Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 10
10 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRIA ISLANDI Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SIGLING inn í Klettshelli er reynsla sem gestir Vestmannaeyja ættu ekki að láta framhjá sér fara. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HRAUNIÐ, sem rann í eldgosinu á Heimaey árið 1973, dregur ferðamenn að. FYRIR ferðamenn sem hyggjast heimsækja Vestmannaeyjar eru ýmsir kostir á ferðamáta til Eyja. Flugleiðir og íslandsflug halda uppi nokkrum áætlanaferðum dag hvern til Eyja auk þess sem Flug- félag Vestmannaeyja annast leiguflug milli lands og Eyja. Flug- félag Vestmannaeyja flýgur mest milli Bakkaflugvallar í Landeyjum og Eyja og eru margar ferðir farn- ar á dag milli þessara staða enda tekur flugið ekki nema um sjö mínútur. Þá eru einnig tíðar ferðir milli Eyja og Selfoss. Fyrir þá ferðalanga sem vilja fara sjóleiðina og jafnvel taka bílinn með þá sigl- ir Herjólfur daglega milli Þorláks- hafnar og Eyja og yfir sumarmán- uðina eru tvær ferðir á fimmtu- dögum, föstudögum og sunnudög- Valsað um í Vestmanna- eyjum um. Fuglarnir heilla Fyrir þá er sækja Eyjarnar heim er um margt að velja. Náttúran og fuglalífið í sínum fjölbreytileik er það sem dregur flesta ferða- menn til Eyja en það er margt annað sem einnig heillar. Fyrir þá sem koma með bfla sína með eru margir staðir sem hægt er að skoða. Verksummerki eftir eldgos- ið árið 1973 er það sem allir skoða. Hægt er að aka um nýja hraunið og upp í Eldfellsgíg og skoða nýja landið sem myndaðist í eldsum- brotunum. Á Eldfellshrauni er svo- kallaður Gaujulundur, sem er gróðurvin sem eldri hjón í Eyjum hafa komið upp í smá lægð á miðju hrauninu og er vert fyrir fólk að skoða þennan fallega lund. Allir sem koma til Eyja verða að sjá sprang og flesta daga eru krakkar að sprangi í spröngunni sem er í berginu beint vestur af Strand- vegi. Ferð suður í Stórhöfða, þar sem mestur vindhraði hefur mælst á íslandi, er nauðsynleg, en þar sést vel til allra átta og einnig má þar fylgjast með fuglalífinu og sjá lundann á flugi. í Eyjum er 18 holu golfvöllur sem hlotið hefur lof fyrir nátt- úrufegurð og dregur sífellt fleiri golfáhugamenn til Eyja, en í sum- ar verður Landsmótið í golfi hald- ið á vellinum. ÁhugaverA sögn Náttúrugripasafnið, við Heiðar- veg, og byggðarsafnið, við Ráð- húströð, eru staðir sem áhuga- verðir eru fyrir ferðamenn að heimsækja, en í náttúrugripasafn- inu eru lifandi fiskar og önnur sjávardýr í búrum auk fjölda upp- stoppaðra dýra og fallegs steina- safns. í byggðarsafninu má finna marga merkilega hluti úr sögu Eyjanna og þar hefur verið komið upp sérstökum bás þar sem eld- gosið á Heimaey er rifjað upp. Söfnin í Eyjum eru opin um sumar- tímann alla daga klukkan 11 til 17. Kvikmyndasýningar fyrir ferðamenn eru í Félagsheimilinu við Heiðarveg þar sem sýnd er nýgerð mynd um eldgosið á Heimaey og uppbygginguna eftir gos en sýningar á myndinni eru alla daga klukkan 13, 15 og 17. Allir sem heimsækja Vest- mannaeyjar ættu að reyna að komast í siglingu þar sem komist er í návígi við fuglalífið og sjávar- hellar skoðaðir. Með skemmti- ferðabátnum PH Víking er hægt að komast í slíkar siglingar og kostar ferðin 1600 krónur. PH Víking fer í tvær siglingar hvern dag og tekur siglingin um eina klukkustund og fimmtán mínútur. Farið er frá Nausthamarsbryggju klukkan 11 og klukkan 16. Siglt er umhverfis Heimaey, farið í Klettshelli, Fjósin og fleiri staði og ef veður leyfir er stundum siglt út undir Brand og fuglalífið skoð- að. í Klettshelli eru stundum haldnir hljómleikar þar sem leikið er á lúðra og er hljómurinn í hellin- um með ólíkindum og allir sem í þessar ferðir fara koma heillaðir til baka. Fyrir þá sem koma fljúgandi til Eyja, eru ekki með bíl eða vilja fá skoðunarferð um Eyjarnar und- ir leiðsögn, er boðið upp á slíkar ferðir hjá Páli Helgasyni. Þessar ferðir eru farnar í tengslum við áætlunarflug á morgnana og eftir hádegi og kosta 1600 krónur. Lagt er af stað frá Flugstöðinni upp úr klukkan átta í fyrri ferðina og aftur klukkan 14 ogtekur skoð- unarferðin um tvo tíma. Farið er vítt og breitt um Heimaey, sögu- legir staðir skoðaðir og sagan rak- in. Einnig er stoppað á nokkrum stöðum, farið úr rútunum og litast um. I Eyjum er starfrækt upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá allar upplýs- ingar varðandi skoðunarferðir, gistingu, matsölustaði eða hvað- eina sem ferðamenn vanhagar um. Upplýsingamiðstöðin er staðsett á Vestmannabraut 38. M Grímur Siglt milli ands og Eyja Þ AÐ tekur tvær og háifa klukkustund að sígla með HerjólfíámiMVest- niannaeyja og Þorláks- hafnar. Ferjan sem var tekin í notkun árið 1992, er rúmgóð með tveggja °S fjögurra manna klef- um, stórri kaffiteríu með matseðli, krá og sjón- varpssal með bíóstólum. Fimm hundruð farþegar komast í ferjuna í hverri ferð og bf lageymslan tek- ur um 70 fólksbfla. Far- gjald fyrir fullorðna aðra leið er 1.300 krónur, elli- Ufeyrisþegar og börn á aldrinum 6-12 ára greiða 650 krónur, en ókeypis er fyrir börn yngri en 6 ára. Hægt er að panta svefnrými og kostar upp- búið rúm 650 krónur, en rúm með teppi og kodda 325 krónur. Fyrir fólksbíl af venjulegri stærð þarf að greiða 1.300 krónur, fyrir stóra fólksbíla eða húsbíla 2.600 ogfyrir mótorhjól 800 krónur. Síðan er hægt að fá fjðl- skylduafslátt þar sem einn fuUorðinn greiðir fullt fargjald, en aðrir fullorðnir fá 50% afslátt. Einnig er hægt að kaupa sérstök afsláttarkort. Sumaráætlun Herjólfs er í gildi fram til 1. sept- ember nk. Ferjan fer alla dagakl.8.15fráVest- mannaeyjum og frá Þor- lákshöfnkl. 12.00. Á fimmtudögtim, fðstudög- um og sunnudogum fer ferjan líka frá Vest- mannaeyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfn kl. 19.00. Rútuferðir eru frá Um- ferðarmiðstöðinni í Reykjavíkkl. 10.45 og 17.30 í tengslum við brott- för Herjólfs frá Þorláks- höfn. ¦ ¦ l i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.