Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
___________________FRETTIR
Fjögurra mánaða hjóltúr
við heimskautsbaug
Morgunblaðið/Skapti
MARTY Basch áður en hann lagði upp í langferð á hjóli sínu
á þriðjudaginn.
MARTY Basch, 34 ára bandarísk-
ur biaðamaður sem býr skammt
norðan Boston borgar í New
Hampshire ríki, lagði á þriðjudag
upp í hjóltúr frá farfuglaheimil-
inu í Laugardal. Hjóltúr þessi
verður óvenju langur því Marty
áætlar að honum ljúki ekki fyrr
en um miðjan september. Ferð-
ina kallar hann Above the Circle
eða Ofar heimskautsbaug, þó
ferðin hefjist hér skammt sunnan
baugsins.
Leiðin liggur fyrst hringinn í
kringum ísland, Basch lagði af
stað austur fyrir á þriðjudaginn,
en að hringferðinni lokinni flýg-
ur hann til Óslóar, fer þaðan með
lest til Bodö í Norður-Noregi og
hjólar síðan áfram meðfram
ströndinni inn í Rússland og alla
leið til Múrmansk á Kólaskaga.
Frá Rússlandi liggur leiðin svo
til Finnlands, þaðan inn í Svíþjóð
og aftur til Noregs. Hann flýgur
svo heim frá Ósló með viðkomu
í Keflavík, „til að kaupa mér ís-
lenskan kavíar“, eins og hann
orðaði það við Morgunblaðið.
„Ég hlakka mikið til að hjóla
hringveginn. Ætlunin er ekki að
setja hraðamet heldur anda að
sér íslenska loftinu og reyna að
kynnast fólkinu. Ég reikna með
að fara 50 mílur á dag.“
Ferðasagan
fer á alnetið
Basch er með ferðatölvu í far-
teskinu og lætur sér ekki duga
að stiga hjólhestinn í túrnum því
hann ætlar að rita ferðasöguna
jafnharðan og sendir pistia einu
sinni í viku, alla föstudaga, inn
á alnetið. Þeir sem áhuga hafa
geta því fylgst með ferð hans -
slóð hans á netinu er
http://www.mountwashington-
valley.com, einnig birtast pistlar
frá honum í Conway Daily Sun
í New Hampshire, á tveggja
vikna fresti verður hann í viðtali
á einni útvarpsstöðvanna á svæð-
inu og einu sinni i mánuði verður
birt frá honum frásögn á ferðas-
íðu Boston Herald. Því má bæta
við að Basch kveðst gjarnan vilja
fá póst frá áhugasömu fólki á
leið sinni en netfang hans er
rodemanaol.com
Basch stefnir að því að skrifa
bók um ferð sína. Fyrir tveimur
árum gerði hann slíkt hið sama
um hjóltúr frá Maine til Alaska,
ferðalagið og bókina nefndi hann
þá Against the Wind.
Heimilt að leg’gja
á spilliefnagjald
ALÞINGI hefur lögfest heimild til
að leggja sérstakt gjald á vörur
sem geta orðið að spilliefnum. A
gjaldið að standa straum af kostn-
aði við söfnun, mótttöku, endur-
nýtingu eða eyðingu spilliefna og
skapa þannig hagræn skilyrði fyr-
ir meðhöndlun þessara efna þann-
ig að þau valdi ekki mengun.
Samkvæmt lögunum verður
gjaldið Iagt á olíuvörur, lífræn
leysiefni, málningu, rafhlöður og
rafgeyma, ljósmyndavörur og
ýmsar aðrar efnavörur. Lögfest
er hámarksgjald, og er það til
dæmis allt að 900 krónur á óso-
neyðandi efni, 200 krónur á kíló
af rafhlöðum, 2 krónur á kíló af
málningu og 1 króna á kíló af olíu.
Fleiri fríhafnir
Alþingi hefur einnig samþykkt
ný tollalög þar sem m.a. er gert
ráð fyrir heimild til fjármálaráð-
herra um að heimila rekstur versl-
ana með tollfijálsar vörur í í
Reykjavíkurhöfn, ísafjarðarhöfn,
Akureyrarhöfn, Seyðisfjarðarhöfn
og Vestmannaeyjahöfn. Bætist
þetta við heimild til að reka tol-
fijálsar verslanir í flugstöðvunum
á Reykjavíkurflugvelli, Keflavík-
urflugvelli, Akureyrarflugvelli,
Egilsstaðaflugvelli og ísafjarðar-
flugvelli.
Tollalögin gera ráð fyrir fleiri
breytingum á tollgæslunni. Þar á
meðal er gert ráð fyrir því að
embætti tollgæslustjóra verði lagt
niður en ríkistollstjóra verði falin
yfirstjórn allra þátta tollamála.
