Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 51
FRETTIR
Umferðarmiðstöð Suðurlands
opnuð í Fossnesti á Selfossi
Selfossi. Morgunblaðið.
UMFERÐARMIÐSTÖÐ Suðurlands
í Fossnesti við Austurveg á 'Selfossi
verður formlega opnuð í dag kl. 9.
Gagngerar breytingar hafa verið
gerðar á húsnæði til þess að taka á
móti aukinni umferð. Það er ferða-
þjónusta KÁ sem annast rekstur
Fossnestis og rekstrarstjóri er Sig-
urður E. Steinsson.
„Í tilefni opnunar Umferðarmið-
stöðvarinnar verður óvænt tilboð
fyrir bílaeigendur í bensínstöð Essó
í Fossnesti dagana 24. og 25. maí.
Með opnun Umferðarmiðstöðvar-
innar verður afgreiðsla allra sér-
leyfishafa sem aka um Selfoss og
Suðurland á einum stað. í tilefni
af þeim tímamótum bjóða Sérleyfis-
bílar Selfoss ókeypis ferðir í allar
sínar áætlunarferðir 24. maí,“ segir
í frétt frá miðstöðinni.
Jafnframt segir: „í tilefni opnun-
arinnar verður ókeypis inn á opnun-
ardansleik á föstudagskvöldið kl.
23-3 í Inghól á efri hæð Fossnest-
is. Sérstök dagskrá verður svo í
Fossnesti laugardaginn 25. maí kl.
13-18. Meðal þess sem boðið verð-
ur eru sportferðir með rútum SBS
um Selfoss og nágrenni á ákveðnum
tímum, grillaðar SS pylsur verða í
boði kl. 14-15, ístími með Emmess
verður kl. 15-17 og kjötkynning
frá Kjötvinnslu KÁ kl. 17-18. Þá
verða leiktæki á staðnum og hesta-
leiga handan götunnar. Auk þess
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
UNNIÐ við framkvæmdir í Fossnesti.
mun mótorhjólafólk koma í heim-
sókn í Fossnesti kl. 17-19.“
í Umferðarmiðstöðinni verður
afgreiðsla á einum stað fyrir alla
sérleyfishafa sem aka um Selfoss
og Suðurland, auk þess sem hóp-
ferðarhöfum verður hér eftir sem
hingað til veitt þjónusta við far-
þega, bílstjóra og fararstjóra. Hægt
verður að fá bílaleigubíla í Foss-
nesti frá tveimur bílaleigum á Sel-
fossi og auk þess geta þeir sem
þess óska fengið leigt reiðhjól. Upp-
lýsingamiðstöð ferðamála á Suður-
landi verður starfrækt í Fossnesti
ásamt veitingastað og ferðamanna-
verslun. Á efri hæðinni, í veitinga-
og skemmtistaðnum Inghóli, eru
veitingasalir fyrir stærri hópa.
í ferðamannaversluninni verða á
boðstólum allar almennar ferða-
mannavörur og þar verður að auki
lítil verslun með almennum heimilis-
vörum og neysluvörum sem henta
fólki á ferðalögum. Veitingastaður
Fossnestis býður ferðafólki veiting-
ar. ísbúð verður í umferðarmiðstöð-
inni.
Afmælissam-
komur í
Fíladelfíu
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía
heldur um þessar mundir upp á 60
ára afmæli safnaðarins í Reykjavík
og 75 ára afmæli starfs Hvítasunnu-
manna á íslandi. í tilefni af þessum
tímamótum verða haldnar raðsam-
komur um hvítasunnuhelgina. Sér-
stakur gestur þessa helgi verður
Thomas E. Trask, yfirmaður As-
semblies of God, sem er stærsta
hvítasunnuhreyfíng í heiminum.
Thomas var valinn aðalleiðtogi AOG
árið 1993. Hann hefur þjónað sem
forstöðumaður nokkurra safnaða í
alls 25 ár.
