Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 24
24 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 í MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRIAISLANDI %¦ Ekki bara síld á Siglufirði SILDARÆVINTYRIÐ á Siglufírði og Sfldarminjasafnið þar er löngu orðið landsfrægt, en gestir skipta orðið þúsundum. En fjörðurinn hefur ýmislegt fleira að bjóða. Meðal þess sem hægt er að nefna sem afþreyingarefni er golfvöllur, sundlaug, billiardstofa og leirdúfu- svæði auk þess sem söltunarsýn- ingar verða í allt sumar á föstu- dögum og laugardögum. Einnig verða dansleikir eða skemmtanir á vegum Hótels Læks og Bíókaffi um hverja helgi í sumar. Qönguferðlr Gönguhópar, sem leggja leið sína um óbyggðir, eru sífellt að verða vinsælli. Fyrir slíka hópa sem og einstaklinga er Siglufjörður kjörinn dvalarstaður því þaðan er hægt að finna skemmtilegar gönguleiðir í allar áttir. Hægt er að ganga yfir Siglufjarðarskarð, sem liggur í um 650 metra hæð. Úr Siglufjarðar- skarði er létt og skemmtileg göngu- leið norður á Illviðrishnjúk, 895 m og hæsta fjallið á þessum slóðum. Þaðan er mikið og fagurt útsýni. Síðan er góð gönguleið þaðan norð- ur á Stráka. Tvær leiðir er hægt að ganga út á Siglunes, annars vegar fyrir Nesskriður og hins vegar upp Kálfsdal, niður í Nesdal og þaðan á Siglunes. Öll byggð á Siglunesi er nú komin í eyði, en þar var m.a. herseta á sínum túna svo og ein elsta hákarlaverstöð landsins. Héðinsfjörður, sem er um fimm kílómetrar að lengd og einn kíló- metri að breidd, lagðist í eyði 1951. Héðinsfjarðarvatn er inni í firðinum og er þar allgóð silungsveiði. Eitt mesta flugslys á íslandi varð þar 1947 er áætlunarflugvél frá Reykjavík til Akureyrar með tutt- ugu og fimm manns innanborðs lenti í Hestfjalli sem rís vestan megin fjarðarins og fórust allir um borð. Frá Siglufirði til Héðinsfjarð- ar eru tvær leiðir taldar æskilegast- ar, þ.e. yfir Hestaskarð sem liggur í u.þ.b. 680 m hæð svo og yfir Hólsskarð sem er talsvert léttari leið þótt hún sé þónokkuð lengri. Einnig er hægt að ganga frá Siglu- firði yfir til Olafsfjarðar með eða án viðkomu í Hvanndölum- Bátsferðir Bátsferðir til útsýnis, á skak eða sjóstöng er upplifun sem höfð- ar til mjög margra og sé -farið út fyrir Siglufjörð er ekki ólíklegt að rekast á stórhveli jafnt sem FRÁ SiGLUFIRÐI er hægt að ganga út á Siglunes, annars vegar fyrir Nesskriður og hins vegar upp Kálfsdal. smáhveli. Fyrir þá sem áhuga hafa á að sigla til Grímseyjar og þar með stíga fæti norður fyrir heimskautsbaug er stysta sjóíína þangað frá Siglufirði eða u.þ.b. 30 sjómílur. Sendiherra ferðamanna Að sögn Jóns Ólafs Björgvins- sonar ferðamálafulltrúa hafa Sigl- fírðingar ákveðið að leggja metnað sinn í góða þjónustu og sína róm- uðu gestrisni og vonandi munu ferðamenn finna að þeir eru vel- komnir í þennan litla útgerðarbæ og segist Jón, sem sjálfur hefur kallað sig sendiherra allra ferða- manna á Siglufirði, vera boðinn og búinn að vera fólki til aðstoðar með hvaðeina sem upp kann að koma. ¦ SI Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SÍLDARÆ VINTÝRIÐ á Siglufirði er löngu landsþekkt. GERIR SUMARIÐ SKEMMTILEGRA! Hamraverk smíðar heilsárs sumarhús af ýmsum stærðum FYRIRTÆKIÐ Hamraverk hf. í Hafnarfirði smíðar heils- árs sumarhús og býður hús af ýmsum stærðum. Hvert hús er hægt að fá afhent á mismunandi byggingarstigi og er verðið þá að sjálfsögðu einnig misjafnt. Minnsta húsið frá Hamra- verki er 30 fermetrar með tveimur svefnherbergjum, en það stærsta er 60 fermetrar með þremur svefnherbergj- um og útigeymslu. Bygging- arstig húsanna eru þrjú: Hægt er að fá þau afhent fokheld, en fullfrágengin að utan og er verönd fyrir fram- an hús þá frágengin. Inni í verðinu er flutningur á hús- inu allt að 120 kílómetra frá Reykjavík og vinna við að koma því fyrir á framtíðar- staðnum. Ef fólk óskar eftir að kaupa hús á næsta bygg- ingarstigi, þá þýðir það að milliveggir eru uppsettir og einangraðir, innihurðir komnar í, rafmagnsrör og dósir í alla veggi, en þó á eftir að draga í og neyslu- vatnslagnir eru tilbúnar til tengingar. Á þriðja stigi er húsið tilbúið, gólfin lögð parketti, eldhúsinnrétting uppsett með vaski og blönd- unartækjum, fataskápar standa klárir og rúmin lika, hreinlætistæki á baði tilbúin til notkunar og svo mætti áfram telja. Innréttingar í húsin geta verið breytilegar. Hægt er að breyta herbergjaskipan, gluggastaðsetningum og fá spegilmyndir af húsunum. Fyrirtækið gerir einnig fast tilboð í undirstöður, rotþró, vegalögn, bílastæði, stærri verönd, heitan pott og fleira. Frá 1,8 upp í 5,3 milljónir Sem dæmi um verð á sumarhúsum frá Hamraverki má nefna, að minnsta húsið kostar tæpar 1,8 niilljóuir á fyrsta byggingarstigi, 2,5 á öðru byggingarstigi og f ull- búið kostar það tæpar 2,8. Samsvarandi verð á stærsta húsinu er 3,6 milljónir, 4,8 milljónir og 5,3 milljónir. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.