Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Búist við votviðri um hvítasunnuna FYRSTA ferðahelgi sumarsins er að renna upp og viðbúið að marg- ir nýti frítímann til ferðalaga. Veðurspáin bendir til votviðris um mestallt land á sunnudag og mánudag samkvæmt, upplýsingum frá Veðurstofu. Lögreglan í Árnessýslu verður ekki með sérstakan við- búnað, að sögn, og er eigendum tjaldstæða í umdæminu í sjálfs- vald sett hvort þeir hafa opið eða ekki. Morgunblaðið/Kristinn FÆREYSKI lögmaðurinn Edmund Joensen, frú Edfríð Joensen, samgönguráðherrann Sámal Pétur í Grund og fylgdarlið þáðu hádegisverðarboð forsætisráðherra á Þingvöllum í gær. Heim- sókn Færeyinganna lauk síðdegis og flugu þeir þá heim. Morgunblaðið/Sverrir' FÆREYSKIR fyrirmenn og íslenskir heilsuðu upp á skipveija af Akraberginu, frystitogaranum sem Samherji á Akureyri á með Færeyingum. Akrabergið er á karfaveiðum á Reykjanes- hrygg, en skipveijar ætluðu að skreppa í þrjá daga heim til Færeyja, fyrir næstu törn. Færeyskir frændur kvaddir Samkvæmt spá Veðurstofunnar er búist við hægri, breytilegri átt um mestallt land, með smáskúrum eða dálítilli súld við ströndina, norð- austan til, á morgun, en léttskýjuðu í öðrum landshlutum. Er búist við 5-15 stiga hita og að hlýjast verði í innsveitum suðvestanlands. Á hvítasunnudag er gert ráð fyr- ir hægri, breytilegri átt og skúrum um allt land. Hiti verður 4-14 stig og hlýjast í innsveitum suðvestan- lands. Annan dag hvítasunnu verð- ur austanátt með kalda víðast hvar en stinningskalda syðst á landinu og skúrum um allt land. Hiti verður 4-14 stig. Skemmtanahald um hvítasunnu Veitingastaðir með tilskilin leyfí mega hafa opið á hvítasunnudag og veita borðvín frá 12-13.30 og 19-21. Verslanir skulu vera lokaðar á hvítasunnudag og hið sama gildir um kvikmyndahús. Laugardag fyrir hvítasunnu er heimilt að hefja kvik- myndasýningar klukkan 21. Þann dag er skemmtanahald bannað eftir klukkan 18 sem og á hvítasunnu- dag. Skemmtistaði má opna á mið- nætti, aðfaranótt annars í hvíta- sunnu, og annan hvítasunnudag má hafa opið eins og venja er til og til 3 eftir miðnætti næsta dag. Sætaferðir Farmiðasala BSÍ verður opin frá hálfátta til 22 um helgina og hafði ekki verið mikið um fyrirspumir eða pantanir á ferðum í gær samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofu. Ferðáætlun hjá Helga Péturssyni til Snæfellsness verður með venju- bundnum hætti, en SBK fer engar ferðir á hvítasunnudag. Ekið er eft- ir áætlun sunnudag og annan í hvítasunnu. Sæmundur Sigmundsson fer eina ferð í Borgames á hvítasunnudag, klukkan 20, en rútan leggur á stað til Reykjavíkur klukkan 17. Annan hvítasunnudag ekur hann sam- kvæmt sunnudagsáætlun. Ferðir Norðurleiðar eru eins og venja er til á hvítasunnudag, að því undan- skildu að kvöldferð er sleppt. Annan í hvítasunnu er ekið eins og á sunnudegi. Austurleið fer engar ferðir á hvítasunnudag en fyrstu ferð klukkan 12 á hádegi, annan dag hvítasunnu. SBS ekur á hvíta- sunnudegi og annan hvítasunnu- dag. Þá má geta þess að áætlunar- bíll fer á unglingaskemmtun í Njáls- búð í kvöld og leggur af stað klukk- an 22 ef farþegar verða tuttugu eða fleiri. Bensínstöðvar Lokað er á hvítasunnudag hjá Skeljungi, Olís og Essó. Annan í hvítasunnu er opið frá 10-15 eða 16 hjá Skeljungi, 8-16 og 10-15 hjá Essó, og 10-15 eða 16 hjá Olís. Litla kaffistofan selur eldsneyti, kaffi og brauð alla helgina frá 8-20. Heilræði frá Umferðarráði Umferðarráð hvetur ökumenn til þess að stilla ökuhraða í hóf og reyna að aka eins og þeir vilja að aðrir aki. Einnig vilja starfsmenn þess minna á bílbeltin og að áfengis- neysla og akstur fara alls ekki sam- an. í frétt frá Umferðarráði segir að lögregla um allt land muni fylgj- ast með umferð og áhersla er lögð á að enginn aki að morgni eftir drykkju, þar