Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 41
KNÚTUR
ÞORSTEINSSON
+ Knútur Þor-
steinsson fyrrv.
skólastjóri fæddist
á Úlfsstöðum í Loð-
mundarfirði 12.
maí 1907. Hann lést
í Reykjavík 16. maí
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þorsteinn
Jónsson og Sigríður
Valtýsdóttir. Knút-
ur kvæntist 5.
desember 1948
Oddnýju Sveins-
dóttur kennara frá
Gilsárstekk í
Breiðdal og lifir hún mann sinn.
Börn þeirra eru Ósa mennta-
skólakennari og sr. Jón Hag-
barður, sem um tíma var sókn-
arprestur á Raufarhöfn. Þau
eru bæði búsett í
Reykjavík. Knútur
stundaði nám í
Eiðaskóla 1927-
1928, sótti kennara-
námskeið í Bergen
og var við nám í
lýðháskólanum á
Voss. Kennaraprófi
lauk hann frá
Kennaraskóla Is-
lands 1931. Hann
var kennari víða um
land, síðast skóla-
stjóri á Höfn í
Hornafirði, áður en
hann fluttist til
Reykjavíkur og varð fulltrúi í
menntamálaráðuneytinu.
Útför Knúts fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Á uppvaxtarárum Knúts Þor-
steinssonar í Loðmundarfirði var þar
blómleg byggð sem nú eru eyðijarð-
ir. Þótt fjárráð væru ekki mikil
komst Knútur til náms í Alþýðuskól-
anum á Eiðum 1927-1928 og síðan
á kennaranámskeið í Bergen og nam
í lýðháskólanum á Voss 1930. Þá
var þar skólastjóri hinn kunni skóla-
maður Lars Eskeland, en hann var
bróðir Lars Sewerin Eskeland skóla-
stjóri í Storð, föður Ivars Eskeland
fyrsta forstjóra Norræna hússins í
Reykjavík.
Samgöngur og samskipti við Nor-
eg voru löngum mikil frá Austijörð-
um, þar sem Norðmenn stunduðu
um árabil síldveiðar og annan at-
vinnurekstur. Það var því eðlilegt
að Austfirðingar legðu leið sína til
Noregs, eins og íslendingar hafa
raunar löngum gert að fomu og
nýju.
Eftir dvölina í Noregi tók Knútur
kennarapróf 1931 við Kennaraskóla
íslands og hóf kennslu, fyrst á Fá-
skrúðsfirði og kenndi síðan víða, svo
sem í Vestmannaeyjum, í Reyk-
holtsdal, í Borgarfirði, Sandgerði,
Neskaupstað og Norðfjarðarhreppi
og á Seyðisfirði. En árið 1948 gerð-
ist hann skólastjóri á Höfn í Homa-
firði og gegndi því starfí til ársins
1961 er hann fluttist til Reykjavíkur.
Meðan Knútur starfaði á Höfn
hafði hann nokkur afskipti af sveit-
arstjómarmálum, sat í hreppsnefnd
og var oddviti hennar í þijú ár, en
hreppsnefndarmaður hafði hann
einnig verið í heimabyggð sinni,
Loðmundarfirði, í tvö ár.
Eftir að Knútur fluttist til Reykja-
víkur starfaði hann um skeið hjá
fjármálaeftirliti skóia, en síðan sem
fulltrúi í greiðslu- og bókhaldsdeild
menntamálaráðuneytisisn til 1977,
og síðan sem lausráðinn þar um sex
ár í viðbót.
Knútur var mikill eljumaður, allra
manna vandvirkastur og hafði eink-
ar fallega rithönd. Hann var hæglát-
ur, glaðvær og yfirlætislaus, ágæt-
lega hagmæltur og em birtar vísur
og kvæði eftir hann í bókinni Aldrei
gleymist Austurland og einnig í blöð-
um og tímaritum. Knútur var vel
máli farinn og með skemmtilegustu
ræðumönnum í samkvæmum. Meðal
samstarfsmanna sinna naut Knútur
trausts og vináttu. Hann hafði mikla
reynslu sem kennari og skólastjóri
og skildi nauðsyn þess að þjónustu-
hlutverk menntamálaráðuneytisins
við skólastarfíð í landinu væri vel
af hendi leyst og að greiða bæri sem
best götu viðskiptavinanna, ekki síst
þeirra sem fjarri bjuggu.
Hin síðustu æviár Knúts voru
honum stundum nokkuð erfið
heilsufarslega, en samt hygg ég að
hann hafi haft gaman af að lifa svo
langan dag.
Við hjónin sendum fjölskyldunni
samúðarkveðjur með þökk fyrir löng
og góð kynni.
Birgir Thorlacius.