Þá lögfesti Alþingi í vikunni
breytingu á lögum um Ofanflóða-
sjóð, um að sjóðnum verði heimilt
að taka 800 milljónir króna að
láni á þessu ári til að standa
straum af framkvæmdum við snjó-
flóðavarnir, og að sjóðurinn fái
fastan tekjustofn.
Skattasamningur
Alþingi lögfesti einnig í vikunni
heimild til ríkisstjóniarinnar að
fullgilda samning um gagnkvæma
stjórnsýsluaðstoð í skattamálum
en sá samningur gerir íslenskum
stjórnvöldum kleift að skiptast á
upplýsingum við stjórnvöld ann-
arra landa á sviði skattrannsókna
og skattaeftirlits.
Samningurinn var gerður árið
1988 og er talinn koma að miklu
gagni við eftirlit með fjölþjóðafyr-
irtækjum, íslenskum sem erlend-
um, sem hafa starfsemi hér á
landi.
Þá hefur Alþingi lögfest reglur
um flutning menningarverðmæta
úr landi og skil menningarverð-
mæta til annarra landa. Sam-
kvæmt þeim má almennt ekki
flytja úr landi forngripi, gömul
listaverk og bækur og aðra muni
sem teljast til verðmætra menn-
ingarverðmæta nema formlegt
leyfi Þjóðminjasafns íslands komi
til.
Jafnframt uppfyllir ísland til-
skipun Evrópusambandsins um
skil menningarminja til annarra
landa, hafi þessar minjar verið
fluttar ólöglega frá yfirráðasvæði
aðildarríkis Evrópska efnahags-
svæðisins.
Af öðrum nýjum lögum má
nefna lög sem heimila einstakling-
um að leita nauðasamninga. Einn-
ig var lögum um fullvinnslu botn-
fiskafla um borð í veiðiskipum
breytt, m.a. í samræmi við nýsett
lög um umgengni um nytjastofna
sjávar.
Stýrir sókn Coca Cola í Indlandi
Slá Islending-
um seint við
Bæring Ólafsson
Coca Cola-verksmiðj-
urnar eru í örri sókn í
Indlandi frá því fyrir-
tækið hóf þar starfsemi fyrir
hálfu þriðja ári. Um síðustu
áramót tók Bæring Ólafsson,
fertugur íslendingur, við
stjórn markaðs- og söluað-
gerða Coca Cola í Indlandi
en þar búa rúmlega 15%
mannkynsins. Hann gegndi
sama starfi hjá Vífilfelli.
Bæring stjórnar 300
manna starfsliði en 55 átöpp-
unarverksmiðjur eru í land-
inu og starfsmenn þeirra um
20 þúsund. Hann vinnur jafn-
framt að uppbyggingu verk-
smiðjanna, skipulagi þeirra
og framtíðarstefnu. Hann er
í stuttu fríi á íslandi og var
samtalið tekið um bílsíma er
hann var á ferðalagi frá
Bíldudal til Patreksfjarðar.
Bæring var spurður að því
hvort Indlandsmarkaður væri frá-
brugðin því sem hann hefði kynnst
annars staðar.
„Já, mjög. Ibúamir eru 960
milljónir en hver þeirra drekkur
að jafnaði ekki nema 2-3 flöskur
á ári. Til samanburðar drekkur
hver Islendingur að jafnaði 400
kókflöskur á ári sem er heimsmet.
Það er langur vegur þarna á milli
en tekjur Indverja eru miklu, miklu
minni og fátæktin er mikil þó þar
sé ríkidæmi líka. Markaðurinn sem
við erum að glíma við er gríðar-
lega stór og felur í sér mikla áskor-
un. Sem dæmi seldum við 90 millj-
ónir kassa í fyrra en það stefnir í
að þeir verði 130 milljónir í ár og
áætlanir næsta árs gera ráð fyrir
180 milljóna kassa sölu. Til saman-
burðar er magnsalan á íslandi um
þijár milljónir kassa.“
Þú starfaðir áður í Atlanta og
Hong Kong.
„Eg var í Atlanta og Hong
Kong í hálft þriðja ár. Þann tíma
var ég í sama starfinu, yfir þróun
og þjálfun starfsmanna. Vinnu-
svæðið var Asía eins og hún legg-
ur sig. Ég gerði út frá Atlanta í
fyrstu en var 60-70% tímans á
ferðalögum. Því var ákveðið að ég
flyttist til Hong Kong til að vera
nær vinnusvæðinu. Svo bauðst mér
að taka við þessu starfi í Ind-
landi, sem fólst í því að fást meira
við beinar markaðsaðgerðir og
framkvæmdir.“
Var það tilviljun að þú réðst til
starfa í höfuðstöðvum Coca Cola?
