Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 17
+
4-
ni vid Kirkjuhólmakvislina. Til haegri mó sjó heióina þar sem gróóur er aó eyóast.
Morgunblaðið/RAX
ur engin veiði. Þó veiðimenn bölvi slýinu, þá er þetta nú
svona,“ segir Pétur.
Aður fylltu slýbreiður allar víkur í ánni þegar hitar voru.
Slýið var fæða fyrir mýlirfuna og mörg önnur skordýr. Pét-
ur segist ekki vita neina skýringu á því hvers vegna slýið
hafi minnkað. Sumir kenni um áburðarnotkun, aðrir Kísiliðj-
unni. Sjálfan grunar hann eyðingu ósonlagsins um að valda
þessari breytingu.
„Mér finnst hlægilegt þegar
litlum úðabrúsum er kennt um
eyðingu ósonlagsins. Það eru
kannski miklu stærri „úðabrús-
ar“ á ferð í háloftunum — þot-
urnar — þó það megi ekki tala
um þær,“ segir Pétur. „Það er
miklu sterkari birta hin seinni
ár en var, þó að enginn vilji við-
urkenna þetta — ekki einu sinni
veðurfræðingar. Gróðurinn norð-
ur í heiðarbrekkunum hér austan
við ána hefur lika gjörbreyst á
fáum árum. Þar er mjög mikil
gróðureyðing og ekki af völdum JOCK Scott. Höfundur
Seitar. Viðkvæmur gróðurinn í john Scott, 1850.
fjallinu þoiir ekki þetta stöðuga
sterka sólskin. Þetta er ekki sauðfjárbeitinni að kenna, held-
ur veðráttunni. Kindinni er kennt um af pólitískum ástæð-
um.“
Pétur segir að ölium fuglum sé að fækka í Aðaldal. Hann
segir að það sé ekki minknum að kenna heldur vaxandi eitur-
efnum í náttúrunni, þungmálmum og fleiru. „Mér finnst
öndum af öllum tegundum hafa fækkað. Flórgoðinn er nær
horfinn, það er viðburður ef maður sér hann.“
áin vatnsmikil. Þau urðu þó vör við tvo laxa. Fyrri daginn
fékk Anna Maria 14 punda hrygnu á ljósan Toby á Skriðu-
flúðinni. Daginn eftir kastaði Pétur tveggja þumlunga Bill
Young túbu í Kirkjuhólmakvísl og fékk 22 punda nýrunninn
lúsugan hæng.
Pétur kann enga skýringu á því hvernig á því stendur
að hann dreymdi þessa flugu eða hver sýndi honum hana í
draumnum. Bill Young flúgan er að sögn Péturs mjög frá-
brugðin hefðbundnum laxaflugum. Hún krefst mikillar
handavinnu, á bolnum eru átta samsetningar, en eru að jafn-
aði 2-3, mest fjórar. Pétur hnýtir þessa flugu allt frá öngl-
um númer 8 og upp í þriggja tommu túbur. Hann segist
vera uppundir hálftíma að hnýta hveija flugu og er þó með
vanari mönnum.
Rammvilltir laxar
Pétur hefur lengi fylgst með náttúrufari í Aðaldal. Hann
segir að Laxá hafi breyst frá því hann man fyrst eftir henni.
„Það var minni sandur í ánni en nú,“ segir Pétur. „Sandurinn
kemur ofan úr Kráká. Eftir að virkjað var í Laxá dyngjast
sandurinn upp fyrir neðan virkjunina. Þegar kemur hlaup í
ána ryður það sanddyngjunni niður eftir ánni. Ef engin hindr-
un hefði verið, eins og áður, þá hefði sandurinn smá mjatlast
þarna niður og ekkert gert til. Þetta vill enginn maður viður-
kenna.“ Sandurinn fyllir upp hrygningarstaði og eyðileggur
mikið af hrognum og þar með klakið. Pétur segir að það
verði aldrei bætt með sleppiseiðum. Hvers vegna ekki?
„Fiskar sem klaktir eru og aldir við ónáttúruleg skilyrði,
í heitu vatni, verða aumingjar. Alveg eins og menn sem sitja
inni í bæ allan daginn.“
Pétur er þeirrar skoðunar að fiskurinn missi ratskynið við
að alast ekki upp í sínu náttúrulega umhverfi. Þó barðger-
ustu sleppiseiðin lifi er hann efins um að laxinn rati aftur í
sína á. „Hann veit ekkert hvar hann á heima,“ segir Pétur.
„Héma kaupa menn seiði sem fara niður um haustið, em ekki
í ánni nema bara yfir sumarið. Það væri trúlega til mikilla
bóta að kaupa minni seiði og þá meira af þeim til að þau
væru eitt og hálft ár í ánni. Væm þau þá ekki frekar búin
að tileinka sér staðinn," spyr Pétur. „Mikið af þessum seiðum
er merkt með örmerkjum sem skotið er í tijónuna framan
við augun. Getur þetta ekki ruglað ratskynið líka?“
Pétur segir að örmerktir fiskar úr Laxá veiðist austur í
Vopnafirði, fyrir sunnan og trúlega víðar. Því megi ætla að
eitthvað sé athugavert við ratvísina.
Eyóing ósonlagsins og of birto
Önnur breyting er að hin síðari ár er minna slý en áður var
í ánni. Það telur Pétur breytingu til hins verra. „Fiskurinn
og slýið virðast fylgjast að, ef það er ekkert slý þá er held-
Laxalykt af ánni
HNÝTINGARHORNID hans Péturs er lítió en þar veróa til
stórglœsilegar flugur.
Pétri finnst ekkert síður gaman að renna fyrir urriða en
lax. Ef hann getur fer hann upp í Laxárdal þar sem eru
urriðar upp í 8 pund og jafnvel stærri. Honum þykir líka
feykilega gaman að fara á sjó, hvort heldur á sjóstöng eða
skak. Aðrar veiðar en fiskveiðar stundar hann ekki núorðið.
Þegar við vorum í Laxárnesi var ekki enn komin lykt af
ánni. Pétur segist finna á lyktinni þegar laxinn er kominn.
Anna María kona hans segir að það bregðist ekki að þegar
Pétur fínni laxalyktina þá fáist fiskur.
Pétur segir smálaxinn hafi skilað sér illa í fyrra. Hann
telur að seiðin sem áttu að koma þá hafi tekið lengri tíma í
sjó en ella vegna kuldans í fyrra. „Það hefur komið fyrir
áður að þeir tækju tvö ár í sjó,“ segir Pétur. „Ég á von á
góðu sumri í sumar, hann skilar sér núna.“