Hvítasunnuhreyfingin á Islandi
telur rúmlega 1.100 manns og er
stærst fríkirkna. Hreyfingin rekur
starf á 12 stöðum á landinu. Alls
eru rúmlega 200 milljónir manna
um allan heim sem tilheyra Hvíta-
sunnuhreyfingunni og er hún orðin
stærsta kirkjudeild mótmælenda í
dag, segir í fréttatilkynningu.
Samkomurnar byrja á föstudags-
kvöld kl. 20, laugardagskvöldið 25.
maí verður sérstök afmælissam-
koma kl. 20. Á hvítasunnudag verð-
ur hátíðarsamkoma kl. 16.30 og þar
verður niðurdýfingarskírn. Herferð-
inni lýkur svo á mánudag, annan í
hvítasunnu, með útvarpssamkomu
kl. 11 og lokasamkomu í Fíladelfíu-
kirkjunni um kvöldið kl. 20. Að
vanda verður mikill og líflegur
söngur og mun Lofgjörðarhópur
Fíladelfíu hafa veg og vanda af
tónlistarflutningi.
Allir eru velkomnir á þessar sam-
komur meðan húsrúm leyfir.
Sýning um hár,
tísku og lífsstíl
í Perlunni
HALDIN verður sýning í Perlunni
dagana 25.-26. maí þar sem fá
má sýn yfir nýjustu stefnur og
strauma í hárgreiðslu, tísku og lífs-
Stíl.
Á sýningunni verða hárgreiðslu-
stofur og í boði ókeypis klipping,
litun, permanent og hársnyrtivörur
auk þess sem veittar eru upplýs-
ingar um allt sem viðkemur hári,
umhirðu þess, vali á hársnyrtivörum
og hársjúkdóma. Snyrtistofur á
sýningarsvæðinu bjóða gestum
ókeypis snyrtingu, snyrtivörur, ilm-
vatnsprufur og krem. Auk þessa
eru kynntar heilsu- og hollustuvör-
ur frá fjölda fyrirtækja auk kynn-
inga á heilsurækt líkama, sálar og
umhverfis.
Þá eru á sýningarsvæðinu upp-
stillingar með tískufatnaði og boðið
verður upp á tískusýningar frá Do
Re Mi, Herrum, Monson, Misty og
Brúðarkjólaleigu Dóru báða sýning-
ardaga. Aerobic Sport verður með
aerobic-sýningu.
Gestum er boðið að taka þátt í
getraun þar sem vinningar eru frá
fjölda aðila.
í fundarsal verða fyrirlestrar þar
sem Glódís Gunnarsdóttir fjallar um
líkamsrækt, Hanna Kristín snyrti-
fræðingur ræðir um snyrtingu,
Torfi Geirmundsson hárgreiðslu-
meistari fjallar um hár og hár-
vandamál og Kolbrún Björnsdóttir
grasalæknir ræðir um grasalækn-
ingar.
Lokapredikanir
guðfræðinema í
Háteigskirkju
ÞRÍR guðfræðinemar flytja loka-
predikanir sínar laugardaginn 25.
maí. Athöfnin hefst kl. 14.00.
Þær sem predika eru Arna Ýrr
Sigurðardóttir, Guðbjörg Jóhannes-
dóttir og Kristín Þórunn Tómas-
dóttir. Athygli er vakin á því að
vegna viðgerða sem standa yfir á
Háskólakapellunni fara lokapredik-
anirnar fram að þessu sinni í Há-
teigskirkju. Allir eru velkomnir.
Athugasemd
frá RUM
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
Vegna smáfréttar, sem birtist í
Morgunblaðinu fimmtudaginn 23.
maí síðastliðinn, vill Rannsókna-
stofnun uppeldis- og menntamála
taka eftirfarandi fram.
Samkvæmt skráningar- og eftir-
litskerfi stofnunarinnar er ljóst að
úrlausnir umræddra nemenda, sem
eru allir frá einum litlum lands-
Keppa í stærð-
fræði í Bombay
ÓLYMPÍULEIKARNIR í stærðfræði
verða haldnir í Bombay á Indlandi
8.-17. júlí nk. Þátttakendur á leik-
unum eru framhaldsskólanemar frá
75 þjóðlöndum. Þetta er 37. árið sem
leikarnir eru haldnir, en íslendingar
hafa tekið þátt í þeim frá árinu 1985.
