Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR segir að það séu mikið til sömu mennirnir sem koma í Laxá ár eftir ár. Flestir þeirra eru frá Bandaríkjunum en stundum koma veiðimenn frá Englandi og Skotlandi. Sá elsti sem von er á í sumar verður níræður á þessu ári, hann er búinn að koma í meira en 20 sumur. Hver hópur er viku við veiðar og sjald- gæft að veiðimenn séu lengur. „Þarna myndast ákaflega sterk og traust vinátta," segir Pétur. „Suma þessara manna er ég búinn að hitta áratugum saman. Ég hef samband við marga þeirra utan veiðitímans, það eru bæði bréfaskriftir og þeir hringja oft í mig.“ Uppi á vegg hjá Pétri hanga myndir, bæði ljósmyndir, teikningar og málverk, af veiðimönnum við Laxá. Pétur bendir á eina þar sem hann er með rauðklæddum manni. „Þetta er lang- besti vinur minn, Bill Young, hann er frá Bandaríkjunum. Hann hringdi í mig um jólin og sagðist vera búinn að finna handa mér jólagjöf. Hann sagðist nú ekki ætla að senda mér hana þá heldur ætlaði hann að bjóða okkur til Banda- ríkjanna í haust og borga ferðina. Vildi endilega fá karlinn og frúna í heimsókn," segir Pétur og brosir í kampinn. Marglit meistaraverk í byijun veiddi Pétur jöfnum höndum á maðk og flugu, smám saman náði flugan yfirhöndinni., Nú veiðir Pétur ekki á neitt annað og segist yfirleitt ekki fá minna en aðrir. Pétur hnýtir allar sínar flúgur sjálfur. Rúmlega tvítugur fór hann að fikra sig áfram eftir bókum um fluguhnýtingar og menntaði sig sjálfur í listinni. Pétur á gott bókasafn um þessa kúnst og styðst við það. Hann hnýtir eitthvað flesta daga ársins, mest þó yfir veturinn þegar gefst gott' tóm til að spekúlera í flugum og hnýta. Stundum grípur hann í að hnýta í hvíldartímanum á sumrin ef það vantar eitthvað sérstakt. Það getur tekið frá 10 mínútum og upp í klukku- tíma að hnýta hveija flugu. „Það er ekki hugsað um peninga í þessu sambandi, heldur hvort það fæst eitthvað á það. Ég er að þessu til að hafa gaman af því,“ segir Pétur. Hnýtingaraðstaða þessa meistara fluguhnýtaranna lætur lítið yfir sér. Pétur er með aðstöðu í litlum gluggalausum gangi. Þar er „væsið“ eða skrúfstykkið fest á lítið skrifborð og hnýtingarefnið allt um kring. Marglitir þræðir á tvinna- keflum, fjaðrir af torkennilegum fuglum, kafloðnir skinnbút- ar. í litlum boxum hvíla svo marglit meistaraverkin, ótrú- lega nosturslega unnin. Pétur hefur sérhæft sig í fjaðraflugum. „Það er allt öðru vísi að hnýta fjaðraflugur en hárflugur," segir hann. „Þetta er eins og módelsmíði og meiri nákvæmnisvinna. Ég nota bæði innfluttar fjaðrir og get notað líka úr vissum íslenskum fuglum. Til dæmis síðufjaðrir af stokkönd, urtandarfjaðrir og úr stóru toppönd (gulönd). Hún er alfriðuð, en ef ég finn hana dauða þá eru góðar fjaðrir í henni. Lómsfjaðrir hef ég líka notað, hrossagauk og spóa. Þeír fljúga stundum á girðingar og þá nær maður í fjaðrir — ef maður finnur þá í tíma.“ Pétur hnýtir fyrir sjálfan sig og einstaka vini og kunn- ingja. Stundum er leitað til hans þegar vantar skemmtilega tækifærisgjöf. Flugurnar enda ekki allar í veiðiboxum heldur eru sumar lagðar til hinstu hvílu á mjúku flosi og "fammað- ar inn til skrauts. Pétur hefur nokkrum sinnum sent flugur í keppni og unnið til verðlauna. Hann gerir þó lítið úr þeim afrekum og vill lítið um þau tala. Hann tók tvisvar þátt í keppni sem Litla flugan stóð fyrir og vann 1. og 3. verðlaun í fyrra skiptið og lenti í 2. sæti í seinna skiptið. „Þá hef ég ekki vandað mig nóg,“ segir Pétur afsakandi. Vinur Péturs, Eyþór Sigmundsson, laxveiðimaður og út- gefandi í Laxakortum, fékk Pétur til að hnýta 52 sígildar laxaflugur. Síðan gaf Eyþór út spilastokka með myndum af flugunum, boli og veggspjöld. Þessar vörur hafa farið víða og hvarvetna vakið athygli. Kvenkenndar flugur Pétur hnýtir bæði eftir hefðbundnum uppskriftum