Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 51 FRETTIR Umferðarmiðstöð Suðurlands opnuð í Fossnesti á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. UMFERÐARMIÐSTÖÐ Suðurlands í Fossnesti við Austurveg á 'Selfossi verður formlega opnuð í dag kl. 9. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði til þess að taka á móti aukinni umferð. Það er ferða- þjónusta KÁ sem annast rekstur Fossnestis og rekstrarstjóri er Sig- urður E. Steinsson. „Í tilefni opnunar Umferðarmið- stöðvarinnar verður óvænt tilboð fyrir bílaeigendur í bensínstöð Essó í Fossnesti dagana 24. og 25. maí. Með opnun Umferðarmiðstöðvar- innar verður afgreiðsla allra sér- leyfishafa sem aka um Selfoss og Suðurland á einum stað. í tilefni af þeim tímamótum bjóða Sérleyfis- bílar Selfoss ókeypis ferðir í allar sínar áætlunarferðir 24. maí,“ segir í frétt frá miðstöðinni. Jafnframt segir: „í tilefni opnun- arinnar verður ókeypis inn á opnun- ardansleik á föstudagskvöldið kl. 23-3 í Inghól á efri hæð Fossnest- is. Sérstök dagskrá verður svo í Fossnesti laugardaginn 25. maí kl. 13-18. Meðal þess sem boðið verð- ur eru sportferðir með rútum SBS um Selfoss og nágrenni á ákveðnum tímum, grillaðar SS pylsur verða í boði kl. 14-15, ístími með Emmess verður kl. 15-17 og kjötkynning frá Kjötvinnslu KÁ kl. 17-18. Þá verða leiktæki á staðnum og hesta- leiga handan götunnar. Auk þess Morgunblaðið/Sigurður Jónsson UNNIÐ við framkvæmdir í Fossnesti. mun mótorhjólafólk koma í heim- sókn í Fossnesti kl. 17-19.“ í Umferðarmiðstöðinni verður afgreiðsla á einum stað fyrir alla sérleyfishafa sem aka um Selfoss og Suðurland, auk þess sem hóp- ferðarhöfum verður hér eftir sem hingað til veitt þjónusta við far- þega, bílstjóra og fararstjóra. Hægt verður að fá bílaleigubíla í Foss- nesti frá tveimur bílaleigum á Sel- fossi og auk þess geta þeir sem þess óska fengið leigt reiðhjól. Upp- lýsingamiðstöð ferðamála á Suður- landi verður starfrækt í Fossnesti ásamt veitingastað og ferðamanna- verslun. Á efri hæðinni, í veitinga- og skemmtistaðnum Inghóli, eru veitingasalir fyrir stærri hópa. í ferðamannaversluninni verða á boðstólum allar almennar ferða- mannavörur og þar verður að auki lítil verslun með almennum heimilis- vörum og neysluvörum sem henta fólki á ferðalögum. Veitingastaður Fossnestis býður ferðafólki veiting- ar. ísbúð verður í umferðarmiðstöð- inni. Afmælissam- komur í Fíladelfíu HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía heldur um þessar mundir upp á 60 ára afmæli safnaðarins í Reykjavík og 75 ára afmæli starfs Hvítasunnu- manna á íslandi. í tilefni af þessum tímamótum verða haldnar raðsam- komur um hvítasunnuhelgina. Sér- stakur gestur þessa helgi verður Thomas E. Trask, yfirmaður As- semblies of God, sem er stærsta hvítasunnuhreyfíng í heiminum. Thomas var valinn aðalleiðtogi AOG árið 1993. Hann hefur þjónað sem forstöðumaður nokkurra safnaða í alls 25 ár. Hvítasunnuhreyfingin á Islandi telur rúmlega 1.100 manns og er stærst fríkirkna. Hreyfingin rekur starf á 12 stöðum á landinu. Alls eru rúmlega 200 milljónir manna um allan heim sem tilheyra Hvíta- sunnuhreyfingunni og er hún orðin stærsta kirkjudeild mótmælenda í dag, segir í fréttatilkynningu. Samkomurnar byrja á föstudags- kvöld kl. 20, laugardagskvöldið 25. maí verður sérstök afmælissam- koma kl. 20. Á hvítasunnudag verð- ur hátíðarsamkoma kl. 16.30 og þar verður niðurdýfingarskírn. Herferð- inni lýkur svo á mánudag, annan í hvítasunnu, með útvarpssamkomu kl. 11 og lokasamkomu í Fíladelfíu- kirkjunni um kvöldið kl. 20. Að vanda verður mikill og líflegur söngur og mun Lofgjörðarhópur Fíladelfíu hafa veg og vanda af tónlistarflutningi. Allir eru velkomnir á þessar sam- komur meðan húsrúm leyfir. Sýning um hár, tísku og lífsstíl í Perlunni HALDIN verður sýning í Perlunni dagana 25.