j
dönsku almennt áfátt og sláandi
sums staðar. „Mér finnst frammi-
staða í málnotkun í dönsku vekja
upp spumingar,“ sagði hann. „Með-
altal til dæmis í dönskustíl yfír land-
ið er 4,5, sem er svipað og hefur
verið á undanfömum árum. Myndin
versnar allveralega ef brotið er nið-
ur eftir umdæmum."
i
i
I
►
i
i
i