Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 13

Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.JÚNÍ 1996 B 13 Guðsmenn guldu ekki skattinn Varsjá. Reuter. ÞRIR prestar sem tilheyra pólsku rétttrúnaðarkirkjunni hafa verið ákærðir fyrir tollsvik en þeir fluttu fjórar bifreiðar inn til lands með ólögmætum hætti. Að sögn pólsku fréttastofunnar PAP voru mennirnir þrír kærðir eftir að þeir höfðu lagt fram fölsuð innflutningsskjöl í því augnamiði að losna við að greiða tolla af bif- reiðunum. í plöggum guðsmann- anna sagði að bifreiðirnar væru gjöf til kirkjunnar. Hefði svo verið hefði enginn tollur lagst á ökutæk- in, samkvæmt pólskum lögum. Auk prestanna þriggja tók ónefndur háskólakennari þátt í ráðabruggi þessu en með þessu móti sviku þeir ríkissjóð Póllands um 25.000 zloty sem svara til tæplega 600.000 íslenskra króna. -----»-■»-■♦---- Rívíeran úr tísku París. Reuter. FRANSKA Rívíeran er dottin úr tísku en vinsælasti sumarleyfis- staðurinn í Frakklandi nú er vest- urströnd landsins. Þetta kemur fram í franska dagblaðinu Le Monde sem lýsti þessari þróun svo í fyrirsögn: „Ve- strið í tískujferðamönnumn í suðri fækkar." Cote d’Azur, Miðjarðarhafs- strönd Frakklands, hefur löngum verið vinsælasti sumarleysisstað- urinn en nú virðist sem bæði út- lendingar og Frakkar hafi fengið nóg af mannþrönginni á ströndun- um, steyptu fjölbýlishúsunum og umferðarþunganum gífurlega. Sí- fellt fleiri halda þess í stað til Atlantshafsstrandarinnar þar sem mannmergðin er ekki jafn kæf- andi, verðlagið hagstæðara og hreinlætið meira. - kjarni málsins! Alklætt hornsófasett 2+horn+2 á hreint frábæru verði aðeins kr. 146.000 stgr. Litir: Svart, rautt, grænt, brúnt, bleikt. Greiðslukjör við allra hæfi E Ath takmarkaö magn i\RMl 'LA «. slMAR 581 2275,568 5375 -.-2—........:..;; Alklædd leðursófasett 3+1+1 á tilboðsverði aðeins kr. 159.0CX) stqr. Við sendum skattfrjálst til íslands Litir: Svart, brúnt, bleikt, koníak, Ijósbrúnt. Hringið eða skrifið og fáið nýja pöntunar- listann fyrir 1996 sem er með allt fyrir barnið þitt. Framandi ferðir á frábæru verði! Bali og Singapore - austurlensku perlurnar 10. - 27. sept. Fararstjóri: Friðrik Haraldsson Fá lönd eru jafnhjartfólgin ferðamönnum og hið einstæða Thailand. I loftinu erframandi keimur, iðandi mannlíf á þröngum strætum, stórfengleg fjallahéruð og dásamlegar strandlengjur. Dvalið verður í Bangkok, borg englanna, í nokkra daga. Thailendingar eru boðnir og búnir að leiða okkur um töfrandi borgina sem státar af gullskreyttum Búddalíkneskjum, musterum og skrautlegum blómagörðum þar sem hinn fínlegi austræni stíll ræður rikjum. Þá fljúgum við til Chang Mai þar sem gríðarfögur náttúran er skoðuð á gönguferðum og jafnvel af baki fíla. Rúsínan í pylsuendanum er svo hin ótrúlega eyja Phuket sem gleymist beim aldrei sem þangað leggja leið sína. Gist verður á hinum glæsilegustu hótelum. Thailand - heillandi heimur 16. okt. -1. nóv. Fararstjóri: Friðrlk Haraldsson í bessari ferð kynnumst við tveimgr ólíkum perlum Austurlanda. Bali er fögur eldfjallaeyja austur af Jövu þar sem menningin er á vissan hátt ósnortin og framandi en í borgríkinu Singapore mætast hins vegar helstu menningarstraumar heimsins meö einstæðum hætti. Á Bali taka innfæddir okkur opnum örmum af sinni einstæðu gestrisni. Þar er margt að sjá. Vart er hægt að hugsa sér meiri náttúrufegurð. Listiðnaöur stendur meö miklum blóma, s.s. silfursmíði, tréútskurður og listilega skreytt hof og hallir. Dvalið verður á hinu glæsilega Bali Hilton International hóteli. Leið liggur okkar svo til Singapore. Hótelið okkar er í hjarta borgarinnar. Hér ægir saman ýmsum bjóðarbrotum sem á aðdáunarverðan hátt hefur tekist að lifa saman í sátt og samlyndi. Boðið verðu'r upp á spennandi skoðunarferðir um borgina og til Sentosa sem er nærliggjandi eyja. Allir velkomnir á ferðakynningu! Ferðakynning í lcvöld kl. 20.30 í A-sal á Hótel Sögu Kynning á feröunum til Thailands og Bali/Singapore verður sunnudaginn 30. júní í A-sal Hótel Sögu kl. 20.30 og þar mun Friðrik Haraldsson fararstjóri sýna kynningarmyndir og halda erindi. SamriMiBfepðir-Laiiilsýii Reykjavfk: Austurstrætl 12 • S. 569 1010 • Slmbrét 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innenlandsteröir S. 569 1070 Hótel Sðgu vlð Haoatoro • S. 562 2277 • Slmbrét 562 2460 Halnartjörður: Bæjarhraunl 14 • S. 5651155 • Sfmbréf 565 5355 -frr Keflavfk: Hatnarflðtu 35 • S. 421 3400 • Slmbrét 421 3490 Akranai: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Stmbrét 431 1195 » VÉW hUFXDCARD Akurayrl: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbrét 461 1035 Vestmannaeylar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbrét 481 2792 Elnníg umboðsmenn um land allt VJS / GISHH VIJAH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.