-26. maí þar sem fá má sýn yfir nýjustu stefnur og strauma í hárgreiðslu, tísku og lífs- Stíl. Á sýningunni verða hárgreiðslu- stofur og í boði ókeypis klipping, litun, permanent og hársnyrtivörur auk þess sem veittar eru upplýs- ingar um allt sem viðkemur hári, umhirðu þess, vali á hársnyrtivörum og hársjúkdóma. Snyrtistofur á sýningarsvæðinu bjóða gestum ókeypis snyrtingu, snyrtivörur, ilm- vatnsprufur og krem. Auk þessa eru kynntar heilsu- og hollustuvör- ur frá fjölda fyrirtækja auk kynn- inga á heilsurækt líkama, sálar og umhverfis. Þá eru á sýningarsvæðinu upp- stillingar með tískufatnaði og boðið verður upp á tískusýningar frá Do Re Mi, Herrum, Monson, Misty og Brúðarkjólaleigu Dóru báða sýning- ardaga. Aerobic Sport verður með aerobic-sýningu. Gestum er boðið að taka þátt í getraun þar sem vinningar eru frá fjölda aðila. í fundarsal verða fyrirlestrar þar sem Glódís Gunnarsdóttir fjallar um líkamsrækt, Hanna Kristín snyrti- fræðingur ræðir um snyrtingu, Torfi Geirmundsson hárgreiðslu- meistari fjallar um hár og hár- vandamál og Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir ræðir um grasalækn- ingar. Lokapredikanir guðfræðinema í Háteigskirkju ÞRÍR guðfræðinemar flytja loka- predikanir sínar laugardaginn 25. maí. Athöfnin hefst kl. 14.00. Þær sem predika eru Arna Ýrr Sigurðardóttir, Guðbjörg Jóhannes- dóttir og Kristín Þórunn Tómas- dóttir. Athygli er vakin á því að vegna viðgerða sem standa yfir á Háskólakapellunni fara lokapredik- anirnar fram að þessu sinni í Há- teigskirkju. Allir eru velkomnir. Athugasemd frá RUM MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: Vegna smáfréttar, sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn, vill Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála taka eftirfarandi fram. Samkvæmt skráningar- og eftir- litskerfi stofnunarinnar er ljóst að úrlausnir umræddra nemenda, sem eru allir frá einum litlum lands- Keppa í stærð- fræði í Bombay ÓLYMPÍULEIKARNIR í stærðfræði verða haldnir í Bombay á Indlandi 8.-17. júlí nk. Þátttakendur á leik- unum eru framhaldsskólanemar frá 75 þjóðlöndum. Þetta er 37. árið sem leikarnir eru haldnir, en íslendingar hafa tekið þátt í þeim frá árinu 1985. Hver þjóð má senda 6 keppendur og í ár verða íslendingarnir með full- skipað lið. Liðið var valið eftir loka- keppnina í Stærðfræðikeppni fram- halsskólanema í mars og Norrænu stærðfræðikeppnina í apríl. Undir- búningur og þjálfun fyrir leikana verður í Háskóla íslands í júní. Þar munu nemendur æfa sig í að leysa stærðfræðiþrautir undir leiðsögn kennara. Árangur íslendinga á Ólympíu- leikunum hefur verið þokkalegur í gegnum árin. Leikarnir eru einstakl- ingskeppni en ekki keppni á milli þjóða. Helmingur þátttakenda fær viðurkenningu fyrir árangur sinn og af þeim fær helmingur bronsverð- laun, þriðjungur silfurverðlaun og sjöttungur gullverðlaun. í tvö skipti hafa íslendingar feng- ið bronsverðlaun. Það voru þeir Frosti Pétursson og Guðbjörn Freyr Jónsson, báðir nemendur við Menntaskólann á Akureyri. Þeir stunda nú framhaldsnám í stærð- fræði í Bandaríkjunum. Tilgangurinn með Stærðfræði- keppni framhaldsskólanema og þátt- töku íslendinga í alþjóðlegum stærð- fræðikeppnum er bæði að auka al- mennan áhuga á faginu og gefa þeim sem skara fram úr tækifæri tii þess að þroska hæfileika sína. Það eru Félag raungreinakennara í framhaldsskólum og íslenska stærð- fræðifélagið sem standa að Ólympíu- leikunum. Undanfarin ár hafa menntamálaráðuneytið, Seðlabank- inn, skólar keppendanna og heima- sveitarfélög þeirra styrkt þá til þátt- töku. Einnig hafa ýmis fyrirtæki í heimabyggð þeirra lagt þeim lið. byggðarskóla, hafa aldrei borist stofnuninni. Trúnaðarmenn, skip- aðir af menntamálaráðuneytinu, eiga að senda úrlausnir nemenda með ábyrgum hætti til stofnunar- innar. Það hefur misfarist í þessu tilviki. Jesúganga kristinna safnaða KRISTNIR söfnuðir og kirkjur í Reykjavík og nágrenni efna á morg- un, laugardaginn 25. maí, til svo- kallaðrar Jesúgöngu. Jesúgangan