Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Norræn ung- bændaráð- stefna á Höfðabrekku Fagradal - Ráðstefna um ferða- þjónustu og landnýtingu ferða- mennskunnar var haldin að Höfðabrekku í Mýrdal en það voru ungir bændur frá öllum Norðurlöndunum sem voru á ráð- stefnunni. Að ráðstefnunni stóðu Ung- mennafélag íslands og Ung- mennasamband Vestur-Skafta- fellsýslu. Ráðstefnan stóð í þrjá daga og fór tíminn bæði í fyrir- lestra og ýmiss konar afþreyingu s.s. keppni í dráttarvélarakstri, fiskveiðum og eggjatínslu. Einn- ig var plantað 100 plöntum og reistur minnisvarði um ráðstefn- una á Höfðabrekku. Að sögn ráð- stefnuhaldara tókst ráðstefnan í alla staði mjög vel. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson MINNISVARÐI var reistur um ráðstefnuna í Höfðabrekku og var myndin tekin við afhjúpun hans. Vortónleik- ar í Mý- vatnssveit Mývatnssveit. Morgunblaðið. VORTÓNLEIKAR Tónlistar- skóla Mývatnssveitar voru haldnir í Barnaskólanum í Reykjahlíð 21. maí. Þar sungu og léku nemendur á ýmis hljóðfæri, s.s. píanó, fiðlur, blokkflautur og þver- flautur bæði einleik og við undirleik kennara. Yfirleitt gerðu nemendur verkefnum sínum góð skil og höfðu við- staddir ánægju af að hlýða. Síðast sungu eldri nemendur skólans einsöng og dúett með undirleik kennaranna. í vetur voru kennarar skólans Sigríð- ur Einarsdóttir og Wolfgang Tretzsch. Kynnir á tónleikun- um var Hólmfríður Guð- mundsdóttir skólastjóri. Bókun í bæjarstjórn Bolungarvíkur Oeðlilegt að fé af vegaaætl- un fari til reksturs bílferju Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ALLIR vildu fá að halda á lömbunum og klappa þeim. Lambaferð leikskólabarna ísafirði - Bæjarstjórn Bolungar- víkur samþykkti á síðasta fundi sínum bókun vegna stefnumótun- ar í vegamálum þar sem m.a. er fagnað áunnum stóráföngum í samgöngumálum á Vestfjörðum og því lýst yfír að tímabært sé að hefja nú þegar umræðu um nýja langtímaáætlun sem og að marka heilsteypta stefnu í uppbyggingu vegakerfisins innan fjórðungsins. I bókuninni, sem send hefur verið Halldóri Blöndal samgöngu- ráðherra og þingmönnum kjör- dæmisins, segir m.a.: „Bæjarstjóm er ljóst að for- senda byggðaþróunar á Vestfjörð- um er öruggar heilsársamgöngur. Ljúka þarf hið fyrsta við endur- bætur á Djúpvegi Ljúka þarf hið fyrsta við endur- bætur á Djúpvegi og telur bæjar- stjórn Bolungarvíkur það fljótvirk- ustu leiðina til að ná þeim árangri að tengjast aðalvegakerfí landsins árið um kring. Bæjarstjórn telur í alla staði óeðlilegt að fjármunum af vega- áætlun verði varið til að reka bíl- feiju og byggja feijubryggjur við ísafjarðardjúp. Stofnkostnaður og rekstur slíkra samgangna verði frekar á hendi félagasamtaka eða einkaaðila án stuðnings ríkissjóðs. Þjónusta við eyjar í ísafjarðardjúpi verði þó með stuðningi ríkissjóðs.“ Þá segir í bókuninni að bæjar- stjórn lýsi yfir skilningi á undir- búningi að framkvæmd heilsárs- vegatengingar milli byggðakjarna á sunnan- og norðanverðum Vest- ijörðum, samhliða byggingu heils- ársvegar út úr kjördæminu um Vestfjarðaveg frá Vatnsfirði að Gilsfirði enda hljóti slík fram- kvæmd að koma næst á eftir áður samþykktum áætlunum í vega- málum á Vestfjörðum. Vestmannaeyjum - Börn af leik- skólanum Kirkjugerði í Eyjum fóru í svokallaða Lambaferð í góðviðrinu nýlega. Farið var suð- ur á Breiðabakka þar sem frí- stundabændur í Eyjum eru með kindur sínar til að kíkja á lömbin og gefa kindunum brauð. Farið var með rútu frá leikskól- anum og var mikil eftirvænting hjá börnunum. Þegar komið var að girðingu kindanna röðuðu börnin sér með brauð við hana og voru kindurnar fljótar að koma og gæða sér á því. Börnin fengu síðan að fara inn fyrir girð- inguna til að halda á lömbunum, klappa þeim og kyssa þau og voru þau ekkert hrædd og allir vildu fá að halda á lömbunum. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guömundsson JÓNAS Pétursson við uppsetningu muna í safninu. Laxfiskasafn opnar við Seltjöm Mjólkursamlagið í Búðardal Borgarnes-skyr frá Búðardal stenst samanburð Bifreiða- og vélaverk- stæði opnað Þórshöfn - Nýtt bifreiða- og véla- verkstæði var opnað formlega fyrir skömmu og voru Þórshafnarbúar og nærsveitungar velkomnir í nýja fyr- irtækið, sem hlaut nafnið Þistill. Þar vinna sjö menn auk skrifstofumanns. Það er ungur Reykvíkingur, Kári Pálsson, sem er rekur Þistil en fleiri eiga þar eignaraðild. Kári er Iærður stálsmíðameistari. Öll almenn bif- reiðaþjónusta verður veitt hjá Þistli - hjólbarðaþjónusta, smurstöð og sprautun. Járn- og rennismíði er einnig á boðstólum og þjónusta við báta og markmiðið er að geta veitt flotanum góða þjónustu. Aðspurð sögðu hjónin Kári Páls- son og Guðrún Olafsdóttir að þeim litist vel á staðinn og fólkið. -----------*--*—*---- Námsstefna RKÍ á Flateyri Flateyri - Nýlega var haldin í mötuneyti Kambs á Flateyri náms- stefna á vegum Rauða Kross ís- lands. Þetta var námsstefna fyrir flokkstjóra í fjöldahjálp. Námskeið- ið sóttu 11 manns víðsvegar að frá nærliggjandi fjörðum. Þetta er 3. námskeiðið sem hald- ið er á einu ári. Námskeiðið fjallaði um skipulagningu og uppsetningu fjöldahjálparstöðvar sjálfboðaliða Rauða Krossins. Vogum - Laxfiskasafn á veiði- og útivistarsvæðinu Seltjörn við Grindavíkurveg opnar laugar- daginn 25. maí. Safnið er í rústum gamla íshússins sem var byggt 1941. Að sögn Jónasar Péturssonar gefur á safninu að líta ýmsan fróðleik tengdan lax- og silungs- veiði og lifsmunstri laxfiska. All- ir íslenskir laxfiskar eru saman- komnir á einum stað í sérútbún- um sýningartönkum. Það eru atlanthafslax, bleikja, urriði, sjó- birtingur og regnbogasilungur. Þá er sýnt stórt safn gamalla stangveiðimuna, þar má nefna Hardy-hjól sem er það elsta hér á íslandi, frá því árið 1890. Safnið er opið á sama tíma og veiði- og útivistarsvæðið eða frá kl. 10 til 22 alla daga vikunnar. SKYR frá Mjólkursamlaginu í Búð- ardal stenst fyllilega samanburð við svokallað Borgarnesskyr frá Mjólkursamlaginu á ísafirði. Hins vegar er bragðið ekki alveg hið sama enda er skyrbragð alltaf svo- lítið breytilegt á milli mjólkursam- laga að sögn Sigurðar Rúnars Frið- jónssonar mjólkursamlagsstjóra í Búðardal. Greint hefur verið frá því að bragð Borgarnesskyrsins hafí ekki haldist óbreytt eftir að framleiðsl- an hafi verið flutt frá Borgarnesi til Búðardals í nóvember sl. Mjólkurfræðingur frá Borgarnesi hafi því verið beðinn um að fram- leiða skyrið í nuverandi heimkynn- um sínum á Isafirði. Borgarnes- skyr frá ísafirði væri því til sölu í Borgarnesi. Sama aðferð notuð Sigurður Rúnar viðurkenndi að eftir ágæta byijun hefði framleiðsl- an farið að ganga verr seinnihluta mars og í byrjun apríl. „Við höldum að ástæðan hafi verið að eftir að farið var að framleiða skyrið dag- lega hafi geijunin orðið hraðari en áður. í framhaldi af því breyttum við framleiðsluaðferðinni og tækn- inni í kringum skyrframleiðsluna aðeins og teljum okkur nú vera komna með mjög gott skyr,“ sagði Sigurður Rúnar. Sigurður Rúnar sagðist hafa smakkað skyrið frá Isafirði og hann þyrði að fullyrði að skyrið frá Búðardal stæðist fyllilega saman- burð við það. Hins vegar væri bragðið ekki alveg hið sama enda væri skyrbragð alltaf svolítið breytilegt á milli mjólkursamlaga. „Sama aðferð er notuð en munur- inn getur falist í því hvaða gerlar eru notaðir og hvaða hitastig og aðferð við upphitun. Síðan getur verið mismunandi hvernig skyrið er kælt,“ sagði hann. Hann tók fram að skyr væri holl og þjóðleg afurð sem ástæða væri til að halda í. Skyrneysla væri líka töluverð, t.d. hefði skyr- neysla verið 4,9 kg á íbúa á síð- asta ári. Skyrið er fitulaust og kalkríkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.