Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BROT LÍFSINS LAUREN Piperno: Þjórféð. Skagfirska söngsveitin í söngferð norður SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík er að fara í söngferða- lag norður í land um hvítasunnu- helgina og verða fyrstu tónleik- amir haldnir á Blönduósi föstu- dagskvöldið 24. maí kl. 21, laug- ardaginn 25. maí verða svo tón- leikar í Glerárkirkju kl. 15 og að kvöldi sama dags að Ýdölum kl. 21. Einsöngvarar með kómum verða þau; Svanhildur Svein- bjömsdóttir, Guðmundur Sig- urðsson og Óskar Pétursson. Vil- helmína Olafsdóttir leikur undir á píanó. Stjómandi er Björgvin Þ. Valdimarsson. Morgunblaðið/Þorkéll Verðlauna- sýning í Bæj- arútgerðinni LEIKHÓPURINN frá Kiruna í Norður-Svíþjóð sýndi Bónorðið eftir Hákan Rudehill í Hafnar- fjarðarleikhúsinu (Bæjarútgerð- inni) í gærkvöldi. Leikhópurinn hefur hér viðkomu á leið sinni af alþjóðlegri leiklistarhátíð í Nova Scotia í Kanada, þar em hann vann til tveggja verðlauna; fyrir bestu sýningu hátíðarinanr og bestu leikstjómina. Síðari sýning hópsins hér á landi verð- ur á sama stað í kvöld, fötudags- kvöld. Eitt verk SIGRÍÐUR Júlía Bjamadóttir sýnir Eitt verk í Lásthúsi 39, Strandgötu 39, í Hafnarfíiði. Sýningin opnar á laugardag og stendur til 10. júní. MYNPUST Gallerí Úmbra/ M o kka/G a I le rí Greip LJÓSMYNDIR/TEIKNING- AR/HLJÓÐVERK Lauren Pipemo/Guðný Rósa Ingi- marsdóttir/Gunnar Andrésson. Gall- erí Úmbra: Opið þriðjud. - laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 5. júní. Mokka: Opið alla alla daga til 1. júní. Gallerí Greip: Opið kl. 14-18 alln daga nema mánud. til 26. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er stundum áhugavert að sjá hvernig mismunandi listmiðlar geta verið að nálgast sama kjamann frá ólíkum sjónarhomum. Þær þrjár sýningar sem hér er litið tii eiga það sameiginlegt að fjalla um ákveðin brot úr lífínu í kringum okkur, ýmist með því að sýna ytri glans og skraut, innra flæði og strauma eða litlar úrklippur úr umhverfinu. Hver ímynd er í raun lítils virði ein og sér, en sem hluti heildar og í sam- hengi hinna sýninganna skapa þær visst flæði lífsins. Lauren Piperno Þessi bandaríska listakona tengd- ist íslandi sterklega á síðasta ári, þegar hún hlaut styrk frá American- Scandinavian stofnuninhi til að koma hingað og ljósmynda íslenskar konur. Af því tilefni birtist við hana blaðaviðtal í þessu blaði, þar sem m.a. kom fram að verkefni hennar var hluti af stærra heildarverki, þar sem hún hefur leitast við að ljós- mynda konur sem víðast og á sem íjölbreytilegasta sviði, þannig að það litróf viðfangsefna sem konur starfa að kæmi sem best fram. Sýningin nú er hluti af þessari heild. Hér er um að ræða syrpu af myndum af stúlkum (og klæðskipt- ingum?) sem hafa atvinnu af að selja sígarettur og ýmsar smávörur á dansklúbbum og álíka stöðum í New York; þær ganga um í áberandi lit- ríkum og oft ögrandi búningum með vörur sínar í bakka framan á sér. Listakonan segir m.a. um þessi viðfangsefni sín; „Fólkið sem er myndefni mitt storkar venjulegri sið- vendni og helgum lífsreglum og hróflar við kynferðislegri bannhelgi með því að striplast óguðlega á al- mannafæri." Það fer þó lítið fyrir storkun eða óguðlegu stripli í myndunum hér. Helsta niðurstaðan áhorfandans er þrátt fyrir litadýrðina sú að hér sé um erfið, þreytandi og oft niðurlægj- andi störf að ræða, þar sem konum- ar eiga fullt í fangi með að halda í