er alþjóðleg og taka um 200 þjóðir þátt í henni að þessu sinni. í fyrra gengu milli 6 og 7 milljónir manna. Gangan fer þannig fram að kl. 14 verður gangan sett með ávarpi og bæn og að því loknu verður gengið af stað. Farinn verður lítill hringur í miðbænum og endað aftur á Ingólfstorgi. Þar verður dagskrá með tónlist, predikun o.fl. í fréttatilkynningu segir að markmið göngunnar sé að gera kirkjuna sýnilegri, sameina kristið fólk og benda á Jesú Krist sem frelsara okkar. Ekki er um mót- mælagöngu að ræða. Að göngunni standa Aðventistar, Fíladelfía, Frelsið, Hjálpræðisher- inn, Kaþólska kirkjan, Kefas, KFUK, KFUM, Kletturinn, Kristi- legt félag heilbrigðisstétta, Kross- inn, Orð lífsins, Ungt fólk með hlut- verk, Vegurinn, kristið samfélag og Þjóðkirkjan. ■ HAFNFIRSKIR skátar gang- ast fyrir gönguferð fyrir almenning á hvítasunnudag, 26. maí, um miðbæ Hafnarfjarðar. Á gangi með skátunum hefur verið yfirskrift gönguferða sem skátarnir standa fyrir síðasta sunnudag hvers mán- aðar og hefur áhugi almennings verið mjög góður og hafa upplýs- ingar göngustjóra og þátttakenda gert gönguferðir þessar mjög fróð- legar. Göngustjóri úr röðum skát- anna að þessu sinni verður Jón Kr. Gunnarsson bókaútgefandi, og mun hann leiðbeina göngugest- um um svæðið. Gengið verður frá Byggðasafninu kl. 14 og mun Jón Kr. rifja upp söguna á leiðinni. Gengið er í l'A-2 klst. á göngu- hraða sem hópurinn ákveður. Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis. Morgunblaðið/Ásdís Á MYNDINNI eru f.v. Halldóra Bergsdóttir, Hrafnhildur Bergs- dóttir og Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafns Hafnar- fjarðar. Litla hnátan á myndinni heitir Ester Osk Hafsteinsdóttir. Gáfu líkan af línubátnum Emi GK 5 BYGGÐASAFNI Hafnarfjarðar hefur verið afhent að gjöf líkan af línubátnum Erni GK 5, sem fórst úti fyrir Norðurlandi árið 1936. Líkanið gefa Hrafnhildur, Sveinbjörg og Halldóra Bergs- dætur til minningar um föður sinn, Berg Hjartarson, sem lét smiða það til minningar um föður sinn, Hjört Andrésson, og aðra sjómenn sem fórust með skipinu. 1 frétt frá Byggðasafninu kem- ur eftirfarandi fram: Línuveiðarinn Örn GK 5 var smíðaður í Noregi árið 1903. Skipið var stálskip, 103 brúttó- lestir að stærð, með 230 ha. 2ja þjöppu gufuvél. Skipið var fyrst gert út frá Noregi, en síðan selt til Færeyja. Árið 1927 keypti O. Ellingsen í Reykjavík skipið sem þá hélt Pétursey RE 277, en árið 1929 var það selt þeim Vilhelm Jónssyni, Guðmundi Guðjónssyni og Albert Guðjónssyni frá Reykjavík. Árið 1932 keypti Sam- vinnufélagð Ernir frá Hafnar- firði skipið og hét það upp frá því Örn GK 5. Skipið var gert út frá Hafnarfirði og voru eig- endur þess 12 sjómenn, sem margir voru í áhöfn þess. Fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar var Beinteinn Bjarnason frá Hafnar- firði. Örninn fórst með allri áhöfn, samtals 19 manns, út af Norður- landi, þann 8. ágúst 1936. Þennan dag skall á svartaþoka og norð- vestan rok og stórsjór á síldarmið- unum fyrir norðaustan land. Skip- in leituðu þvi eitt af öðru vars, en þar sem þau voru flest allmikið hlaðin gekk siglingin seint. Óveðr- ið hélst allan laugardaginn og fram á sunnudagsmorgun, en fór þá að ganga niður. Hélt síldarflot- inn þá inn á Siglufjörð og voru öll skipin komiun þangað á sunnu- dagskvöld, nema Örninn. Þegar hann kom ekki fram um nóttina, var farið að óttast um skipið og leit undirbúin. Varðskiptið Ægir sem var statt á Húsavík hélt þegar til leitar og fannst annar nótabát- urinn á reki mannlaus. Einnig fannst töluvert brak úr skipinu vestan Mánáreyja og er talið að skipið hafí farist á þeim slóðum þann 8. ágúst. Hinn nótabáturinn fannst síðan mannlaus á reki und- an Melrakkasléttu. Engin vitn- eskja hefur fengist um, með hvaða hætti Orninn fórst, en sumir telja að mikil ketilsprenging hafi orðið í skipinu og það sokkið strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.