Fátt er mikilvægara en að eign-
ast góða vini, og þeir sem maður
bindur vináttu við á barnsaldri eru
oft þeir sem endast best. En maður
eignast ekki bara vinina, heldur fær
fjölskyldu þeirra í kaupbæti. Þannig
var því farið með mig er ég fluttist
á 9. ári í Goðheimana. Fljótlega eft-
ir það kynntist ég Ósu, heimasæt-
unni ájarðhæðinni í Goðheimum 21
og bast þar með vináttuböndum við
alla íjölskylduna. Þau voru þá ekki
fyrir alls löngu flutt til Reykjavíkur
frá Höfn í Homafirði.
Mér er það því bæði ljúft og skylt
að minnast með fáeinum orðum
húsbóndans á heimilinu, Knúts Þor-
steinssonar, sem nú er látinn. Það
má örugglega fullyrða að ég varði
fullt eins miklum tíma á þessu heim-
ili eins og mínu eigin á þeim ámm
sem fjölskylda mín bjó í Goðheimun-
um. Þama var gott að koma, hús-
bóndinn var virðulegur, en jafnframt
áhugasamur um það sem við stöllur
aðhöfðumst, einkum lét hann sig
skipta hvað við höfðum fyrir stafni
í skólanum, enda fyrrverandi skóla-
stjóri sjálfur. Það var oft gaman að
leysa ýmis verkefni sem hann setti
okkur fyrir og oft hljóp okkur Ósu
kapp í kinn við að verða sem fyrstar
að leysa úr spumingunum. Óft lét
ég mér líka dveljast hjá Ósu þegar
dró að kvöldmat, því Knútur kom
oft færandi hendi heim úr vinnunni;
dró þá bæði munnbætandi og mann-
bætandi gjafír upp úr tösku sinni.
Mér er það líka minnisstætt hversu
fyrirhaftiarlítið hann breyttist úr al-
varlegum stjómarráðsfulltrúa í leik-
félaga bama sinna. Ég sé enn fyrir
mér er Jón Hagbarður, þá á 3-4
ári, hvatti föður sinn til að fara nú
í „skriðbuxumar" þegar hann kom
heim úr vinnunni og þeir feðgar léku
sér í bílaleik á ganginum.
Ekki verður minnst daganna í
Goðheimunum án þess að hugsa til
Oddnýjar, sem nú hefur misst sinn
lífsfórunaut. Þau hjón vom samhent
í því að skapa þægilegt heimilislíf,
og það var indælt að koma til þeirra.
Húsbóndinn þvoði upp, húsmóðirin
bakaði klatta og það var talað um
heima og geima. Það var ró yfir
heimilinu, erill hversdagsins gleymd-
ist og því gott að láta sér dveljast þar.
Eins og verða vill hefur fækkað
heldur heimsóknum í Goðheimana
eftir því sem árin hafa liðið og störf-
in hafa borið mig víða, en samband-
ið við þau Knút og Oddnýju hefur
ekki rofnað þrátt fyrir það. Maður
heldur áfram að þekkja fólk og fylgj-
ast með því þótt tíminn gefist ekki
alltaf til að koma í heimsókn.
Nú síðustu ár hefur Knútur háð
allsnarpa baráttu við elli kerlingu
og fylgikvilla hennar, baráttu sem
ekki getur farið nema á einn veg,
en minningin mun lifa meðal fjöl-
skyldu hans og vina.
Aðstæður haga því svo að ég get
ekki fylgt Knúti til grafar, þar sem
fjölskylda mín er nú búsett í Dan-
mörku, en hugur okkar er hjá þeim
Oddnýju, Ósu og Hagbarði.
Fyrir hönd Ingibjargar, móður
minnar og okkar Matta, Kára og
Katrínar sendi ég þeim innilegustu
samúðarkveðjur og bið þeim guðs
blessunar.
Ragnheiður Mósesdóttir.
GUÐMUNDUR
GUÐJÓNSSON
Guðmundur
Guðjónsson var
fæddur á Her-
mundarstöðum í
Þverárhlíð í Mýra-
sýslu 5. janúar
1929. Hann lést á
Landspítalanum
18. maí síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðjón Jónsson
bóndi á Her-
mundarstöðum og
Lilja Guðmunds-
dóttir frá Branda-
gili í Hrútafirði.
Með unnustu sinni, Valgerði
Eyjólfsdóttur frá Hrútafelli,
eignaðist hann tvær dætur. 1)
Helga, f. 8.8. 1953, búsett á
Selfossi, gift Sigurvini Sigur-
vinssyni, f. 10.9. 1952. Dætur
þeirra eru: Valgerður Una, f.
20.2. 1971 og Helena Rut, f.
