Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 21
ATVINNU
Bflstjóri
Vantar bílstjóra með meirapróf.
Framtíðarstarf.
Upplýsingar í síma 852 2544.
Rekstrarstjóri
íþróttahúss
Laus er til umsóknar staða rekstrarstjóra
í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi.
Starfið felur í sér 50% baðvörslu
og 50% yfirstjórn á baðvörðum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf
1. ágúst 1996.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf, skilist til HK - aðalstjórnar,
pósthólf 529, 202 Kópavogi, fyrir 8. júlí 1996.
Aðalstjórn HK.
Þúsund gyllina
verðlaun fýrir
verðmæta ábendingu
Hollensk fjölskylda (eiginmaður, eiginkona
og tvö börn) hafa hug á að setjast að á
íslandi. Ég þarf því á vinnu að halda.
Æviágrip: Dirk Slagter, fæddur 28/8 1955.
Hollensk menntun: Rafvirki, vélfræðingur,
vökvakerfi og þrýstiloftskerfi, plc. tech. með
leyfi til að vinna að rafkerfum fyrirtækja jafnt
sem í almennu húsnæði. Alhliða hollenskt
þungapróf (sjö tonn og yfir). Starfsreynsla
af viðhaldi og viðgerðum á alhliða rafkerfum
og vélbúnaði, viðhaldi á verksmiðjusvæðum
þar á meðal smíðavinnu, logsuðu, málningar-
vinnu o.s.frv. Viðhaldi og viðgerðum á OTIS-
lyftukerfum og rafmagnsstigum. Uppsetn-
ingu og viðhaldi á rafmagns- eða vökvaknún-
um krönum á vörubílum. Viðhaldi og viðgerð-
um á sláttuvélum, vélsögum, litlum dráttar-
vélum, hita- og vatnsúðarakerfum o.s.frv. í
gróðurhúsum fyrir landbúnað.
Heimilisfang: Hunzestraat 13,
3812HTAmersfoort, Hollandi.
Sími 00 31 334617818.
Félagsmálastofnun
Reykj avíkurborgar
Störf í eldhúsi
Fyrirhugað er að nýtt þjónustueldhús
í félags- og þjónustumiðstöð aldraðra við
Lindargötu 59, Vitatorg, taki til starfa í byrjun
ágúst. Starfsfólk vantar þar til ýmissa starfa.
Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf og
er unnið á vöktum.
Nánari upplýsingar gefur Bragi Guðmundson
yfirmatreiðslumaður, í síma 561 0300 frá kl.
14-16 og í þjónustumiðstöðinni á sama tíma.
Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. og skal
umsóknum skilað á Lindargötu 59.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast í fullt starf á hverfa-
skrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur,
Skógarhlíð 6.
Um er að ræða barnaverndarstarf og stuðn-
ing við barnafjölskyldur.
Nánari upplýsingar veita Halldóra Gunnars-
dóttir og Ella Kristín Karlsdóttir í síma
562 5500.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. og skal
umsóknum skilað á hverfaskrifstofu Félags-
málastofnunar Reykjavíkur, Skógarhlíð 6, á
eyðublöðum sem þar fást.
Tannlæknastofa
Rösk, áreiðanleg og reglusöm aðstoðar-
manneskja óskast á tannlæknastofu við
Laugaveg. Þarf að geta byrjað sem fyrst.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt-
ar: „Aðstoðarstúlka - 4373“, fyrir 5. júlí.
Sumarafleysingar
Óskum eftir að ráða sumarafleysingafólk í
eftirfarandi störf með möguleika á fastráðn-
ingu. Einungis réttindamenn koma til greina.
Mikil vinna framundan:
Vélvirkja,
plötu- og ketilsmiði,
skipasmiði,
rafsuðumenn.
Einnig óskum við eftir vönum mönnum í
vatnsblástur.
Upplýsingar veita Eiríkur eða Guðmundur á
milli kl. 18 og 20 næstu daga í síma 555 4199
og á staðnum.
Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. var stofnuð árið 1973. Hún hefur
verið sérhæfð í nýsmíði á tækjum og vélbúnaði fyrir iðnað og virkjan-
ir. Fyrirtækið er vaxandi í viðhaldi og þjónustu á skipum og bátum,
þar sem lögð er rík áhersla á vönduð vinnubrögð. Grunneiningar
þess eru plötuverkstæði, trésmíðaverkstæði, renniverkstæði, slippur
og flotkví.
Vélsmiðja
ORMS & VÍGLUNDAR sf.
Kaplahrauni 14-16, Strandgötu 82-84, Háabakka
- í nýjabrum og náttúru -
Grunnskólakennara og tónlistar-
skólakennara vantar á
Kópasker og í Lund
í Öxnarfirði
Grunnskólarnir:
1) Skólastjórn.
2) Almenna kennslu 1.-7. bekkjum á Kópa-
skeri (tvær stöður), almenn kennsla Lundi í
1.-10. bekkjum (fjórar stöður).
