Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 19

Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 19 ATVINNUA UGL YSINGAR Stjórnunarstörf hjá Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti nýver- ið nýtt stjórnskipulag bæjarsins. Samkvæmt því er stjórnsýslunni skipt í fjögur svið: Fjár- mála- og stjórnsýslusvið, félagsmálasvið, fræðslu- og menningarmálasvið og tækni- og umhverfismálasvið. í tengslum við þessar breytingar er nú auglýst í eftirtaldar stöður: Fræðslu- og menningarfulltrúi. Fræðslu- og menningarfulltrúi er starfsmað- ur þeirra nefnda, sem heyra undir fræðslu- og menningarsvið. Verkefni fræðslu- og menningarfulltrúa verða yfirumsjón með öllu skólahaldi Mosfellsbæjar, þ.e. leikskólum, grunnskólum, vinnuskóla og tónlistarskóla; rekstri íþróttamannvirkja, bókasafns, félags- miðstöðvar og félagsheimilis; og yfirumsjón með öllum uppeldis-, og íþrótta-, tómstunda- og menningarmálum, sem bærinn lætur til sín taka. Hann samræmir starfsemi stofnana bæjarins á þessu sviði og hefur umsjón með gerð fjárhagsáætlunar þess og fylgist jafn- framt með að henni sé framfylgt. Næsti yfir- maður er bæjarstjóri. v/ið leitum að einstaklingi með háskóla- nenntun, annað hvort á sviði uppeldis- og cennslumáia eða á viðskiptasviði. Stjórnun- arreynsla er skilyrði fyrir ráðningu, og æski- legt að hún sé á vettvangi sveitarstjórnar- mála. Umsækjandi skal hafa til að bera góða hæfileika til mannlegra samskipta. Forstöðumaður tækni- og umhverfismálasviðs Forstöðumaður er starfsmaður þeirra nefnda, sem heyra undir tækni- og umhverf- ismálasvið. Hann eryfirmaður allra verklegra framkvæmda hjá Mosfellsbæ, veitna, frá- veitukerfis, gatna- og umferðamála, garð- yrkju og opinna svæða, vélamiðstöðvar og áhaldahúss, skipulagsmála, byggingaeftirlits Aðalbókari Laust er tímabundið í afleysingu, tímabilið 1. september nk. til 31. október 1997, starf aðalbókara við embætti sýslumannsins Vík í Mýrdal. Umsóknir skulu sendartil embættisins, Rán- arbraut 1, 870 Vík, fyrir 10. júlí nk. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Allar upplýsingar veitir Sædís íva Elíasdóttir, aðalbókari. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, Sigurður Gunnarsson. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á Dalbæ, heimili aldraðra Dalvík, frá og með 1. september 1996. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 19. júlí nk. Á Dalbæ er bæði dvalardeild og hjúkrunar- deild. Húsnæði í boði. Á Dalvík eru tveir leikskólar og öflugt íþrótta- og æskulýðsátarf. Hafir þú áhuga á fjölbreyttu og skemmtilegu starfi, hafðu þá samband við forstöðumann eða hjúkrunaiiorstjóra í símum 466 1378 eða 466 1379. og eftirlits með dýrahaldi og landareignum bæjarins. Hann annast samstarf fyrir hönd bæjarins við ýmis samstarfsfyrirtæki og stofnanir á þessum vettvangi. Hann sam- ræmir starfsemi stofnana bæjarins á þessu sviði og hefur umsjón með gerð fjárhags- áætlunar þess og fylgist jafnframt með að hennisé framfylgt. Næstiyfirmaður er bæjar- stjóri. Við leitum að einstaklingi með verkfræði- menntun. Stjórnunarreynsla er skilyrði fyrir ráðningu og æskilegt að hún sé á vettvangi sveitarstjórnamála. Umsækjandi skal hafa til að bera góða hæfileika til mannlegra sam- skipta. íþróttafulltrúi Verksvið íþróttafulltrúa er tvíþætt: Að stýra rekstri íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá og sjá um samskipti við íþróttafélögin í bæjarfé- laginu. íþróttamiðstöðin að Varmá saman- stendur m.a. af íþróttahúsi, sundlaug, frjáls- íþróttavelli og malarvelli. íþróttafulltrúi er yfirmaður starfsliðs miðstöðvarinnar og hef- ur á hendi almenna verkstjórn, umsjón og eftirlit með fjárhagsáætlun auk almennra stjórnunarstarfa. Mikil samskipti eru við íþróttafélögin í bænum og er íþróttafulltrúi tengiliður þessara félaga við bæjaryfirvöld. Hann sér til þess að sameiginleg hagsmuna- mál þeirra og bæjaryfirvalda nái fram að ganga og samræmir sjónarmið. Næsti yfir- maður er fræðslu- og menningarfulltrúi. Við leitum að einstaklingi með reynslu af rekstri íþróttamannvirkja og þekkingu á sviði íþróttamála. Stjórnunarreynsla er nauðsyn- leg sem og góðir verkstjórnarhæfileikar til mannlegra samskipta. Upplýsingar um allar stöðurnar veita bæjar- stjóri og bæjarritari á bæjarskrifstofum Mos- fellsbæjar, Hlégarði. Skrifstofan er opin virka daga kl. 08.00-15.30, sími er 5666218. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, ásamt öðrum þeim upplýsing- um, er máli kunna að skipta, skulu hafa bor- ist til Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar í síðasta lagi 12. júlí nk. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Dagskrárstjóri Rásar 2 Ríkisútvarpið auglýsir starf dagskrárstjóra Rásar 2 laust til umsóknar. í starfinu felst m.a. yfirumsjón, hugmyndavinna, skipulag og annað er að dagskrá Rásar 2 lýtur. Starfs- reynsla við fjölmiðla er nauðsynleg. Ráðning- artími er til fjögurra ára frá og með 1. sept- ember nk. Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri útvarps eða starfsmannastjóri í síma 5153000. Umsóknarfrestur er til 31. júlí og ber að skila umsóknum í Útvarpshúsið við Efstaleiti á eyðublöðum sem þarf fást. & Leikskólar Mosfellsbæjar Stöður leikskólakennara við eftirfarandi leik- skóla eru lausar til umsóknar. Til greina kemur að ráða fólk með aðra upp- eldismenntun og reynslu: Leikskólinn Hlaðhamrar. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 566 6351. Leikskólinn Hlíð. Upplýsingar veitir leik- skólastjóri í síma 566 7375. Leikskólinn Reykjakot. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 566 8606. Leikskólafulltrúi Mosfellsbæjar, sími 566 8666. Sölu- og markaðsmál Ég er með B.A. gráðu í almannatengslum og markaðsfræðum, víðtæka reynslu í sölu- og markaðsmálum, sem og auglýsinga- og kynningarmálum, vanur tölvum og hef mjög gott vald á enskri tungu. Ég er þrítugur fjöl- skyldumaður, sem er tilbúinn og hæfur til að takast á við ný og spennandi verkefni. Nánari upplýsingar í síma 555 3389. Nýr leikskóli v/Suðurströnd á Seltjarnarnesi Leikskólakennarar Starfsemi leikskólans Fögrubrekku á Sel- tjarnarnesi flytur í nýjan og stærri leikskóla við Suðurströnd næsta vetur. í haust vantar okkur því fleiri leikskólakenn- ara f hópinn. Nýi leikskólinn er fjögurra deilda og verða deildir aldursskiptar. Stefnt er að sérstökum áherslum í uppeldisstarfinu. Leikskólakennarar, hafið samband og kynnið ykkur hugmyndir að skipulagi og starfsemi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Dagrún Ársælsdóttir, í síma 561 1375, hs. 561 2197. Einnig veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 561 2100. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Leikskólafulltrúi ísafjarðarbær Þingeyri. Staða skólastjóra við Grunnskóla Þingeyrar er laus til umsóknar. Einnig eru lausar 2 stöður við sama skóla í almennri kennslu, ensku o.fl. Upplýsingar um skóla- starfið veitir Garðar Vignisson skólastjóri í síma 8542755. Holt. Ein kennarastaða laus, almenn kennsla. Upplýsingar veitir Sólveig Ingvars- dóttir í síma 456 7886. Flateyri. Á Flateyri eru lausar 2-3 stöður í almennri kennslu, ensku, íþróttir o.fl. Upplýs- ingar veitir Björn Hafberg, skólastjóri í síma 456 7862. Suðureyri. Á Suðureyri vantar kennara í 1-2 stöður í almenna kennslu, ensku og ísl. á efsta stigi. Upplýs- ingar veitir Magnús S. Jónsson skólastjóri í síma 456 6119. ísafjörður. Á ísafjörð vantar kennara til að kenna íþróttir (pilta), myndmennt, hand-- mennt, tónmennt og sérkennslu. Auk þess vantar kennara (útibústjóra) í Hnffsdalsskóla. Upplýsingar veitir Kristinn Breiðfjörð skóla- stjóri í síma 456-3146 og 456 4305. Umsókn- ir sendist til bæjarstjóra ísafjarðarbæjar. Viðskiptafræðingar Ríkisskattstjóri óskar að ráða viðskiptafræð- ing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt starf sem lýtur m.a. að eftirliti með skattskilum fyrirtækja og einstaklinga. Starfið felur í sér samskipti við forráðamenn fyrirtækja, skoð- un bókhalds og skattskila, skýrslugerð og leiðbeiningagjöf. Leitað er að traustum og glöggum starfs- manni til framtíðarstarfa. Umsóknir, er greini m.a. menntun, fyrri störf og meðmælendur, sendist til ríkisskattstjóra, eftirlitsskrifstofu, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á vistfang rskeftirlit@skattur.is fyrir 12. júlí nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.