Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ b AKUREYRI Dregið úr starfsemi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í sumar Þremur deildum lokað um hríð ENDURHÆFINGARDEILD Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri á Kristnesspítala verður lokuð í fímm vikur í sumar, frá 21. júlí til 24. ágúst og á sama tíma verður rúmum á öldrunarlækninga- deild spítalans lokað. Ráðgert er að starfsemi lyflækningadeildar liggi niðri í júlímánuði. Á ýmsum deildum verður þjónustan skert og ein- ungis bráðaþjónusta veitt á tímabili í sumar á öðrum deildum. Aðhald og sparnaður hefur einkennt rekstur sjúkrahússins á undanförnum árum að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra sem kveður að starfsfólk hvergi nærri sátt við þann sífellda slag sem væri um hverja krónu, en með samstilltu átaki hefði náðst að reka sjúkra- húsið á þeim fjárveitingum sem því væri skammtað. Fjárveitingar í ár nema rúmlega 1,3 milljarði króna, eru 2,67% hærri en á liðnu ári og sagði Halldór ljóst að halda þurfi vel á spöðunum til að endar nái saman. „Okkar markmið er að skerða þjónustu sem allra minnst, en hjá því verður ekki komist að draga úr starfsemi einstakra deilda yfir sumarmánuð- ina,“ sagði hann. Samkvæmt áætlun um starfsemina verður tveimur deildum á Kristnesspítala lokað um mitt sumar sem og einnig annarri lyflækningadeild- inni á FSA. Bráðastarfsemi verður yfir sumar- mánuðina á augnlækningadeild og kvensjúk- dómadeild. Á ýmsum deildum verður um skerta þjónustu að ræða, t.d. verða tvær skurðstofur mannaðar yfir sumarmánuðina þijá. Rúmum verður fækkað á nokkrum deildum og þá verður reynt að draga úr mannahaldi á flestum deildum sjúkrahússins. Þá verður leikskóli sjúkrahússins, Stekkur, lokaður í fjórar vikur í .sumar. Leikfélag Akureyrar sýnir 6 leikverk á afmælisári Vefarinn mikli frá Kasmír NÆSTA leikár Leikfélags Akur- eyrar einkennist af 80 ára afmæli félagsins 19. apríl 1997 og þá verða 90 ár liðin í janúar á næsta ári frá því Samkomuhúsið var vígt. Auk þessara tímamóta eiga tveir aðalleik- arar félagsins, Sunna Borg og Þrá- inn Karlsson leikafmæli, Sunna 30 ára og Þráinn 40 ára. Einleikurinn, Sigrún Ástrós verð- ur fyrsta frumsýning leikársins, 20. september og fer Sunna Borg með hlutverk hennar. Þráinn Karlsson leikstýrir. Þá setur LA upp Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner í leikstjóm Ingunnar Jensdóttur. Jólaverkefnið verður nýlegt verk eftir bandarískan Bosníumann, Steve Tesich sem á frummálinu heit- ir On the Open Road en vinnutitill þess er Á berangri. Leikstjóri verður Eyvindur Erlendsson en Hallgrímur Helgi Helgason þýðir. Morgunblaðið/Kristján YERKEFNI Leikfélags Akureyrar á næsta leikári voru kynnt í gær og ekki annað að sjá en Ing- vari Björnssyni Ijósamanni, Önnu Pálu Kristjánsdóttur sýningarstjóra, Trausta Ólafssyni leikstjóra, og leikurunum Aðalsteini Bergdal og Þráni Karlssyni lítist vel á afmælisleikárið sem framundan er. Ástin á sviði Samkomuhússins í tilefni þess að 90 ár verða lið- in frá vígslu Samkomuhússins frumsýnir leikfélagið ásamt Leik- húskórnum kabarett sem hlotið hefur yfirskriftina Ástin á sviði Samkomuhússins. Sýningin er ofin saman úr söngvum og stuttum leiknum atriðum þar sem saga LA er rifjuð upp. Roar Kvam útsetur og stjórnar tónlistinni en Sunna Borg leikstýrir. Afmælisverkefni Leikfélags Ak- ureyrar í tilefni 80 ára afmælis fé- lagsins verður leikgerð Halldórs E. Laxness og Trausta Ólafssonar eft- ir skáldsögu Halldórs Laxness Vef- arinn mikli frá Kasmír. Á næsta ári verða 70 ár liðin frá útkomu bókarinnar og ætla Leikfélagið og bókaforlagið Vaka-Helgafell af því tilefni af efna til ritgerðarsam- keppni meðal framhaldsskólanema um þessa nafntoguðu bók Nóbels- skáldsins. Marta Nordal og Þor- steinn Bachmann fara með hlutverk Diljár og Steins Elliða. Verkið verð- ur frumsýnt 21. mars en sérstök hátíðarsýning verður á afmælisdag- inn, 19. apríl. Framlag LA til Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju verður flutningur Markúsarguðspjalls á sviði Sam- komuhússins. Aðalsteinn Bergdal flytur guðspjallið en Trausti Ólafs- son leikstýrir. SKAGSTRENDINGUR HF. SKAGASTRÖND Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Sölutímabil: Forkaupsréttur: Skagstrendingur hf. 24. maí 1996 - 24. nóvember 1996. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutabréfum félagsins á tímahilinu 24. maí - 8. júní 1996. Þau hlutabréf, sem óseld kunna að verða að loknu forkaupsréttartímabili, mun félagið selja á almennutn markaði eftir þann tíma. Nafnverð hlutabréfanna: Sölugengi: 50.000.000 kr. 5,0 á forkaupsréttartímabili og 5,6 á fyrsta degi almennrar sölu. Gengiö getur breyst á sölutímabilinu verði breytingar á markaðsaðstæðum. Söluaðilar: Kaupþing Norðurlands hf., Kaupþing hf., Landsbréf hf., Fjárfestingarfélagiö Skandia hf., Handsal hf., Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. og afgreiðslur sparisjóðanna. Skráning: Umsjónaraðili útboðs: Óskað er skráningar hins nýja hlutafjár á Verðbréfaþingi íslands. Kaupþing Norðurlands hf. Útboös- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. 44 KAUPÞING NORDURLANDS HF löggilt verðbréfafyrirtœki Kaupvangsstrœti 4, 600 Akureyri - Sími 462-4700, fax 461-1235 Vinnslubúnað- ur í Eyborgu SLIPPSTÖÐIN hf. hefur gert samn- ing við útgerð Eyborgar EA um smíði og niðursetningu á vinnslubúnaði í skipið. Eyborgin er þessa dagana í umfangsmikilli breytingu í Noregi, þar sem skipið verður m.a. lengt um 19 metra. Ingi Bjömsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar segir að hér sé um nokkuð stórt verk að ræða. Slippstöð- in er þessa dagana að vinna við stór verkefni í togurunum Cuxhaven, sem er í eigu Deutsche Fishfang Union, dótturfyrirtækis Samheija hf. og Frosta ÞH á Grenivík. Verkefnastaða fyrirtækisins hefur verið með besta móti og í byijun maí komu 10 pólskir járniðnaðarmenn til starfa hjá stöðinni. Tveir þeirra fóru heim um miðjan mánuðinn en Ingi gerir ráð fyrir að hinir átta starfi áfram fram í júní eða þar til fram- kvæmdúm við Cuxhaven lýkur. * Astarsaga úr fjöllunum MÖGULEIKHÚ SIÐ sýnir barnaleikritið Ástarsögu úr fjöll- unum í félagsmiðstöðinni Dyn- heimum á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 14. Leikritið er byggt á sam- nefndri sögu Guðrúnar Helga- dóttur og hefur á undanfömum misserum verið sýnt í leikskólum og víðar við góðar undirtektir, en sýningar eru orðnar yfír 100. í sögunni segir frá tröllskess- unni Flumbru, strákunum henn- ar átta og ástinni í fjöllunum, en öðrum þræði er þetta líka saga um landið okkar og þá leyndardóma sem það býr yfir, lífíð sem kann að leynast í hveij- um kletti og hól. Leikstjóri er Stefán Sturla Siguijónsson, leikmynd gerði Hlín Gunnarsdóttir, tónlist er eftir Björn Heimi Viðarsson og söngtextar eftir Pétur Eggerz. Leikarar em Alda Amardóttir og Pétur Eggerz. Hönnun og handverk á Punktinum SÝNINGIN Hönnun og hand- verk verður opnuð á tómstund- amiðstöðinni Punktinum á Gleráreyrum næstkomandi laugardag, 25. maí kl. 16. Á sýningunni verður sýnd samvinna hönnuða og tveggja handverkshópa á Vesturlandi, annars vegar Védís og Hnokki og hins vegar Ásdís og Ullar- selið. Védís Jónsdóttir hönnuð- ur sýnir árangur samstarfs hennar og handverkshópsins Hnokka sem starfar í Borgar- firði og á Snæfellsnesi og Ásdís Birgisdóttir hönnuður sýnir peysur sem hún hefur hannað úr handspunninni fiðu og ull frá Ullarselinu á Hvanneyri. Kuð- ungahnappar og horntölur em einnig hráefni sem hún notar. Sýningin stendur yfír frá laugardeginum 25. maí og til 6. júní og er opin á sama tíma og Punkturinn og einnig um helgar frá kl. 13 til 16., en lok- að er á hvítasunnudag. Sýningu að ljúka SÝNINGU á málverkum Gunn- ars J. Straumlands og högg- myndum Sólveigar Baldurs- dóttur í Listasafninu á Ak- ureyri lýkur annan hvítasunnu- dag, 27. maí næstkomandi. Safnið er opið alla daga frá 14 til 18 nema mánudag, en þó verður opið annan í hvítasunnu Síðasta sýn- ingarhelgi SYNINGU Gunnars J. Straum- lands í Gallerí+, Brekkugötu 35 lýkur á 26. maí. Opið er frá kl.14 til 18. Á sýningunni era vegg- málning, málverk og innsetning með krossum og plúsum. BIFREIÐASTÆÐASJOÐUR AKUREYRARBÆJAR Frá og með 23. maí 1996 mun sá afsláttur sem veittur er af álögðum aukastöðugjöldum sem greidd eru innan þriggja virka daga lækka úr 550 kr. í 350 kr. Upphæð aukastööugjalds er eftir sem áður óbreytt eða 850 kr. en með afslæti 500 kr. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. I I » \ » X \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.