Hver þjóð má senda 6 keppendur og
í ár verða íslendingarnir með full-
skipað lið. Liðið var valið eftir loka-
keppnina í Stærðfræðikeppni fram-
halsskólanema í mars og Norrænu
stærðfræðikeppnina í apríl. Undir-
búningur og þjálfun fyrir leikana
verður í Háskóla íslands í júní. Þar
munu nemendur æfa sig í að leysa
stærðfræðiþrautir undir leiðsögn
kennara.
Árangur íslendinga á Ólympíu-
leikunum hefur verið þokkalegur í
gegnum árin. Leikarnir eru einstakl-
ingskeppni en ekki keppni á milli
þjóða. Helmingur þátttakenda fær
viðurkenningu fyrir árangur sinn og
af þeim fær helmingur bronsverð-
laun, þriðjungur silfurverðlaun og
sjöttungur gullverðlaun.
í tvö skipti hafa íslendingar feng-
ið bronsverðlaun. Það voru þeir
Frosti Pétursson og Guðbjörn Freyr
Jónsson, báðir nemendur við
Menntaskólann á Akureyri. Þeir
stunda nú framhaldsnám í stærð-
fræði í Bandaríkjunum.
Tilgangurinn með Stærðfræði-
keppni framhaldsskólanema og þátt-
töku íslendinga í alþjóðlegum stærð-
fræðikeppnum er bæði að auka al-
mennan áhuga á faginu og gefa
þeim sem skara fram úr tækifæri
tii þess að þroska hæfileika sína.
Það eru Félag raungreinakennara
í framhaldsskólum og íslenska stærð-
fræðifélagið sem standa að Ólympíu-
leikunum. Undanfarin ár hafa
menntamálaráðuneytið, Seðlabank-
inn, skólar keppendanna og heima-
sveitarfélög þeirra styrkt þá til þátt-
töku. Einnig hafa ýmis fyrirtæki í
heimabyggð þeirra lagt þeim lið.
byggðarskóla, hafa aldrei borist
stofnuninni. Trúnaðarmenn, skip-
aðir af menntamálaráðuneytinu,
eiga að senda úrlausnir nemenda
með ábyrgum hætti til stofnunar-
innar. Það hefur misfarist í þessu
tilviki.
Jesúganga
kristinna
safnaða
KRISTNIR söfnuðir og kirkjur í
Reykjavík og nágrenni efna á morg-
un, laugardaginn 25. maí, til svo-
kallaðrar Jesúgöngu. Jesúgangan
er alþjóðleg og taka um 200 þjóðir
þátt í henni að þessu sinni. í fyrra
gengu milli 6 og 7 milljónir manna.
Gangan fer þannig fram að kl.
14 verður gangan sett með ávarpi
og bæn og að því loknu verður
gengið af stað. Farinn verður lítill
hringur í miðbænum og endað aftur
á Ingólfstorgi. Þar verður dagskrá
með tónlist, predikun o.fl.
í fréttatilkynningu segir að
markmið göngunnar sé að gera
kirkjuna sýnilegri, sameina kristið
fólk og benda á Jesú Krist sem
frelsara okkar. Ekki er um mót-
mælagöngu að ræða.
Að göngunni standa Aðventistar,
Fíladelfía, Frelsið, Hjálpræðisher-
inn, Kaþólska kirkjan, Kefas,
KFUK, KFUM, Kletturinn, Kristi-
legt félag heilbrigðisstétta, Kross-
inn, Orð lífsins, Ungt fólk með hlut-
verk, Vegurinn, kristið samfélag
og Þjóðkirkjan.