og eig- in. Yfirleitt gefur hann flugunum sínum kvenmannsnöfn. Hann nefnir sérstaklega Dóru og Sally og segist hafa fiskað mikið á þær. „Fyrir mjög löngu síðan hannaði ég fluguna Sally og próf- aði hana sjálfur samdægurs. Ég fékk tvo laxa á hana þá og marga síðan, bæði ég og aðrir,“ segir Pétur. „Einu sinni var mikill veiðimaður, Englendingur að nafni Fiddian Green, á veiðum hér. Það var búin að vera mjög PÉTURískektum léleg veiði. Þá hannaði ég flugu fyrir hann. Við fórum með hana seinni part dags í mígandi rigningu austur í Vitaðs- gjafa. Green prófaði ýmsar flugur þarna og það var ekki högg á þær. Svo setti ég þessa nýju við og það var lax á um leið. Við fengum þarna þijá góða laxa, alla nálægt 20 pundum. Svo misstum við þann fjórða og fluguna með. Það var ekki til nema það eina eintak svo þá var búið með veið- ina það kvöldið. Ég hafði krotað uppskriftina niður og hnýtti meira. Fluguna néfndi ég Evu og við höfum veitt nokkuð vel á hana.“ Fengsæl draumaf luga Fyrir tveimur árum varð Pétur fyrir merkilegri reynslu. „Mig dreymdi að ég væri að veiða hér austur í Laxá,“ seg- ir Pétur. „Það tekur lax hjá mér, ég dreg hann í land, losa úr honum og sleppi eins og ég geri gjarnan. Síðan fer ég að skoða fluguna. Þá er það fluga sem ég hef aldrei nokk- urn tímann séð og ég setti vel á mig hvernig Iitirnir í henni voru og hvemig hún var byggð upp. Daginn eftir hnýti ég þessa flugu. Þetta var að vetri til og nógur tími til að rifja upp hvernig hún var, en það var dálítið flókið. Síðan skírði ég þessa flugu í höfuðið á vini mínum, Bill Young.“ Pétur hnýtti fáein eintök og sendi Bill. Hann , segir að Bill hafi þótt ijarska vænt um þetta vinarbragð. Um vorið fór Bill Young í lax til Noregs. Þegar hann dró upp nýju fluguna frá Pétri vakti hún hlátur þarlendra fylgdarmanna, þeir vildu ekki setja hana á og höfðu enga trú á þessu furðulega agni. „En hann fékk fimm af sjö löxum á fluguna og alla þá stærstu, þótt hann notaði hana ekki nema svona tvo klukkutíma á. dag,“ segir Pétur og hlær. „Hann er voðalega dijúgur af flugunni." í fyrrasumar fékk Bill Young alla laxana sína í Laxá, átta stykki, á þessa flugu og þó var veiðin léleg. Pétur prófaði fluguna sjálfur í fyrrahaust og fékk einn lax á hana. Hann hnýtti nokkur eintök fyrir kunn: ingja sína í fyrrasumar og flugan reyndist þeim vel. „í Kirkjuhólmakvíslinni fékk maður, sem ég fylgdi, lax á þessa flugu og var þó búið að prófa þar margt rétt áður án þess að neitt fengist.“ Enn sannaði Bill Young sig um daginn. Pétur og Anna María könnuðu ána 17. og 18. júní. Það var lítill fiskur og Draumaflugan Bill Young Þráður. Svartur, 8/0. Bytjunarhvörf': Grannur, ávalur gullþráður. Rönd: Skarlatsrautt flos. Stél: Gullfasan toppfjöður. Kragi: Svört strútsfjöður. Bolur. í fjórum jöfnum hlutum. Aftasti hluti: Ávalur gullþráður, miðgerð. Framan við er kragi úr rauðgulri hnakkafjöður. Annar hluti: Ávalur gullþráður. Framan við er kragi úr gulri hnakkafjöður, lítið eitt lengri en sá rauð- guli. Þriðji hluti: Ávalur gullþráður. Framan við er kragi úr grænni hnakkafjöður. (Green Highlander litur). Fremsti hluti: Ávalur gullþráður. Vængur. Dálítið hárknippi úr rauðgulu greifingjaskotti. Ofan á það knippi úr gulu greifingjaskotti. (Nota má hár úr hjartarhala, í stað greifingjaskotts, sé hárið nægilega mjúkt.) Ofan á það knippi úr grænu íkornaskotti. Ofan á það knippi úr djúpbláu íkornaskotti. Efst er smá knippi úr svörtu íkornaskotti. Vængþekja: Gullfasan toppfjöður. Hliðar. Lengjur úr mandarín bekkfjöðrum, ná aftur á miðjan væng. Skegg. Skærblá hnakkafjöður hringvafin með svörtu framan við. Góð lengd er helmingur af bol. Höfu&. Svart, með rauðri rönd aftast. Þessa flugu er gott að hnýta sem túpu. DURHAM Rangor. Höfundur William Henderson, 1840.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.