Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Scetir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - sími 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. SOQPl múdmtii AÐSENDAR GREINAR Erfist hégóminn? HÉGÓMINN erfist er yfirskrift Gáruhöf- undar Morgunblaðsins 19. maí síðastliðinn, þar sem fjallað er um ættamöfn Islendinga. Eins og flestum er kunnugt var það svo kölluð aldamótakyn- slóð er tók gjarnan upp ættarnöfn á nýjan leik. Löngu fyrr urðu þó til ættamöfn á íslandi. Tilefni greinarkoms þessa em þau að nafn mitt ber á góma í téð- um pistli og einnig bróður míns. Nafn mitt er Helga Bachmann - hégóminn sem að baki stendur er sá að foreldrar mínir gáfu mér þetta nafn. Stóri bróðir minn, Jón, ákvað á sínum menntaskólaárum að heita ekki lengur (Jón) Gunnar Bachmann heldur Jón G. Hallgrímsson og er hann sá eini okkar systkina sem það gerði og öðmm að meinalausu. Flestir kannast við þá tilfinningu að fara að hugsa um nafn sitt á unglingsárum, um leið og sumir fá löngun til að skrifa nafn sitt á margvíslegan hátt, þ.e. eftirminnilegan, sem líka er viss tilgerð. Rökin fyrir hégóm- legu nafni mínu em þau að forfaðir minn, Hallgrímur Jónssson frá Bakka á Seltjarnar- nesi, hélt til Berlínar og nam læknisfræði. Þar greip hann heim- þrá sem varð til þess að hann tók upp nafnið Bachmann, skrifað á þýska vísu. Eins og fjöldinn veit em ættar- nöfn Norðurlanda og Evrópubúa til komin vegna bæjarnafna - ég gæti því eins heitið Helga Hofsóss ef ég hefði til þess unnið. Fyrrnefndur Hallgrímur Bachmann varð seinna annar tveggja tengdasona Skúla fógeta, hinn var öllu þekktari; Bjarni Pálsson landlæknir, sem aft- ur er forfaðir mannsins míns. Ég er ekki enn komin á það þroskastig að vera góður grúskari en valdi ung þann hégóma að bera það nafn sem góðir foreldrar gáfu mér. Lengri útgáfa af því er Helga Helga Bachmann Ættarnöfn Evrópubúa eru, segir Helga Bachmann, sótt til bæjarnafna. Þrúður Hallgrímsdóttir Bachmann - en mitt var valið að gera langa sögnj stutta. Ég harma að Elín Pálma ritaði bæði nafn mitt og bróður míns rangt; Bachmann er með tveimur n-um og beygist eins og maður um mann, og Jón notar G. sem millistaf til að aðgreiningar frá öðrum Jónum. Ég vil að góðra sið enda þessi skrif með stöku sem góðvinur minn og háþingeyingurinn H. H. kenndi mér: Fyrir stundu fæddist lamb fagrar vonir rættust. Við Ófeigsstaða ættardramb ellefu merkur bættust. Að lokum vil ég óska öllum Thorsurum, Hafsteinum, Schröm- urum, Blöndulum, Gröndulum, Jo- hannessenum að ég tali nú ekki um Eldjárnum góðra daga og einnig nýbúum, hveiju nafni sem þeir nefnast. Höfundur er leiknri. Grísakjöt er kjötiS sem er alltaf ferskt, það er ó seriega hagstæðu verði og matreiðslumöguleikarnir eru óteljandi. Grísakjöt tilheyrir öllum gleðskap og góðum stundum. í sumar munu grillmeistararnir ó firgentínu steikhúsi kynna grísakjöt í verslunum og leiða okkur í allan sannleika um hversu ótrúlega einfalt er að grilla grfsakjöt. Prófaðu að grilla grísakjöt næstu daga - Það svínvirkar. Grisakjöt o orilfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.