■ HAFNFIRSKIR skátar gang-
ast fyrir gönguferð fyrir almenning
á hvítasunnudag, 26. maí, um
miðbæ Hafnarfjarðar. Á gangi með
skátunum hefur verið yfirskrift
gönguferða sem skátarnir standa
fyrir síðasta sunnudag hvers mán-
aðar og hefur áhugi almennings
verið mjög góður og hafa upplýs-
ingar göngustjóra og þátttakenda
gert gönguferðir þessar mjög fróð-
legar. Göngustjóri úr röðum skát-
anna að þessu sinni verður Jón
Kr. Gunnarsson bókaútgefandi,
og mun hann leiðbeina göngugest-
um um svæðið. Gengið verður frá
Byggðasafninu kl. 14 og mun Jón
Kr. rifja upp söguna á leiðinni.
Gengið er í l'A-2 klst. á göngu-
hraða sem hópurinn ákveður. Allir
velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Morgunblaðið/Ásdís
Á MYNDINNI eru f.v. Halldóra Bergsdóttir, Hrafnhildur Bergs-
dóttir og Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafns Hafnar-
fjarðar. Litla hnátan á myndinni heitir Ester Osk Hafsteinsdóttir.
Gáfu líkan af
línubátnum Emi GK 5
BYGGÐASAFNI Hafnarfjarðar
hefur verið afhent að gjöf líkan
af línubátnum Erni GK 5, sem
fórst úti fyrir Norðurlandi árið
1936. Líkanið gefa Hrafnhildur,
Sveinbjörg og Halldóra Bergs-
dætur til minningar um föður
sinn, Berg Hjartarson, sem lét
smiða það til minningar um föður
sinn, Hjört Andrésson, og aðra
sjómenn sem fórust með skipinu.
1 frétt frá Byggðasafninu kem-
ur eftirfarandi fram:
Línuveiðarinn Örn GK 5 var
smíðaður í Noregi árið 1903.
Skipið var stálskip, 103 brúttó-
lestir að stærð, með 230 ha. 2ja
þjöppu gufuvél. Skipið var fyrst
gert út frá Noregi, en síðan selt
til Færeyja. Árið 1927 keypti O.
Ellingsen í Reykjavík skipið sem
þá hélt Pétursey RE 277, en árið
1929 var það selt þeim Vilhelm
Jónssyni, Guðmundi Guðjónssyni
og Albert Guðjónssyni frá
Reykjavík. Árið 1932 keypti Sam-
vinnufélagð Ernir frá Hafnar-
firði skipið og hét það upp frá
því Örn GK 5. Skipið var gert
út frá Hafnarfirði og voru eig-
endur þess 12 sjómenn, sem
margir voru í áhöfn þess. Fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar var
Beinteinn Bjarnason frá Hafnar-
firði.
Örninn fórst með allri áhöfn,
samtals 19 manns, út af Norður-
landi, þann 8. ágúst 1936. Þennan
dag skall á svartaþoka og norð-
vestan rok og stórsjór á síldarmið-
unum fyrir norðaustan land. Skip-
in leituðu þvi eitt af öðru vars, en
þar sem þau voru flest allmikið
hlaðin gekk siglingin seint. Óveðr-
ið hélst allan laugardaginn og
fram á sunnudagsmorgun, en fór
þá að ganga niður. Hélt síldarflot-
inn þá inn á Siglufjörð og voru
öll skipin komiun þangað á sunnu-
dagskvöld, nema Örninn. Þegar
hann kom ekki fram um nóttina,
var farið að óttast um skipið og
leit undirbúin. Varðskiptið Ægir
sem var statt á Húsavík hélt þegar
til leitar og fannst annar nótabát-
urinn á reki mannlaus. Einnig
fannst töluvert brak úr skipinu
vestan Mánáreyja og er talið að
skipið hafí farist á þeim slóðum
þann 8. ágúst. Hinn nótabáturinn
fannst síðan mannlaus á reki und-
an Melrakkasléttu. Engin vitn-
eskja hefur fengist um, með hvaða
hætti Orninn fórst, en sumir telja
að mikil ketilsprenging hafi orðið
í skipinu og það sokkið strax.