Morgunblaðið - 19.06.1996, Page 20

Morgunblaðið - 19.06.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ * Irska stjórnin vill „skilja dyrnar eftir í hálfa gátt“ Sinn Fein lýsi andstöðu við aðgerðir IRA ÍRSKA stjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að samskiptum við Sinn Fein, stjórnmálaarm írska lýðveldishersins (IRA), skyldi ekki hætt. Fundur- inn var boðaður til þess að endurskoða samskipt- in við Sinn Fein í ljósi gruns um að IRA hafi staðið að sprengingu sem særði rúmlega 200 manns í Manchester á Englandi um helgina. I yfirlýsingu frá stjórninni segir, að „skilja beri dyrnar eftir í hálfa gátt“ til þess að gefa Sinn Fein tíma til að krefjast þess af IRA að lýst verði yfír vopnahléi. í kjölfar sprengingarinnar í Manchester sendu írsk stjómvöld Sinn Fein, sem berst fyrir afnámi breskra yfirráða á Norður-írlandi, bréf þar sem flokkurinn er krafinn sagna um, hvort hann styðji „vopnaða baráttu" IRA. Einnig er í bréfinu lagt að leiðtoga Sinn Fein, Gerry Adams, að greina frá því hvort hann hafi farið fram á það við félaga sína í IRA að þeir lýsi yfir vopnahléi á ný. Talsmaður stjórnarinnar sagði að Adanys þyrfti að „svara tveim einföldum spurningum." í fyrsta lagi hvort hann hefði far- ið þess á leit að IRA lýsti yfir vopnahléi, og hafi hann ekki gert það, hvers vegna ekki. I öðru lagi hvort flokkur hans styddi „vopnaða baráttu" IRA. Talsmaður Adams sagði að stjórnvöldum væri kunnugt um afstöðu Sinn Fein og tilraunir flokksins til að „koma á friðarumleitunum." Adams verði refsað Stjórnin kom saman til fundar vegna kröfu um, að öllum samskiptum við Sinn Fein verði hætt, til þess að refsa Adams fyrir sprengjutil- ræðið í Manchester og morð á írskum lögreglu- manni í bænum Adare fyrr í mánuðinum. Mary Harney, leiðtogi Framfarasinnaða demó- krataflokksins, var í fararbroddi þeirra er vilja úthýsa Sinn Fein. Hún sagði í útvarpsviðtali að allur almenningur væri sammála sér, og að fólk væri „búið að fá nóg af Sinn Fein.“ Bertie Ahern, leiðtogi Fianna Fail, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, var ósammála Harn- ey, og sagði að það myndi ekki auka líkur á friði ef Sinn Fein yrði einangraður. „Það er auðvelt að einangra Sinn Fein. Við höfum gert það í 25 ár. Hveiju hefur það skilað okkur?“ sagði Ahern. Tvær kirkjur blökku- manna brenna Atlanta. Reut«r. TVÆR kirkjur blökkumanna í smábænum Kossuth í Mississippi- ríki í Bandaríkjunum eyðilögðust í eldi á mánudagskvöld, að sögn lögreglu. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Opinber rannsókn er hafin, og beinist hún að því, hvort tengsl séu milli brunanna á mánudag og bruna, sem orðið hafa, í 34 öðrum kirkjum blökkumanna í Suðurríkj- unum á undanförnu einu og hálfu ári. Kossuth er norð-austast í Miss- issippi. Flestir íbúanna eru hvítir, en kirkjurnar sóttu blökkumenn. Kirkjubrunarnir að undanförnu þylqa minna óþyrmilega á eld- sprengjuárásir Ku Klux Klan-sam- takanna á kirkjur blökkumanna á sjöunda áratugnum, og hafa valdið heiftarlegum deilum milli fijáls-, lyndra og íhaldsmanna um hvort kynþáttahatur sé ástæða brunanna, eða þeir séu verk brennuvarga sem viVji láta líta út sem svo sé. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hyggst eiga fund í dag með ríkisstjórum þeirra ríkja, þar sem kirkjubrunar hafa orðið. Starfsemi ValuJet-flugfélagsins bönnuð Uppstokkun boð- uð innan FAA Washington. Reuter. STEFNT er að mikilli uppstokkun innan bandarísku flugmálastofnun- arinnar, FAA, í kjölfar flugslyssins í Miami þegar farþegaþota frá flug- félaginu ValuJet fórst með 110 manns. í skýrslu um úttekt á flugfé- laginu segir, að FAA hafí sýnt „and- varaleysi". Starfsemi ValuJet hefur verið bönnuð í óákveðinn tíma. Rannsókn á starfsemi ValuJet hófst í febrúar sl. en eftir slysið 11. maí var hert mjög á henni. David Hinson, yfirmaður FAA, sagði í sjón- varpsviðtali, að eftirlitið með ValuJet hefði einkennst af andvaraleysi og augljóst, að taka yrði stofnunina til rækilegrar endurskoðunar. Hinson boðaði jafnt skipulags- sem manna- breytingar hjá FAA og talið er, að Anthony Broderick, aðstoðaryfirmað- ur leyfísveitingadeildar FAA, verði rekinn. Starfsemi ValuJet var bönnuð þar til það hefur „gert nauðsynlegar ráð- stafanir“ en talsmaður flugfélagsins kallaði ákvörðunina óréttiáta og bjóst við, að starfsemin gæti hafíst aftur eftir mánuð. FAA grípur til þessara ráðstafana viku áður en starfsemi stofnunarinnar verður tekin fyrir í þingnefnd en búist er við, að þar komi fram hörð gagnrýni á hana. LOKAUTKALL Aðeíns 9sæti laus Upplýsingar ekki gefnar i sima! Mallorca 24. júní í eina eða þrjár vikur . , . M IÍRVAL ÚTSVH QAT%AS^ Ldgmúla 4, { Hafnarfiröi, í Keflavík, á Akureyri, á Selfossi - og bjá umboðsmönnum um land allt. Brynja Jóhönnu af Örk PIERRE de Souzy, forngripasali í París, heldur því fram að Jó- hanna af Ork hafi gengið í brynj- unni, sem hann sýnir hér og er í verslun hans. Brynjan er að eins 1,5 metrar á hæp og af laginu mætti ætla að hún hafi verið smíðuð fyrir konu. Aldur brynj- unnar var kannaður á rannsókn- arstofu og fékkst staðfestað hún er frá 15. öld. Jóhanna af Örk komst í dýrlingatölu og varð þjóð- hetja Frakka. Hún var einnig nefnd mærin af Orléans. Sagt er að gangur 100 ára stríðsins hafi snúist þegar hún átti þátt í að leysa borgina Orléans úr umsátri. Forseti Letta end- urkjörinn ÞING Lettlands endurkaus Guntis Ulmanis forseta á þriðjudag. Hann hét því að reka áfram öfluga utanríkis- stefnu með áherslu á sam- skiptin við Vesturlönd. Sögðu nei við Nastase RÚMENSKA tennisstjarn- an Ilie Nast- ase laut um helgina í lægra haldi í borgar- stjórnarkosn- ingum í Búk- arest. Victor Ciorbea, andstæðingur hans, bauð Nastase að setjast í íþrótta- og menningarráð borgarinnar í gær. Fischer kynnir skákafbrigði BOBBY Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, kom til Argentínu á mánudag til að kynna nýtt afbrigði af skák, sem byggist á því að dregið er um röð taflmannanna fyrir aftan peðin. Skákfélag Arg- entínu sagði að þetta væri fyrsta breytingin, sem gerð hefði verið á skák í 500 ár. Nýja afbrigðið nefnist „Fisch- erandom" og er reyndar ekki nýtt af nálinni þótt nú sé ver- ið að gera kynningarátak. Áhyggjur í Líbanon FARIS Bouez, utanríkisráð- herra Líbanons, kvaðst í gær hafa þungar áhyggjur af hern- aðarsamkomulagi Tyrkja og ísraela vegna þess að það drægi Tyrkland inn í ágreining araba og Israela og magnaði spennu fyrir botni Miðjarðar- hafs. Samkomulagið snýst um þjálfun hermanna. Rislitlir rummungar? ÞJÓFAR brutust inn í lækna- stofu fyrir getulausa í Melbo- urne í Ástralíu um helgina og létu greipar sópa. Ránsfengur- inn gæti reynst þeim þungur í skauti því að þeir höfðu með- al annars með sér lyf, sem veldur fimm daga linnulausu holdrisi. „Við erum að leita að manni, sem er annaðhvort ákaflega vandræðalegur eða úrvinda af þreytu,“ sagði tals- maður lögreglu. Ágengur órangútani ÓRANGÚTANI, sem hafði verið skilinn eftir á götu í Tævan, greip stúlku, sem hugðist klappa honum, og hóf að kyssa hana. Apinn sleppti stúlkunni ekki fyrr en hann hafði verið sprautaður með deyfilyfjum. Apinn var fluttur í dýragarð og eigandans er leitað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.