„Nei, mér var boðin vinna þar.
Þegar Vífilfell átti 50 ára afmæli
1992 komu hingað menn frá Atl-
anta. Þeir vissu að Vífilfell var vel
rekið fyrirtæki. Einnig að við höfð-
um náð hæstu neyslu á íbúa í
heiminum. Þeir kynntu sér ástæð-
ur þess og að því búnu buðu þeir
mér þetta starf.“
Eru starfshættir þeir sömu hjá
alþjóðlegu fyrirtæki hvort sem
starfað er í Atlanta, Nýju Dehlí
eða Reykjavík?
„Alls ekki. Indland er gjörólíkt
Kína, Hong Kong, Filippseyjum,
Kóreu og öðrum löndum
sem ég hef starfað í.
Hver þjóð hefur sín sér-
kenni, markaðsaðgerðir
taka mið af því og eru
sjaldnast eins frá einu
landi til annars.“
Er mikill munur á Indlandi og
íslandi í þessu tilliti?
„Já, já. í Indlandi ræður úrslit-
um að ná eins ódýrri vöru og
hægt er. Það skiptir því miklu að
ná kostnaði og verði niður svo al-
menningur hafi efni á að kaupa
vöruna. Það eru kannski ekki nema
200 milljónir íbúa af 960 milljónum
sem raunverulega hafa efni á að
► Bæring Ólafsson fæddist á
Patreksfirði árið 1955. Hann
iauk prófi í markaðsfræðum frá
Oregonháskóla. Bæring starf-
aði sem sölu- og markaðsstjóri
hjá Vífilfelli í rúm sex ár, en
hefur í fjögur ár verið í starfi
hjá Coca Cola-fyrirtækinu,
fyrst í höfuðstöðvunum í Atl-
anta í 1 Vi ár, í Hong Kong í tvö
og í Indlandi frá síðustu ára-
mótum. Hann á þrjár dætur.
kaupa hana. Það er næstum því
sami mannfjöldi og í Bandaríkjun-
um, Indlandsmarkaður er því gíf-
urlegur einn og sér. Og hann
stækkar. Hagvöxtur er milli 7 og
8%, hagsældin eykst og menn
verða ríkari og ríkari."
Er það eðli háttsettra hjá Coca-
Cola-fyrirtækinu að þeir flytjast
til í starfi með stuttu millibili?
„Gangi manni vel er hann færð-
ur til. Situr hins vegar fastur í
sömu förum standi hann ekki und-
ir væntingum. Séu menn í starfi
sem lýtur að alþjóðaverkefni eru
þeir ráðnir til að sinna ákveðnu
verkefni, koma einhverri ákveðinni
skikkan á. Venjulega er ráðningin
til þriggja til fimm ára og gangi
manni vel er hann færður til í starfi
eftir 2-4 ár. Hluti af viðfangsefn-
inu er að byggja rekstur þannig
upp að maður þjálfar í leiðinni
heimamenn til að taka við honum.“
Kemur þá ekki að því að ekkert
verði fyrir þig að gera?
„Jú, á endanum. En þannig eru
nú vel rekin fyrirtæki að það er
ekki þörf fyrir menn nema í ákveð-
in tíma og það verður maður bara
að sætta sig við. Ég kvíð þó engu,
það er af nógu að taka í framtíð-
inni þar sem löndin eru mörg og
mörg svæði innan þeirra eru lítt
þróuð ennþá."
Sérðu þá fyrir þér langan starfs-
tíma á alþjóðavettvangi?
„Gangi mér eins vel og hingað
til er það viðbúið. Ég hef afskap-
lega gaman af því sem ég er að
fást við. Bardaginn er mikill á ind-
verska markaðnum.
Coca Cola-fyrirtækið
hraktist frá Indlandi
fyrir 19 árum, hafði
neitað að gefa upp
formúluna að drykkn-
um þó lög hefðu verið sett þar að
lútandi. Mörg önnur alþjóðleg
fyrirtæki yfirgáfu landið á þessum
tíma. Framleiðsla hófst aftur fyrir
hálfu þriðja ári en aðalkeppinaut-
urinn, Pepsí, bytjaði þar fyrir fjór-
um árum. Þeir voru búnir að ná
fótfestu og forskoti er við komum
inn en nú er hlutdeild þessara risa
jöfn. Við reiknum með að fara vel
fram úr þeim á næsta ári.“
Metdrykkjan
vakti athygli
í Atlanta