3) Sérkennslu (rúmt stöðugildi samtals við
báða skólana).
4) Mynd-, hand- og tónmenntakennslu.
5) íþróttakennsla, nýtt íþróttahús í Lundi.
(sund að hausti og vori).
Kópaskersnemendur koma af Sléttu, Kópa-
skeri og Núpasveit.
Lundarskólanemendur úr Kelduhverfi, Öxar-
firði, Núpasveit, Kópaskeri og Sléttu.
Við báða skóla er skólaakstur úr héraðinu
og mötuneyti starfrækt í Lundarskóla.
Tónöx:
1) Skólastjórn m/kennslu.
2) Tónlistarkennsla.
Tónlistarskóli Öxarfjarðarhéraðs þjónareinn-
ig Kelduhverfi, með kennslu í grunnskólun-
um. í Lundarskóla standa nú yfir úrbætur á
húsakosti fyrir Tónöx.
Þá eru kórstjórnar- og organistastörf laus
við: Snartarstaðakirkju, Skinnastaðarkirkju
og Garðskirkju í Kelduhverfi, en þau störf
gefa tónlistarfólki talsverða möguleika í
samhengi við Tónöx.
Upplýsingar um þessi störf, skólahverfin,
umhverfi, kjör, húsnæði, búsetu- og atvinnu-
möguleika (makar!), gefa:
Finnur M. Gunnlaugsson skólastj. Lundi, sími
465 2244 og 465 2245.
Iðunn Antonsdóttir skólastj. Kópaskeri, sími
464 2105 og 464 2161.
Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstj. Öxarfhr.,
sími 464 2188.
Björn Guðmundsson oddviti Kelduneshr.,
sími 465 2297.
Hildur Jóhannsdóttir skólanefndarformaður,
sími 465 2212.
Flutningsstyrkur - húsnæðishlunnindi.
Umsóknarfrestur er til 10. júlí 1996.
Skólanefndirnar.
Trésmiðir
Tveir vanir trésmiðir óskast strax.
Upplýsingar eftir helgi í símum 565 3847 og
565 3845, bílasími 854 2968.
Súfistinn
kaffihús - kaffibrennsla
- Hafnarfirði - Reykjavík
Súfistinn óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi
störf frá og með 1. september nk.:
Heilar stöður:
Tvær stöður vaktstjóra, dagvinna.
Afgreiðsla og þjónusta í sal, vaktavinna
og/eða kvöld- og helgarvinna.
Afleysingar í eldhúsi í ágúst.
Hlutastaða:
Aðstoð í eldhúsi, dagvinna. Einungis ætlað fyr-
ir laghentan, geðgóðan og natinn einstakling.
Umsækjendur vinsamlegast mæti á skrif-
stofu Súfistans, Strandgötu 9, Hafnarfirði,
milli kl. 18.00 og 19.00 mánudaginn 1. júlí
eða þriðjudaginn 2. júlí.
Skeljungur hf.
Einkaumboð fyrir Shell-vörur á islandi
Mötuneyti
Viljum ráða snyrtilegan og duglegan starfs-
mann til framtíðarstarfa í mötuneyti Skelj-
ungs hf. í Örfirisey.
Starfið felur í sér aðstoð við matargerð, vinnu
í matsal og frágang í eldhúsi.
Vinnutími mánudag til föstudags frá
kl. 8.00-14.00.
Vaktmaður
Viljum ráða starfsmann til öryggisgæslu í
þjónustustöð Skeljungs hf. í Skerjafirði.
Um er að ræða helgar-, kvöld- og næturvinnu.
Framtíðarstarf.
Starfið krefst samviskusemi, heiðarleika og
snyrtimennsku, auk þess sem viðkomandi
þarf að eiga auðvelt með að vinna að nóttu til.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í starfs-
mannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut
4, 5. hæð. Umsóknir berist fyrir 5. júlí nk.
Stafræn
myndvinnsla
- þrívíddar grafík
Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að
ráða fólk í eftirtaldar stöður hjá fyrirtækinu:
Þrívíddar listamenn: Umsækjendur verða að
hafa góða tölvukunnáttu, þekkingu og
reynslu í notkun á þrívíddar hugbúnaði.
Klipparar: Umsækjendur verða að hafa
reynslu í klippingu eða samsetningu á hvers
konar myndefni s.s. kvikmynda, auglýsinga
og myndbanda. Þekking á stafrænum klippi-
kerfum s.s. Media100 er æskileg svo og þekk-
ing á forritunum AfterEffects og ProTools.
í boði eru krefjandi en spennandi störf fyrir
hugmyndaríkt og jákvætt fólk hjá ört vaxandi
fyrirtæki, sem starfar á auglýsinga- og kvik-
myndamarkaði.
Umsóknum skilað til afgreiðslu Mbl. merkt-
ar: „STAFRÆN - 593“, fyrir 15. júlí nk.
Rauði dregillinn ehf.
Grensásvegur 7