Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 1
128 SIÐUR B/C/D/E/F 136. TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gratsjov vikið úr ráðherraembætti og Lebed nýr yfirmaður öryggisráðs Rússlands Hershöfðingjar hugðust grípa fram fyrir hendur Jeltsíns Reuter Geta hallað sér JAPANSKA flugfélagið All Nippon Airways (ANA) tilkynnti í gær að framvegis yrði farþeg- um á fyrsta farrými í vélum fé- lagsins kleift að halla sætum sín- um um níutíu gráður. Þessi þjón- usta yrði boðin á nokkrum milli- landaleiðum flugfélagsins, fyrst í ferð frá Narita í Japan til New York í Bandaríkjunum í dag. ----------» ♦ ♦---- Repúblikanar gagn- rýna Hillary Clinton Dylgjur um meinsæri Washington. Reuter. HÖRÐ gagnrýni kemur fram á Bill Clinton Bandaríkjaforseta og eigin- konu hans, Hillary Rodham Clinton, í skýrslu Whitewater-nefndar öld- ungadeildar þingsins sem kannaði fjármálaumsvif forsetahjónanna í ríkisstjóratíð Clintons í Arkansas. Er m.a. sagt nær fullum fetum að forsetafrúin hafi gerst sek um meinsæri. Nefndin sakar Clinton-hjónin um að hafa misnotað vald sitt og stuðl- að að ýmiss konar vafasömu fram- ferði undirmanna sinna er hafi við yfirheyrslur reynt að torvelda rann- sóknina, hafi jafnvel eytt sönnunar- gögnum. Alvarlegasta gagnrýnin varðar mikilvæg skjöl sem fundust í Hvíta húsinu en gefið er sterklega í skyn að Hillary Clinton hafi sjálf reynt að koma í veg fyrir að rann- sóknarmenn fengju aðgang að þeim. Forsetafrúin hefur sem eið- svarið vitni vísað þessu á bug. Demókratar segja að um pólitísk- ar ofsóknir repúblikana, sem hafa meirihluta á þingi, sé að ræða og markmiðið sé að reyna að sverta Clinton sem sækist eftir endurkjöri. Moskvu, Washington. Reuter. ALEXANDER Lebed, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gærmorgun í embætti yfirmanns hins valdamikla öryggisráðs lands- ins og sérstakan öryggisráðgjafa sinn, segir að nokkrir nafngreindir yfirmenn í hernum hafi ætlað að koma í veg fyrir að forsetinn viki Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra úr embætti. Lebed, sem fékk um 15% fylgi í fyrri umferð for- setakosninganna á sunnudag, krafðist afsagnar Gratsjovs gegn því að styðja Jeltsín í síðari um- ferðinni og segist hafa kæft sam- blásturinn í fæðingu. Jeltsín hlaut um 35% atkvæða en kommúnist- inn Gennadí Zjúganov 32% og verður kosið á milli þeirra tveggja í síðari umferð. „Ég fór og gaf hershöfðingjan- um, sem var á vakt hjá herráðinu, skipun um að stöðva allar skipan- ir frá varnarmálaráðherra til her- manna,“ sagði Lebed sem er stríðshetja og fyrrverandi hers- höfðingi. Síðan segist hann hafa farið til aðalstöðva setuliðsins í Moskvuhéraði og sent þaðan skeyti til annarra deilda rússneska hersins, beðið um að menn héldu ró sinni og skýrt frá hinni nýju stöðu sinni og brottrekstri Gratsjovs, sem verið hefur einn dyggasti liðsmaður Jeltsíns um margra ára skeið. Seleznjov spáir hrakförum Er Lebed skýrði fyrst frá málinu sagði hann að um tilraun til valda- ráns hefði verið að ræða en síðar sagði hann það ofmælt. „Nei, þetta var ekki valdaránstilraun, þetta var tilraun til að þrýsta á forsetann.