Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 31 SUMARFRIAISLANDI Ferðafélag Akureyrar FERÐAFELAG Akureyrar skipuleggur fjölda ferða í sum- ar. Nú í júní verður til dæmis fariðí Jónsmessuf erð út í busk- ann 22. mánaðardaginn. Þann 29. er gengið á Þorgerðarfjall, 6. júlí verður fjölskylduganga að Hraunsvatni, 13. júlí er skipulögð öku- og gönguferð að Þeistareykjum og 13.-16 júlí verður gönguferð milli skál- anna í Herðubreiðarlindum og Bræðrafelli. í þeirri f erð verða ummerki eldvirkni skoðuð sér- staklega og komið við á Koll- óttudyngju. Það væri til að æra óstöðugan að tíunda allar ferðir Ferðaf é- lags Akureyrar, en svo haldið sé áfram að grípa niður í áætl- un sumarsins, þá verður farið í jeppaferð 26.-28. júií. Farin verður leiðin Dyngjufjalladal- ur-Askja-Herðubreiðarlindir og er f erðin hugsuð sem aftur- hvarf til þeirra tíma, þegar ferðir félagsins voru ósjaldan farnar á jeppum félagsmanna sjálfra. Öskjuvegurlnn Ferðafélag Akureyrar hefur undanfarin ár unnið að skipu- lagningu gðnguleiðar yfir Odáðahraun. Leið þessa, „Öskjuveginn" er hæfilegt að ganga á 5-6 dögum. Fyrsta daginn er fylgt stik- aðri leið úr Herðubreiðarlind- um, við norðurrætur Herðu- breiðar, vestur í skála Ferðafé- lags Akureyrar við Bræðrafell. Vegalengd göngunnar fyrsta daginn er 17-19 kílómetrar, lóð- rétt hækkun er 240 metrar og BESTA / * HEIMS FÆRORKUNA ÚR PR*BAR ORKUSÚKKULAÐINU PR*BARORKUSUKKULAÐI ÞAÐFÆSTHJÁ OKKUR OG ER í FJÓRUM BRAGD- TEGUNDUM '^rÖTÁPssoN Auðbrekku 3 • Sími 564-4489 göngutíminn að minnsta kosti 5-6klukkustundir. Á öðrum degi er gengið suður frá Bræðrafelli að Dreka, skála FFA austur undir Dynjufjöllum. Leiðin er að mestu stikuð. Vega- lengd er 18-20 km, lóðrétt hækk- un 60 metrar og göngutími a.m.k. 6-7 klukkustundir. Á þriðja degi mætti ganga norðvestur yfir Dyngjufjöll um Öskju og Jónsskarð að Dyngju- felli, skála FFA í Dyngjufjalla- dal. Hér væri hægt að bæta við aukadegi til að skoða Öskju. Skemmtilegt er að ganga beint vestur yfir fjöllin frá Dreka, upp á austurbarm Öskju. Þaðan er gengið norður austan Oskju- vatns að Víti. Frá Víti er best að ganga norður að Vikraborg- um við Óskjuop og þaðan vestur undir fjðllunum nyrst í Öskju að Jónsskarði. þaðan er stikuð leið norður yfir Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Vege- lengd er 19-20 km, lóðrétt hækk- un 500 metrar og tími a.m.k. 8-10 klst. Frá Dyngjufelli er gengið norður úr Dyngjufjalladal í Suð- urárbotna, þar sem FFA hyggst reisa skála á árinu 1996. Löng dagleið er að ganga frá Dyngju- felli um Suðurárbotna norður á Stóruflesju við Suðurá. Þar eru gangnamannaskálar Mývetn- inga og hægt er að fá leyfi Iijá fjallskilastjóranum á Skútustöð- ilr ' "^?* ¦ ¦ % ¦ '"V FERÐAMENN baða sig í Víti í Öskju. um til að gista í þeim. Vega- lengd er 30-31 km og gangan tekur a.m.k. 8-10 klst. í stað þess að ganga lengri leiðina norður í Suðurárbotna má ganga frá Dyngjufelli á ein- um degi norðan Dyngjufjalla austur í Bræðrafell. Lengd þeirrar leiðar er 19-22 km og gangan tekur 9-10 klst. Ef gist er á Stóruflesju er róleg ganga síðasta dag f erðar- innar um gróið land niður með Suðurá að Svartárkoti í Bárðar- dal. Vegalengdin er 8 km og gangan tekur aðeins 2-3 klukku- stundir. Á ferðaáætlun FFA í sumar eru þrjár ferðir um ofangreint svæði. Sú fyrsta verður farin 13.-16 júlí, önnur 26.-28. júlí og sú þriðja 2.-5. ágúst. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.