sína mannlegu reisn. Það tekst þeim oftar en ekki, og má benda á gleðina yfir góðu þjórfé sem dæmi um mynd því til sönnunar. Lauren Pipemo á langan og feril að baki í ljósmyndun og hefur kom- ið víða við. Þeir sem hafa aðgang að Veraldarvefnum og áhuga á að kynnast henni nánar eða skoða þessa sýningu þar geta fylgt slóðinni (http://pages.nyu.edu/zin- man/Files/Lauren.html). Guðný Rósa Ingimarsdóttir Á veggjum Mokka getur að líta fyrstu einkasýningu ungrar lista- konu, sem útskrifaðist frá MHÍ. vorið 1994 og hefur síðan stundað frekara listanám í Belgíu. Auk þess að hafa átt verk á útskriftarsýning- unni fyrir tveimur árum tók hún þátt í „Gullkistunni“ á Laugarvatni á síðasta sumri. Guðný Rósa sýnir hér örsmáar myndir á pappír, sem komið er fyr- ir undir gleri í trékössum, líkt og til að auka áhersluna á hið veiklu- lega innihald mjmdanna. Fínlegar teikningamar em unnar með bleki og blýanti á pappír, og í þeim er unnið út frá mannslíkamanum og því innra flæði, sem þar ræður öllu lífi. Ónefndar myndimar virka í smæð sinni líkt og þau óræðu gögn smá- sjármynda og ómskoðana, sem læknavísindin nota til grundvallar sinni fræðilegu umfjöllun um starf- semi líkamans. Það er jafnvel hægt að vísa til þeirra óljósu mynda, sem á stundum em notaðar við með- höndlun geðsjúkra til að komast að hvert hugurinn leiðir þá. Þannig er það ekki aðeins hinn líkamlegi innri leikvangur, sem hér má greina, heldur ekki síður sá and- legi. Kyngreining þessara strauma (eins og gefin er í skyn í sýningar- skrá) er hins vegar langsóttari og verður ekki til að auka skilning á myndefninu. Guðný sýndi verk af svipuðum toga fyrir tveimur árum, og hefur greinilega styrkt sig enn á þessu sviði. Hér er þó um nokkuð afmark- að myndmál að ræða, og verður fróð- legt að sjá á hvern hátt það þróast eða breytist alfarið hjá henni í fram- tíðinni. Gunnar Andrésson í Gallerí Greip hefur myndlistin að þessu sinni vikið alfarið fyrir inn- setningu hljóðverks; ellefu litlir hát- alarar hafa verið settir upp á vegg- ina í hæfilegri hæð til að gestir geti lagt við hlustir og heyrt hvað lista- maðurinn vill koma til skila. Gunnar hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar frá því hann lauk námi frá MHÍ 1992, og má m.a. nefna sýningar hans í Nýlistasafninu og Gallerí 11. Hann hefur þreifað fyrir sér með ýmsa miðla, en val hans hér helgast af viðfangsefninu: yfirskriftin „Hleruð samtalsbrot" segir það sem segja þarf um tilurð þeirra ímynda sem hér um ræðir. Það sem við heyrum daglega í kringum okkur má skilgreina sem brot eða úrklippur úr tilverunni. í sumum tilvikum eru þessi brot þrungin merkingu, í öðrum nánast merkingarlaus, en ætíð vel til þess fallin að vekja upp fjölbreyttar ímyndir þar sem hugarflugið fær nánast fijálsar hendur. Innsetningin er byggð upp á stök- um setningum fremur en heildstæð- um lýsingum. Mismunandi raddir með ólíkar áherslur bera fram þessi samtalsbrot og gefa þeim þá vigt sem ræður þeirri mynd sem verður til í huga áheyrandans: „Það er nú það...“, „Viltu bara gjöra svo vel...“, „Já, ætli það endi ekki með því...“ Hér er á ferðinni einfalt en skemmtilegt hljóðverk, sem verður þó aðeins uppi í stuttan tíma. Eiríkur Þorláksson SJÓNÞING MYNDLIST Gerðuberg VALIN VERK Birgir Andrésson. Opið 12-21 mánudaga til fimmtudaga. 