2.7. 1980. Dóttir Valgerðar er
Una Rós Sævarsdóttir, f. 19.9.
1993. 2) Lilja, f.
14.10. 1955, búsett
í Danmörku. Mað-
ur hennar er Páll
Emil Beck, f. 21.11.
1954. Börn þeirra
eru: Finnur Geir,
f. 15.6. 1975, Eirík-
ur Emil, f. 25.3.
1978 og Helga
Margrét, f. 24.5.
1990. Þau Valgerð-
ur og Guðmundur
slitu samvistir.
Sambýliskona Guð-
mundar var Ásta
Jónsdóttir, Hafn-
arfirði, f. 12.6. 1931. Sonur
þeirra er Gylfi Þór bifreiða-
stjóri, f. 22.1. 1973.
Guðmundur flutti til
Reykjavíkur haustið 1948 og
var lengst af leigubifreiðar-
stjóri.
Útför Guðmundar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Þeim er nú farið að fækka sem
voru að alast upp í hópnum okkar
í Þverárhlíðinni á fjórða og fimmta
áratug aldarinnar. Nú er Guð-
mundur frá Hermundarstöðum
farinn yfir landamærin og fyrr en
við sem þekktum hann best bjugg-
umst við. Sá harði sjúkdómur sem
tvær systur hans höfðu fallið fyrir
sótti nú þriðja systkinið heim á
síðastliðnu hausti. Þrátt fyrir
harða baráttu varð Guðmundur
eins og fleiri að lúta í lægra haldi
í viðureigninni við þennan sjúk-
dóm.
Margar minningar sækja á mig
nú þegar Guðmundur er allur og
kveðjustimdin er komin.
Leikir, störf og skólaganga og
ótal samskipti á bemskuárunum
í Þverárhlíðinni. Þá var meiri ein-
angrun í sveitunum og samskipti
við nágranna í næsta umhverfi
settu meiri svip á tilveruna en nú
þekkist. Um bemskuár okkar
væri hægt að skrifa langa frá-
sögn, en það verður að bíða betri
tíma.
Við fómm að vinna í Borgar-
nesi á svipuðum tíma árið 1947.
Hann stundaði þar almenna
verkamannavinnu og bifreiða-
akstur en ég vann þar við verslun-
arstörf. Haustið 1948 fluttum við
til Reykjavíkur og höfum báðir
átt þar heimili og starfsvettvang
síðan. Samskipti okkar hafa því
verið æði mikil um dagana.
Guðmundur hóf fljótlega bif-
reiðaakstur eftir að hann kom
hingað suður en starfaði bæði við
sjómennsku og ýmis önnur störf
á tímabili. Dugnaður hans og
harðfylgi til allra starfa varð
vinnufélögum hans oft undmnar-
efni. Fyrst eftir að hann hóf leigu-
bílaakstur töldu ýmsir vinnufélag-
ar hans að hann tæki sér aldrei
hvíldarstund. Þannig er það oft
þegar dugnaður og vinnugleði
fara saman. Oft sagði hann mér
að annað starf en leigubílaakstur
hefði hann ekki viljað velja sér.
Mér fannst hann njóta lífsins mjög
vel í þessu starfi. I hópi leigubíl-
stjóranna átti hann marga góða
vini og oft var skemmtilegt að
hlýða á samræður þeirra bæði í
léttum dúr og alvöru.
Á yngri ámm var Guðmundur
alltaf til í að taka sér smá hlé frá
störfum og koma með okkur félög-
um sínum út á lífið, eins og við
nefndum það á þeim ámm. Marg-
ar skemmtilegar minningar em til
frá þeim tíma sem ekki verður
sagt frá hér.
En kannske á upprisunnar
mikla morgni.
Við mætumst öll á nýju götu-
horni?
Guðmundur var maður mjög
greiðvikinn. Ég minnist þess að
þegar hann hafði eignast bíl áður
en ég hafði bíl til umráða bauð
hann mér alltaf með sér þegar
hann skrapp á hátíðum til æsku-
stöðva okkar. Kom það sér oft vel
þar sem ferðir upp í Þverárhlíð
vora ekki alltaf greiðar á þessum
áram.
Síðustu árin fórum við jafnan
á haustin upp í Þverárhlíð þegar
leitarmenn komu með fjársafnið
niður af fjallinu til Þverárréttar.
