Morgunblaðið - 19.06.1996, Side 42

Morgunblaðið - 19.06.1996, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIVIAR mmmmimm LEIKURINN STENDURTIL20. ÁCÚST. Arangur eða upphróp? FRÓÐLEGT er að rifja upp stöðu efnahags- og atvinnumál þjóðarinn- ar eins og þau blöstu við fyrir rúmu einu ári. Útlitið var sannarlega dökkt og lítil bjartsýni ríkjandi. Umskiptin eru ótrúleg. Allar efna- hagstölur segja að við séum á réttri leið. Kaupmáttur fer ört vaxandi, atvinnuleysi er hérlendis með því lægsta í ríkjum OECD, hagvöxtur langt yfir meðaltali, í fyrsta sinn fara skuldir okkar við útlönd lækk- andi, sem og halli ríkissjóðs, vextir fara lækkandi og gífurlegur vöxtur er hlaupinn i atvinnulífið. Sannar- lega eru þetta mikil umskipti á skömmum tíma. Allt tal um „kyrr- stöðustjórn“ Framsóknarflokks og sjálfstæðismanna hljómar ankanna- lega því staðreyndir segja annað. Það er bjartara yfir nú en við lok síðasta kjörtímabils. Einn vinnumarkaður Skipta má markmiðum efna- hagsaðgerðanna í ijóra samtengda þætti. I fyrsta lagi er markmiðið að auka kaupmátt og verðmæta- sköpun þannig að landsmenn allir megi njóta. Einn meginvandi ís- lensks atvinnulífs er sú staðreynd að framleiðni er hérlendis með því Ein helzta meinsemd stjórnmála okkar er, segir Hjálmar Arna- son, ábyrgðarleysi sem einkennir stjórnarand- stöðu á hverri tíð. lægsta sem þekkist. Því er rökrétt að nefna sem annan þátt markmið- anna að auka framleiðni íslensks atvinnulífs. Við höfum of lengi verið njörvuð niður af úreltum leik- reglum með vondum afleiðingum fyrir laun- þega og fyrirtæki. Gildir þar einu hvort við er átt einkageirann eða hinn opinbera. Löngu er orðið tíma- bært að líta á vinnu- markaðinn sem eina heild í stað þess að skipta honum með þeim hætti sem tíðkast hefur. Launþegi og vinnuveitandi eiga að lúta sömu leikreglum Hjálmar Árnason hvort heldur þeir vinna fyrir hið opinbera eða einkaaðila - þjóðfé- lagið er eitt. Tið viðbótar þessu má svo minna á þá hugmynd er rædd var í vetur um upp- stokkun á frídögum þjóðarinnar. Bæði launþegar og fyrir- tæki nytu góðs af því að færa hina hefð- bundnu og stöku frí- daga til þannig að þeir rynnu saman við helg- ar eða að launþegar gætu safnað þeim saman og tekið í sam- fellu, t.d. sem vetrar- orlof. Langar helgar nýtast fólki mun betur en stakir dagar, auk þess sem samfella í rekstri eykur framleiðni. Ríkissjóður gjaldþrota? Þriðja markmiðið er tvímælalaust fólgið í því að ná niður halla ríkis- sjóðs. Austantjaldsríkin virtust telja það geta gengið að reka ríkiskass- ann sem botnlausa hít. Þegar járn- tjaldið féll kom í ljós að sú stefna leiddi gjaldþrot yfir heilu þjóðimar og ríkir þar meiri fátækt og neyð en annars staðar í Evrópu. Síðustu árin höfum við verið að feta okkur inn á sömu brautir. Á síðasta kjör- tímabili hækkuðu skuldir ríkissjóðs um 40 milljarða króna og vaxta- greiðslur eru þriðji stærsti útgjalda- liður ríkisins. Þessu vill Framsókn- arflokkurinn breyta því við getum ekki skilið velferðarkerfíð eftir sem ijúkandi rúst handa börnum okkar. Ög í raun hygg ég að allir pólitíkus- ar geri sér grein fyrir vandanum. Á honum þarf að taka. Það reyndu bæði kratar og allaballar á ríkis- stjórnartíma sínum við litlar vin- sældir. Því er umhugsunarefni hvernig tónninn breytist við að lifa sig inn í notalegt ábyrgðarleysi stjómarandstöðu. Þetta á líklega við alla flokka og er ein hejsta meinsemd íslenskra stjórnmála. Ég tek því ofan fyrir Kristni H. Gunnarssyni fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og gagnrýna þennan ósið stjórnarand- stæðinga (allra tíma). Hin ábyrga afstaða Kristins er örugglega tengd reynslu hans af þingi og starfi í fjár- laganefnd. Tími upphrópana og slagorða i störfum Alþingi þarf að hverfa fyrir þjóðarheill. PÚ5LAPU OC ÞEYTTU 5VIFPI5KI í ALLT5UMAR SAFNAOU SVALAFERNU-FLIPUM OC SVALA- ráS FROSTPINNABRÉFUM OC ÞÁ GETUR ÞÚ PÚSLAÐ 06 ÞEYTT SVIFDISKI í ALLT SUMAR. FYRIR HVERN MYNDFLIPA AF SVALAFERNU FÆRDU 1 STI6. FYRIR HVERT BRÉF UTAN AF SVALA-FROSTPINNA FÆRDU 2 STI6. ÞE6AR ÞÚ HEFUR SAFNAÐ RÉTTUM STI6AFJÖLDA 6ETUR ÞÚ NÁL6AST PÚSL 06 SVIFPISKA Á NÆSTU SHELLSTÖÐ - FRÁ 06 MEÐ 4. JÚLÍ. 0 Höfundur cr alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi. Skattsvik óleyst í fjórða lagi nefni ég svo það mikilvæga hlutverk að vetja velferð- arkerfi okkar. Um allan heim eiga sér stað átök um rekstur þess. Þjóð- ir heims glíma við hinar samfélags- legu skyldur sínar sem gengur stöð- ugt verr að íjármagna. Island er þar engin undantekning. Að óbreyttu er hætta á aigjöru hruni. Þess vegna verður að bæta framleiðni því af henni hlýst aukinn kaupmáttur og auknar tekjur í ríkissjóð. Réttlætið er fólgið í því að allir einstaklingar geti notið öryggis í samfélaginu. Angi þessi réttlætis er skilvirk skatt- heimta. Af nýafstöðnu þingi harma ég mest að ekki skyldi afgreidd til- laga tíu þingmanna úr öllum flokk- um um bætta skattheimtu. Við gæt- um nefnilega notað þá 12 milljarða sem sviknir eru undan skatti til að styrkja velferðarkerfið. Við gætum líka notað þá til að bæta menntun og nýsköpun vegna þess að sú íjár- festing skilar þjóðfélaginu margföld- um verðmætum. Aðeins einu ári stjórnarsam- starfsins er lokið. Margt hefur gerst og sumt hefur kostað átök. Ég trúi að í vændum séu góð skilyrði til að ná áðurgreindum markmiðum. En mörg verkefni eru líka óleyst og bíða næsta þings. Stórhöfða 17, við Gullinbrú. sími 567 4844

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.