10-19 föstudaga. Aðgangur ókeypis. FJÓRÐA Sjónþing Gerðubergs tekur til með- ferðar núlistamanninn Birgi Andrésson, og fór málþingið fram í mikilli veðurblíðu líkt og gerð- ist varðandi Sjónþing undirritaðs. Þrátt fyrir kvíða manna með tilliti til blíðunnar fylltist sal- urinn og mun það hafa farið hið besta fram og verið hið lengsta til þessa. Hinn þröngi hóp- ur, sem aðhyllist hugmyndafræði sem núlistir dagsins, virðist þannig halda vel saman, en að sjálfsögðu hafa ýmsir forvitnir verið þar í bland, þótt ég viti að einhveijir sem höfðu mætt á öll þingin til þessa létu sig vanta. Valin verk eftir listamanninn eru til sýnis í Gerðubergi og verða þar uppi til 28 júní, þ.e. alla Listahátíð, en rétt er að vekja athygli á því strax, að sýning á nýlegum verkum á Sjónar- hóli stendur aðeins til 30 maí og víkur þá fyrir annarri sýningu, sem verður sérstakt framlag Sjónarhóls og Mokka til Lásthátfðar. Birgir hefur verið vel kynntur hér á síðum blaðsins, en hann er einn þeirra sem telur sér til tekna að hafa verið vandræðabam „enfant terrible" innan skólaveggja MHÍ er forskóla- náminu sleppti, þar sem hann var hins vegar hinn prúðasti, þó sérvitur nokkuð á köflum. Sérstök kynning á honum er því óþörf hér, en þó má bæta við að ekki vaið ég var við að nemendur væru beittir skoðanalegu ofbeldi í framhaldsdeildum né að menn væru heilaþvegn- ir í listinni á þessum árum, sem skeði einmitt er innlendir og útlendir „Sjúbídú forsöngvarar og bakraddir" komu til skjalanna. Sýningin í Gerðubergi mun óneitanlega koma mörgum undarlega fyrir sjónir, sem ég varð strax var við er ég kom á staðinn, því á efri hæðinni sér gesturinn ekkert annað en nokkra límmiða á vegg hvar á stendur sama klausan með svörtu letri á hvítum grunni; „íslenzkur 4050 G50Y. Beckers. Grænn gangur 1990-96. Hefur aldrei verið sýnt á þennan hátt áður. Er þó grundvallaratriði í sambandi við hugleiðingar mínar um liti.“ Enginn sem ekki er innvígður áttar sig í fljótu bragði hvað gerandinn er að fara, því hvergi sér í grænt á hæðinni og fátt er um útskýringar nema það sé í ósýnilegu andrúminu allt um kring. Upphengingin er einnig gisin á neðri hæðinni, en þar sér fljótlega í hinn íslenzka tón, sem hefur verið gæfa Birgis að ganga út frá og halda fram, þrátt fyrir að hafa verið tvö ár í Jan van Eyck-listakademíunni í Maas- tricht, djúpt hugsi með fætuma uppí loft eins og gerðist 5 hollenzkum skólum á þeim ámm. A ég hér við tvær myndir af Drauma Jóa ann- ars vegar á Sandvíkurheiði, en hins vegar upp af Vopnafirði frá 1989. Þar eru og myndir af dókumentasjón er nefnist „Múrað upp í SUM“ og er frá 1976, er listamaðurinn var enn langt frá hvfldinni í Hollandi, en félagsskapurinn að leysast upp. Mestum tíðindum sæta þó að mínu mati myndirnar „Eyktamörk séð frá Hæklingsd- al í Kjós“ frá 1977, sem fyrst voru sýndar í Suðurgötu 7 en seinna gefnar út í bók prentaðri í fyrmefndu akademíi 1978. Myndimar sjö tals- ins, sem em allar í svart/hvítu og ekki of vel teknar, er var til siðs á þessum ámm, nefnast „Uppgöngur" - „Miður morgunn" 6.00. „Dag- málafjall" - Dagmál 9.00. „Sauðfell" - Hádegi 12.00. „Móskarðshnjúkar" - Nón 15.00. „Hnúk- ur“ - Miðaftann 18.00. „Sandfell" - Náttmál 21.00. „Sog“ - Lágnætti 24.00. Þá em þama nokkrar bækur til uppfletting- ar, en í heild telst þetta full sérviskuleg og ekki yfirgripsmikil kynning á listamanninum. Geta má þess, að út er komið rit um Sjónþing Ragnheiðar Jónsdóttur og er það fróðlegt af- lestrar. Hið fyrsta sem ég rak augu í er ég opnaði það, var að 1969 hafi Einar Hákonarson og nemendur hans