Ég minnist atviks fyrir einu og
hálfu ári. Meðan við biðum eftir
að vegurinn opnaðist og safnið
kæmist til réttarinnar fómm við
inn að Hermundarstöðum og
stönsuðum hjá gömlum hesthúsr-
ústum þar sem Guðmundur hafði
átt leikvöll á bemskuáranum. Allt
í einu sé ég hvar Guðmundur
hverfur niður í gljúfrið sem Þverá
rennur í gegnum. Hann þekkti þar
hverja snös og syllu og var óragur
að fara gamlar slóðir. Brátt kom
hann hlaupandi upp brekkuna fyr-
ir neðan gljúfrin. Hann hafði lang-
að til að skoða gamla fjárrétt sem
var í glúfrinu.
Ekki hefði ég trúað því að hann
myndi innan nokkurra mánaða
veikjast af svo illvígum sjúkdómi
sem raun varð á. Þessi ferð niður
í gljúfrin minnti frekar á æsku-
mann í fullu fjöri.
Síðustu árin fór Guðmundur í
nokkrar utanlandsferðir og hafði
mikla ánægju af þeim ferðum. Oft
minntist hann á það við mig í
vetur að sig iangaði mikið að fara
í enn eitt slíkt ferðalag en læknar
hans myndu ekki leyfa honum það.
Sl. haust veiktist Guðmundur.
Hann hafði samt fótavist og spjall-
aði við kunningjana og fór m.a.
nokkrar ferðir út á land. Um pá-
skaleytið lét hann aka sér á æsku-
stöðvarnar þess fullviss að þetta
væri sín síðasta ferð þangað.
Hann tók veikindum sínum af
mikilli hugarró og ræddi oft um
þau við mig í gamansömum tón.
Þrem vikum fyrir andlát sitt þegar
ég kom til hans á sjúkrahúsið
sagðist hann vera að hugsa um
að kaupa sér jeppa til að fara á
yfir landamærin. Það væri vissara
að hafa öflugan bíl í slík ferðalög.
Bíllinn yar honum jafnan hug-
stæður. Ég svaraði því til að þetta
líkaði mér að heyra, því þá gætum
við farið á rúntinn eins og í gamla
daga, þegar ég kæmi yfir landa-
mærin. Þannig vom 'samtöl okkar
oft, jafnvel á alvörustundum.
Síðustu vikurnar var hann orð-
inn mjög veikur og undi því illa
að þurfa að vera á sjúkrahúsi.
Hann hafði jafnan verið mjög
heilsuhraustur og varla dag frá
vinnu vegna veikinda, en örlögum
sínum ræðum enginn yfir.
Bömum hans, bamabömum,
sambýliskonu og bræðram sendi
ég samúðarkveðjur.
Ragnar Ólafsson.
Það var um miðja öldina að
Guðmundur Guðjónsson frá Her-
mundarstöðum í Þverárhlíð í
Borgarfirði fluttist til Reykjavíkur
í atvinnuleit. Við kynntumst hon-
um fljótlega vegna vinskapar okk-
ar við Ragnar Ólafsson, fyrrum
granna Guðmundar, en hann er *
frá Kvíum í sömu sveit.
Guðmundur fékk fljótlega vinnu
hjá bifreiðastöð Steindórs og eftir
vera sína hjá Steindóri keypti
Guðmundur sinn eigin bíl og starf-
aði sem leigubílstjóri til dauða-
dags að undanskildum fjórum
árum, sem hann var til sjós á tog-
urum og vann einnig við akstur
hjá Steypustöðinni.
Guðmundur var ákaflega dug-
legur til vinnu og ósérhlífinn og
var þrek hans til að vaka ótrú-
legt. Þegar Guðmundur var kom-
inn á miðjan aldur, byggði hann
sér stórt og vandað einbýlishús í
Mýrarási 3. Vann hann þar mikið
verk sjálfur og sýnir það hvað
harðduglegur hann var.
Það væri margs að minnast frá
öllum liðnu áranum. Slíkt væri
efni í heila bók, en ekki smá
kveðjugrein og era þær minningar
allar hreinar og góðar. í yfir 40
ára vináttu bar aldrei skugga á.
Það er tæpt ár síðan Guðmund-
ur veiktist af þeim sjúkdómi er
leiddi hann til dauða og fannst
það oft á Guðmundi að hann kynni
því illa að geta ekki unnið meðan
á biðinni stóð.
Við biðjum guð að blessa minn-
ingu Guðmundar og sendum böm-
um og aðstandendum hans inni-
legustu samúðarkveðjur.
Bjarni og Viktor.
Fyrir alla húseigendur
ÞAKEFNI AF
BESTU GERÐ
MR búðin • Laugavegi 164
Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450
BLÓMABÚÐ
MICHELSEN
| HÓLAGARÐl S. 557 3460.
! AÐEINS 1>AÐ BESTA
i í GLEÐl OG SORG.
35 ARA
STARFSRÍYNSLA
í ÚTFARAR-
SKREYTINGUM.
MICHELSEN
HÓLAGARÐI.