sem áfengi getur enn verið í blóðinu. Þá er ferðalöngum óskað góðrar ferðar og ánægjulegr- ar heimkomu. EDMUND Joensen, lögmaður Færeyja, hélt heim á Ieið síðdegis í gær ásamt eiginkonu sinni, Ed- fríð Joensen, og fylgdarliði. Hann kom hingað til lands á þriðjudag og ræddi þá við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Blön- dal samgönguráðherra. Á miðvikudag fór lögmaðurinn til Vestfjarða í fylgd samgönguráð- herra og frú Kristrúnar Eymunds- dóttur og heimsótti m.a. Flateyri og Súðavík. í gærmorgun var svo haldið að nýju til Reykjavíkur. Á Reykjavíkurflugvelli biðu nokkrir færeyskir sjómenn úr áhöfn frysti- togarans Akrabergs eftir fari til Færeyja og lét lögmaðurinn ekki hjá líða að heilsa upp á landa sína og slíkt hið sama gerðu samgöngu- ráðherrarnir Halldór Blöndal og færeyskur starfsbróðir hans, Sá- mal Pétur í Grund. í gær lituðust lögmannshjónin og fylgdarlið þeirra um á hinum forna þingstað, Þingvöllum og þáðu þar hádegisverð í boði for- sætisráðherra. Þar með lauk heimsókn fulltrúa frændþjóðar Islendinga. Stöð 2 skuld- ar tveimur stofnendum 24 milljónir HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi íslenska útvarpsfélagið til að greiða rúmlega 24,1 millj. króna með dráttarvöxtum, vegna starfs- lokasamninga sem gerðir voru við tvo af stofnendum fyrirtækisins, Hans Kr. Árnason og Olaf H. Jóns- son. Samningarnir voru gerðir eftir að Hans og Olafi var sagt upp störfum hjá Stöð 2 árið 1990. I þeim var ákvæði um að greiða skyldi hvorum þeirra 'h af þeim hagnaði af rekstri félagsins árin 1991 til 1993 sem yrði umfram 20% arð af framreikn- uðu viðbótarhlutafé, miðað við ákveðið hámark. Þegar samningurinn kom til fram- kvæmda risu deilur um efndir hans. Stofnendumir töldu að frá afkomu fyrirtækisins eins og hún kæmi fram í endurskoðuðum ársreikningi skyldi ekki draga uppsafnað tap, sem var fyrir hendi um áramótin 1990-1991, áður en ágóðahlutur til þeirra yrði reiknaður. Vildu draga frá áhrif uppsafnaðs taps Islenska útvarpsfélagið hélt því á hinn bóginn fram að reikna bæri fyrirtækinu tekjuskatt án tillits til áhrifa hins uppsafnaða skattalega taps sem til var í fyrirtækinu áður en ágóðahlutdeild til stofnendanna yrði reiknuð. Héraðsdómur féllst árið 1994 á kröfur Hans Kr. og eiginkonu Ólafs, sem hafði fengið réttindi hans sam- kvæmt samningnum framseld. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í gær og kemur fram í dóminum að skilningur íslenska útvarpsfélágsins á samningnum þyki ekki eigá sér stoð í orðalagi samkomulagsins. Auk þess að taka kröfurnar til greina dæmdi Hæstiréttur ÍÚ til að greiða samtals 1,2 milljómr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæsta- rétti. Yfirheyrslur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna snertilendingar á vatni Sérfræðingar frá NASA kvaddir til Öm Johnson fiugmaður sagði fyrir Héraðs- dómi í gær að snertilending á vatni værí viðurkennd listflugsgrein í Bandaríkjunum. Guðjón Guðmundsson fylgdist með yfírheyrslum og framburði tveggja sérfræði- vitna, fyrrum starfsmanna NASA, sem sögðu flug af þessu tagi með öllu hættu- laust væri rétt að því staðið. Af hálfu Loft- ferðaeftirlits var því haldið fram að flugregl- ur hefðu verið gróflega brotnar. YFIRHEYRSLUR voru I gær í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ríkissaksóknara gegn Erni Johnson og Magnúsi Gríms- syni einkaflugmönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa brotið flugreglur þegar þeir létu hjól landflugvéla snerta vatnsyfirborð. Málið var á sínum tíma kært til Loftferðaeftir- litsins. RLR annaðist rannsókn og þaðan fór það til ríkissaksóknara sem höfðaði mál. Við yfirheyrslum- ar voru sérfræðivitni, sem starfað hafa hjá Geimferðastofnun Banda- ríkjanna, NASA, kölluð til af veij- anda flugmannanna. Við