Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 21
ERLENT
Munkar
drepnir í
Alsír?
ÚTVARPSSTÖÐ í Marokkó
skýrði frá því í gær að sjö
franskir munkar, sem voru í
haldi mannræningja í Alsír,
hefðu verið drepnir. Útvarps-
stöðin kvaðst hafa fengið
skilaboð þessa efnis frá mann-
ræningjunum, en fréttin var
þó ekki staðfest í gær. Munk-
unum var rænt úr klaustri 27.
mars.
Vissi ekki af
kröfu Ciller
MESUT Yilmaz, forsætisráð-
herra Tyrklands, kvaðst í gær
ekki hafa vitað af því að Tansu
Ciller, leiðtogi samstarfsflokks
hans í ríkisstjórninni, hefði
krafist afsagnar hans. Gerði
forsætisráðherrann lítið úr
orðum Ciller. Yilmaz er í opin-
berri heimsókn í Austurríki,
þar sem hann ræðir m.a. ósk
Tyrkja um aðild að Evrópu-
sambandinu.
Herforingi
ákærður fyr-
ir morð
HÆSTIRÉTTUR á Spáni fyr-
irskipaði í gær að herforingi í
þjóðvarðliðinu yrði handtek-
inn, vegna aðildar að herferð
spænskra yfirvalda gegn að-
skilnaðarsamtökum Baska.
Hershöfðinginn er ákærður
fyrir ólöglega handtöku, pynt-
ingar og morð á tveimur með-
limum samtakanna.
Hvalveiðin
hafin
NORSKIR hvalveiðimenn
veiddu á miðvikudag fyrstu
hrefnuna af þeim 425 sem
þeim hafa fengið leyfi til að
fanga á þessari vertíð. Veidd-
ist hrefnan í Norðursjó en
komið var með hana að landi
í Kristiansand í gær.
New York. Reuter.
Á SAMA tíma og Svíinn Raoul
Wallenberg vann að því að frelsa
tugþúsundir gyðinga í Ungveija-
landi undan hrammi nasista í síðari
heimsstyijöld átti banki undir stjórn
fjölskyldu hans náið samstarf við
stjórn Adolfs Hitlers, að sögn al-
þjóðasamtaka gyðinga (WJC).
Þetta kemur fram í bandarískum
skjölum, sem almenningur hefur
nú fengið leyfi til að skoða.
Wallenberg-ættin hefur um langt
skeið haft geysimikil áhrif í sænsku
efnahagslífi og verið meðal stærstu
eigenda í ýmsum stórfyrirtækjum.
Skjölin eru frá því í febrúar 1945
og kemur þar fram að þáverandi
fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
Wallenberg-ættin í Svíþjóð
Áttu mikil við-
skipti við nasista
Henry Morgenthau yngri, skýrði
starfandi utanríkisráðherra frá því
að Enskildabankinn hefði lánað
þýskum iðnfyrirtækjum fé án þess
að krefjast ábyrgða og tekið þátt í
að fela eignir Þjóðveija í bandarísk-
um fyrirtækjum. Þýskar eignir voru
gerðar upptækar í Bandaríkjunum
ef þær uppgötvuðust.
I skjalinu er einnig sagt að einn
af frændum Raouls Wallenbergs,
Jacob Wallenberg, sé vinveittur
Þjóðverjum og því andmælt að ann-
ar frændi, Marcus Wallenberg, sé
hlynntur bandamönnum. Enskilda-
bankinn hafi „margsinnis tengst
umsvifamiklum svartamarkaðsvið-
skiptum" við Þjóðveija.
Skjölin tengjast tilraunum
bandarísku leyniþjónustunnar til að
kanna hvernig Þjóðveijar nýttu sér
banka í hlutlausum löndum, einkum
Sviss, til að koma fé og öðrum eign-
um úr landi.
Annað skjal lýsir því er tveir
þýskir liðsforingjar reyna að koma
tveim milljónum sænskra króna „í
hendur vinveittra Svía, með aðstoð
bankamannsins Wallenbergs".
Ætlunin hafði verið að nota pen-
ingana til að kaupa sænsk skips-
stjómartæki til afnota fyrir þýska
flotann en það mistókst.
3 0 stjúpur
2 0 stjúpur
f 1 bakkinn
kr. 0//j“
breinir litir
100
70
40
GB
CJ CJÉ Cj bakkinn
kr. 77 7) —
blandaðir litir
ASíSPOKTIKI
HEIMSKUNNIR
GÖNGUSKÓR
Margar gerðir
á góðu verði!
Hengilóbelía (Brúðarauga)
storar
SKULAGOTU 51 SIMI 552 7425,
FAXAFENI12SÍMI588 6600
2 0 jjólur
^QQ _
bakkinn