“ Lebed sagði að mennirnir myndu afhenda lausnarbeiðni sína í dag. Zjúganov hafði gert sér vonir um að fá stuðnings Lebeds. For- seti Dúmunnar, kommúnistinn Gennadí Seleznjov, sagði að með því að styðja Jeltsín hefði Lebed bundið enda á stuttan stjórnmála- feril sinn. Lebed hefur sagt að tillögur kommúnista um endurreisn Sovét- ríkjanna séu helber firra. Hann telur að hagstjórnarhugmyndir þeirra hafí frá upphafi verið tómt rugl og hefur látið í ljós aðdáun sína á hershöfðingjanum Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra í Chile. „Ég stóð andspænis tveim hug- myndum - gamalli, sem hefur valdið miklum blóðsúthellingum, og annarri, sem framfýlgt er afar illa nú sem stendur en á framtíðina fyrir sér,“ sagði Lebed í gær á fréttamannafundi með Jeltsín. Sveigjanlegur gagnvart stækkun NATO? Lebed höfðar mjög til föður- landsástar og gagnrýndi áður harkalega hugmyndir um stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO, til austurs. Hann virðist þó hafa mildað afstöðu sína í þeim efnum að undanförnu. Ken Bacon, tals- maður bandaríska varnarmála- ráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkjastjóm gerði ráð fyrir ágætu samstarfi við Lebed og sagði hann hafa látið í ljós minni andstöðu við stækkun NATO til austurs en aðrir embættismenn í Rússlandi. ■ Kosningarnar/22 ■ Sterki maðurinn/35 _ Reuter BORIS Jeltsín Rússlandsforseti þrýstir hönd Alexanders Lebeds, fyrrverandi hershöfðingja, í gær eftir að hafa gert hann að yfirmanni öryggisráðs landsins. Lebed varð þriðji í fyrri umferð forseta- kjörsins og sagðist viss um að 80% stuðningsmanna sinna myndu nú kjósa Jeltsín. Forsetinn sagð- ist sammála þeim er teldu Lebed líklegan til að hreppa forsetaembættið árið 2000. Benjamin Netanyahu tekur sjálfur að sér fjögur ráðuneyti Valdamesti stjórnar- leiðtogi í sögu Israels Jerúsalcm. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, verðandi forsætisráðherra Israels, kynnti í gær ríkis- stjórn sína á fyrsta fundi ísraelska þingsins, Knesset, eftir að Netanyahu sigraði Shimon Peres í kosningum 29. maí. Auk forsætisráð- herraembættisins mun Net- anyahu hafa á sinni könnu ráðuneyti utanríkis- hús- næðis- og byggingamála og trúmálaráðuneytið. Netanyahu hinn umdeildi harðlínu- maður Ariel Sharon mun að sögn Levys fá „mik- ilvægt ráðherraembætti" í dag. Embætti varnar- málaráðherra kemur í hlut Yitzaks Mordechai, þing- manns Likud-bandalags- ins. Natan Sharansky, leiðtogi flokks rússneskra innflytjenda, verður ráð- herra viðskipta- og iðnað- armála. Þmgið samþykkti nýju stjórnina með 62 atkvæðum gegn 50. David Levy verður utanríkisráðherra en Netanyahu, sem er 46 ára að aldri, er yngsti og valdamesti for- sætisráðherra í sögu landsins. í ræðu sinni á þingi í gær hét hann að efla landnám gyðinga á svæðum Palestínumanna og þykir ljóst að standi hann við það loforð verði varla hægt að vænta mikils árang- urs í friðarsamningum. Netanyahu' hvatti leiðtoga arabaríkja til þess að halda áfram friðarviðræðum og sagði stjórn sína myndu ræða við ráðamenn Palestínumanna, með því skilyrði að þeir stæðu við gefin heit. Palest- ínskir embættismenn sögðu í gær að yfirlýsingarnar væru „tilraun til þess að komast hjá friðarumleit- unum“. Riðukjöt bannað París. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld bönnuðu í gær alla sölu á öllum afurð- um riðusauðfjár í landinu og var sagt að aðgerðirnar væru varúðarráðstafanir í barátt- unni fyrir traustari heilbrigð- isvörnum í kjölfar kúariðu- málsins. Sauðfjárriða hefur ekki ver- ið talin hættuleg fólki en æ fleiri vísindamenn segja að lík- ur séu á því að tengsl séu milli hennar og kúariðu. Sauðfjárriðu var nú bætt við ýmsa sjúkdóma sem skylt er að skýra embættismönnum á sviði dýralækninga í Frakk- landi frá til að þeir geti gripið til varnarráðstafana. Um 10 milljónir sauðfjár eru í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.