enduireist félagið íslenzk grafík ásamt Þorvaldi Skúlasyni og Barböm Amason! Minnist ég alls ekki að Barbara og Þorvaldur hafi komið nálægt stofnuninni né félaginu almennt, en á stofnfundinum vom m.a. Jón Engilberts og Veturliði Gunnarsson, og §arri er að þeir hafi verið nemendur Einars. Þá var skrifari þar einnig og var fyrsti kennari Einars í grafík. Nálægð. ímyndir. Fólk. Litir. Sjónarhóll PORTRETT, SKÁPAR FRÍMERKI Opið alla daga nema mánudaga frá kl: 14-18 Aðgangur 100 krónur. Á Sjónarhóli, á Hverfisgötu 12, em nýlegar myndir Birgis og sætir sú framkvæmd að mínu mati mun meiri tíðindum en sú í Gerðubergi. Fyrir hið fyrsta er mun betur að henni staðið og að auki er hér kominn sá rammíslenzki undirtónn, sem Birgir veldur flestum íslenzkum núlistamönnum betur og lyftir þeim í annað veldi. Þetta er nú einmitt það sem ég hygg að út- lendir hafi helst áhuga á að sjá hér á landi. Myndir sem em „últra módeme" ef svo má að orði komast og um leið rammíslenzkar, auk þess sem í þeim er sérstakur tónn sem sóttur er langt aftur í íslenzka sögu og þjóðmenningu og hlýtur að vera mjög áhugaverður í augum ókunnra með hina andlegu ratsjá í lagi. Það sem Birgir er að fást við, er að hann dregur saman mannlýsingar úr mörgum áttum fyrir daga ljósmyndavélarinnar. Fram kemur að íslendingar vom hér mjög myndrænir í með- ferð ritaðs máls og lýstu náunganum af mikilli orðkynngi, má jafnvel halda því fram að þeir hafí í fáum vel völdum orðum, knöppum setning- um og stuttum málsgreinum myndlýst náung- ann um aldaraðir og það hafi verið þeirra sjónl- ist áður en myndlistin kom til skjalanna, því hér em varðveittar mikilvægar upplýsingar um útlit og lyndiseinkunn manna. Þetta setur Birg- ir upp í ramma á mjög einfaldan hátt og tek ég hér eitt dæmi um öflugan sammna mynd- máls, lita og orðkynngi, er hann leggur sterk- rauðan lit að hágrænum gmnnfleti svo að sér- tækt samræmið eykur til_ muna áhersluþættina „Portrett nr. 9 1994-96. íslenzkur s4040 G80G Beckers, íslenzkur 178 - Pantone." „Hann er rúmlega meðalmaður á hæð, gild- vaxinn, útlimamikill og þykkur um herðar, en frekar axlasiginn. Höfuðstór er hann og kjálka- mikill, opinmjmntur og kemur tungan oft út á milli tannanna, einkum þegar hann er á gangi og tekur að mæðast. Tennur hans em með af- brigðum fallegar, hvítar og jafnar. Fríður er hann ekki, en fallegt enni hefur hann og væri honum veitt nákvæm athygli leynir það sér ekki á yfirsvipnum að maðurinn er vel viti bor- inn. Ljós er hann á hár og skegg." Slíkar mannlýsingar vom mjög algengar á öldum áður og vom sá arfur sem nútímabók- menntir byggðu á lengi fram eftir öld og ungir njóta enn þann dag í dag. Komu ekki einungis fram í ræðu og riti, heldur í almennu máli og sendibréfum og er óvíst að aðrir norrænir hafi betur gert. Þetta var dægradvöl íslendinga á löngum, köldum og dimmum vetram og til fort- íðar og sögunnar geta núlistamenn sótt í ótæm- andi sjóði. Máli skiptir framsetningin, sem þarf í þessu tilviki að vera jafn skýr, einföld og meitluð og hið myndríka mál. Þetta tekst Birgi og þyrftu verk hans að rata sem víðast á veggi þar sem ungir era í nágrenninu, þetta er líkast sem að lesa söguna og fá hana beint í æð. Skáparnir em svo eins konar geymsluhólf fyrir ímyndir, íslenzkar ímyndir í aldanna rás. Þeir eru fín smíði og afar vel hannaðir ásamt að vera skemmtileg andstæða mannlýsinganna... Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.