yfírheyrslumar sagði Örn Johnson að flugmönnum væri náuð- synlegt að æfa viðbrögð við marg- víslegum aðstæðum, eins og t.d. þeim þegar vélarbilun verður í flug- vél og nauðlenda verður henni. Sá hafi verið tilgangur þessa flugs. Hann vildi þjálfa lendingu á vatni og kömast að því hvemig vélin brygðist við því. Sér hafi verið kennt í flugnámi að við vélarbilun yfir vatni ætti að velja besta svifhraða og láta vélina ofrísa yfir vatninu á 50 hnúta hraða. Við það missti vélin flug og stingist á nefið. Örn sagði að í 30% slíkra tilvika rotist þeir sem í vélinni eru og leiði aðferð- in til dauðsfalla meðal farþega og flugmanna. Hann vildi því kanna hvort ekki fyndist betri lausn. Hann hefði haft samráð við aðra flug- menn sem hefðu reynt það sama og verkfræðinga og aðila erlendis. Þeir hefðu talið hugmyndina at- hyglisverða og ástæðu til þess að reyna hana. Á tvöföldum ofrishraða Við yfirheyrslumar kom fram að Örn hefur haft einkaflugmannsskír- teini frá 9. maí 1979 og á 400 flug- tíma að baki. Fram kom að Jodel flugvél sú sem Örn flaug í umrætt skipti er eins hreyfla og vegur 640 kíló óhlaðin en 1.200 kíló fullhlað- inn. Tveir menn voru í vélinni í umræddu flugi, Örn og Jón Karl Snorrason flugmaður hjá Flugleið- um, sem var farþegi. Eldsneytis- tankur vélarinnar var hálffullur og taldi Örn að vélin hefði vegið um 884 kg í umræddu flugi. Örn sagði að án þess að tillit væri tekið til lyftikrafts vængja vélarinnar bæru hjólbarðarnir hana uppi á yfirborði vatnsflatar á 45 hnúta hraða. í umræddu flugi hafi flughraðinn þegar hjólin snertu vatnsflötinn verið 90 hnútar, eða tvöfaldur ofrishraði. Örn sagði að hann teldi slíkt flug geta orðið við- urkennda grein í listflugi og benti á að í flugklúbbi í Bandaríkjunum væri slíkt flug einmitt viðurkennd listflugsgrein á Super Cup flugvél- um. Jón Karl Snorrason, farþegi Arn- ar, kvaðst ekki hafa vitað annað en að í umræddu flugi stæði til að taka myndir af sams konar lending- artilraunum Magnúsar Grímssonar. Þegar komið var upp fyrir Kjalar- nes hafi verið ákveðið að reyna slíka lendingu. Jón Karl kvaðst hafa ver- ið samþykkur því að tilraunin yrði gerð og taldi ekki að Örn hefði stofnað lífi sínu í hættu með tiltæk- inu. Flugreglur gróflega brotnar Jens Bjarnason, framkvæmda- stjóri Loftferðaeftirlitsins, sagði að flugmennirnir hefðu brotið flugregl- ur gróflega með flugi sínu. Sam- kvæmt þeim væri óheimilt að fljúga neðar en 500 fet nema við flugtak og lendingu og eins hreyfils vél mætti aldrei vera svo fjarri landi að hún geti ekki svifið til Iands. Hvort tveggja hefðu ákærðu þó gert. Hann sagði að athæfi ákærðu væri vítavert jafnvel þótt hjól vél- anna hefðu ekki snert vatnsflötinn. Fram kom að ákærðu hafa ekki verið sviptir flugréttindum áður en Magnús Grímsson hefði þrisvar fengið áminningu fyrir lágflug. Jens taldi að lendingartilraunir ákærðu heyrðu hvorki til listflugs né lend- ingaræfinga. Jens sagði að vélar ákærðu væru ekki hannaðar fyrir flug af þessu tagi og ekki fengið tegundarskírteini til að fljúga við þessar aðstæður. Hann sagði hætt- una fólgna í því að menn viti ekki hvað geti gerst við slíkar aðstæður. Honum var ekki kunnugt um að lendingartilraunir af þessu tagi væru þáttur í listflugi erlendis. Því næst voru kvödd til sérfræði- vitni frá bandarísku geimferðar- stofnuninni, Walter Horn og Thom- as J. Jaeger, sem nú eru báðir á eftirlaunum. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari sagði við það tækifæri að óvenjulegt væri að sérfræðivitni væru kölluð fyrir í íslensku dómsmáli. Sérgrein Homs hjá NASA voru rannsóknir á hjólbörðum á flugvélum og sér- hæfði hann sig í flugtökum og lend- ingum þotna á blautum flugbraut- um þar sem fleyting hjólbarða var mikið vandamál. í I í ) \ \ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.